Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
13.8.2011 | 11:30
Af hverju hækkar íbúðarhúsnæði í verði?
Meir en 1400 íbúðir eru í eigu fjármálafyrirtækja og yfir 400 þeirra stendur auður. Kaupgeta almennings er nánast engin og lánafyrirgreiðsla til fasteignakaupa er takmarkaðri en verið hefur um árabil.
Samt mælist hækkun á verði fasteigna. Hvað veldur því?
Fasteignaverð á Íslandi er lágt miðað við fasteignaverð á hinum Norðurlöndunum. Ástæðan er gengishrunið og offramboð á íbúðarhúsnæði. Þrátt fyrir það verður ekki séð hvað það getur verið sem knýr fasteignaverð upp nema þá hagsmunir fjármálafyrirtækjanna sem eiga 1400 íbúðir. Það kemur betur út í reikningum fjármálafyrirtækjanna að fasteignaverð sé skráð sem allra hæst. Það kemur þeim einnig vel vegna þess að þá hækka verðtryggðu lánin.
Verðtrygging veldur því að skuldarar tapa milljörðum vegna gervihækkunar á fasteignum á nánast steinddauðum fasteignamarkaði.
Norræna velferðin og réttlætið er greinilega ekki fyrir aðra en fjármálafyrirtækin.
10.8.2011 | 13:33
Vakandi að feigðarósi
Var það ekki svo að 20 krónur af hverjum 100 sem ríkið eyddi í fyrra voru teknar að láni? Var það ekki svipað árið áður? Hefur það ekki þýtt aukna skuldasöfnun ríkisins upp á rúmlega 200 milljarða á tveim árum auk ýmiss annars sem eftir er að koma fram?
Viðvarandi fjárlagahalli leiðir til ríkisgjaldþrots og það er ekkert langt í það að við komumst í sömu stöðu og Grikkland og Ítalía. Þá er engin Seðlabanki Evrópu til að kaupa af okkur ónýt ríkisskuldabréf og við erum búin að nýta okkur AGS fyrirgreiðsluna. Hvað ætlum við að gera þá.
Í gær var sagt frá hókus pókus aðferðum sem ríkisstjórnin boðaði til að hafa fjárlagahalla í lágmarki. Ekkert er þar fast í hendi og stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afar bágborin. Slík ríkisstjórn ætti að fara frá og viðurkenna að þeir ráði ekki við vandann og hafi engar haldbærar tillögur.
Eina vonin núna er að stjórnarandstaðan axli ábyrgð og leggi fram tillögur um hallalausan ríkisrekstur. Ríkisstjórnin getur greinilega ekki stjórnað landinu af ábyrgð og festu.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2011 | 23:32
Við erum epli sögðu hrútaberin
Enn eru erlendir fjölmiðlamenn sem leggja við hlustir þega forseti lýðveldisins segir þeim frá því sem er að gerast á hinu fjarlæga Íslandi. Virðingar þjóðarinnar vegna vonar maður oft að fjölmiðlamennirnir kanni ekki frekar upplýsingar forsetans eins og þær sem hafðar eru eftir honum í dag.
Í frétt á BBC í dag er haft eftir forsetanum að Íslendingar dæli ekki fé í fjármálastofnanir heldur láti þær fara á hausinn. Þetta er ekki allskostar rétt. Fram til þess tíma að Steingrímur J. Sigfússon tók við völdum með Jóhönnu var ekki dælt fé í fjármálastofnanir en Steingrímur hefur verið iðinn við það síðan.
Þá segir forsetinn að hagkerfið á Íslandi vaxi nú hraðar en í flestum öðrum Evrópulöndum. Miðað við opinberar hagtölur þá stenst þessi fullyrðing því miður ekki en óskandi að svo væri. Þetta er því miður rangt.
Forsetinn segir að halli hins opinbera sé minni en í öðrum Evrópulöndum. Þetta kemur í kjölfar fréttar um að ríkissjóðshallinn á Íslandi sé með því mesta sem þekkist í Evrópu.
Lykillinn að endurreisninni sé þó ekki aðeins sá að koma skikki á bankakerfið heldur einnig að taka vilja þjóðarinnar fram yfir fjármálastofnanir er einnig haft eftir forseta Íslands. Skyldi það vera þannig. Er það þjóðin sem vill halda áfram að stynja undir oki verðtryggingar og verstu lánakjörum sem þekkjast í okkar heimshluta. Varla er það að taka vilja þjóðarinnar fram yfir fjármálastofnanir?
Loks er haft eftir forsetanum að krónan sé lykilatriði í efnahagsbata Íslands. Skyldi þessi staðhæfing vera rétt? Hefur ekki gengisfall krónunar valdið því að laun á Íslandi eru með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Hefur íslenska krónan ekki valdið því að skuldir heimilanna á Íslandi eru þær mestu í heimi. Hefur ekki íslenska krónan valdið því að verð á fasteignum í Evrum eða Dollurum talið hefur hrunið um rúmlega 60%. Hvað er eiginlega svona gott við krónuna?
Óneitanlega minnti þessi frásögn af fullyrðingum forsetans við fréttamann BBC um ástandið á Íslandi mig á orðtakið: Við erum epli sögðu hrútaberin.
27.6.2011 | 20:58
Kínverjar koma Evrunni til hjálpar
Forsætisráðherra Kína, Wen Jiobao sagði í gær á fundi með forsætisráðherra Ungverjalands, sem situr í forsæti Evrópusambandsins, að Kínverjar ætluðu að kaupa Evruskuldabréf fyrir billjónir Evra til að styrkja Evruna. Af hverju kaupa Kínverjar haug af Evrum þegar Evran er í vanda?
Vesturlandabúar nútímans hugsa um daginn í dag og telja það fyrirsjáanlega framtíð. Á meðan hugsa Kínverjar í áratugum og öldum sem fyrirsjáanlega framtíð.
Kínverjar eiga svo mikið af ríkisskuldabréfum Bandaríkjanna að þeir geta ráðið gengi Bandaríkjadalsins. Það sama gerist með Evruna ef þeir fylla geymslunni sína með Evrum. Á meðan halda þeir gengi gjaldmiðils síns niðri af miklum krafti og tryggja þannig flutning milljóna framleiðslustarfa frá Evrópu og Bandaríkjunum til Kína.
Stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa leyft fjármagnseigendum að móta hugmyndafræði um flutninga framleiðslufyrirtækja frá Vesturlöndum til ríkja sem greiða verkafólki brot af því sem greitt er á Vesturlöndum. Þetta hefur verið kallað að vinna að ódýru vöruverði fyrir neytendur en það er gert með því að svipta stóran hóp neytenda vinnunni og kaupmættinum.
Er ekki þörf á breyttum hugsunarhætti? Er ekki kominn tími til að hugsa um heildarhagsmuni fólksins þó það verði á kostnað fjármagnseigenda og pappírsbaróna?
23.5.2011 | 14:07
Steingrímur sigar varðhundinum á flokkssystur sína
Steingrímur J. Sigfússon á í vök að verjast eftir að upplýst hefur verið að hann seldi íslensk heimili og fyrirtæki í skuldaánauð erlendra vogunarsjóða. Sem lið í ómálefnalegri málsvörn sinni hefur hann sigað varðhundinum sínum Birni Val Gíslasyni á þá sem hafa gagnrýnt þessa embættisfærslu fjármálaráðherra.
Málsvörn varðhundsins felst í því að reyna að gera lítið úr þeim sem hafa bent á þessi nánast glæpsamlegu mistök Steingríms J. Sigfússonar. Þannig vegur Björn valur í færsu á netsíðu sinni m.a. að Lilju Mósesdóttur flokkssystur sinnar, en lætur ekki nægja að vega að henni sem stjórnmálamanni heldur líka að henni sem fræðimanni.
Steingrímur og nánustu samstarfsmenn hans vita að það er ekki er hægt að afsaka framsal Steingríms á skuldakröfum heimilanna til erlendra vogunarsjóða og grípa því til þeirra "málefnalegu" vinnubragða að reyna að gera lítið úr öllum sem gagnrýna.
Hvernig skyldi standa á því að varðhundurinn Björn Valur skuli ekki víkja einu orði að því að aðgerð Steingríms J. með skuldaframsalinu til vogunarsjóðanna hafi verið rétt og skynsamleg? Segir það ekki mikla sögu?
Athyglivert að þessi atlaga Björns Vals að Lilju Mósesdóttur kemur fram á sama degi og flokksstjórnarfundur VG álytkaði að öll VG dýrin ættu að vera vinir og vinna saman. Björn telur greinilega enga ástæðu til að taka þessa ályktun alvarlega.
22.5.2011 | 13:59
Hin eini þóknanlegi sannleikur
Meðan þursaveldið Sovétríkin var og hét, var haldið úti tveim opinberum dagblöðum, sem sögðu frá því sem æðsta stjórn Kommúnistaflokksins vildi að fólkið fengið að vita, til að skoðanir þess væru mótaðar í samræmi við hinn eina þóknanlega sannleika. Blæbrigðamunur var á því hvernig blöðin Isvestia og Pravda hin opinberu málgögn sögðu frá málum, en allt féll það í einn farveg að lokum sem sýndi fram á mikilleik og stjórnvisku leiðtogana.
Í gær kom fram birtingarmynd af þessari sovésku fréttamennsku þegar Isvestia Íslands, Stöð 2 talaði við Steingrím J. vegna þess sem sýnt hefur verið fram á að hann afhenti erlendum vogunarsjóðum kröfur á íslensk fyrirtæki og heimili án fyrirvara þó að kröfurnar hefðu áður verið afskrifaðar að verulegu leyti.
Fréttamaður Isvestia, Stöð 2 spurði Steingrím og hann sagði að allir þeir sem héldu því fram að hann hefði afhent kröfurnar með þeim hætti sem m.a. Ólafur Arnarson og Lilja Mósesdóttir halda fram væru að fara með rugl og fleipur. Þar með var stóri sannleikur kominn. Foringi flokksins var ekki spurður frekar og fréttamanninum fannst ekki ástæða til að tala við þessa meintu rugludalla Ólaf og Lilju. Hinn eini þóknanlegi sannleikur var kominn fram. Fréttastofan hafði gengt hlutverki sínu til að sýna fram á mikilleik stjórnvalda.
Fréttastofa ríkissjónvarpsins sem er eins og Pravda í gamla Sovét hefur ekki látið neitt frá sér heyra um málið. Alveg eins og það hafi alveg farið framhjá fréttamönnum á þeim miðli. Ef til vill er það vegna þess að þeir eru þó það vandir að virðingu sinni að þeir vilja ekki tala um það sem þeir vita að er ekki hægt að verja hjá ríkisstjórninni. Samt skal það sagt með fyrirvara og skoða hvað gerist á næstunni hvort fréttastofan þegir um málið eða segir frá því með eðlilegum hætti sem fréttastofa eða fer í sama stíl og Pravda forðum.
Í dag var Ólafur Arnarson í Silfri Egils og gerði rækilega og skilmerkilega grein fyrir hvað hér er um að ræða og hvernig íslensk stjórnvöld með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar brugðust íslenskum hagsmunum í febrúar 2009. Athyglivert var að hlusta á viðmælendur hans í kjölfar umfjöllunar Ólafs. Róbert Marshall talaði um að gera yrði eitthvað í skuldamálum fyrir næstu kosningar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins talaði í framhaldinu um skuldastöðu fyrirtækis sem missti yfirdráttinn.
Ef til vill er ekki von á því að fjölmiðlafólk átti sig á grundvallaratriðum þegar forustufólk á Alþingi sýnir jafn næman skilning og raun bar vitni í þessum Silfurþætti á aðalatriðum og aukaatriðum. Stöð 2 og fréttastofa Rúv munu því áfram komast upp með fréttamennsku í samræmi við hin þóknanlega sannleika, jafn lengi og engin vitræn viðspyrna er gegn því.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.5.2011 | 23:19
Ótrúlegt, en satt.
Lilja Mósesdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismenn og Ólafur Arnarsson hafa vakið athygli á máli sem er þess eðlis að fyrirfram hefði mátt ætla að fjölmiðlar þjóðarinnar mundu loga og gera málinu verðug skil. Málið snýst um að hundruðir milljarða voru afhentir að óþörfu erlendum kröfuhöfum. Þetta er ótrúlegt en satt. Svona glópa höfum við sem æðstu stjórnendur því miður.
Málið varðar einmuna glópsku fjármálaráðherra og forsætisráðherra sem gáfu erlendum kröfuhöfum skotleyfi á íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki. Þessi glópska ráðherranna er með þeim hætti að manni fallast hendur. Þrátt fyrir takmarkaða virðingu fyrir stjórnvisku og hæfileikum þeirra Steingríms og Jóhönnu þá hvarflaði ekki að mér að þau væru þeir glópar að selja framtíð íslenskra heimila og atvinnufyrirtækja í hendur kröfuhafa endurreistra viðskiptabanka.
Nú bíð ég eftir því að stjórnarandstaðan taki þetta mál upp nú þegar og beri fram vantraust á þá ráðherra sem ábyrgð bera á þessari aðför að heimilum landsins og atvinnurekstri. Þá verður það ekki nægjanlega undirstrikað að þessar upplýsingar sýna að Jóhanna Sigurðardóttir er svikin vara. Skjaldborgin gat aldrei orðið til vegna þess að Jóhanna fórnaði henni í febrúar 2009.
Nánar má lesa um þessa glópsku og svívirðingu Jóhönnu og Steingríms í góðri færslu Ólafs Arnarssonar á Pressunni en slóðin er þessi: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/skotleyfi-a-skuldara---helstu-punktar
Nú reynir á hvort stjórnarandstaðan er vanda sínum vaxin. Ef til vill væri rétt að Lilja Mósesdóttir yrði fyrsti flutningsmaður þessarar vantrauststillögu á þá ráðherra sem ábyrgð bera á þessari aðför að almenningi og atvinnulífi í landinu. Hún hefur alla vega tjáð sig með þeim hætti, og á þakkir skildar fyrir það, að það er rökrétt að hún beri fram vantrauststillögu á fyrrum formann sinn og fleiri ráðherra.
30.4.2011 | 11:33
Seðlabankinn og persónunjósnir
Rakið hefur verið í fjölmiðlum að ástandið nú er svipað og fyrir hálfri öld hvað varðar kaup á erlendum gjaldeyri. Hitt vita fáir að núverandi haftakerfi í gjaldmiðilsmálum fylgja víðtækari persónunjósnir en nokkru sinni fyrr. Þær eru stundaðar í Seðlabanka Íslans.
Í Seðlabankanum eru yfirfarin öll kreditkortaviðskipti íslendinga erlendis. Tilgangurinn er nokkuð óljós. Ætla hefði að nægjanlegt væri fyrir þessa nýju skrifræðis "Stasi" stofnun að fá til sín þær kreditkortafærslur sem nema einhverjum fjárhæðum sem heitið getur. Nei allt þarf að skoða.
"Stasi" fólkið í Seðlabankanum skoðar reglulega kreditkortið mitt af því að ég kaupi erlent tímarit.
Hvað skyldi vera gert við þessar upplýsingar? Megum við sem kaupum eitthvað smálegt erlendis frá á netinu búast við frekari afskiptum Seðlabankans af einkahögum okkar?
Var það þetta gagnsæið sem Steingrímur og Jóhanna voru að tala um? Gagnsæi vasa borgaranna. Á sama tíma er Seðlabankinn sektaður fyrir að halda leyndum upplýsingum fyrir öðru stjórnvaldi, um það með hvaða hætti Seðlabankinn ruglar samkeppnina í landinu og brýtur líklega Samkeppnislög.
Hvar er persónuvernd nú?
30.3.2011 | 17:27
Skjaldborgin um fjármálafyrirtækin
Ríkisstjórnin hefur reist skjaldborg um fjármálafyrirtækin og gefið þeim 250 milljarða eftir því sem fram kemur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. En það er ekki bara ríkisbankinn Landsbankinn sem fær þessar gjafir. Steingrímur styrkir einkabanka og sparisjjóði með framlögum auk þess að dæla nokkrum tugum milljarða í Íbúðalánasjóð og milljónum í siðlausa pólitíska fyrirgreiðslusjóðinn Byggðastofnun.
Miðað við yfirlýsingar Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir kosningar hefði mátt ætla að meginhluti fjárframlaga ríkisins mundi renna til að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Þessu lofuðu þau Jóhanna og Steingrímur. En á sama tíma og fólkinu er boðið að kaupa yfirskuldsettar eignir sínar á 110% yfirverði þá er fjármálastofnunum gefnir 250 milljarðar.
Ekki nóg með það. Á sama tíma og fjármálaráðherra upplýsti að hann hefði greitt 250 milljarða til fjármálastofnana þá birtist sakleysisleg frétt sem lítið fór fyrir, en hún sagði að lán fólksins í landinu hefðu hækkað um 18 milljarða vegna skattahækkana Steingríms J.
Hvað halda alþýðuforingjarnir í ríkisstjórn búsáhaldabyltingarinnar, hinni hreinu og tæru vinstri stjórn, að þeir geti lengi haldið áfram að ráðast á kjör almennings í landinu um leið og þeir stefna í greiðsluþrot ríkisins.
9.3.2011 | 09:16
Verðbólga og samdráttur?
Getur þetta farið saman verðbólga og samdráttur? Ég sé ekki betur en við þekkjum það mæta vel að það gerist. Við þurfum ekki annað en horfa á hækkun vísitölu neysluverðs til verðtryggingar um 10% á sama tíma og landsframleiðsla dregst saman um rúm 10%
Olía hefur hækkað mikið í verði og ríkið leggur nú hærri skatta á olíuvörur en nokkru sinni fyrr og neitar að lækka skattpíninguna þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir á olíu vegna óróa í olíuframleiðsluríkjunum. Hækkun olíu leiðir til hækkunar á vöruverði og flutningskostnaði sem veldur verðbólgu á sama tíma og minna verður eftir til að kaupa vörur sem áður voru efni til að kaupa. Það leiðir til samdráttar.
Bregðist ríkisstjórnin ekki við og lækki verulega skattlagningu sína á olíuvörum hrindir hún af stað mikillil verðbólguþróun á sama tíma og hún stuðlar að enn frekari samdrætti, auknu atvinnuleysi og versnandi lífskjörum. Kjarasamningar geta breytt þessum staðreyndum.
Það verður að koma þessari ríkisstjórn frá og koma því fólki til valda sem veit, kann og getur. En umfram allt skilur samhengi hlutanna í efnahags- og atvinnumálum.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 568
- Sl. sólarhring: 654
- Sl. viku: 3598
- Frá upphafi: 2606189
Annað
- Innlit í dag: 544
- Innlit sl. viku: 3388
- Gestir í dag: 522
- IP-tölur í dag: 506
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson