Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
5.6.2015 | 08:12
Afglapaháttur kostaði þjóðina 55 milljarða
Morgunblaðið birti í gær vandaða fréttaskýringu um sölu Steingríms J. Sigfússonar þáverandi fjármálaráðherra á Arion- og Íslandsbanka til kröfuhafa árið 2009. Í fréttaskýringunni kemur fram að Steingrímur afhenti hlutafé ríkisins á undirverði sem nemur í dag um 55 milljörðum en að þávirði um 45 milljarðar.
Steingrímur ráðstafaði þessum tveimur bönkum til kröfuhafa án fullnægjandi umboðs og án þess að fyrirvarar væru gerðir um samþykki Alþingis. Aðgerð Steingríms J. Sigfússonar var því geðþóttaákvörðun hans, sem hann ber einn ábyrgð á og verður að svara fyrir.
Afhending eigna ríkisins eins og um ræðir af hálfu Steingríms J. Sigfússonar án umboðs og á undirverði getur fallið undir umboðssvik samkvæmt hegningarlögum auk ýmiss annars. Sérstakur saksóknari hefur rannsakað sambærileg mál margra bankamanna af minna tilefni.
Samkvæmt lögum ber lögreglu og ákæruvaldi að rannsaka grun um refsiverð brot og skiptir þá ekki máli þó að engin kæra hafi borist. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum hvort heldur sem þeir eru fyrrverandi bankamenn, núverandi seðlabankastjóri eða ráðherrann fyrrverandi Steingrímur J. Sigfússon.
Í því ljósi verður fróðlegt að sjá viðbrögð sérstakt saksóknara vegna þessa umboðslausa gjafagernings Steingríms J. Sigfússonar.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.5.2015 | 18:32
Verðtrygging lögleg
Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 160/2015 kveður á um það að verðtrygging neytendaláns sé ekki ólögmæt samkvæmt íslenskum rétti að teknu tilliti til þess regluverks sem við höfum samþykkt sem EES þjóð.
Þar með liggur fyrir að verðtrygging neytendalána er gild og sú ætlan margra að hægt væri að fá henni hnekkt með dómstólaleið er röng. Ég hef verið og er andvígur verðtryggðum neytendalánum og taldi að dómstólaleiðin væri til þess fallin að draga kraft úr baráttunni fyrir breyttri löggjöf sem tæki af tvímæli um að verðtryggð neytendalán yrðu gerð ólögleg. Mér finnst samt miður að ég skyldi hafa haft rétt fyrir mér varðandi væntanlega niðurstöðu Hæstaréttar í málinu en fannst það raunar nokkuð borðleggjandi allan tímann og var gefið bágt fyrir af mörgum að hafa þá skoðun.
Ríkisstjórnin lofaði að afnema verðtryggingu af neytendalánum og nú skiptir máli að þeir sem vilja réttlátt lánakerfi á Íslandi þar sem lánakjör verða sambærileg og á hinum Norðurlöndunum einhendi sér nú í baráttu gegn óréttlátri verðtryggingu.
Í því sambandi mega neytendur ekki láta svikalognið sem verið hefur undanfarna mánuði blekkja sig. Framundan er verðbólguholskefla ef fram heldur sem horfir- Nýr forsendurbrestur. Áður en það verður skiptir öllu máli að ná fram nauðsynlegum breytingum á lánakjörum fólksins í landinu.
Okurþjóðfélagið getur ekki gengið lengur þar sem fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir hafa bæði axlabönd og belti í samskiptum sínum við fólkið í landinu. Það verður að koma réttlæti strax með afnámi verðtryggingar á neytendalánum þar með talið lánum til fasteignakaupa. Á því er ekki hægt að gefa afslátt.
25.4.2015 | 00:18
Löglegt en siðlaust
Þingmaður Framsóknarflokksins sér ekkert við það að athuga að fjalla um afgreiðslu frumvarps um makrílkvóta, sem færa mun fjölskyldu hans tugi milljóna ef ekki hundrað.
Björg Thorarensen prófessor við Háskóla Íslands og helsti ráðgjafi ríkisstjórna um lögfræðileg málefni segir að lagalega sé ekkert athugavert við málið þar sem um almenna löggjöf sé að ræða. Spurning hlítur þó alltaf að vera hversu almenn sú löggjöf er,sem færir nokkrum tugum einstaklinga milljóna gróða og 99.9% þjóðarinnar ekki neitt.
Óneitanlega eru hagsmunatengsl þessa þingmanns Framsóknarflokksins, Páls Jóhanns Pálssonar með þeim hætti að flestum siðuðum mönnum er það morgunljóst að jafnvel þó þetta kunni að vera löglegt, sem ég raunar efa, þá er það gjörsamlega siðlaust. Átti flokksforusta Framsóknarflokksins sig ekki á hversu fráleitt þetta er, þá er hún jafn siðlaus og þessi þingmaður flokksins.
Svo er það annað mál og miklu alvarlegra að stjórnvöld með atvinnumálaráðherra Framsóknarflokksins í broddi fylkingar þykir það eðlilegt og jafnvel sanngjarnt að afhenda litlum hluta þjóðarinnar milljónir og jafnvel milljarða fyrir það eitt að veiða úr flökkustofni sem er nýr á miðunum og hefur ekkert með upprunalegt kvótakerfi að gera.
Væri ekki nær að bjóða upp veiðiheimildir úr þessum flökkustofni og sjá hvernig það kerfi mundi reynast. Það á engin rétt til að veiða úr honum og Alþingi getur ákveðið að láta alla þjóðina njóta afraksturs veiða á makríl í stað þess að gefa konu Páls Jóhanns þingmanns Framsóknarflokksins ásamt nokkrum öðrum velunnurum sínum þessi verðmæti sem syntu inn í íslenska lögsögu algerlega án þess að kona Páls Jóhanns eða nokkur annar sem á að fá milljónir og milljarða gefins frá ríkisstjórninni og meirihluta Alþingis, hafi til þess unnið.
Velti því fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi endanlega skilið við markaðshyggjuna með því að hampa svona ríkisvæðingu.
16.4.2015 | 12:44
Af stjórnarlaunum hins íslenska aðals.
Margir hafa brugðist ókvæða við samþykkt aðalfundar HB Granda um að hækka tjórnarlaun í fyrirtækinu um rúm 33% á sama tíma og launafólki sem vinnur hjá fyrirtækinu er boðið upp á rúmlega 3% hækkun launa. Fyrirtækið hefði ekki getað valið verri tíma til að hækka laun stjórnarmanna jafn myndarlega og raun ber vitni.
Prósentu- eða hundaraðstala er eitt og heildarlaun eru annað. Málið hefur verið til ítrekaðrar umræðu á Alþingi þar sem fordæmingarnar og formælingarnar hafa hrotið af vörum ýmissa helstu stjórnmálaforingja í landinu í garð stjórnarmanna HB Granda og einn af fáum verkalýðsleiðtogum landsins sem stendur undir nafni Vilhjálmur Birgisson hefur vísað með dramatískum hætti til samlíkinga úr Íslandssögunni. Vissulega má taka undir þann hluta orðræðunnar þar sem vísað er til að þetta sé vondur tími til að hækka stjórnarlaun svo myndarlega. En er Grandi að greiða há stjórnarlaun eftir hækkunina?
Eftir því sem komið hefur fram í fjölmiðlum þá eru stjórnarmenn í Granda að fá um 200 þúsund krónur í stjórnarlaun á mánuði eftir hækkun. Í sjálfu sér myndarleg þóknun og vel í lagt greiðsla fyrir hverja unna vinnustund. Samt sem áður er þetta lág stjórnarlaun fyrir fyrirtæki af sömu stærð og mun lægri en stjórnarlaun í ýsmum opinberum og hálfopinberum fyrirtækjum.
Mér er sagt að stjórnarlaun í Seðlabankanum séu yfir milljón á mánuði auk þess sem dæmi eru um að Seðlabankin greiðsi ferðakostnað stjórnarmanna landa og heimsálfa á milli. Stjórnarlaun í Granda mundu þurfa að hækka um nokkur hundruð prósent til að ná stjórnarlaunum þeirrar ríkisstofnunar. Af hverju tala stjórnmálaleiðtogar ekki um þessa ósvinnu og atlögu gegn launafólki.
Hvað skyldu svo vera stjórnarlaun í Landsvirkjun, Orkustofnun og Landsbanka Íslands allt fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins. Skyldu stjórnarlaun í HB Granda vera hærri eða lægri en stjórnarlaunin sem stjórnmálaleiðtogarnir í öllum flokkum hafa samið um að skuli greiða til hins íslenska aðals sem skipaður er í stjórnarsæti þessara stofnana af þingflokkunum.
Eða eins og kerlingin sagði þeir sletta skyrinu sem eiga það og kasta líka steinum úr glerhúsi.
Hvernig er hægt að ætlast til þess að óbreytt alþýðufólk sætti sig við að fá þriðjung launa stjórnarfólks í ríkisfyrirtækinu Seðlabanka Íslands fyrir dagvinnu í heilan mánuð. Hvað skyldi munurinn á tímakaupinu vera í því tilviki í prósentum talið.
25.2.2015 | 10:09
Kaupþingslánið og ráðsmennska Seðlabankastjóra
Kaupþing fékk 500 milljón Evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands (SÍ) 6.10.2008. Öllum sem sátu á Alþingi mátti vera ljóst að mjög var þrýst á það af ýmsum hagsmunaaðilum og ríkisstjórn að SÍ veitti Kauþingi lánið. Öllum var einnig ljóst að miklu skipti að einn af stóru viðskiptabönkunum lifði af bankakreppu. Þess vegna var lánvetingin talin áhættunnar virði.
Seðlabankinn veitti lánið að fengnum upplýsingum frá stjórnendum Kaupþings, sem að hluta til voru rangar og tók veð í nánast öllum hlutum í FIH bankanum í Danmörku til tryggingar endurgreiðslu lánsins. Þegar Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland og bankann Singer og Friedlander í eigu Kaupþings varð ekki við neitt ráðið. Kaupþing fór í slitameðferð.
Stjórnarandstaðan og fréttamiðlar m.a. fréttastofa RÚV virðist haldin þeirir þráhyggju að símtal millil þáverandi forsætisráðherra Geirs H. Haarde og þáverandi Seðlabankastjóra og Davíðs Oddssonar, skipti einhverjum sköpum varðandi lánveitinguna.
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 22.2.s.l. er fjallað um þá staðreynd að ríkisstjórn Geirs H. Haarde og INgibjargar Sólrúnar Gísladóttu var áfram um að lánið yrði veitt. Enfremur að að þeri sem tóku við í Seðlabankanum beri ábyrgð á meðferð veðsins og endurheimtu lánsins.
Viðbrögð stjórnarandstöðu og fréttamiðla við þessum upplýsingum hafa verið með ólíkindum. Enn eru settar fram upphrópanir um símtal milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde og síðan gert mikið úr því að Seðlabankinn beri ábyrgð á lánveitinunni eins og það liggi ekki ljóst fyrir.
Hefði Davíð Oddsson og sambankastjórarar hans í SÍ ekki haft víðtækt samráð við ráðandi aðila í þjóðfélaginu um veitingu lánsins þá hefði það verið óeðlilegt miðað við þær alvarlegu aðstæður sem blöstu við. Þá er spurningin hvort rangt hafi verið að veita lánið gegn því veði sem SÍ tók? Miðað við aðstæður á þeim tíma og þær upplýsingar sem fyrir lágu þá var það ekki.
Það sem mestu máli skiptir er að SÍ gat fengið lánið endurgreitt að fullu í september 2010. Tjón skattgreiðenda vegna neyðarlánsins til Kaupþigs hefði þá ekkert orðið.
Þannig greinir viðskiptabalað Berlinske Tidende og Morgunblaðið og raunar fleiri miðlar frá því þann 17.9.2010 að tvö tilboð hafi verið gerð í hlutabréfi í FIH-bankanum. Annað tilboðið hafi tryggt endurgreiðslu 500 milljóna evra neyðarlánsins að fullu. Ef Már Guðmundsson bankastjóri SÍ, hefði fallist á það tilboð þá hefði tjón SÍ og skattgreiðenda ekkert orðið af veitingu neyðarlánsins.
Samkvæmt fréttum fjölmiðla ákvað Már Guðmundsson að taka áhættu og fallast á annað tilboð þar sem hluti neyðarlánsins var endurgreiddur, en SÍ tók síðan áhættu af gengi danska skartgripafyrirtækisins Pandóru vaðandi eftirstöðvarnar þannig að skilanefnd Kaupþings gæti þá hugsanlega fengið einhverja fjármuni í sinn hlut. SÍ undir stjórn Más ákvað því að taka áhættu án ávinnings nema þá fyrir þriðja aðila. Þetta virðist hafa verið gert án samhliða kröfu til þess, að slitabúið myndi ábyrgjast greiðslu þess sem ekki fengist greitt af láninu.
Með þessari ákvörðun setti Már Guðmundsson hagsmuni skattgreiðenda í hættu. SÍ gat aldrei fengið meira en sem nam andvirði neyðarlánsins og eini aðillinn sem gat hagnast á þessari ráðstöfun var skilanefnd Kaupþings.
Það þarf ekki að rannsaka neitt eða hlusta á símtöl. Málavextir liggja ljósir fyrir. Í fyrsta lagi þá var um eðlilega lánveitingu að ræða til Kaupþings með neyðarláninu upp á 500 milljónir evra miðað við aðstæður. Í öðru lagi gætti SÍ þess að taka fullnægjandi veð og í þriðja lagi þá virðist núverandi bankastjóri SÍ hafa teflt hagsmunum bankans í hættu með því að taka ekki tilboði um sölu veðsins í september árið 2010 sem tryggt hefði fulla endurgreiðslu neyðarlánsins. Niðurstaða þess ræðst ekki endanlega fyrr en í árslok 2015.
Mér er það ráðgáta að fjölmiðlar og stjórnmálamenn þessarar þjóðar skuli ekki gera sér grein fyrir jafn einföldum staðreyndum og greina aðalatriði frá aukaatriðum og átta sig á hver er Svarti Péturinn í spilinu.
(Grein í Morgunblaðinu birt 24.2.2015)
Viðskipti og fjármál | Breytt 20.10.2016 kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.2.2015 | 10:43
Spáð fyrir um bankahrun?
Ítrekað halda fjölmiðlungar því fram að Lars Christiansen hafi spáð fyrir um bankahrunið í skýrslu sinni "Iceland Geysir crisis" árið 2006. Það gerði hann ekki. Skýrslan fjallar um ofhitnað efnahagskerfi og hvaða bankana varðar að þeir gætu lent í mótvindi og þurft að selja hluta eigna sinna erlendis. En ekkert bankahrun var í spilunum hjá Lars
Það ber ekki vott um góð vinnubrögð hjá fjölmiðlafólki þegar það heldur ítrekað fram að eitthvað sé með allt öðrum hætti en það er og það jafnvel þó búið sé að leiðrétt það oftar en einu sinni.
Þeim varnaðarorðum sem Lars Christiansen kom með í skýrslu sinni árið 2006 var vísað út í hafsauga af ráðandi stjórnmálamönnum og útrásarvíkingum sem töldu skýrsluna sína afbrýðisemi Dana út í viðskiptalegu ofurmennin með hið sérstaka viðskiptagen sem forseti lýðveldisins talaði um.
Það væri e.t.v. mikilvægara fyrir þjóðina að skoða það hvað Lars sagði í raun og veru árið 2006, hvernig brugðist var við og hverjir andmæltu því sem hann sagði og hverjir tóku undir með honum og vöruðu við.
Í framhaldi af varnaðarorðum Lars Christiansen árið 2006 um ofhitnað efnahagskerfi ákváðu þáverandi stjórnarflokkar að hækka útgjöld ríkisins um rúm 20% að raunvirði til að ofhita það ennþá meira. Slík var hagspekin.
11.2.2015 | 15:26
Glæpamannavæðingin og traustið.
Fram til 6.október 2008 taldi þorri þjóðarinnar allt vera afsakanlegt, væri hægt að græða á því eða þeir sem röngu hlutina gerðu ættu mikla fjármuni. Sú peningalega afsiðum sem átti sér stað í nokkur ár fram að hruni var skelfileg.
Þegar þjóðin komst að því að hún var ekki rík, en hafði í besta falli verið blekkt til að trúa því og þeir sem höndluðu með milljarða, milljarðatugi og milljarðahundruð ýmist áttu ekkert á yfirborðinu eða höfðu klúðrað málum með þeim hætti að vogunarsjóðir þeirra, bankar og önnur fjármálafyrirtæki fóru á hausinn hófst glæpamannavæðing þjóðfélagsins.
Það var eðlilegt að fólki yrði brugðið og gleymdi á svipstundu peningalegri afsiðun sinni og leitaði að sökudólgum. Fremstir í för fóru tveir háskólakennarar ásamt Agli Helgasyni sem mærðu síðan þann sem tók við Fjármálaeftirlitinu sem forstjóri fyrir að henda ónýtum málum í haugum í hausinn á Sérstökum saksóknara. Báðir háskólakennararnir vörðu forstjórann síðan þrátt fyrir að íljós hafi komið að hann hafði gerst sekur um afbrot sem hann hefur nú verið dæmdur til refsingar fyrir.
Egill Helgason einn helsti talsmaður glæpamannavæðingarinnar fékk fjölda fólks í viðtöl sem glæpamannavæddu stofnanir og fyrirtæki eða íjuðu að því og nægir í því sambandi að nefna Sigurbjörgu stjórnsýslufræðing og Evu Joly, auk ýmissa minni spámanna sem gátu eftir hrun allan vanda leyst og töldu sig hafa séð allt fyrir þó engin hefði orðið var við það áður.
Glæpamannavæðingin náði til þess að allt að 3% fullorðinna íslenskra karlmanna lá undir grun hjá Sérstökum saksóknara um árabil. En svo er nú komið að mest var það á fölskum forsendum. Enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á neinn glæp sem leiddi til bankahrunsins hvort sem okkur líkar betur eða verr.
En hluti af glæpamannvæðingunni og sú staðreynd að hún var röng hefur leitt til mikils vantrausts þjóðarinnar á stofnanir og stjórnmálamenn. Þess vegna er mikilvægt að vinna úr því til að eðilegt þjóðfélag geti þrifist á Íslandi
Ef til vill var það óheppilegt vegna vantrausts þjóðarinnar, að leikendur í viðskiptalífi fyrir hrun skyldu veljast til helstu forustustarfa í íelenskri pólitík en þá er þeim mun nauðsynlegra að sýna fram á að þeir hinir sömu séu traustsins verðir og góðir hagsmunagæslumenn almannahagsmuna.
Þess vegna skiptir miklu fyrir ríkisstjórnina nú að kaupa þau gögn um meint skattsvik íslendinga og fjármálaleg undanskot í gegn um erlend fjármálafyrirtæki, sem henni standa til boða hratt og örugglega.
Til að við getum sem fyrst unnið í eðlilegu þjóðfélagi þarf fólkið í landinu að ná að höndla aftur það meginatriði að hver maður er saklaus þangað til sekt hans er sönnuð og hætta að glæpamannavæða samfélagið að ósekju. Ráðamenn þjóðarinnar hafa mikið verk að vinna og það er ekki til auðveldunar þessu mikilvæga atriði að skipa æ ofan í æ þá til verka í stjórnsýslunni sem voru með báðar hendur í hunangskrukkunni fyrir hrun.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2015 | 12:34
Kostakjör?
Auglýst voru kostakjör frá ákveðinni ferðaskrifstofu á ferð til erlendrar stórborgar. Óneitanlega virtust þessi kostakjör vera nokkuð kostnaðarsöm.
Auðvelt var að kanna verð á flugi til viðkomandi borgar á þeim tíma sem viðkomandi ferð var auglýst. Einnig er auðvelt að leita eftir hvað sambærilegt hótelrými mundi kosta sömu daga.
Niðurstaðan var sú að í stað þess að borga tæpar hundrað þúsund krónur fyrir einstaklinginn þá gat ég ekki betur séð en hægt væri að komast til sömu borgar á sama tíma á sambærilegum hótelum fyrir kr. 70 þúsund. Hjón gætu því sparað sér tæpar kr. 60.000 með því að panta sjálf á netinu í stað þess að nýta þau kostakjör sem auglýst eru hjá ferðaskrifstofunni.
Nú ættu ferðaskrifstofur að geta fengið afslætti hjá flugfélögum og hóetelum vegna þess að um hópferðir er að ræða og ferðin er ákveðin fyrir ákveðinn lágmarksfjölda með töluvert löngum fyrirvara. Hvernig stendur þá á því að einstaklingurinn getur með skömmum fyrirvara fundið sambærilega ferð fyrir sig og sinn eða sína nánustu á verulega lægra verði?
Eina sem vantar upp á ferðina sem pöntuð er á netinu og kostakjaratilboð ferðaskrifstofunnar er fararstjóri, en einstaklingurinn getur bætt úr því með því að kynna sér mál á netinu.
Seljendur þurfa að gera betur en þetta og ferðamiðlari sem getur ekki boðið neytendum ferðir á betra verði en þeir geta keypt á netinu á tæpast erindi við neytendur nema til að okra á þeim.
4.1.2015 | 11:14
Markaður og neytendur
Þar sem markaðsstarfsemin er fullkomin er samkeppnin virk og upplýsingamiðlun til neytenda með þeim hætti að þeir vita hvar er hægt að gera hagkvæmustu kaupin. Þannig er það ekki hér á landi. Fákeppni, takmörkuð samkeppni eða jafnvel engin er víða á íslensum markaði.
Þegar ríkisvaldið gerir viðamiklar skattabreytingar sem eiga að leiða til verulegra breytinga á vöruverði er mikilvægt í landi fákeppninnar að vel sé fylgst með því að verðbreytingarnar leiði ekki til verulega hærra vöruverðs. Þegar tvö núll voru tekin aftan af krónunni á sínum tíma var þess ekki gætt sem skyldi sem leiddi til þess að verð hækkaði mikið á ákveðnum vöruflokkum.
Þegar ráðherra neytendamála segir að það eigi ekkert að gera vegna skattabreytinganna og markaðurinn muni sjá um þetta þá vantar stærðir í dæmið svo að þetta virki eins og neytendamálaráðherra segir að það muni gera. Í fyrsta lagi þarf að vera virk samkeppni á markaðnum og í öðru lagi þurfa neytendur að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um vöruverð.
Þegar hvorugu er til að dreifa þ.e. þær vörur sem eru að taka verðbreytingum eru flestar á fákeppnismarkaði og neytendur hafa ekki nægjanlega góðar upplýsingar um vöruverð og gæði þá er nauðsynlegt til að markaðsstarfsemin virki betur að greið og góð upplýsingamiðlun sé til neytenda.
Þess vegna ætti ráðherra neytendamála að endurskoða afstöðu sína í þessu máli og standa fyrir því að ríkisstjórnin feli þeim aðilum á markaðnum sem hafa haft virkast eftirlit með verðlagningu til neytenda, Neytendasamtökunum, ASÍ og aðilum sem halda úti upplýsingum á eigin vegum, að fylgjast vel með verðbreytingum næstu mánuði þannig að verðbreytingar skili sér með eðlilegum hætti til neytenda.
Tímabundið átak til að fylgjast með verðlagi og miðla upplýsingum til neytenda er nauðsynlegt nú og næstu mánuði til að tryggja eðlilega samkeppni og láta þá sem standa sig í verslun njóta afraksturs erfiðis síns.
14.12.2014 | 12:22
Talsmaður notaðra heimilistækja
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur gerst talsmaður notaðra heimilistækja og sér möguleika á því fyrir sauðsvartan almúgann að geta nú veitt sér þann munað að kaupa heimilistæki af þeim efnammeiri sem verði líklegri til að skipta út því gamla og fá sér nýtt vegna verðlækkana í kjölfar afnáms vörugjalda.
Margir hafa tekið þessari hagsmunagæslu Vilhjálms fyrir notendur notaðra heimilistækja óstinnt upp. Ef til vill er það vegna þess að Vilhjálmur er helst þekktur af því að gæta hagsmuna fjármagnseigenda en ekki almennra neytenda. E.t.v er hann grunaður um græsku og horft er framhjá því hvaða hagsmunum þingmaðurinn var að tala um.
Fúkyrðin i garð Vilhjálms vegna þessara ummæla eru innistæðulaus. Vilhjálmur hefði getað orðað þetta með þeim hætti að valkostir neytenda aukist þar sem meira magn af notuðum vörum komi á markað og það betri notuðum vörum þar sem fólk fái sér nýja hluti fyrr en annars hefði verið. Þeir efnaminni hafa ótvírætt hagræði af því að fá betri vörur og minna notaðar á lægra verði af því að aukið framboð veldur verðlækkun á þessum markaði. Er eitthvað að því að orða þessa staðreynd?
Engum finnst neitt að því að kaupa notaðan bíl, húsgögn, ískáp, þvottavélar o.fl. heimilistæki nema stórbokkum og yfirlætisfullu fólki. Á netinu er afar þriflegur markaður með þessa muni. Það er þjóðhagsleg hagkvæmni að hlutum sé ekki hent þegar það er hægt að hafa full not af þeim. Fólk sem leggur áherslu á nýtingu og sparnað ætti að vera ánægt með að fá fleiri og betri muni til að velja úr á lægra verði. Var einhver ástæða til að sletta skyrinu á Vilhjálm fyrir þessi ummæli?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 39
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 3309
- Frá upphafi: 2604085
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 3092
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson