Færsluflokkur: Vísindi og fræði
15.12.2014 | 09:00
Loftslagsleikrit í þrem þáttum.
9000 fulltrúar eyddu tveim vikum á fundi í Lima í Perú við að reyna að komast að samkomulagi um "alþjóðlegan loftslagssamning", sem vonir eru bundnar við að verði undirritaður í París á næsta ári.
Christopher Brooks dálkahöfundur í enska stórblaðinu Daily Telegraph segir í grein í gær að um hafi verið að ræða endurflutning á leikriti í þrem þáttum, sem hafi gengið í um 20 ára skeið. Fyrsti þáttur fjalli um ógnina af hnattrænni hlýnun af mannavöldum, sem sé nú verri en nokkru sinni fyrr.
Í öðrum þætti krefjist þróunarríkin þess að Evrópusambandið, Bandaríkin og Japan borgi þeim þ.á.m. Kína og Indlandi 100 milljarða dollara á ári til að þau dragi úr kolefnalosun og um þetta sé deilt á ráðstefnunni þangað til sest sé niður til að ganga frá lokaályktun.
Þriðji þáttur er síðan um tilraun til að ganga frá lokaályktun sem venjulega takist um kl. 4 að morgni síðasta ráðstefnudagsins og það kynnt sem merkur áfangi. Loks samþykki allir lokaályktunina sem sé algjörlega meiningarlaust plagg sem skuldbindi engan til að gera neitt.
Höfundur segir að sama verði upp á teningnum á loftslagsráðstefnunni í París á næsta ári þannig að þessi farsi muni halda áfram þangað til dómsdagur kemur - sem eins og hlýnunin kemur aldrei með þeim hætti sem tölvuspárnar segja fyrir um eða þangað til allir deyja úr leiðindum.
Í hríðarkófinu og blindbylnum sem gengur yfir landið þessa daganna þá þykir væntanlega mörgum miður að við skulum ekki fá ögn meira af hnattrænni hlýnun jafvel þótt hún væri af mannavöldum. Slæmt er þó að svo virðist sem það sé að kólna þrátt fyrir allar dómsdagsspárnar.
Verst er að þessi þráhyggja hlýnunarinnar tekur of mikið fé til sín og dregur athygli frá brýnni verkefnum á sviðum umhverfismála, sem eru ekki ævintýraveröld tölvuspádóma heldur bæði brýn og raunveruleg.
29.10.2014 | 00:26
Býr þriðja hvert barn á Íslandi við fátækt?
Út er komin enn ein furðuskýrsla frá UNICEF um fátækt barna. Samkvæmt skýrslunni býr tæplega þriðjungur íslenskra barna við fátækt.
Fátækastir á Íslandi eru þeir sem eru atvinnulausir eða geta ekki unnið vegna sjúkdóma. En þeir sömu njóta margvíslegrar aðstoðar t.d. varðandi húsnæði, greiðslu sjúkrakostnaðar, ókeypis menntun fyrir auk margs annars. Á heimilum svonefndu fátæku barnanna samkvæmt skýrslunni eru sjónvörp,tölvur, ískápar, stereógræur, bíll eða bílar og flest þeirra eiga farsíma. Er þetta fátækt?
Staðreyndin er sú að skýrslan byggir ekki á því sem fólk almennt skilur sem fátækt. Félagsfræðingarnir sem unnu skýrsluna líta ekki á fátækt sem það að vera of fátækur til að geta notið grundvallar efnalegra gæða til að geta haft það gott. Þess í stað hafa sérfræðingarnir tölfræðilega viðmiðun sem er sú að þú býrð við fátækt ef laun heimilisins eru minna en 60% af meðatekjum þjóðfélagsins.
Á grundvelli þessara skilgreininga þá skiptir það engu máli þó tekjur allra yrðu helmingi hærri. Hlutfall fátæktar yrði eftir sem áður sú sama. Ef laun almennt lækkuðu hins vegar gæti það orðið til þess að fátækum fækkaði á grundvelli sömu útreikninga þó að fólk hefði það efnalega mun verra.
Til að sýna fram á fáránleika skýrslugerðar Unicef má benda á að í nýlegri skýrslu þeirra þá er niðurstaðan sú að fátækt barna í Lúxemborg sé meiri en í Tékklandi. Samt sem áður er einna mest velmegun og hæstu launin í Lúxemborg af öllum löndum Evrópu.
En hvers vegna notar stofnun eins og Unicef svona viðmiðanir. Stofnunin sjálf hefur gefið þá skýringu á því, að gerði hún það ekki, þá mundi ekki vera nein fátækt í ríkum löndum eins og Lúxemborg, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Sú staðreynd hentar hins vegar ekki Unicef eða Samfylkingarfólki veraldarinnar, sem byggir á því að sé ekki um fátækt að ræða þá verði að búa hana til.
Þess vegna er búið til hugtakið hlutfallsleg fátækt og Stefán Ólafsson háskólakennari og skýrsluhöfundar Unicef vinna út frá því viðmiði en ekki raunveruleikanum um að fátækt sé fátækt sem er allt annað en tölfræðilíkan hlutfallslegrar fátæktar.
Þannig mundi sonur minn vera skilgreindur samkvæmt þessum vísindum sem fátækur ef ég gæfi honum 2000 krónur á viku í vasapeninga en meirihluti skólafélaga hans fengju 3.500 í vasapeninga frá sínum foreldrum. Hann héldi áfram að vera skilgreindur sem fátækur þó ég hækkaði vasapeningana hans um helming í 4000 ef vasapeningar félaganna hækkuðu í 7.000 Engu skipti í því sambandi þó að heildarneysla á hvert barn sé um 60 þúsund þegar upp er staðið og hvort barnið nýtur efnalegrar velmegunar eða ekki.
Samfélagslega fátæktin verður að hafa sinn framgang jafnvel þó hún sé allsendis óraunveruleg.
Við gerum grín af svonefndri háksólaspeki miðalda. Maður líttu þér nær.
25.9.2014 | 12:57
Nútíma draugasögur
Draugasögur voru áður fyrr sagðar af hjátrúafullu fólki sem hafði mun takmarkaðri þekkingu en við höfum í dag. Vegna aukinnar þekkingar hafa gömlu draugasögurnar tekið breytingum og orðið nútímalegri á meðan þær gömlu hreyfa ekki við óttakennd neins.
Um nokkurt skeið hafa rutt sér til rúms nútíma draugasögur sem iðulega eru búnar til í nafni vísinda og umfram þekkingar þeirra sem telja sig best þekkja. Sameiginlegt þessara vísindadraugasagna er aðallega tvennt. Í fyrsta lagi krafa um aukin fjárframlög til viðkomandi vísindamanna og í öðru lagi stórfellt inngrip ríkisvaldsins til að koma í veg fyrir aðsteðjandi vá jafnvel tortímingu alls mannkyns. Þessar draugasögur hljóma því eins og himnasending í eyrum hugmyndasnauðra sósíalista.
Í upphafi síðustu aldar reiknuðu vísindamenn út að helstu stórborgir jarðar mundu grafast í hrossaskít og kröfðust aðgerða. Aldamóta tölvuveiran leiddi til aðgerða vegna einhvers sem vísindamenn á sviðinu héldu fram að mundi gerast en aðrir sáu ekki vitræna glóru í enda var þetta rugl. Vandamál vegna farsíma er eitt t.d. að slökkva verði á raftækjum í flugi án þess að það sé nokkur ástæða til þess.
Versta og dýrasta draugasagan hefur verið um hnattræna hlýnun af mannavöldum. Sú draugasaga hefur þegar valdið víðtækum ótta fjöld fólks, kostað gríðaelga fjármuni og dregið úr hagvexti.
Engu breytir þó hlýnun jarðar hafi ekki verið til staðar síðustu 16 árin. Áfram halda svonefndir vísindamenn að ausa út nýjum hryllingssögum sem engin fótur reynist síðan fyrir þegar fylling tímans hefur gert þær hlægilegar. En hver stenst fullyrðingar um að yfir 90% vísindamanna séu þessarar skoðunar. Það þýðir þá að þeir sem hallda öðru fram eru í besta falli rugludallar að mati þeirra sem telja að vísindakenningar sannist og afsannist á grundvelli lýðræðislegra kosninga.
Brennisteinsmengun frá gosinu í Holuhrauni sýnir okkur hvað við erum miklir maurar á jarðkringlunni í samanburði við náttúruöflin. Ef til vill hreyfir það við einhverjum sem þora þá að véfengja vísindamenn sem iðulega fá feit framlög úr ríkissjóði vegna fylgispektar við draugasögurnar.
Í mörg ár hefur því verið haldið fram að mikli hlýnun á ströndum Kaliforníu og Oregon fylkjum í USA væri hnattrænni hlýnun að kenna. Nú er komin niðurstaða eftir langvinna rannsókn sem segir að það hafi ekkert með það að gera heldur breytingar á vindakerfi í þessum heimshluta. En slíkar breytingar séu alltaf að eiga sér stað og geti staðið um árabil jafnvel í aldir.
Skipta þessar staðreyndir einhverju máli? Eða eigum við að halda áfram að kasta góðum peningum á eftir vondum, draga úr hagvexti og auka atvinnuleysi.
22.8.2014 | 11:55
Hatursorðræða og tjáningarfrelsi.
"Ég hata ekki samkynhneigða og er ekki með fordóma út í ykkur. En ég er ykkur ekki sammála með skilgreininguna á því hvað hjónaband er. Þótt þér finnst þetta eðlilegt að þá finnst mér það ekki."
Ég tel þetta eðlilega tjáningu í lýðræðisþjóðfélagi. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um ruglandann í þessari skýrslu.
Þeir sem gerðu skýrsluna átta sig greinilega ekki á að tjáningarfrelsi eru lögvernduð mannréttindi samkvæmt stjórnarskrá og hatursorðræða er ekki til staðar fyrr en eðlilegri tjáningu og skoðanaskiptum sleppir.
28.7.2014 | 23:44
Pólitískt nýmál.
Við sem erum fædd um og fyrir miðja síðustu öld eigum stundum erfitt með að átta okkur á að orð sem hafa verið okkur töm eins og öðrum af okkar kynslóð flokkast nú sem dónaleg, óviðurkvæmleg, særandi og jafnvel niðurlægjandi.
Nokkrir hafa farið hamförum yfir því að ritstjóri Morgunblaðsins skuli ekki hafa tileinkað sér pólitískt nýmál og sagt múlatti um mann sem á svartan fyrirgefið litaðan nei fyrirgefið aftur negra ó nei, nei nú sagði ég eitthvað ljótt og meiðandi. Alla vega var verið að tala um Obama sem á föður fæddan í Afríku og er ekki með sama litarhátt og móðir hans sem hefði verið hægt að segja fyrir 20 árum að væri WASP, en Guð veit hvort það er réttlætanlegt í dag. Leyfir pólitískt nýmál að tala um hvítt fólk eða á að segja eitthvað annað. Má e.t.v. ekki tala um litarhátt lengur?
Tíu litlir negrastrákar gengur alls ekki lengur. Ég er búinn að stinga þeirri bók efst úti í horni á barnabókaskápnum svo barnabörnin rekist ekki á þetta subbulega heiti og fari að bulla einhverja vitleysu.
Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell um alræðisríkið þar sem tekið var upp pólitískt nýmál og þar segir: "Ætlunin var að þegar Nýmál hefði verið tekið upp og Gamalmál gleymt að þá væru trúvillukenningar óhugsanlegar alla vega að því leyti sem orð tækju til þeirra."
Á grundvelli pólítísks nýmáls má ekki segja neitt ljótt og mynd Clint Eastwood sem hét á sínum tíma "The good, the bad and the ugly." Heitir í dag "The good, the client of the correctional system and the cosmetically different."
Nú er engin leiðinlegur heldur öðruvísi áhugaverður. Feitabolla er ekki lengur til heldur maður með annað vaxtarlag. Harmur mikill verður síðan kveðinn að hagfræðinni því nú má ekki segja lengur að maður sé fátækur heldur hagrænt fórnarlamb. Spurning hvað við fáum lengi að halda órökræna nýyrðinu áfallastreituröskun sem fellur þó einkar vel að ruglhyggju pólitíks réttmáls.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.7.2014 | 09:26
Hlýnunin sem hvarf.
Klappstýrur vísindamanna sem boðað hafa hlýnun jarðar af mannavöldum í tvo áratugi rembast við að að halda því fram að hún sé enn í gangi, þrátt fyrir þá óþægilegu staðreynd, að engin hlýnun hefur verið í heiminum í síðustu 14 ár samfellt.
Öll tölvúlíkön og forspár talsmanna hnattrænnar hlýnunar hafa reynst röng. Einn helsti sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í hnattrænum hlýnunarmálum Kevin Trenberth, segir að ástæða þess að hnattræn hlýnun hafi ekki mælst í 14 ár sé vegna þess að heimshöfin hafi gleypt hlýnunina frá árinu 1997 djúpt í sjónum þar sem við verðum hennar ekki vör. Heimshöfin eru því að hlýna gríðarlega þar sem við verðum þess ekki vör. Æðstu prestar hnattrænu hlýnunarinnar hafa gripið þessa kenningu fegins hendi.
Engar sannanir eða líkindi hafa verið færð fram fyrir þessari kenningu Trenberth. Nú hefur virtasti haffræðingur heimsins Carl Wunsch staðhæft að það sé ekkert sem styðji kenningu Trenberths nema tölvulíkön og þvert á kenninguna þá hafi heimshöfin ekki hlýnað heldur kólnað síðustu ár.
Nigel Lawson fyrrum fjármálaráðherra Breta heldur því fram að kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum standist ekki rökfræðilega skoðun. Af þeim sökum fær ekki að tjá sig á BBC. Þeir sem efast er haldið frá fjölmiðlum og opinberum styrkjum. Það er billjóna bísníss í dag að hræða fólk með hnattrænni hlýnun. Sá bísníss gæti orðið dýrasta lygi mannkynssögunnar.
Hvernig er hægt að skýra það með vitrænum hætti að um sé að ræða hnattræna hlýnun af mannavöldum vegna koltvísýringsmengunar þegar engin hlýnun hefur átt sér stað í 14 ár þrátt fyrir aukinn útblástur. Af hverju ekki skoða hlutina með opnum huga. Af hverju ekki að leggja meiri peninga í umhvefisvernd, hreinlæti og uppbyggingu og draga úr dansinum í kring um þessa pólítísku veðurfræðina.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.11.2013 | 10:02
Úrelt skólakerfi
Skólamál á Íslandi eru í ólestri. Nemendur koma illa út úr samanburðarprófum ár eftir ár og standa langt að baki jafnöldrum sínum í nágrannalöndum okkar. Formaður skólameistarafélags Íslands segir að framhaldsskólakerfið sé ekki lengur í takt við tímann
Þessar staðreyndir hafa legið fyrir í mörg ár. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert og pólitíska forustu og stefnumótun hefur algerlega skort. Það var ekki góður minnisvarði sem Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna reisti sér sem menntamálaráðherra, en þar fóru 4 ár undir hennar stjórn algjörlega í súginn. Er til efs að áður hafi setið jafn starfslítill menntamálaráðherra á þeim ráðherrastól.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þarf því heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum og vinna hratt og vel að endurskipulagningu skólakerfisins. Meginmarkmiðin hljóta að vera að skólinn sé í takt við tímann og kenni það sem mestu skiptir fyrir fólk til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Í annan stað þá þurfa gæði námsins að vera slík að íslenskir nemendur standi jafnfætis jafnöldrum sínum í nágrannalöndunum. Almennt á fólk að útskrifast með stúdentspróf eða sambærilegt próf 18 ára en ekki 20 ára eins og nú er.
Við endurskipulagningu skólakerfisins skiptir miklu að nýta þá kosti sem nýjasta tækni býður upp á. Með því mætti ná mun betri árangri en nú er. Bæta gæði kennslunnar og á sama tíma ná fram verulegum sparnaði í skólakerfinu.
Menntamálaráðherra hefur sýnt fram að þessu að hann hefur hug á að reisa sér annarskonar og veglegri bautastein en forveri hans í menntamálaráðuneytinu. Vonandi tekst honum það. Oft var þörf á því að gera hluti í skólamálum en nú er brýn nauðsyn.
1.9.2013 | 23:58
Barátta Jóns Gnarr gegn Guði
Jón Gnarr hefur hafið baráttu gegn æðra mætti, sem hann nefnir Guð óháð því hvaða trúarbrögð eiga í hlut. Hann segir að Íslamistar, Ameríkanar og Rússar tali mikið um Guð, drepi og undiroki í nafni Guðs. Þá segir hann líka að trú á Guð leiði til geðveiki og heimur án trúarbragða væri miklu betri og öruggari.
Þessi ummæli hafa fengið feiki góðar viðtökur og m.a. dæmi um að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lýst velþóknun á þessu nýjasta rugli borgarstjórans.
Fólki er frjálst að trúa því sem það vill eða trúa ekki neinu ef það vill. Jón Gnarr er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti sem ákveður að berjast gegn Guði. Það er hans mál. Hins vegar er miður þegar menn byggja skoðun á staðreyndavillum eins og borgarstjóri gerir.
Rússar og Bandaríkjamenn tala ekki mikið um Guð og heyja ekki stríð og undiroka þjóðir í nafni Guðs. Íslamistar eru trúarbragðahópur. Sú skoðun að trú á Guð leiði til geðveiki er dæmi um algera kerlingarbók dragdrottningarinnar Jóns Gnarr. Í þriðja lagi þá hafa stríð á síðari tímum sjaldan verið háð í nafni Guðs eða þjóðir undirokaðar í nafni hans. Þó margt vont hafi verið gert í nafni trúarinnar af spilltum leiðtogum þá jafnast það ekkert á við illvirki guðleysingja sem hafa iðulega stjórnað för.
Stalín, Hitler og Djengis Khan og fjölmargir aðrir illvirkjar í mankynssögunni voru trúleysingjar. Allir fóru þeir í stríð á öðrum forsendum en Guðlegum. Allir drápu þeir milljónir manna. Heimurinn var hvorki góður né öruggur þegar þeir trúleysingjarnir Stalín og Hitler voru upp á sitt besta. Satt að segja hefur hann aldrei verið jafnslæmur og hættulegur.
Sem betur fer kallar trú og leit að æðra mætti á það besta hjá langfelstum sem þess leita. Í sögu Evrópu geta menn lesið um það hvernig trúin varð þess valdandi að á 200 ára tímabili hernaðar í álfunni þá fékk almenningur að vera í friði. Stríð var á milli herja. Þeir trúleysingjarnir Stalín og Hitler ásamt öðrum illvirkjum breyttu þessu af því að þeir höfðu ekki neina trúarlega staðfestu og drápu a.m.k. meir en 20 milljónir almennra borgara í nafni sjálfskipaðs almættis stefnu og yfirburða kynþátta.
Fram að þessu hefur fyrirbrigðið í stóli borgarstjóra aðallega veist að kristninni, en nú er hann kominn í baráttu við öll trúarbrögð. Miðað við ruglingslega delluframsetningu í stuttum pisti hans gæti hann talið að þetta verði honum til framdráttar til að ná endurkjöri.
31.8.2013 | 14:09
Bannfæringar og mannorðsmorð
Fyrrum utanríkisráðherra Íslands var beðinn um að kenna í Háskóla Íslands. Enginn efast þekkingu hans og enginn frýr honum vits. Enginn velkist heldur í vafa um að þarna hafði Háskóli Íslands fengið einn af bestu fyrirlesurum þjóðarinnar.
En nei. Þegar til átti að taka gat ekki orðið af kennslunni vegna þess að kennarar í furðulegheita fagi sem heitir kynjafræði og er kennd í Háskóla Íslands af ástæðum sem Guð einn kann e.t.v. að útskýra, mótmæltu því að nemendur Háskóla Íslands ættu þess kost að hlusta á úrvals fyrirlesra annast kennslu á sviði sem hann gjörþekkir.
Enn einu sinni horfir fólk upp á það hvernig sérhagsmunahópar og sjálfskipaðir talsmenn siðferðis í þjóðfélaginu taka sér vald til að bannfæra og veitast að öðru fólki fyrir litlar eða engar sakir. Sú varð raunin í þessu tilviki og því miður féll Háskóli Íslands hrapalega á prófi umburðarlyndis og mannréttinda.
Í dag er það Jón Baldvin Hannibalsson sem verður fyrir þessu. Fyrir nokkru fór guðfræðikennari í leyfi vegna athugasemda trúleysingja. Við marga er ekki talað af því að þeir hafa skoðanir sem sérhagsmunahópar eru á móti.
Það ber brýna nauðsyn til að þeir sem unna málfrelsi, skoðanafrelsi og lýðréttindum láti kröftuglega í sér heyra og mótmæli þeirri ásókn og skoðanakúgun sem beitt er í þjóðfélaginu.
Nú er það musteri frjálsrar hugsunar Háskóli Íslands sem misvirðir mannréttindi, skoðanafrelsi og eðlilega starfshætti. Er skrýtið að fólk veigri sér við að taka þátt í almennri umræðu í þjóðfélaginu?
14.8.2013 | 11:25
Hlaðið í Hrun
Fyrirlestur Ásgeirs Jónssonar um fjórföldun peningamagns í umferð á 4 árum fyrir hrun er mjö athyglisverður. Þar kemur m.a. fram að hér á landi var beitt sömu aðferðum af hálfu Seðlabanka Íslands og annarsstaðar í okkar heimshluta. Bindisskylda var lækkuð og veðreglur Seðlabankans rýmkaðar (svokölluð ástarbréf) Við það m.a. jókst peningamagn í umferð og við erum enn að glíma við þann vanda að fjármálakerfið er fullt af peningum.
Fram kom að það séu mistök að greiða jafn háa vexti og gert er af jöklabréfainnistæðum og fjármálakerfið verði að minnka þar sem það sé allt of stórt. Þá telur hann það hafa verið önnur mistök að láta bankana í hendur erlendum kröfuhöfum eins og ríkisstjórn Jóhönnu gerði. Raunar lýsti þessi fyrirlestur vel þeim 4 árum kyrrstöðu í tíð síðustu ríkisstjórnar.
Umfjöllun um verðtrygginguna og áhrif hennar í hagkerfinu var athyglisverð. Þannig telur Ásgeir að nauðsynlegt sé að fjármálalífið færi sig úr verðtryggingu verði tekið upp fljótandi gengi og ég gat ekki skilið hann með öðrum hætti en sú aðgerð væri raunar líka nauðsynleg til að hægt yrði að aflétta gjaldeyrishömlum.
Ásgeir sagði það hafaverið mistök að taka ekki verðtrygginguna úr sambandi við hrun. Ég var eini talsmaður þess á sínum tíma því miður. Ég krafðist þess að sett yrðu önnur neyðarlög sem mundu afnema verðtrygginguna eða alla vega taka hana úr sambandi. Það lá svo ljóst fyrir að það yrði að gerast að mínu mati, en Jóhanna Sigurðardóttir og Gylfi Arnbjörnsson ásamt hagsmunaaðilum fjármálakerfisins og hinum þögla meiri hluta Alþingis komu í veg fyrir þá nauðsynlegu aðgerð.
Nú sjá fleiri og fleiri að það var fráleitt að láta verðtrygginguna æða áfram þegar fyrirsjáanlegt var að laun mundu lækka, verð fasteigna mundi lækka, skattar hækka og verðbólgan æða áfram vegna gengishruns og annarra afleiðinga fjármálakreppu. Vegna þess að ekki var farið að tillögum mínum hafa skuldir heimilanna aukist um 400 milljarða. Það er raunar sá samdráttur peningakerfisins, sem Ásgeir telur nauðsynlegan. Þeir peningar eru gervipeningar og best að horfast í augu við það strax og skila ránsfengnum þannig að það sé lífvænlegt í landinu. Þessar skuldir eru hvort eð er að mestu leyti bara til á pappír það er engin innistæða fyrir þeim og einungis lítill hluti verður greiddur.
Vandamál niðurfærslu og afnám verðtryggingar væru ekki fyrir hendi hefði verið brugðist við strax við bankahrunið eins og ég lagði til, en því miður er þetta allt saman flóknara í dag. En ekki óleysanlegt. Þeir sem nú mæla á móti eðlilegum skuldalækkunum og afnámi verðtryggingar á neytendalánum ættu að minnast þess sem skáldið Leo Tolstoy sagði forðum.
"Það þjóðfélag sem gætir ekki réttlætis fær ekki staðist."´
Óbreytt peningamálastefna með verðtrygginguna áfram að leiðarljósi hleður hratt og örugglega í nýtt Hrun. Það Hrun verður allt annars eðlis og mun alvarlegra fyrir íslenskt þjóðfélag en bankahrunið.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 53
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 3554
- Frá upphafi: 2513358
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 3329
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson