Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Bara nokkrir blóðdropar

Össur Skarphéðinsson virðist vera að búa sig undir að taka við starfi blaðafulltrúa kínverska alþýðulýðveldisins.

Í viðtölum vegna viðskiptasamningsi Íslands og Kína lýsti Össur því yfir að ekkert sé við mannréttindabrot Kínversku kommúnistastjórnarinnar að athuga og nýir menn séu komnir að og allt í besta lagi í alþýðulýðveldinu. Bara nokkrir blóðdropar sem er úthellt úr andófsmönnum, Tíbetum og öðrum misjöfnum sauðum. Það finnst ráðherra Samfylkingarinnar afsakanlegt og allt í lagi.

Össur Skarphéðinsson hefur tileinkað sér þá túlkun kommúnistaleiðtoganna í Kína að mannréttindi séu ekki algildog gildi alla vega ekki fyrir óvini ríkisins og alÞýðubyltingarinnar.

Same eru flestar dauðarefsingar í Kína. Andófsmenn í Kína eru sviptir frelsi til langframa eða teknir af lífi. Ógnarstjórnin í Tíbet er sú sama og verið hefur. Hægt er að bæta við löngum lista um vafasamar aðgerðir kínversku valdhafanna í mörgum löndum Afríku og víðar þar sem þeir hafa keypt land eða náttúrugæði.

Þetta truflar Össur ekkert. Honum finnst þetta allt í lagi.

Össur afsakar allt enda er Ísland eina Evrópulandið sem hefur gert fínan fríverslunarsamning við Kína þó við megum hvorki kaupa af þeim hrísgrjón né aðrar landbúnaðarvörur skv. samningnum. 

Mannréttindi eru samt algild og loddarar eins og Össur sem samsamar sig  með  mannréttindabrotum  kínversku kommúnistana á ekkert erindi í íslenska pólitík meir.  

Skyldi forsætisráðherrahafa haft dug í sér til að tala um réttindi samkynhneigðra í Kína? Ef ekki þá er greinilegt að hún samþykkir túlkun og viðhorf væntanlegs blaðafulltrúa kínversk alþýðulýðveldisins.


Hálfsannleikur og rangfærslur RÚV og Kúbu Gylfa

Í sjónvarpsfréttum RÚV var fjallað um sölu FIH bankans í Danmörku og útlánatap Seðlabanka Íslands.  Fréttin hafði það yfirbragð að þetta væri allt Davíð Oddssyni að kenna. Kúbu Gylfi Magnússon fyrrum viðskiptaráðherra var fenginn til að fjalla um málið, sem óháður fræðimaður, dósent úr Háskóla Íslands.  Hróður Gylfa dósents eykst ekki við þetta og þurfti þó ekki mikið til að koma til þess að ná þeim árangri.

Staðreynd málsins er þessi. Talið var af öllum sem um það véluðu að hugsanlega mætti bjarga Kaupþingi með því að lána 500 milljarða Evra til bankans í byrjun október. Öllum var ljós erfið staða og þess vegna var þess gætt að góð veð væri fyrir láninu. Engin ágreiningur var um það í pólitík, fjármálálífi eða þeim samtökum sem að komu að nauðsynlegt væri að reyna þetta. Ef til vill hefði tekist að bjarga Kaupþingi með þessu hefðu Bretar ekki sett á okkur hryðjuverkalög.

Veðið í FIH bankanum var fullnægjandi trygging. Fréttin sem RÚV hefði átt að fjalla um er því hvernig Kúbu Gylfa sem þá var viðskiptaráðherra og Má Guðmundssyni seðlabankastjóra tókst að haga málum þannig að seðlabankinn varð fyrir miklu tjóni vegna ákvarðana þeirra um sölu FIH bankans árið 2010. Fréttastofa RÚV setti hins vegar ekki frétt á svið með aðkomu Kúbu Gylfa sem fræðimanns til að gefa umsögn  um mál sem í raun snúnast um afglöp hans sem viðskiptaráðherra og Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.

Í september 2010 bárust tvö tilboð í FIH bankann annað tilboðið frá ATP,PFA(danskir lífeyrissjóðir) og sænska tryggingarfélaginu Folksam tryggði fulla endurgreiðslu lánsins upp á 500 milljarða Evra. Hitt tilboðið var lægra og af einhverjum ástæðum var ákveðið að taka lægra tilboðinu og um það véluðu þeir Gylfi þáverandi viðskiptaráðherra og Már Guðmundsson seðlbankastjóri ásamt skilanefnd Kaupþings.

Hægt var að tryggja fullar endurheimtur láns Seðlabankans í september 2010 en Már Guðmundsson og Gylfi Magnússon vildu fara aðra leið. Samkvæmt því sem Gylfi Magnússon upplýsti munu þessi mistök hans og Más kosta skattgreiðendur álíka mikið og það sem um var deilt á lokasprettinum varðandi Icesave.

Kúbu Gylfi hefur verið skattgreiðendum dýr. Í fyrsta lagi ber hann ábyrgð á Sp/Kef máilnu þar sem milljörðum var hent út um gluggann. Í öðru lagi vildi hann leggja hundraða milljarða skuld á skattgreiðendur með því að samþykkja Icesave 1. Loks ber hann ásamt Má Guðmundssyni ábyrgð á því að hafa klúðrað sölu FIH þannig að skattgreiðendur verða fyrir verulegu tjóni að sögn hans sjálfs. 

Rannsóknarnefndir hafa verið skipaðar af minna tilefni og gefnar út Landsdómsákærur. Skoða verður náið embættisfærslur þeirra Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og Gylfa Magnússonar fyrrum viðskitparáðherra, varðandi klúðrið við sölu FIH bankans.

Það er svo annað mál að Fréttastofa RÚV setur ítrekað fram áróðursfréttir eins og þessa sem hafa það að markmiði að koma höggi á Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn og kallar nú til sem heimildarmann þann aðila sem var handverksmaðurinn við ranga ákvarðanatöku sem kostar skattgreiðendur álíka mikið og vaxtagreiðslur Icesave að hans eigin mati. 

Fréttastofa RÚV hefur marga hæfa fréttamenn. Fréttamaðurinn Helgi Seljan hefur unnið tvö stórvirki í vikunni og Sigmar Guðmundsson hefur ítrekað sýnt frábær tilþrif.  En það breytir því ekki að vinnubrögð við fréttina af FIH bankanum er ósæmileg og langt frá því að standast siðferðlegt mat hlutlægrar fréttamennsku.

Fréttastofa RÚV ætti því að sýna styrk og taka á innri málum til að koma í veg fyrir rangar, hlutdrægar og áróðurskenndar fréttir. Þá gæti auglýsing Fréttastofunnar um eigið ágæti e.t.v. átt nokkurn rétt á sér.


Peningar annarra.

Margaret Thatcher sagði að vandamálið við sósíalismann væri að hann mundi að lokum vera uppiskroppa með annarra fé.

Velferðarþjóðfélög Vesturlanda eru fyrir löngu orðin uppiskroppa með peninga annars fólks.

Sósíalismi Vesturlanda sem því miður allir stjórnmálaflokkar taka þátt í byrjaði með því að skattar voru hækkaðir. Svo voru tekin lán og skattar hækkaðir. Síðan voru gefin út ríkisskuldabréf á framtíðina. Svo voru tekin ný lán og kúlulán sem barnabörnin okkar þurfa að borga og skattar hækkaðir.

Loksins kom að því að útgjöld hins opinbera urðu meiri en helmingur þjóðarframleiðslunnar. Sum lönd komust í greiðsluvanda og eru raunar gjaldþrota. Þá kom Evrópski seðlabankinn og framleiddi vörubílsfarma af skuldabréfum sem gjaldþrota Evruríkjum er lánað. Bretar beittu aftur og aftur Quantitative Easing sem er ákveðið form af seðlaprentun sem gengur í gegn um bankakerfið. Bandaríkjamenn hika ekki við að  að prenta dollara til að ná sér út úr vandanum. Í þessum gleðileik dreifingar innistæðulausra seðla á ábyrgð skattgreiðenda hækka og hækka hlutabréf og eru komin langt upp fyrir gengið 2008. Samt er innistæðan ekkert meiri en þá.

Þessi gleðileikur samspils velferðarsósíalisma og innistæðulauss fjármálabraskveldis er síðan kallað markaðshagkerfi af sósíalistunum,  þó það sé komið eins langt frá hugmyndum um frjálsa samkeppni, eðlilega verðmætasköpun og hagkvæmni og markaðssamfélag og hægt er.

Sama gilti raunar líka um ástandið hér fyrir Hrun þegar bankarnir prentuðu og prentuðu innistæðulaus verðmæti sem brunnu upp þegar lánalínur lokuðust. Árið 2008 jukust ríkisútgjöld um rúm 20% fyrst og fremst fyrir tilstilli Samfylkingarinnar. Í þeim gleðileik aukinna ríkisafskipta og spilltra fjármálaafla var hlaðið í bálköst Hrunsins.  Sá sósíalismi varð að lokum uppiskroppa með peninga annarra en þeir sem voru virkastir í því að koma raunverulegum peningum á framfæri við Hrunbarónanan voru lífeyrissjóðirnir sem töpuðu um 600 milljörðum af peningum annarra. Þeir peningar voru olían sem smurði hrunadans útrásarvíknganna og föllnu bankanna.

Það er ekkert pláss fyrir dugmikið framkvæmdafólk sem ber ábyrgð á sjálfu sér í þessu umhverfi og þess vegna móðgun við dugandi einstaklinga sem reka sín fyrirtæki með dugnaði og á eigin ábyrgð að kenna því og þeirri hugmynd sem býr að baki markaðssamfélagsins um Hrun árið 2008 og þess sem vænta má með áframhaldandi galgopahætti hins opinbera. 

 

 

 


Merkasti stjórnmálamaður seinni hluta 20.aldar fallinn frá.

Margaret Thatcher hafði hugsjónir og vissi hvert hún vildi stefna.  Þegar hún tók við völdum í Bretlandi var efnahagslífið í miklum erfiðleikum. Verkföll lömuðu þjóðfélagið aftur og aftur. Atvinnuleysi var mikið og fór vaxandi. Thatcher þurfti að beita óvinsælum ráðstöfunum sem bitnuðu á sérhagsmunum verkalýðshreyfingarinnar og ýmissa annarra en skiluðu sér í bættum hag alls almennings í landinu og auknum hagvexti.

Undir stjórn Margaret Thatcher breyttist Bretland úr því að vera verkfalls og óreiðuþjóðfélagið sem ekki var hægt að treysta,  í þjóðfélag, aga, skipulags hagvaxtar og framfara.

Hugmyndafræði Thatcher var ekki flókin. Draga úr ríkisrekstri. Virða mannréttindi. Draga úr skattheimtu.  Treysta meira á einstaklinginn en dauða hönd ríkisvaldsins.

Nú eru vestræn þjóðfélög komin fram að þeirri bjargbrún í ofurrekstri ríkisins og virðingarleysi fyrir einstaklingnum, getu hans og framtaki, sem Margaret Thatcher færði Bretland frá með aðgerðum sínum og stefnufestu.

Ísland þarf á því að halda að stjórnmálamaður með framtíðarsýn og einföld skír markmið um samdrátt í ríkiskerfinu, lækkun skatta, réttlæti og virðingu fyrir getu og hæfileikum einstaklinganna taki við völdum eftir næstu kosningar.

Annars heldur hrunadans íslenska samfélagsins áfram.


Hækkaði höfuðstóll lánsins þíns um 340 þúsund?

Verðbólga mælist 4.6%. Frá því var sagt að meðal verðtryggt lán fjölskyldna í landinu væri um 22 milljónir og höfuðstóll þess mundi hækka um 340 þúsund um þessi mánaðarmót. 

Eignir fólksins í landinu eru étnar upp af verðtryggingunni. 22 milljóna lánið verður 1.mars 22.340.000 og þann 1.apríl haldi fram sem horfir 22.700.000.- Þetta er glórulaus vitleysa og rán frá fólkinu.

Á 4 árum hefur verðtryggingin hækkað lánin um 400 milljarða. Verðmæti alls fiskafla landsins í á þeim tíma eru um 500 milljarðar.  Fiskurinn er helsta auðlind okka.  Þetta sýnir að það er engin virðisauki í þjóðfélaginu sem stendur undir þessu eða réttlætir þetta lánaokur.

Fólkið tapar eignum sínum. Greiðsluvandi verður meiri. Eignastaða banka og lífeyrissjóða uppfærist en það eru falskar eignir sem eru ekki til.  Gjaldþrota Íbúðalánasjóður ætti að segja verðtryggingarblindingjunum að þetta gengur ekki  þetta er ekki hægt. Verðtryggingin er þjóðhættulegt fyrirbæri og fjandsamleg eðlilegri efnahagsstarfsemi og gerir fólk að öreigum.

Meðan  verðtryggingarruglinu er haldið áfram þá er ekki hægt að koma hér á eðlilegri þjóðfélagsstarfsemi. Útilokað að það verði kaupmáttur eða fjármagn sem geti komið okkur út úr sívaxandi og harðnandi kreppu með auknum fólksflótta.

Verðtryggingarfurstarnir verða að skila ránsfengnum til fólksins. Annars er hætt við því að þeir tapi á endanum öllu sínu sínu eins og fólkið í landinu.


Flórinn hans Steingríms J. og Jóhönnu.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon dæsa mæðulega og andvarpa þegar þau eru spurð erfiðra spurninga af fjölmiðlum og svara síðan staðlað "Já en það varð hrun" og "Við þurftum að moka flórinn eftir Íhaldið og Framsóknarflokkinn"

Staðreyndin er nú samt sú að hér urðu helstu viðskiptabankarnir gjaldþrota, en þjóðfélagið hélt áfram vegna neyðarlaganna og réttra viðbragða og vinnubragða.  Þannig tókst að afstýra hruni. Flórinn sem þau vitna í hefur aldrei verið skilgreindur. En hvað skilja þau Jóhanna og Steingrímur eftir sig.

Seðlabankinn keypti nýlega evrur á gjaldeyrisútboði á 233 krónur. Opinbera gengið var þá 167 krónur. Gengi krónunnar er því skráð um 30-40% of hátt.

Kaupmætti er haldið uppi með falskri gengisskráningu.

Verðbólga hefur verið viðvarandi allt kjörtímabilið og fer nú vaxandi.

Heildarskuldir ríkisins eru yfir 1500 milljarðar auk 500 milljarða króna skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóðs.  Hver á að takast á við vanda 2 þúsund milljarða skulda ríkisins?

Vaxtakostnaður ríkisins er 90 milljarðar á ári eða andvirði helmings verðmætis fiskafla úr sjó við Ísland árlega. Hver á að takast á við þann vanda og leysa hann.

Seðlabankastjóri lýsir því yfir að Íbúðalánasjóður sé í raun gjaldþrota hver á að takast á við það.

Vandi skuldsettra heimila vegna verðtryggingarránsins er algjörlega óleystur hver á að leysa það.

Jóhanna og Steingrímur hafa ekki mokað neinn flór. Þau hafa því tafið þá uppbyggingu sem var hafin þegar Samfylkingin ákvað að gera byltingu með VG í janúar 2009 til að tryggja sér völd og aukin áhrif. 

 Það þarf kjark, dugnað og áræði til að takast á við þau vandamál sem þetta ólánsfólk skilur eftir sig og það verður ekki létt verk að hreinsa þá rotþró.


Sjálfstæðisflokkurinn á móti verðtryggingu?

Ýmsir lásu það út úr lokaafgreiðslu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins að við andstæðingar verðtryggingarinnar hefðum ekki haft neina eftirtekju af baráttunni gegn verðtryggingu og fyrir sambærilegu lánakerfi og í nágrannalöndum okkar. Þetta er hins vegar nokkur misskilningur. Þó ég hefði persónulega kosið ákveðnari ályktun gegn verðtryggingunni, þá felst samt í ályktun Landsfundar sem samþykkt var með nánast öllum greiddum atkvæðum að verðtrygging verði lögð af og skuldavandi heimilanna verði leystur með almennum aðgerðum, en ekki sértækum. Þannig segir í ályktun Landsfundar:

"Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar verði markvissar aðgerðir til að bregðast við greiðslu- og skuldavanda heimilanna með almennum aðgerðum Þessi aðgerð er mikilvæg forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags. Framtíðarskipan húsnæðis- og neytendalána þarf að taka mið af ríkjandi neytendaverndarreglum innan EES sem Ísland hefur þegar lögleitt. Tryggja verður virka samkeppni á lánamarkaði vegna húsnæðikaupa sem getur leitt til þess að vextir og gjaldtaka lánastofnana verði með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar."

Meginatriðin sem þarna koma fram er í samræmi við ályktunartillögu sem við lögðum fram og þýðir að stefna Sjálfstæðisflokksins í málinu er þessi m.a. 1. Miðað er við sambærilegt lánakerfi og í nágrannalöndum okkar. 2. Almennar aðgerðir til lausnar skuldavanda heimilanna. 3. Afnám verðtryggingar, en neytendareglur EES mundu ekki heimila verðtryggð lán með þeim hætti sem nú er gert. 

Þessi atriði eru mikilvæg auk þess að skoða önnur ákvæði svo sem ákvæði í stjórnmálaályktun og víðar um að verðtrygging verði ekki almenn regla í lánaviðskiptum við neytendur.

Með þessu er í raun verið að segja að verðtryggingin verði ekki lengur valkostur í neytendalánum eins og við vildum að yrði sagt beinum orðum en ekki með hringleiðum.

En dropinn holar steininn og nú hefur forusta Sjálfstæðisflokksins skuldbundið sig með því að flytja þá málamiðlunartillögu sem þýðir afnám verðtryggingar í raun, til þess að vinna að hagsmunamálum heimilanna og til að leysa skuldavandann með þeim hætti að verðtrygging verði afnumin og skuldavandinn leystur með almennum aðgerðum.

Það er bara til ein almenn aðgerð í þessum málum og hún er að færa niður höfuðstóla innheimtanlegra skulda þannig að þær verði viðráðanlegar fyrir venjulegt fólk og verðtryggða ránsfengnum verði skilað til baka.

Sjálfstæðiflokkurinn afgreiddi ályktun með loðnu orðalagi sem verður ekki skýrð með öðrum hætti en þeim þegar hún er lesin í heild en að verðtrygging verði afnumin og almenn niðurfærsla skulda eigi sér stað.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu því að geta myndað velferðar- og viðreisnarstjórn til að afnema verðtrygginguna og leiðrétta skuldir heimilanna með almennri niðurfærslu svo fremi þeir fái fylgi til þess. Þeir eru skuldbundnir kjósendum að gera það.


Hvað þýðir að draga úr vægi verðtryggingar?

Öðru hvoru reyna stjórnmálamenn sem hafa svikið loforð sín um að afnema verðtryggingu á neytendalánum að klóra í bakkann og segjast vilja draga úr vægi verðtryggingar. Í dag sagði Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra þetta.  Þetta hjal hefur enga merkingu í raun.

Dregið hefur úr verulega úr vægi verðtryggingar á þessu kjörtímabili ekki vegna þess að stjórnmálamenn hafi gert neitt heldur vegna þess að neytendur vilja ekki taka verðtryggð lán. Þeir vita að það eru dýrustu og verstu lán í heimi. Spurningin er að afnema verðtrygginguna á neytendalánum. Annað hefur ekki merkingu.

Verðtryggð lán til neytenda samrýmist ekki leikreglum þess fjármálakerfis sem við erum aðilar að. Ætlum við samt að halda í verðtrygginguna? Verðtryggð lán mundu ekki fást samþykkt ef setja ætti þau á í dag. Þau eru ósamrýmanleg reglum um neytendavernd á Evrópska efnahagssvæðinu. Ætla menn samt að halda þessu áfram?

Eitt er að afnema og annað að leiðrétta stökkbreytta höfuðstóla. Þeir sem á annað borð vilja gæta hagsmuna neytenda ættu að sameinast um það að afnema verðtryggingu á neytendalánum strax. Svo er það flóknara úrlausnarefni að færa niður stökkbreytta höfuðstóla en það verður samt að gera til að Ísland komist sem fyrst út úr kreppunni.

Verðtrygging eykur verðbólgu og étur upp eignir fólks. Verðtrygging er óréttlát gagnvart lántakendum og þess vegna getur hún ekki verið valkostur í þjóðfélagi sem vill gæta réttlætis, sanngirni og jafnréttis borgaranna.


Hroki háskólakennarans

Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, hefur í Fréttablaðinu dregið upp ófagra mynd af verkum Gylfa Magnússonar sem ráðherra og stjórnarmanns í Orkuveitunni. Lítið hefur orðið um efnisleg svör hjá Gylfa. Einhverjir fjölmiðlar sögðu þó að hann bæðist „afsökunar“ á að hafa hótað íslendingum „Kúbu norðursins“. En á hverju baðst Gylfi afsökunar?

Gylfi baðst ekki afsökunar á tilraunum til að þvinga skuldaklafa á þjóðina með landráðasamningum. Gylfi baðst einungis afsökunar á samlíkingu við „Kúbu“, sem hefur verið mönnum aðhlátursefni. Ummælin sem Gylfi kallar „vanhugsuð og kjánaleg“ voru þó einkennandi fyrir yfirlætisfulla framgöngu hans sem ráðherra.

Full ástæða er til að skoða náið Icesave-landráðasamningana og tilraunir ráðherra til að þvinga þeim upp á þjóðina. Ekki síður þarf að rannsaka stjórnskipulega ábyrgð Gylfa á milljarðasóun opinbers fjár vegna  VBS, Saga Capital, Askar Capital, Sparisjóðs Keflavíkur, Byr sparisjóðs, SpKef og Byr hf. Jafnframt þarf að skoða vinnubrögð við sölu bankanna til vogunarsjóða,  galna uppgjörssamninga vegna Landsbankans og ranga upplýsingagjöf til Alþingis.

Gylfi Magnússon, sem talaði niður til þjóðarinnar, tók ríkan þátt í hrunadansinum. Hann sat í stjórn Kauphallarinnar á meðan bólan byggðist upp. Hann leyfði viðskiptablokkum og auðhringjum að leika lausum hala sem formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins. Hann setti Kaupþing og bankamenn á sérstakan stall, sem formaður dómnefndar útflutningsverðlauna forseta Íslands, þegar hann veitti þeim verðlaun fyrir útrásina og viðskiptasnilld.  Gylfi sagði  m.a. í umsögn dómnefndar um Kaupþing: „Fyrirtækið fer fremst í öflugri útrás íslenskra fjármálafyrirtækja og hefur vakið athygli fyrir framsækin og arðbæran rekstur“!

Svo gerðist þessi maður helsti byltingaforinginn í búsáhaldabyltingunni og talaði á útifundum á Austurvelli um vonda kapítalista og ábyrgðarlaust fólk. 


Ný stjórnmálasamtök í burðarliðnum

Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor sem heldur að alþjóðlega fjármálakreppan sé íslensku stjórnarskránni að kenna, ætlar að stofna ný stjórnmálasamtök á morgun.

Stofnfundurinn verður í leyndum. Jafn fínt fólk og Þorvaldur og félagar vilja að sjálfsögðu ekki fá hvern sem er svo að ekki verði komið frekara óorði á stjórnmálasamtökin.

Þeir sem helst eru nefndir með Þorvaldi sem sporgöngumenn eru nokkrir stjórnlagaráðsliðar. Þar fara fremstir þeir Lýður Árnason, Örn Báður Jónsson og Pétur Gunnlaugsson allt flóttamenn úr Dögun eins og Þorvaldur, en hann tók þátt í rútuferð um landið fyrir nokkru til að fá fólk til að kjósa Dögun. 

Svo skildu leiðir með Dögn og Þorvaldi,  þegar Þorvaldur ákvað að standa vörð um verðtrygginguna.

Auk stjórnlagaráðsliðanna sem nefndir eru til sögunnar sem stofnendur nýju stjórnmálasamtakanna eru  Kristinn H. Gunnarsson sem má ekki heyra góðs framboðs getið án þess að tilkynna framboð sitt fyrir það og Grétar Mar Jónsson sagðir vera með. Óvíst er þó að Þorvaldi finnist þeir Grétar Mar og Kristinn nógu fínir til að mæta á stofnfundinn í svona flottum klúbb þó hafa megi af þeim gagn síðar.

Þjóðin bíður spennt eftir því að þeir endurlausnarar og snillingar sem þarna koma við sögu geti haldið áfram að telja þjóðínni trú um að fall bankans Lehman Brothers hafi verið íslensku stjórnarskránni að kenna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 541
  • Sl. sólarhring: 1139
  • Sl. viku: 3596
  • Frá upphafi: 2605314

Annað

  • Innlit í dag: 506
  • Innlit sl. viku: 3385
  • Gestir í dag: 497
  • IP-tölur í dag: 484

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband