Færsluflokkur: Vísindi og fræði
9.7.2013 | 10:27
Áskorun á menntamálaráðherra
Sú ákvörðun stjórnenda Verslunarskóla Íslands, að stytta stúdentsnám um eitt ár er áskorun á menntamálaráðherra að láta hendur standa fram úr ermum varðandi þau sjónarmið sem hann hefur sett fram sem stefnumörkun í þeim málum.
Það er fráleitt að íslenskt námsfólk skuli útskrifast stúdentar tveim árum síðar en ungt fólk á hinum Norðurlöndunum, Bretlandi og Þýskalandi svo dæmi séu tekin. Íslenskt námsfólk er ekki verr gefið eða seinþroskaðra en ungt fólk í nágrannalöndunum þannig að það er kerfisvilla sem veldur þessu.
Þegar búið verður að koma á þeirri nauðsynlegu kerfisbreytingu að fólk verði almennt stúdentar 18 ára að aldri þá sparar það gríðarlega fjármuni bæði fyrir einstaklinga og ríkið. Það má líka rökfæra það að brotthvarf frá námi muni þá minnka verulega. Fólk væri þá að koma út í atvinnulífið með háskólapróf 23-24 ára.
Takist menntamálaráðherra að koma þessum breytingum í kring að stytta stúdentsnámið um tvö ár þá hefur hann unnið þrekvirki og full ástæða að skora á hann að láta hendur standa fram úr ermum hvað þetta varðar.
30.5.2013 | 12:05
Sannleikurinn og meirihlutinn
Í morgunútvarpinu gagnrýndi fréttastjóri Ríkissjónvarpsins nafngreindan bandarískan þingmann fyrir að vera slíkt afturhald og fáráð að draga í efa að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Fréttastjórinn benti á að 97% vísindamanna héldu því gagnstæða fram og þá þyrfti ekki frekari vitnana við.
Galileo Galilei hélt því fram að jörðin snérist í kringum sólina en aðrir vísindamenn þess tíma héldu fram því gagnstæða. Galilei þurfti að vinna það sér til lífs að afneita skoðunum sínum og 99% vísindamanna þess tíma hrósuðu sigri. En samt snérist þó jörðin í kringum sólina.
Meiri hluti vísinda- og fræðimanna þurfa ekki að hafa rétt fyrir sér. Má minna á gleðidans fræðimanna um efnahagsmál fyrir hrun og hvernig þeir sem andæfðu og héldu því fram að guðdómlegi gleðileikurinn um að búa til auðæfi úr engu gengi aldrei upp voru hæddir og hrakyrtir. Eða aðgerðir vegna sel- eða hvalveiða þar sem ögfarnar bera skynsemina ofurliði.
Tim Yeo formaður nefndar breska þingsins um orkumál og loftslagsbreytingar segir að hnattræn hlýnun þyrfti ekki að vera af mannavöldum, heldur geti náttúrulegar aðstæður valdið þeim breytingum sem hafa orðið. Tim Yeo var umhverfisráðherra í ríkisstjórn John Major og harðasti baráttumaðurinn fyrir hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir losun kolefnis út í andrúmsloftið. Árið 2009 sagði hann að þeir sem andæfðu hnattrænni hlýnun af mannavöldum mundu þagna innan 5 ára vegna. Nú telur hann staðreyndirnar um hnattræna hlýnun af mannavöldum ekki eins augljósar. Sá stimpill verður því ekki hengdur á Tim Yeo að hann sé öfgamaður í afneitun.
Þrátt fyrir það að ég dragi í efa að meiri háttar loftslagsbreytingar stafi af mannavöldum þá skiptir samt máli að við göngum um jörðina og auðlindir hennar af virðingu og gætni. Góð umgengni, nýting og umhverfisvernd skipta miklu máli vegna svo margra hluta sem eru mikilvægir fyrir gott líf og velferð jarðarbúa í framtíðinni. Það að hrapa að niðurstöðum á hæpnum forsendum er hins vegar allt annað mál
23.5.2013 | 20:58
Báknið burt er forgangsverkefni
Forsenda þess að ríkisstjórnin geti framkvæmt þá góðu hluti sem hún lofar að framkvæma á þessu kjörtímabili er m.a. að draga mjög úr umsvifum og útgjöldum ríkisins.
Til tilbreytingar mætti fara aðra leið við að ná útgöldum ríkisins niður en norræna velferðarstjórn Jóhönnu fór.
Í stað þess að ráðast að sjúkrastofnunum, öryrkjum og öldruðum mætti skoða að skera í burtu flottheitin og fíneríið og fituna sem hefur dafnað ágætlega hjá ríkinu frá því fyrir Hrun.
Af hverju má ekki endurskipuleggja utanríkisþjónustuna miðað við nútímaþarfir í margmiðlunarumhverfi? Leggja niður sendiráð og fækka starfsfólki. Hvað með að draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka, samtaka og félaga sem eðlilegt er að standi á eigin fótum án aðkomu skattgreiðenda. Hvað með að einfalda ríkiskerfið án þess að draga úr þjónustu með hjálp tækninnar? Hvað með að draga úr velferðarkerfi atvinnuveganna?
Spennandi verkefni bíða nýs menntamálaráðherra, en hann þarf að einhenda sér í að íslenskir námsmenn útskrifist stúdentar 2 árum fyrr en þeir gera núna þ.e. á sama aldri og í nágrannalöndum okkar. Auk þess þarf að umbylta skólastarfinu þar sem möguleikar í margmiðlun gefa tækifæri til að bæta kennslu og fræðslu með mun minni tilkostnaði en nú.
20.2.2013 | 21:52
Aðförin að stjórnarskránni misheppnast.
Aðförin sem gerð hefur verið að stjórnarskránni á þessu kjörtímabili er nú endanlega runnin út í sandinn. Þór Saari sækist eftir því að flytja líkræðuna til að ná forskoti fyrir Dögun á Lýðræðisvaktina eða hvað þeir nú heita nýjustu skemmtikraftarnir með formanninn sem klæðir sig til höfuðsins sem kúreki norðursins.
Aðförin hófst með því að hópur fólks með viðskiptafræðiprófessor í broddi fylkingar hrópaði að Hrunið væri stjórnarskránni að kenna. Á þeim tíma var þessi prófessor í nokkrum metum. Nú sjá fleiri og fleiri að þessir menn eru naktir vitrænt eins og keisarinn í Nýju fötin keisarans eftir H.C. Andersen. Rök þeirra halda ekki.
Við erum með góða stjórnarskrá. Sambærilega þeim sem eru í nágrannalöndum okkar. Nauðsyn ber til að skoða nokkur ákvæði hennar t.d. varðandi þjóðaratkvæði, eignarráð og ráðstöfun auðlinda, en engin þörf var á að umbylta stjórnarskránni. Slík aðför hefði haft slæmar afleiðingar hefðu bestu menn ekki komið í veg fyrir það.
Eftir að álit Feneyjarnefndarinnar lá fyrir og allir málsmetandi lögfræðingar landsins höfðu varað við samþykkt stjórnlagafrumvarpsins sem Valgerður og Jóhanna rembast enn við að styðja varð ljóst að Alþingi mundi ekki samþykkja þetta ólánsfrumvarp.
Athyglisvert er, að helsta stuðningsfólk aðfararinnar að stjórnarskránni var líka stuðningsfólk Icesave landráðasamninganna. Ef til vill segir það einhverja sögu.
13.2.2013 | 21:37
Sérfræði nei takk
Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sú nefnd hefur helst fjallað um tillögur til breytinga á stjórnarskránni. Í gær gaf hún lítið fyrir sérfræðilega vinnu við stjórnarskrána.
Tilefnið var að Feneyjarnefndin skilaði athugasemdum við tillögur til breytinga á stjórnarskrá. Athugasemdir Feneyjarnefndarinnar voru margar og þegar álit nefndarinnar er skoðað þá kemur í ljós að bak við kurteislegt orðfæri sem svona fjölþjóðlegar nefndir nota jafnan þá gefur Feneyjarnefndin stjórnarskrártillögunum algjöra falleinkunn.
Valgerði Bjarnadóttur þingmanni Samfylkingarinnar fannst af því tilefni rétt að taka fram sérstaklega aðspurð um álit Feneyjanefndarinnar að í nefndinni sætu lögfræðingar sem væru eins og lögfræðingar almennt en ekki væri mikið gefandi fyrir slíka pótintáta. Þeir væru sérfræðingar í lögum en töluðu ekki eins og almenningur.
Valgerður ráðleggur þá sennilega fólki í samræmi við þetta álit sitt á sérfræðingum að rétt sé að leita til pípulagningarmanna við magakveisu af því að magalæknar tali mál sem almenningur skilur ekki og fyrirtak sé að trésmiðir taki að sér lýtalækningar. Þetta er þó sagt með fullri virðingu fyrir sérfræðiþekkingu pípulagningamanna og trésmiða.
Í samræmi við þetta álit formannsins þegar um mikilvægustu löggjöf landsins stjórnarskrána er að ræða þá er rétt að leggja af allar sérfræðinefndir sem eiga að vera Alþingi til ráðuneytis um vandað löggjafarstarf og segja upp lögfræðingum sem starfa fyrir Alþingi. Þeir þvælast sennilega bara fyrir að mati formannsins.
31.1.2013 | 18:18
Pólskan sækir á í Englandi.
Sagt er frá því í fréttum í dag frá Englandi að pólska sé orðin næst algengasta málið í landinu. Meir en hálf milljón segja að pólska sé móðurmál sitt í Englandi og velta þá tungumálunum Urdu og Bengali úr sessi.
Margir hafa talið að enska yrði alþjóðamál og þannig er það raunar að felst menntafólk í heiminum talar ensku venjulega sem annað mál sitt. En það er verulega pottur brotinn varðandi það að allir tali ensku í Englandi. Um milljón manns í Englandi segja að þeir tali litla eða enga ensku. Svo virðist sem ríkisvaldið hafi lítil áform varðandi aðlögun innflytjenda að þjóðfélaginu. Telja sennilega að það komi af sjálfu sér.
Í London eru um 20% íbúa sem tala annað móðurmál en ensku og aðeins í þrem af 33 hverfum í London eru töluð færri en 100 tungumál.
Óneitanlega athyglisverðar upplýsingar í landi alheimsmálsins.
11.1.2013 | 23:02
Kynblinda
Vinur minn Guðmundur Sigurðsson aðstoðarforstjóri Samkeppnisstofnunar vakti athygli mína á fyribrigðinu kynblinda og spurði hvort ég vissi hvað það væri. Fátt varð um svör.
Guðmundur sagðist hafa rekist á frétt í dagblaði þar sem fjallað var "um tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð (hm!) hjá Reykjavíkurborg. Niðurstaðan var sú að fjárlög og fjárhagsáætlanir mismuni ekki kynjunum enfjárúthlutanir eru ekki að nýtast kynjunum jafnt og er því ekki um kynhlutleysi að ræða heldur kynblindu.
Tæpst tæmir þetta nú alveg skýringu á hugtakinu kynblindu og væri æskilegt að þeir sem ábyrgð bera á þessu nýyrði geri okkur fyllri grein fyrir fyrirbrigðinu sem sómir sér væntanlega vel við hlið fyrirbrigðisins í stóli borgarstjóra sem ég veit ekki hvort er haldinn kynblindu eða ekki miðað við skilgreiningu fréttarinnar.
Svo er spurningin hvort að kynblindir þurfi ekki á bókum að halda með kynblindraletri og kynblindrastaf til að rata ekki í ógöngur vegna kynblindunnar.
11.1.2013 | 00:09
Járnfrúin, prófessorinn og tölfræðin.
Tölfræðin getur verið varasöm og stundum verri en bölvuð lygi prófessor Stefán Ólafsson. Þar fyrir utan var sérstakt að prófessor eins og Stefán skyldi hlaupa svona upp á nef sér bara af því að fjallað var um Margaret Thatcher persónulega og kosti hennar.
(Grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu á þriðjudaginn 8.1. (Stefán Ólafsson er greinilga ekki áskrifandi að Morgunblaðinu því að í dag heldur hann áfram með tölfræðikúnstir sínar í pistli)
9.1.2013 | 18:45
Breska veðurstofan endurskoðar spár um hnattræna hlýnun.
Frá því er sagt í dag að breska veðurstofan hafi breytt um spá um hnattræna hlýnun og geri ráð fyrir að árið 2017 þá hafi meðalhitinn verið nánast sá sami í 20 ár. Nýar vísindaspár gera jafnvel ráð fyrir kólnun næstu 5 árin. En þeir segja í leiðinni að þrátt fyrir að þeir spái kólnun næstu 5 árin þá segi það ekki söguna um hvernig hnattræn hlýnun verði til lengri tíma litið. Heyr fyrir þeim. Loksins er hægt að fara að tala vitrænt um þessi mál.
Hlýjasta árið í Bretlandi í 160 ár var árið 1998. Svo virðist því sem eitthvað hafi komið í veg fyrir hnattræna hlýnun af mannavöldum í þau 14 ár sem liðin eru frá þeim tíma. Dr. Peter Stott yfirmaður lotslagsbreytingarannsókna á bresku veðurstofunni segir að hægt hafi á hlýnun frá árinu 2000 í samanburði við hlýnunina sem varð milli 1990 og 2000.
Þetta þýðir að öll tölvumódel og spár vísindamannanna sem hafa spáð óafturkallanlegri hlýnun af mannavöldum og óbætanlegar skemmdir á jörðinni og vistkerfinu vegna útblásturs koltvíoxýðs hafa sem betur fer reynst rangar.
Fróðlegt verður að heyra hvað trúboði hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum Al Gore fyrrum varaforseti Bandaríkjanna segir um málið. Hann var raunar svo vinsamlegur að bjóða Forseta lýðveldisins með sér á Suðurskautið fyrir skömmu og þar komust þeir að því að ísinn á Suðurskautinu væri að minnka meðan aðrir vísindamenn og mælingar segja að hann sé að aukast.
Ævintýrið um hnattræna hlýnun af mannavöldum er dýrasta ævintýrið sem mannkynið hefur nokkurn tíma látið sér detta í hug að trúa á. Það breytir hins vegar ekki því að okkur ber að ganga vel um náttúruna en það er annað mál og kemur ævintýrinu um hnattrænu hlýnuninni ekkert við.
18.12.2012 | 09:11
Burt með sérfræðinga
Lýður Árnason læknir, sem sat í stjórnlagaráði birtir grein í Fréttablaðinu. Meginniðurstaðan er sú að Alþingi verði að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs og megi ekki láta sérfræðinga koma að málinu.
Orðrétt segir: "Ruglumbull er að láta sérfræðinga tefja för þess frekar." Síðar segir læknirinn "Þinginu ber því skylda til að standa við sinn hlut og samþykkja nýja stjórnarskrá óbreytta fyrir þinglok."´
Lýður telur ranglega að stjórnlagaráð hafi fengið umboð til að taka stjórnarskrármálið í eigin hendur og þeir sem þvælist fyrir séu óvinir þjóðarinnar. Sérstaklega á það við sérfræðinga að mati læknisins, sem geti sullumbullast við að ruglumbullast gegn heilögum tillögum stjórnlagaráðs.
Stjórnlagaráðsliðar voru hvorki alvitrir né óskeikulir. Einn sérfræðingur bendir t.d. á, að yrðu tillögur stjórnlagaráðs samþykktar þá mundu útlendingar fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar til jafns við Íslendinga. Heldur læknirinn að það sé þjóðarvilji að framselja auðlindirnar til útlendinga eins og stjórnlagaráð leggur til?
Af grein læknisins má ætla, að hann telji að komist grasalæknir sem hluti fólks treystir, að þeirri niðurstöðu að maður sé með hjartasjúkdóm, þá beri að fara að öllum ráðum grasalæknisins. Ekki megi kalla til hjartasérfræðinga eða sérhæft hjúkrunarfólk til sjúkdómsgreiningar eða aðgerða.
Læknirinn og frambjóðandi Dögunar vill vísa sérfræði á bug og láta kukl, vangetu og vanþekkingu ráða ferð.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 291
- Sl. sólarhring: 302
- Sl. viku: 3792
- Frá upphafi: 2513596
Annað
- Innlit í dag: 273
- Innlit sl. viku: 3550
- Gestir í dag: 259
- IP-tölur í dag: 255
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson