Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
9.11.2019 | 10:00
Höfum við gengið til góðs?
Í dag eru 30 ár frá falli múrsins,sem skipti Berlín í tvo hluta. Austurhlutann þar sem ófrelsi og örbirgð Kommúnismans réði ríkjum og Vestur Berlín, þar sem fjölbreytt mannlíf og velmegun þróaðist á grundvelli markaðsbúskapar og frelsis.
Með falli Berlínarmúrsins, sem táknaði upphafið að falli kommúnismans í Evrópu opinberaðist sú staðreynd að kommúnisminn hafði ekki fært fólki neitt annað, en vond lífskjör, frelsisskerðingu og mun víðtækari og meiri fjöldamorð en í útrýmingarbúðum nasista.
Engum duldist að vestrið hafði sýnt fram á algjöra yfirburði. Væntingarnar sem bundnar voru við fall ófrelsisins varð til þess m.a.að Francis Fukyama skrifaði bókina "The end of history" þar komst höfundur að þeirri niðurstöðu, að heimurinn hefði náð óskastöðu með frjálslyndu lýðræðisþjóðfélagi og markaðsþjóðfélagi(kapítalisma). Yfirburðirnir væru svo algerir að það yrði ekki ágreiningsefni framtíðar.
Nú þrjátíu árum síðar liggur fyrir að markaðsþóðfélagið heldur áfram að sýna fram á yfirburði og vegna þess hafa hundruð milljóna manna komist frá fátækt til bjargálna og velmegunar. En markaðhagkerfið er ekki fullkomið frekar en annað manngert í henni veröld. Ekki hefur t.d. tekist að draga úr gríðarlegri misskiptingu auðs ójöfnuði og því miður virðast stjórnmálamenn nú og umliðinna ára ekki hafa mikinn áhuga á því nema á tylldögum.
Hugmyndafræðilega baráttan, sem mín kynslóð gekk í gegnum frá því að fólk komst á vitsmunarár þangað til Berlínarmúrinn féll markaði stór spor í stjórnmálaþróun okkar samtíma m.a. á Íslandi, þar sem fulltrúar ófrelsisins í Alþýðubandalaginu og víðar neyddust flestir til að viðurkenna hugmyndafræðilega örbirgð allir nema þeir sem neituðu að sjá og heyra. Margir þeirra gerðust ötulir talsmenn markaðshyggju, sem dæmi má nefna Össur Skarphéðinsson og Guðmund Ólafsson. Aðrir skriðu inn í holur sínar og létu fara lítið fyrir sér um nokkurra ára skeið.
Nú er þessi tími ungu fólki framandi. Ungu fólki finnst nánast ótrúlegt að það hafi þurft að berjast fyrir nauðsynlegum mannréttindum, ferðafrelsi fólks og frelsi á viðskiptasviðinu.
Unga fólkið finnur sér önnur viðfangsefni og mótar hugmyndafræðilega baráttu á öðrum grunni en mínir jafnaldrar og þar tóku hægri menn sér frí um langt árabil frá því að reka hugmyndafræðilega baráttu fyrir einstaklingsfrelsi,litlum afskiptum ríkisins af einstaklingnum og takmörkuðum ríkisumsvifum og baráttu fyrir lágum sköttum með áherslu á ábyrgð einstaklingsins.
Óvíða hefur þessi hugmyndafræðilega uppgjöf verið eins áberandi eins og hér á landi, þar sem að sá stjórnmálaflokkur, sem hefði átt að vera forustuflokkur í baráttunni fyrir takmörkuðu ríkisvaldi, mannfrelsi og lítilli skattlagningu hefur því miður gengið í björg ríkisafskiptanna með þeim afleiðingum að ríkisútgjöld hafa nú hækkað um tæpa 200 milljarða meðan flokkurinn situr í ríkisstjórn og Ísland býr við einna mestu skattheimtu í veröldinni.
Á sama tíma skríða gömlu kommarnir og sósíalistarnir út úr hverju skúmaskotinu af öðru og prédika aukin ríkisafskipti og afskipti af daglegu lífi borgaranna m.a.á grundvelli meintarar mannúðar,meintrar nauðsynjar á að fólk fari ekki sjálfu sér á voða skv. þeirra skilgreiningum og vegna meintra hnattrænna váboða, en allt þetta þarfnast að þeirra mati að frelsi einstaklingsins verði skert og álögur á fólk auknar.
Gamla vofan er gengin aftur í nýrri mynd. Því miður virðist forusta þess flokks, sem á sínum tíma barðist ötullegast gegn ófrelsinu gengin í björg með þeim sem harðast berjast gegn virðingu fyrir athafnafrelsi og réttindum einstaklingsins.
25.10.2019 | 08:31
Viðskiptabann Íslandsbanka. Frjáls markaður og fasismi.
Í gær tilkynnti Íslandsbanki að hann hefði sett bann á viðskipti við þá, sem bankinn skilgreinir sem "karllæga" fjölmila. Bankinn ætlar að hætta viðskiptum við fjölmiðla sem ekki standast skoðanir bankans varðandi kynjahlutföll þáttstjórnenda og viðmælenda. Bankinn ætlar þannig ekki að eiga viðskipti við fjölmiðla á grundvelli gæða þeirra og hagkvæmni fyrir bankann að eiga viðskiptin. Markaðslögmálum skal vikið til hliðar en í stað ætlar Íslandsbanki að eiga viðskipti við fjölmiðla á grundvelli skoðana þeirra og stjórnunar.
Þegar eitt stærsta fyrirtækið á íslenskum frjámálamarkaði tilkynnir, að það ætli ekki að láta markaðssjónarmið ráða varðandi viðskipti sín á markaðnum heldur ákveðin pólitísk viðhorf þá er það alvarlegt mál óháð því hver þau pólitísku viðhorf eru.
Í þessu sambandi er athyglisvert að Íslandsbanki setur bara bann á svonefnda "karllæga" fjölmiðla, en ekki önnur "karllæg" fyrirtæki á íslenskum markaði. Þetta bendir til þess, að markmið Íslandsbanka sé að hlutast til um skoðanamótun og viðhorf fjölmiðlafyrirtækja. Næsti bær við ritskoðun og þann fasisma, að þvinga aðila á markaði til að samsama sig sömu skoðun og ofbeldisaðilinn í þessu tilviki Íslandsbanki.
Með sama hætti getur Íslandsbanki sett sér frekari markmið t.d. í loftslagsmálum og sett bann á viðskipti við þá sem efast um hnattræna hlýnun af mannavöldum eða eru ósammála lögum um kynrænt sjálfræði eða hvað annað, sem stjórnendur bankans telja óeðlilegt. Aðgerðir Íslandsbanka mótast þá ekki af grundvallarsjónarmiðum markaðsþjóðfélagsins en líkir eftir því sem gerðist í Þýskalandi nasismans upp úr 1930. Fasisminn byrjar alltaf á að taka fyrir mál sem flestir eru sammála um og fikrar sig síðan áfram.
Íslandsbanki er fyrirtæki á markaði, sem á að hafa þau markmið að veita viðskiptavinum sínum góða og hagkvæma þjónustu á sem lægstu verði á sama tíma og bankinn reynir að hámarka arðsemi sína með hagkvæmni í rekstri. Það eru markaðsleg markmið fyrirtækisins. Hlutverk Íslandsbanka er ekki að blanda sér í pólitík eða aðra löggæslu en bankanum er áskilið að gegna skv. lögum. Eðlilegt er að löggjafarvaldið og dómsvaldið sinni sínum hlutverkum og bankarnir sínum en þvælist ekki inn á svið hvers annars. Íslandsbanki hefur betri fagþekkingu á lánamálum, en Hæstiréttur Íslands, en Íslandsbanki hefur ekki hæfi til að gerast Hæstiréttur í þeim málum sem þeim dettur í hug.
Það færi vel á því að stjórendur Íslandsbanka færu að eins og blaðasalinn, sem seldi blöð sín fyrir utan stórbanka í Bandaríkjunum gerði þegar viðskiptavinur bankans kom út úr leigubíl og skorti reiðufé til að borga og bað blaðasalann um lítið lán sem yrði greitt aftur innan klukkustundar til að greiða leigubílnum. Þá sagði blaðasalinn. Við höfum sérstakt samkomulag okkar á milli ég og bankinn. Ég sel blöð sem ég kann og þeir lána peninga sem þeir kunna, en við ruglumst ekki inn í viðkstipti hvors annars. Íslandsbanki ætti að huga að því að sinna því sem þeir kunna en láta aðra um pólitík og skoðanamótun í þjóðfélaginu.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2019 | 17:25
Guð hvað þetta kemur á óvart
Þegar íslensk stjórnsýsla stendur sig ekki og fær falleinkun í hvaða máli sem er, þá er viðkvæðið jafnan, að þetta komi á óvart og slæma umsögnin eða einkuninn eigi ekki rétt á sér. Erlendu aðilarnir hafi ekki skilið að þetta vonda eigi alls ekki við okkur.
Alltaf er látið eins og hlutirnir detti hreinlega ofan í höfuðið á ráðamönnum og embættismönnum eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Síðasta tilbrigðið við þetta stef eru viðbrögð dómsmálaráðherra og annarra ráðamanna íslenskra vegna þess að við erum í fjármálalegri lausung og peningaþvætti í hópi með löndum eins og Zimbabwe og örfáum öðrum sem uppfylla ekki skilyrði um skilvikt eftirlit með peningaþvætti, eiturlyfjasölu og hryðjuverkum.
Skv. skýrslu FATF alþjóðlega starfshópsins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka kemur í ljós, að athugasemdir við aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda í þessum efnum eru ekki nýjar af nálinni. Athugasemdirnar hafa legið fyrir frá árinu 2017 og jafnvel fyrr. Íslenskum stjórnvöldum var í febrúar 2018 gefinn kostur á að bæta úr stöðunni, sem hefur tekist að nokkru leyti, en þó skortir verulega á, þannig að Ísland er í hópi örfárra landa sem fær falleinkun FATF varðandi ónógt eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Þar sem Ísland var ekki sett á þennan ljóta lista fyrr en eftir að hafa átt möguleika á að bæta úr stöðunni en gerði ekki með fullnægjandi hætti, þá þýðir ekki fyrir stjórnvöld og ráðherra dómsmála að láta sem þetta sé bara eins og þetta sé allt í plati og komi fólki jafnmikið á óvart og þegar eplið datt á hausinn á Isaac Newton forðum.
Eðlilegt er að almenningur leiti skýringa af þegar skýringar koma ekki frá stjórnvöldum. Ein skýring sem sett hefur verið fram er að hluti af vandanum stafi frá svonefndri gjaldeyrisleið Seðlabanka Íslands, sem þáverandi Seðlabankastjóri setti í gang með velvilja ríkisstjórna, en hún gekk út á það að fólk gat selt erlendan gjaldeyri og fengið 20% álag á gjaldeyrinn. Góður kostur það allt í einu varð milljónin að tólfhundruð þúsund og hagnaðurinn eftir því meiri sem meira var selt af erlendum gjaldeyri.
Ekki liggur fyrir hvort þeir sem vildu selja gjaldeyri skv. þessari leið þurftu að gefa viðhlítandi upplýsingar um uppruna erlenda gjaldeyrisins. Miðað við lýsingu eins stjórnanda Seðlabankans, sem nýtti sér þessa leið, en sú sat áður í Rannsóknarnefnd Alþingis, þá vissi hún aðpurð upphaflega ekki hvað hún hefði selt mikinn gjaldeyri eða hver uppruni hans var.
Hverjir voru það sem nýttu sér þessa gróðavænlegu fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands. Ekki voru það þeir, sem hafa stritað alla sína ævi hér á landi og fengið greitt í íslenskum krónum.
En hverjir voru það? Það fæst ekki uppgefið.
Getur verið að eigendur leynireikninga á Tortóla og í öðrum skattaskjólum hafi nýtt sér þennan fjárfestingakost. Getur verið að starfsmenn íslensku utanríkisþjónustunnar hafi nýtt sér þennan fjárfestingakost. Getur verið að Seðlabankinn hafi verið svo gírugur í að ná erlendum gjaldeyri inn í landið að ekki hafi í raun þurft að gefa neinar haldbærar skýringar á uppruna fjármunana.
Þess hefur verið krafist m.a. af þeim sem þetta ritar, að gefið verði upp hverjir nýttu sér þessa fjárfestingaleið og auðguðust með aðgerðum sem íslensku almúgafólki stóð ekki til boða. Nú hlítur krafan líka að vera að Seðlabankinn gefi ekki bara upp nöfn þeirra aðila sem nýttu sér þessa fjárfestingaleið, heldur líka hvaða skýringar ef þá nokkrar hafi verið gefnar á uppruna fjármagnsins.
Nauðsynlegt er að þessar upplýsingar verði gefnar. Ekki sérstaklega vegna þess að við skulum vera komin á svarta listann sem íslensk stjórnvöld segja gráan. Miklu frekar vegna þess, að þetta eru upplýsingar sem eiga erindi til almennings og skipta máli í lýðræðislegri umræðu.
26.9.2019 | 10:26
Sigurgangan
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið um ríkisfjármálin nánast óslitið frá 2013 og jafnan haft það á stefnuskránni að berjast gegn útþennslu ríkisbáknsins. Einu sinni settum við þá ungir Sjálfstæðismenn fram vígorðið "Báknið burt" En það gekk ekki eftir enda báknið orðið svo stórt að það sér um sig sjálft á kostnað skattgreiðenda.
Nú hefur sá árangur náðst undir traustri efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár, að stöðugildum hjá ríkinu hefur aðeins fjölgað um 9.3% á síðustu 6 árum eða alls 2.101 starfsmann á tímabilinu.
Þessari hlutfallslegu aukningu í fjölgun ríkisstarfsfólks hefur engin af nágrannaþjóðum okkar náð þrátt fyrir að vondir sósíalistar hafi iðulega verið þar við völd.
Sjálfstæðisflokkurinn getur því horft stoltur til þess að hafa náð þeim árangri í baráttunni við báknið að það skuli hafa vaxið með mesta hraða í okkar heimshluta þann tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað ríkisfjármálunum.
23.8.2019 | 08:02
Vísitölur og neytendur
Sumir hlutir eiga sér lengri lífdaga en nokkur skynsemi er til. Þannig mun enn vera embættismaður í Bretlandi sem hefur það hlutverek að skyggnast um eftir því hvort landinu stafi hætta af Flotanum ósigrandi, en sá floti leið undir lok á 17.öld.
Sama er að segja um vísitölubindingu lána á Íslandi. Ekki verður séð að það sé lengur brýnni þörf hér á landi að vísitölubinda lán, en í öðrum Evrópulöndum, en vísitölubinding neytendalána eru ekki fyrir hendi í Evrópu nema hér.
Þrátt fyrir loforð stjórnmálamanna um að koma vísitölubundnum neytendlánum fyrir kattarnef þá hefur það ekki gerst. Þá hefur sumum dottið í hug að það væri þá rétt að breyta grundvelli vísitölunnar og taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Allar slíkar breytingar eru hæpnar nema fyrir því liggi ótvíræð rök, að þetta eigi ekki lengur heima í neysluvísitölunni.
Húsnæði er stór liður neysluvísitölu og því fráleitt að taka þann lið sérstaklega út úr vísitölu neysluverðs til verðtryggingar lána. Núna kemur í ljós,að það hefði verið slæmt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni vegna þess að litlar hækkanir á húsnæði síðustu misserin draga úr hækkun lána vegna hækkana á aðfluttum vörum vegna veikingar á gengi krónunnar.
Það hefði því verið í meira lagi gegn hagsmunum neytenda, að breyta grundvelli vísitölutryggingarinnar að þessu leyti.
En aðalatriðið er samt, að það er nauðsynlegt að við bjóðum íslenskum borgurum upp á sömu lánakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Það er óafsakanlegt að ár eftir ár og áratugi eftir áratugi skuli íslenskir neytendur þurfa að búa við lána- og vaxtaokur sem hvergi er til í okkar heimshluta nema hér.
Meðan stjórnmálamenn líta ekki á það sem forgangsatriði að sinna hagsmunum íslenskra neytenda þá verður vaxtaokrið áfram og í framhaldi af því ofurlaun æðstu stjórnenda bankana. Ofurlaun sem engin þjóðhagsleg innistæða er fyrir.
1.8.2019 | 09:22
Geðþóttaákvarðanir seðlabankastjóra víkja ekki til hliðar almennum stjórnvaldsfyrirmælum.
Mál Sigríðar Benediktsdóttur bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem sat í Rannsóknarnefnd Alþingis vindur upp á sig og nú er komið fram til viðbótar við það sem lá fyrir í gær þegar ég ritaði pistilinn "Vegin og léttvæg fundin"
að Sigríður Benediktsdóttir greindi Morgunblaðinu ranglega frá þeirri fjárhæð gjaldeyris sem hún nýtti til að kaupa íslenskar krónur á verulegum afslætti. Nú segir Sigríður að fjárhæðin hafi verið rúmlega þrisvar sinnum hærri en hún greindi upphaflega frá. Hagnaður Sigríðar skv. eigin sögn voru um tvær milljónir króna.
Af hálfu Sigríðar er nú veifað til réttlætingar ólögmætri sölu hennar á gjaldeyri á yfirverði til Seðlabankans, ákvörðun Seðlabankastjóra nr. 1220 sem sögð er vera frá 9.2.2012, en þar segir að Sigríður sé undanþegin ákvæðum reglna nr. 831/2002 sbr. reglur nr. 118/2012 sem fjalla m.a. um gjaldeyrisviðskipti starfsmanna Seðlabankans.
Vandinn við þessa yfirlýsingu Seðlabankastjóra er sá, að þessa ákvörðun gat Seðlabankastjóri ekki tekið og undanþegið starfsmanninn Sigríði Benediktsdóttur frá relgum skv. almennum stjórnvaldsfyrirmælum með eigin ákvörðun. Þetta átti og mátti Sigríði Benediktsdóttur og Má Guðmundssyni vera ljóst, þegar þessi ólögmætu gjaldeyrisviðskipti Sigríðar Benediktsdóttur áttu sér stað og leiddu til ólögmæts hagnaðar hennar um kr. 2.000.000.- Engin gat verið í vafa um að engin undanþáguheimild var frá ákvæðum 118/2012 hvað þetta varðar.
Óneitanlega hlýtur fólk að velta fyrir sér hæfi Sigríðar Bendiktsdóttur sem bankaráðsmanns í Landsbankanum þegar fyrir liggur að hún sýnir ítrekað dómgreindarleysi og gefur fjölmiðlum rangar upplýsingar um mál sem hana varða persónulega.
31.7.2019 | 11:05
Vegin og léttvæg fundin.
Upplýst hefur verið að Sigríður Benediktsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands nýtti sér fáránlegt hagræði sem Seðlabankinn setti sem heimilaði fólki að selja gjaldeyri á yfirverði. Þeir sem áttu eignir erlendis eða störfuðu þar gátu því hagnast verulega og gerðu það.
Ein af þeim sem nýtti sér þessa leið í hagnaðarskyni var Sigríður Benediktsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands. Sá böggull fylgdi hinsvegar því skammrifi hvað hana varðar, að þetta gerði hún þvert á reglur Seðlabankans, sem bönnuðu ákveðnum stjórnendum bankans þar á meðal nefndri Sigríður að nýta sér þessa leið til auðsöfnunar.
Þrátt fyrir að Sigríði væri bannað að selja gjaldeyrinn sinn á yfirverði, þá gerði hún það samt og komst upp með það. Þrátt fyrir ótvírætt brot á reglunum, þá gerði enginn athugasemd við þetta ólögmæta framferði Sigríðar. Þannig braut einn af framkvæmdastjórum Seðlabankans, nefnd Sigríðru þær reglur sem Seðlabankinn hafði sjálfur sett og komst upp með það.
Þannig hagnaðist Sigríður með ólögmætum hætti og taldi það eðlilegt á þeirri forsendu að forréttindaaðlinum sé það heimilt sem venjulegu fólki er bannað.
Á árinu 2009 settist nefnd Sigríður í rannsóknarnefnd Alþingis varðandi bankahrunið ein þriggja nefndarmanna. Hún tók þátt í því ásamt meðnefndarmönnum sínum að fella dóma yfir fólki oft illa ígrundaða eða jafnvel ranga eins og Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað staðfest. Þannig voru alvarlegir dómar felldir yfir fólki sem hafði ekkert til saka unnið eða minna en Sigríður sjálf gerir sig seka um með ofangreindu atferli.
Svo merkilegt sem það er í þessu þjóðfélagi þá þykir stjórnendaaðli þessarar þjóðar rétt að velja fólk sem álitsgjafa og stjórnunarstarfa úr þröngum hópi einstaklinga. Sigríður er ein þeirra sem náðarsól stjórnendaaðals þjóðarinnar skín hvað skærust á. Þess vegna var hún valin til þess fyrr á þessu ári að dæma um hæfi umsækjenda í starf Seðlabankastjóra þó að hún sæti í bankastjórn stærsta viðskitpabanka þjóðarinnar, sem heyrir undir Seðlabankann. Þetta var þeim mun fráleitara þar sem að með breyttri löggjöf heyrir Fjármálaeftirlitið líka undir Seðlabankann.
Bankaráðsmaðurinn í Landsbankanum hafði því virk afskipti af vali þess aðila sem á að hafa eftirlit með bankanum hennar.
Í gamla Rómaríki var málsháttur sem hljóðaði einhvern veginn þannig "Quod licet Jovi non licet bovi". (það sem leyfist Júpíter leyfist ekki nautinu) þ.e. guðirnir mega en ekki alþýðan. Einn þessara guða í yfirfærðri merkinu í þessu þjóðfélagi sem er heimilt að dæma aðra, en er undanþegin allri skoðun og gagnrýni vegna eigin breytni er Sigríður Benediktsdóttir, sem nýtti sér með ólögmætum hætti að hagnast á grundvelli sérreglna Seðlabankans sem henni var óheimilt að nýta sér.
Já og enginn segir neitt af því að forréttindaaðallinn er ekki dæmdur eftir sömu reglum og múgamenn.
Sigríður Benediktsdóttir, sem hefur verið óvægin í dómum sínum yfir öðrum verður þó að sætta sig við að það sem segir í 7.kap. Mattheusarguðspjalls 1-2 vers hvenær svo sem það verður:
"Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi sem þér dæmið, munuð þér dæmdir og með þeim mæli sem þér mælið mun yður mælt verða.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.7.2019 | 16:21
Bankar Evrópusambandið upp á hjá Boris.
Í ritstjórnargrein í Daily Telegraph í dag er vísað til ráðlegginga Yanis Varoufakis fyrrv. fjármálaráðherra Grikkja til Breta í upphafi Brexit viðræðnanna. En Varoufakis sagði;
"Ekki semja við Evrópusambandið. Grikkland gerði það vegna fjármálakreppunar 2015 og óskaði þess skömmu síðar að þeir hefðu ekki gert það."
Varoufakis sagði að kæmi til þess að Bretar reyndu að semja við Evrópusambandið mundi Brussel valdið þvinga Breta með frekju með sama hætti og Grikki og það væri betra fyrir Breta að standa frekar upp frá samningaborðinu.
Boris Johnson virðist hafa svipaðar skoðanir og hefur sagt að hann hafi engar fyrirætlanir um að hefja viðræður við Evrópusambandið fyrir 31.október, en þá fer Bretland formlega úr Evrópusambandinu.
Boris er ekki tilbúinn til viðræðna nema það sé vilji til að breyta Brexit samningnum verulega. Dominic Raab utanríkisráðherra hefur tekið undir þessi sjónarmið og segist ekki vera á neinum hlaupum til að heimsækja kollega sína.
Fram að þessu hafa ráðamenn í Evrópusambandinu keppst við að segja að það þýði ekkert fyrir Breta að ímynda sér að þeir fái marktækar breytingar á samningnum. Breska þingið hefur ítrekað hafnað þeim samningi. Það er því ekki um neitt að semja. Brussel á því eins og Bretar þann valkost að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Komi til þess að þeir vilji bjóða Bretum upp á breytingar þá má banka upp á hjá Boris.
Versti óvinur Boris og bresku þjóðarinnar er þó ekki Brussel valdið heldur fimmta herdeild Viðreisnarliða á Breska þinginu, sem telur Evrópusambandið mkilvægara öllu öðru og er tilbúið til að fara gegn eigin ríkisstjórn til að koma í veg fyrir að Bretar nái fullveldi sínu frá Evrópusambandinu. Fróðlegt verður að sjá hvað þessir Quislingar eru reiðubúnir til að ganga langt gegn hagsmunum eigin þjóðar.
19.7.2019 | 11:24
WOW og lánastarfsemi Isavia. Hver vissi hvað?
Fyrir nokkru flaug vélin, sem Isavia ohf hafði tekið sem tryggingu fyrir skuldum WOW af landi brott. Isavia hefur því enga tryggingu lengur fyrir milljarða óheimilum lánveitingum.
Af þessu tilefni vakna nokkrar spurningar.
Í fyrsta lagi hver tók ákvörðun um stórfelldar óheimilar lánveitingar Isavia til WOW air?
Í öðru lagi vissu ráðherrar fjármála og samgöngumála af þessum óheimilu lánveitingum og voru þeir með í ráðum varðandi málið?
Í þriðja lagi, hver tók ákvörðun um þann fáránleika sem tryggingartaka í flugvél þriðja aðila ALC fyrir skuldum WOW var?
Vert er að benda á að hlutverk Isavia er ekki lánastarfsemi og þessvegna er brýnt að fá allar upplýsingar um það hverjir komu að þessu máli og hvort ráðherrar í ríkisstjórninni voru hafðir með í ráðum um þetta löglausa atferli stjórnenda Isavia?
Iðulega hefur verið minna tilefni til að Umboðsmaður Alþingis hæfi frumkvæðisrannsókn. Hvað gerir hann nú?
21.6.2019 | 09:13
Vel hæfur fyrrum viðskiptaráðherra og spámaður í föðurlandi
Nefndin til að meta hæfi umsækjenda um störf Seðlabankastjóra er skipuð með miklum endemum. Bankaráðsmaður í Landsbankanum situr í nefndinni sem áður hefur verið bent á. Annar nefndarmaður er bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands og á að dæma um hæfi sambankaráðsmanns síns Gylfa Magnússonar fyrrum ráðherra.
Í áliti þessarar sérkennilega skipuðu hæfisnefndar, sem sýnir slappa stjórnsýslu í landinu eru fjórir einstaklingar taldir vel hæfir og hæfari en hinir umsækjendurnir.
Einn þeirra vel hæfu er bankaráðsmaðurinn í Seðlabankanum Gylfi Magnússon fyrrum viðskiptaráðherra skv. umsögn og áliti sambankaráðsmanns síns.
Það kemur nokkuð á óvart að hæfisnefndin skuli komast að þeirri niðurstöðu að Gylfi Magnússon sé vel hæfur til að vera Seðlabankastjóri þegar afskipti hans af opinberum málum til nokkurs tíma eru skoðuð.
Í fyrsta lagi gaf Gylfi Magnússon mjög ógætilegar yfirlýsingar fyrir bankahrun, sem voru til þess fallnar að gert yrði áhlaup á viðskiptabankana.
Í öðru lagi gerði viðskiptanefnd Alþingis undir forsæti Lilju Mósesdóttur alvarlegar athugasemdir og bar Gylfa Magnússon þá viðskiptaráðherra þungum sökum í nóvember 2009 vegna þess að ekki hefði verið farið að lögum um endurskipulagningu fyrirtækja.
Í þriðja lagi fullyrti Gylfi að efnahagur þjóðarinnar mundi verða rústir einar ef Ísland samþykkti ekki fyrstu drög Icesave samningsins og sagði þá þau fleygu orð, að Ísland yrði þá Kúba norðursins.
Í fjórða lagi hafði Gylfi þá viðskiptaráðherra engan viðbúnað vegna gengislána þó að fyrir lægi lögfræðiálit í ráðuneyti hans frá 2009 um að gengislánin kynnu að vera ólögmæt.
Í fimmta lagi gerði Gylfi þá viðskiptaráðherra samráðherrum sínum ekki grein fyrir hugsanlegu ólögmæti gengislánana, leitaði ekki til Neytendastofu með málið eða aflaði sjálfstæðs lögfræðiálits eða hafði uppi nokkurn viðbúnað vegna þess sem að síðar varð að veruleika.
Í fimmta lagi gaf Gylfi þá viðskiptaráðherra Alþingi rangar upplýsingar um gengislánin og svaraði fyirispurn þar að lútandi með röngum hætti. Þannig gaf Gylfi Alþingi rangar upplýsingar og sagði ekki satt.
Í framhaldi af því þurfti Gylfi að segja af sér sem viðskiptaráðherra.
Vegir hæfisnefndarinnar og ályktanir um afburðahæfi, hæfi og vanhæfi eru greinilega byggðar á sérstæðum forsendum fyrst framantalin atriði í ferilsskrá umsækjenda skipta engu máli varðandi mat nefndarinnar á hæfi.
Það skiptir máli hér sem fyrr að eiga vini á réttum stöðum.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 127
- Sl. sólarhring: 275
- Sl. viku: 4235
- Frá upphafi: 2604009
Annað
- Innlit í dag: 114
- Innlit sl. viku: 3961
- Gestir í dag: 109
- IP-tölur í dag: 106
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson