Færsluflokkur: Spaugilegt
24.11.2015 | 11:33
Hin réttláta reiði.
Ein er sú vörn undansláttarfólks í friðþægingarherferðinni fyrir hryðjuverk Íslamistana, að múslimar séu fullir réttlátrar reiði vegna krossferðana. Þá er verið að tala um atburði sem gerðust fyrir 1000 árum og stóðu í eina öld þegar kristni heimurinn reyndi að endurheimta svæði í Mið-Austurlöndum sem áður hafði verið kristinn.
Mikið óskaplega hljóta þá Vestmannaeyjingar að vera reiðir Íslamska heiminum fyrir að hafa farið með ránum og morðum um Vestmannaeyjar og hneppt fólk í þrældóm fyrir 400 árum.
Mikið óskaplega hljóta Ítalir,Frakkar, Spánverjar, Möltubúar, Grikkir, Serbar,Svartfellingar, Búlgarar,Rúmenar, Króatar, Slóvenar og Austurríkismenn að vera reiðir Íslamska heiminum fyrir ítrekaðar árásir um aldir á þessi lönd, rán, nauðganir og mannsal.
Þeir sem þekkja söguna vita að útþensla og yfirráðastefna Íslams hófst fyrir 1400 árum. Þeirréðu stórum hluta Spánar í 800 ár og stóðu við borgarmúra Vínarborgar. Það er sé draumur sem kalífaveldið sem kallar sig ISIS ásamt fleiri samtökum Íslamista leitast nú við að verði aftur að veruleika í Evrópu.
Fyrst Íslamistarnir eiga engan rétt til að vera reiðir umfram okkur. Þá má alltaf grípa til Múhameðsteikningana í Jótlandspóstinum fyrir 10 árum og "ögrandi" myndum af spámanninum í Charlie Hedbo, sem undansláttarliðið á Fréttablaðinu og Stöð 2, telur að Íslamistar eigi helgan rétt á að vera reiðir yfir svo áratugum skiptir.
Eða eins og góður maður sagði forðum "Ef það eru ekki krossferðirnar þá eru það skopmyndir sem reita þá til reiði."
14.9.2015 | 00:02
Vér erum jarðarber sögðu lambaspörðin.
Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra benti á það á heimasíðu sinni fyrir nokkru, að Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hefði ekki tekist árum saman eða í rúm fjögur ár að afgreiða kvörtun vegna stjórnsýslu Seðlabankans. Þá hefur umboðsmaður látið fram hjá sér fara augljósa ágalla á stjórnsýslu eins og glórulausar ákvarðanir Steingríms J. Sigfússonar við ráðstöfun nýju bankana til kröfuhafa og ráðstöfun ríkisfjár til SpKef. VBS og fleiri fyrirtækja.
Athyglisvert er að vinnubrögð Umboðsmanns Alþingis eru ekki í samræmi við þær kröfur sem hann gerir til annarra um að mál gangi hratt fyrir sig. Raunar hefur Umboðsmaður haft uppi stór orð um seinagang annarra m.a. í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þau ummæli verða næsta brosleg þegar embættisfærsla hans sjálfs er skoðuð.
Þegar heimasíða Umboðsmanns Alþingis er skoðuð getur maður ekki varist þeirri hugsun að stofnunin sé algerlega stöðnuð og veldur þar sennilega mestu þráseta Trygga Gunnarssonar. Í skýrslunni kemur fram undir liðnum 10 síðustu mál afgreidd, kemur fram að aðeins 7 mál hafa verið afgreidd á þessu ári. Umboðsmanni hefur þannig ekki tekist að afgreiða nema eitt mál á hverjum fimm vikum að jafnaði. Slík eftirtekja er vart ásættanleg hjá embætti með 12 manna starfsliði.
Umboðsmaður Alþingis hefur um árabil haft þann starfa að gagnrýna störf annarra opinberra starfsmanna og hefur margt gott verið gert í því efni. En það er aldrei gott að kasta steinum úr glerhúsi eins og því miður er um að ræða þegar embættisfærsla embættis Umboðsmanns Alþingis er skoðuð og slappleiki embættisins við að klára þau mál sem til embættisins er beint.
Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fór Umboðsmaður Alþingis fram með slíkum gassagangi gagnvart ýmsum opinberum starfsmönnum og æðstu mönnum þjóðarinnar að ekki var hægt að álykta annað en hann teldi sig mannkostamann umfram aðra í þessu landi. Þegar nú er upp staðið og embættisfærsla hans sjálfs er skoðuð þá datt mér í hug ortakið um lambaspörðin sem þóttu þau svo einstaklega vel búin að þau sögðu "við erum jarðaber.
10.8.2015 | 21:53
Öfugur pýramídi Bjartrar Framtíðar
Skoðanakannanir hafa mælt fylgi Bjartrar framtíðar fyrir neðan hefðbundinn bjórstyrkleika. Allt bendir því til að flokkurinn eigi ekki bjarta framtíð. Heiða Helgadóttir forustukona í flokknum kennir formanninum um. Heiða horfði síðan í spegil í leit að besta formanninum og þá sá hún að það kom engin annar til greina en formaður Besta flokksins það er hún sjálf.
Formaður flokksins var að vonum óánægður með þessa uppgötvun Helgu enda er formennska í stjórnmálaflokki honum í blóð borin að langfeðgatali. Úr vöndu var því að ráða, en formaðurinn fann af snilld sinni sem þeim langfeðgum er svo töm, að stilla upp valkostum til að draga vígtennurnar úr Heiðu. Hann bauð upp á sjálfan sig áfram eða róterandi forustu hinna mörgu. Öfugur pýramídi í flokknum eins og hann nefndi það. Þetta fannst mörgum snilldarráð enda var formaðurinn svo lævís að eigna öðrum þessa tillögu sína af alkunnu lítilæti.
Pýramídar eru breiðastir neðst og mjókka upp í oddlaga topp. Öfugur pýramídi snýr toppnum niður en er breiðastur efst. Fulltrúalýðræðið er réttur pýramídi. Hinir mörgu velja fulltrúa sína til að annast daglega ákvörðunartöku. Öfugur pýramídi er þá þegar hinir fáu velja hina mörgu.
Ef til vill endurspeglar þessi hugmynd formanns Bjartrar framtíðar um öfugan pýramída þá framtíðarsýn flokksins að hinir mörgu sitji í stjórn hans en hinir fáu kjósi hann.
7.8.2015 | 01:00
Hlutleysi gleðikonunnar
Utanríkismálanefnd Alþingis stóð saman um að viðhalda vitlausri stefnu í utanríkismálum. Mest kom á óvart að Píratar skyldu ákveða að fella sjálfa sig algerlega inn í flokkamunstrið á Alþingi, þannig að ekki sæist neinn munur á þeim og hinum flokunum. Tal um kerfisflokka og Pírata sem andstæður eru orðin tóm. Píratar hafanú opinberað sig sem kerfisflokk, sem stendur fyrir viðskiptaþvingunum vegna þess að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa sagt ríkisstjórninni og Pírötum að þannig skuli það vera.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á Alþingi hinn mikla viskubrunn í holdgervi Vilhjálms Bjarnasonar. Vilhjálmur þessi upplýsir þjóðina úr háhæðum Háskólaspekinnar eins og honum er tamt, að ekkert hlutleysi sé til nema hlutleysi gleðikonunnar. Vissulega þurfa viðskiptafræðingsr eins og Vilhjálmur að tala og móta skoðanir sínar út frá sínum reynsluheimi og þekkingu, en hún þarf samt ekki að vera sú rétta. Ekki frekar en blindu mannanna sem skoðuðu fílinn.
Samkvæmt kenningu Vilhjálms var Ísland aldrei hlutlaust ríki. Svíar og Sviss ekki heldur af því að þjóðríki geta ekki verið hlutlaus. Það geta bara gleðikonur.
Vilhjálmur segir að Ísland eigi að beita Rússa viðskiptaþvingunum af því að þeir hafi innlimað Krímskaga hluta af öðru ríki. Íbúar þess skaga eru nánast allir Rússar,en það skiptir þingmanninn ekki máli þar sem formið ræður en ekki efnið.
Vilji Ísland fylgja kenningu Vilhjálms til hins ítrasta um að beita lönd sem hafa innlimað hluta af öðru ríki í land sitt þá er af nógu að taka í Evrópu. Pólland innlimaði hluta Þýskalands við lok síðara heimsstríðs, Króatar innlimiðu hluta af Serbíu og Hersegóvínu í átökunum í Júgóslavíu, Ítalir innlimuðu Suður Týrol,Rúmenar hluta af Ungverjalandi, Bretar hernámu Gíbralatar og áfram mætti telja. Það gæti því farið svo að Ísland ætti ekki í mörg hús að venda með viðskipti væri kenningum Vilhjálms fylgt út í æsar.
Vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir eru mikilvæg og hlutleysi í átökum sem okkur koma ekki við. Slíkt hlutleysi er viðurkennt í þjóðarrétti. Þetta vafðist ekki fyrir merkum mönnum sem áður sátu á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mönnum eins og m.a. lagaprófessorunum Bjarna Benediktssyni og Gunnari Thoroddsen, sem þrátt fyrir þekkingu sína töluðu aldrei úr háhæðum Hásklólaspekinnar en fjölluðu á fræðilegan hátt um hlutleysi ríkja.
Nú hefur Vilhjálmur Bjarnason andmælt þeim Bjarna Benediktssyni og Gunnari Thoroddsen og sett fram nýja kenningu í þjóðarrétti um að hlutlaus geti engin verið nema sá hinn sami sé gleðikona.
Hvers eigum við karlmenn eiginlega að gjalda?
10.6.2015 | 10:05
Hvika þeir nú allir nema Eiríkur.
Flestir eru sammála um að leið ríkisstjórnarinnar til að aflétta gjaldeyrishöftum sé vel heppnuð og betri en nokkur þorði að vona. Svo góður árangur hefur náðst við undirbúning lagafrumvarpa ríkisstjórnarinnar og saminga við kröfuhafa að stjórnarandstaðan hefur tekið undir að hér sé vel að verki staðið - nema einn Eiríkur Bergmann prófessor í Evrópufræðum.
Stjórnarandstaðan með Steingrím J í broddi hefur sammælst um að tillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun þeirra tillögur sem hafi verið fullbúnar árið 2011 þó engin hafi nokkurn tíma séð þær tillögur enda þær ofnar úr sama vef og "nýju fötin keisarans" í sögu H.C. Andersen.
Svo afkáraleg er þessi tilraun forustumanna VG og Samfylkingarinnar við að reyna að slá höfundarrétti á tillögur ríkisstjórnarinnar að það væri eins og Æri Tobbi segðist hafa kveðið Lilju, sem þá þótti það ljóð sem hafði verið dýrast kveðið hér á landi.
Samt er það einn sem hvikar ekki og það er garmurinn hann Skammkell í líki Eríkis Bergmanns prófessors í Evrópufræðum. Hann segir að það hefði mátt ná mun betri samningum en þeim sem ríkisstjórnin náði og átelur ríkisstjórnina fyrir aðför að kapítalismanum. Raunar kemur á óvart skyndileg ástúð Eíríks Bergmann á kapítalismanum en batnandi mönnum er best að lifa.
Í þessu sambandi er e.t.v. ekki úr vegi að benda á að þessi sami Eiríkur hélt því fram að samþykkja yrði fyrsta Icessve samninginn (Svavarssamninginn) annars mundi þjóðin einangrast frá öllu alþjóðlegu samstarfi- eða næsti bær við kenningar Kúbu Gylfa Magnússonar.
Með aukinni lífsreynslu hef ég orðið þess áskynja að háskólasamfélagið hefur tekið upp þá himnesku lífsspeki sem Davíð Stefánsson gerði svo einstök skil í "Sálinni hans Jóns míns" að kasta aldrei neinu á glæ hversu guðlaust sem það er. Að breyttum breytanda þá kastar háskólasamfélagið engu á glæ hversu óvísindalegt sem það þó kann að vera ef það á annað borð er komið inn fyrir hið Gullna hlið fræðamannasamfélagsins.
18.5.2015 | 22:48
Það sem þú heldur að sé löglegt þarf ekki að vera það
Bifreiðastæði í miðborg Reykjavíkur gerast fágætari með hverjum deginum sem líður. Í dag þurfti ég að erinda í miðborginni og sá bifreiðastæði við Arnarhólinn suðvestan við byggingu Hæstaréttar. Þar sem að bifreið var lagt sunnan og norðan við stæðið þurfti ég að beita ökuleikni minni við að bakka inn í bílastæðið sem tókst með ágætum. Þar sem ég taldi mig vera um hálftíma að erindast þá borgaði ég fyrir stæðið til kl. 16.10 eins og stóð á miðanum sem var settur við framrúðu bifreiðarinnar.
Þegar ég kom til baka settist ég upp í bílinn og mér til undrunar þá var miði undir þurkublaðinu og þar stóð að ég væri sektaður fyrir stöðubrot. Ég skoðaði miðan vel og þar stóð að þetta hefði verið kl. 15.50 eða tæpum tíu mínútum áður en ég kom að bílnum og tuttugumínútum áður en tíminn var liðinn skv. samningnum sem ég gerði við bílastæðasjálfsalann.
Ég hringdi í bílastæðasjóð og var sagt að það væri í sjálfu sér allt í lagi að ég hefði borgað fyrir og tíminn hefði ekki verið liðinn, en ég hefði lagt of nálægt bílastæði langferðabíla. Það kom mér á óvart. Vissi raunar ekki til að langferðabifreiðar hefðu bílastæði í þessari götu en sjálfsagt er það vegna sömu skipulagsmistaka og Halldór Bragason þarf að líða fyrir daglega.
En ég sem borgari lagði í bílastæði milli tveggja fólksbifreiða. Greiddi stöðugjald og kom áður en tíminn var liðinn og þá var bílastæðið allt í einu orðið eitthvað annað en það virtist vera þegar ég af alkunnri ökuleikni minni lagði í bílastæðið sem ekkert benti til að væri ólöglegt að leggja í.
Ég er að hugsa um að fylgja fordæmi verkalýðsfélags Selfoss og andskotast út í bílastæðasjálfsalann fyrir að selja mér stæði og standa ekki við samninginn.
En það er greinilega vandlifað í Reykjavík Hjálmars Sveinssonar fyrir venjulegt fólk en frábært fyrir langferðabíla.
20.3.2015 | 17:13
Flokkur verðtryggingar og banka
Sigríður Inga Ingadóttir sem býður sig fram til formanns í Samfylkingunni sagði í framboðsræðu að Samfylkingin ætti ekki að vera flokkur verðtryggingar og banka í hugum fólks.
Á þessari dyggu stuðningskonu Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrum forsætisráðherra mátti skilja að það væri bara í hugum fólks sem Samfylkingin væri flokkur verðtryggingar og banka. Furðulegt að þingkonan skuli ekki vita að Samfylkingin er einmitt flokkur verðtryggingar og banka og engin hefur staðið betri vörð um þetta tvennt en foringi hennar og leiðtogi Jóhanna Sigurðardóttir með fylgi flokksins í heild, líka Sigríðar Ingu.
Sigríður Inga Ingadóttir sat á þingi síðasta kjörtímabil. Þá neitaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ítrekað að gera nokkrar lagfæringar á verðtryggingunni en bauð ofurskuldugu fólki upp á 110% leið sem fól í sér að kaupa húsin sín á 10% yfirverði. Hún sat líka á þingi sem stuðningsmaður ríkisstjórnar þegar erlendum hrægammasjóðum voru færðir bankarnir á silfurfati án þess að svigrúm til skuldaleiðréttingar fyrir almenning væri nýtt.
Hafi þessi formannskandídat Samfylkingarinnar fylgst með þjóðmálum í lengri tíma en hún hefur setið á þingi þá hefur hún sennilega vitað af því að ég vildi að verðtryggingin væri tekin úr sambandi strax við hrunið og þáverandi forsætisráðherra vildi skoða þá hugmynd, en málið stoppaði hjá Jóhönnu Sigurðardóttur.
Án efa veit Sigríður Inga þetta allt saman en telur líklegt til fylgisaukningar að þykjast og reyna að slá ryki í augun á auðtrúa sálum Samfylkingarinnar. Eitt má Sigríður Inga eiga, en það er að hún hefur lipran talanda og nú kemur einnig í ljós varðandi Sigríði Ingu það sem skáldið sagði:
Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.
21.2.2015 | 11:07
Til varnar Jóni Kristinssyni Gnarr
Þó ég hafi ítrekað gagnrýnt Jón Kristinsson sem kallar sig Gnarr vegna ýmissa sjónarmiða sem hann hefur sett fram, þá erum við sammála um það grundvallaratriði að hver borgari hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar hversu gáfulegar eða vitlauasar sem öðrum finnast þær.
Í pistli sínum í dag bendir Jón réttilega á að Guð er ekki einkamál presta og að þeir séu engir rétthafar að guðshugtakinu. Í því sambandi má benda Jóni Kristjánssyni á það að Jesús segir að hverjum og einum sé heimilt að nálgast sig með þeim hætti sem hann/hún óskar. Jesús segir það beinum orðum að engin hafi einkarétt á guðshugtakinu eða að nálgast sig heldur geri það hver sem er eftir vilja og skilningi á boðun hans.
Kerfisfólk allra tíma hefur hins vegar viljað takmarka rétt einstaklingsins til þeirrar sjálfstæði nálgunar sem Jesús boðar. Kerfismennirnir tóku yfir á kirkjuþinginu í Níkeu 325 með afleiðingum sem að mínu viti hamlar eðlilegri nútímalegri boðun Kristinnar trúar.
Í annan stað biður Jón um að trúaðir virði rétt hans til að hafa aðra skoðun. Af sjálfu leiðir að við sem viljum frelsi einstaklingsins og skoðanafrelsi virðum þann rétt.
Í þriðja lagi segir Jón Kristinsson orðrétt: "að ekki megi gera grín að trú fólks. Það þykir mér hættulegt viðhorf." Breski leikarinn Rowand Atkinson (Mr. Bean) hefur ítrekað bent á þetta sama, en þar skiptir sköpum hverrar trúar fólk er. Kristið fólk lætur grín um trú sína yfir sig ganga, en ítrekað höfum við orðið þess vör á síðustu vikum að það gera Íslamistar ekki. Það er mikilvægt að við á Vesturlöndum ítrekum stöðugt þessi sjónarmið. Það á að vera heimilt og refsilaust að gagnrýna og gera grín að trúarskoðunum og sérhópum, þó hver verði að bera ábyrgð skoðana sinna.
Það er grundvallaratriði að einstaklingarnir hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar í lýðfrjálum löndum og við tileinkum okkur öll þau viðhorf sem að eignuð eru heimspekingnum Voltaire. "Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég er tilbúinn að leggja mikið á mig til að þú fáir að halda þeim fram. "
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.1.2015 | 12:47
Þú skalt ekki stela.
Í gær ungaði Umboðsmaður Alþingis út athugasemdum sínum við framgöngu þáverandi innanríkisráðherra um lekamálið svokallaða. Niðurstaða hans var í samræmi við það sem við mátti búast að gefnum þeim upplýsingum sem lágu fyrir. Í sjálfu sér þarf ekki mörgum orðum við það að bæta. Svona gerir maður ekki og svona hagar maður sér ekki. Þessi atriði liggja ljós fyrir í hugum venjulegs fólks
Í framhaldi af skýrslugjöf Umboðsmanns alþingis um lekamálið talaði reyndasti lögfræðingurinn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um mikilvægi siðareglna og óljóst regluverk. Innanríkisráðhera talaði um það að fara þyrfti yfir alla verkferla innan ráðuneytisins í kjölfar málsins og athuga hvað hefði farið úrskeiðis. Sjálfur talaði Umboðsmaður alþingis með svipuðum hætti.
Verkferlar og siðareglur eru ágæt orð en segja í sjálfu sér ekkert um það hvað á að gera eða af hverju þörf er á því að skoða verkferla eða setja siðareglur. Venjulegt fólk áttar sig á hvað má og má ekki og hvað er innan marka eða utan. Það virðist bara vefjast fyrir stjórnmálastéttinni að ráða við að skilgreina augljósa hluti sem augljósa.
Í boðorðunum 10 segir m.a. "þú skalt ekki stela" Inntakið í því bannákvæði hefur verið ljós öllu fólki um þúsundir ára þó sumir hafi ekki getað látið vera að brjóta gegn boðorðinu. Hvað hefði nú orðið ef Guð almáttugur eða sá sem talaði í hans nafni hefði talið eðlilegt að setja sérstakar siðareglur til skýringar og útfyllingar á boðorðunum og öðrum auðskildum bannákvæðum í hvert sinn sem einhver braut gegn því.
Óneitanlega væri fróðlegt að sjá skráðar siðareglur um boðorð eins og "þú skalt ekki stela" "Þú skalt ekki morð fremja" og "heiðra skaltu föður þinn og móður". Það væri einnig þess virði að horfa framan í þá verkferla sem þyrfti að skoða ef brotið væri gegn þessum boðorðum. Af hverju datt engum þetta í hug í þær þúsundir ára sem þessar reglur hafa gilt. Komst fólk virkilega af og vissi það hvað mátti og hvað var bannað.
Hætt er við að lagasafnið ásamt siðfræðilegum og verkferlalegum skýringum verði öllum ofviða og mundi ekki duga til að geyma það í jafnstórum vörugeymslum og nú hýsa regluverk Evrópusambandsins.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.1.2015 | 13:47
Guðlastið og hatrið.
Ég hafði satt að segja ekki gert mér grein fyrir samhengi hryðjuverkaárásar Jihadistanna á blaðið Charlie Hedbo og 125.gr. almennra hegningarlaga á Íslandi um guðlast. Þingflokkur Pírata og Egill Helgason eiga því þakkir skyldar fyrir að leiða okkur í allan sannleika um raunverulegt orsakasamhengi þeirra hluta enda gildir hér hið fornkveðna. "Miklir menn erum við Hrólfur minn."
Þingflokkur Pírata hefur tilkynnt að í tilefni árása og morða Jihadista á starfsfólki franska blaðsins Charlie Hedbo telji þeir rétt að 125.gr. almennra hegningarlaga um guðlast verði afnumin. Ekki verður alveg séð orsakasamhengið milli veru 125.gr. almennra hegningarlaga í löggjöf landsins og árásarinnar, en þar sem Egill Helgason pistlahöfunur hefur blessað þetta sem eitt mesta nauðsynjamál varðandi breytingar á löggjöf landsins af gefnu tilefni, þá hlítur svo að vera.
Hægt er að taka undir með Pírötum og Agli Helgasyni að þetta ákvæði í refsilöggjöf er óþarft og almenn æruvernd og friðhelgi einstaklinga og samtaka á að vera varin af almennum ákvæðum hegningarlaga. Það þarf því að skoða það mál í samhengi og hvort ekki sé rétt að breyta fleiru.
Í tilefni fréttatilkynningar Pírata um að þeir vilji afnema 125.gr. almennra hegningarlaga um guðlast þá er rétt að þeir gaumgæfi hvort ekki sé líka rétt að afnema 233.gr.almennra hegningarlaga svonefnt hatursákvæði. Ekki verður annað séð en að blað eins og t.d. Charlie Hedbo hefði ítrekað gerst sekt um brot gegn þeirri grein almennra hegningarlaga ekki síður en 125.gr. almennra hegningarlaga.
Þó visst tilefni sé til að hafa bæði 125.gr. og 233.gr. almennra hegningarlaga þá vega almenn rök tjáningarfrelsis þyngra um að afnema beri þessi sérákvæði æruverndar enda eru þau fyrst og fremst notuð til að koma í veg fyrir eðlilega umræðu og kímni eins og leikarinn Rowand Atkinson (Mr. Bean) hefur ítrekað bent á.
Gott mál afnemum hvorutveggja og miðum við að allir séu jafnir fyrir lögunum og njóti sömu æruverndar.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 177
- Sl. sólarhring: 466
- Sl. viku: 2498
- Frá upphafi: 2506260
Annað
- Innlit í dag: 166
- Innlit sl. viku: 2333
- Gestir í dag: 164
- IP-tölur í dag: 161
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson