Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
23.3.2009 | 17:14
Lánastofnun litla kapítalistans líður undir lok.
Kaupmenn við Laugaveginn stóðu fyrir stofnun Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á sínum tíma. Markmiðið var að sparisjóðurinn þeirra gæti verið lánveitandi og bakhjarl smáatvinnurekenda og einyrkja í atvinnurekstri. Í tímans rás gleymdu stjórnendur SPRON þessu markmiði og breyttu sér í fjárfestingabanka sem veðjaði á lottómarkaðnum.
Hefðu stjórnendur SPRON gætt þess að vinna í samræmi við upphafleg markmið væri SPRON öflugasta bankastofnunin í dag.
Á sínum tíma vildu framsýnir menn steypa lánasjóðum atvinnuveganna saman í einn banka til að greiða fyrir útlánum og fjárhagslegum stuðningi við atvinnufyrirtæki í landinu og sprotafyrirtæki. Fiskveiðisjóður, Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður mynduðu Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Sá fjárfestingabanki átti að vera öflugur bakhjarl til eflingar íslenskra atvinnufyrirtækja. Því miður varð sá banki fyrstur til að fara út á lottómarkaðinn og það áður en bankarnir voru einkavæddir. Einkavæðingin olli því ekki þeim straumhvörfum sem urðu í bankamálum þjóðarinnar öfugt því sem að Steingrímur J og félagar halda fram. FBA rann inn í Íslandsbanka og saman urðu þeir að Glitni og fjármunir lánasjóða atvinnulífsins urðu að engu.
Þessi einföldu dæmi sýna hvað það var mikið óráð að hverfa frá markaðshyggju smákaupmannsins og halda að markaðshyggja Wall Street gæti verið þjóðinni lyftistöng.
Er ekki kominn tími til að endurreisa gömlu gildin í lánamálum.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.3.2009 | 20:37
Mun viðskiptaráðherra axla ábyrgð
Það var fróðlegt að fylgjast með viðtali Helga Seljan við viðskiptaráðherra í Kastljósi nú áðan. Rætt var um yfirtöku ríkisins á Straumi-Burðarás. Einn banki er fallinn og spurning er hvað þeir sem hæst hafa talað um bankahrun og að það hafi gerst á vakt þessa eða hins og ákveðnir einstaklingar verði að axla ábyrgð segja nú.
Þegar Helgi Seljan ræddi við Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra í vetur þá spurði hann viðskiptaráðherra að því er mig minnir alltaf að því hvort hann ætlaði ekki að axla ábyrgð á bankahruninu. Nú beið ég spenntur eftir að sjá hverju núverandi viðskiptaráðherra svaraði þessari spurningu Helga Seljan. En svo merkilega vildi til að Helgi spurði aldrei um þetta. Viðskiptaráðherra nýtur greinilega forréttinda sem Björgvin G. Sigurðsson naut ekki.
En af hverju var þörf á að taka Straum Burðarás yfir. Af hverju var þörf á því að hætta peningum skattborgaranna í þetta ævintýri. Hér var ekki um hefðbundinn viðskiptabanka að ræða og ábyrgð ríkisins því takmörkuð ef nokkur. Af hverju þá að taka ábyrgð á milljarða hundruðum?
Í þessu tilviki hefði verið eðlilegra að bankinn hefði farið í skiptameðferð án þess að ríkið blandaði sér í málið eða liggja einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að ríkisstjórnin ákveður að hætta fjármunum almennings með þessum hætti án þess að nokkur þörf sé á?
![]() |
Auknar líkur á þjóðargjaldþroti" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2009 | 22:48
500 milljarðar milli vina.
Hvað eru 500 milljarðar milli vina? Í sjálfu sér ekki neitt sem mér eða ykkur kemur við ef vinirnir hafa algjörlega með það að gera og þetta eru þeirra peningar eingöngu. Öðru máli skiptir ef um peninga annarra er að ræða. Þá eru það ekki 500 milljarðar milli vina heldur 500 milljarðar sem verður að skýra af hverju var farið með á þann hátt sem gert var.
Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og vinum 500 milljarða. Var einhver glóra í þeim lánveitingum?
Fást lánin endurgreidd?
Miðað við allar kennitölur þá eru þessar lánveitingar með þeim hætti að gripið hefði verið til aðgerða af hálfu yfirvalda fyrir minni fjárhæðir en þessar og það með þeim hætti að lántakar og lánveitendur hefðu þurft að þola opinbera gistingu og fæði þangað til þeir hefðu skýrt af hverju þessar sérstöku fjárráðstafanir voru með þeim hætti sem Morgunblaðið greinir frá í dag.
Finnst sérstökum saksóknara ekki ástæða til að gera eitthvað í málinu strax?
Hvað skyldi dómsmálaráðherra hafa um málið að segja?
Já og viðskiptaráðherra?
Viðskiptaráðherra ætti að geta tjáð sig um þessar sérstöku lánveitingar ekki síður en hann gat upplýst þjóðina um skoðanir sínar og álit á mótmælafundum áður en hann settist í ráðherrastól.
Er ekki eðlilegt að þjóðin krefji ofangreinda embættismenn svara?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.2.2009 | 23:22
Alvörugjaldmiðil
Umræður á Alþingi um þingsályktunartillögu mína um að kanna möguleika á myntsamstarfi við Noreg eða taka upp fjölþjóðlega mynt stóð meginhluta af deginum. Vissulega greindi fólk á hvort betra væri að leita eftir myntsamstarfi við Noreg eða taka upp Evru eða jafnvel athuga með Bandaríkjadal eða jafnvel aðrar fjölþjóðlegar myntir. Eitt voru þó allir sammála um sem tóku til máls en það var að til frambúðar yrði ekki búið við íslensku krónuna.
Illugi Gunnarsson flutti athygliverðar ræður þar sem hann rakti m.a. peningamálastefnu liðinna ára. Valgerður Sverrisdóttir gerði grein fyrir hugmyndum um svipaði efni sem hún setti fram fyrir nokkrum árum.
Mér fannst það athyglivert að víðtæk samstaða skuli vera á Alþingi um það að nauðsynlegt sé að taka upp fjölþjóðlega mynt og ekki verði búið við krónuna á floti til frambúðar. Með tillkomu fjölþjóðlegrar myntar mætti líka henda hækjum krónunnar eins og verðtryggingu.
Nú er spurningin hvort að taka á upp Norska krónu
Danska krónu
Dollar
Evru (með eða án samninga)
Eða jafnvel Enskt pund eða Yen eða svissneskan franka.
En krónan gengur ekki ein og sér á floti í ólgusjó spekúlanta og pappírsbaróna.
11.2.2009 | 08:22
Vanhugsuð orð.
Forseti lýðveldisins hefur valdið ómældum skaða með ummælum þeim sem höfð eru eftir honum í fjármálatíðindum í Þýskalandi þar sem hann endurtekur orð Seðlabankastjórans eina, "við borgum ekki". Það kemur til viðbótar við frásögn af deilum forsetahjónanna í boði fyrir blaðamann á Bessastöðum sem greint var frá fyrir nokkru. Allt er þetta dapurlegt og til þess fallið að valda þjóðinni meiri erfiðleikum en ella þarf að vera.
Steingrímur Sigfússon sat í gær með uppsögn stjórnarformanna Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings tveggja valinkunnra sómamanna sem töldu eðlilegt að segja af sér í framhaldi af því sem ráðherrar í höfðu tjáð sig um varðandi bankamálin. Fjármálaráðherra hefur beðið þá um að sitja áfram. Samt sem áður þá sýnir þetta ákveðinn vandræðagang sem á ekki að vera í stjórnkerfinu við þessar aðstæður.
Ástandið og framtíðin eru nógu óræð og fyrirsjáanlega erfið. Það er vandmeðfarnara en áður að fara með opinber völd hvort heldur um ráðherra eða forseta er að ræða. Orð geta verið og eru dýr. Þess verður að krefjast að forustumenn þjóðarinnar og í stjórnmálum fjalli ekki um mál með þeim hætti að dragi enn úr virðingu þjóðarinnar og trausti á því vanmáttuga efnahagskerfi sem við búum við.
Á hverjum degi koma vondar fréttir úr fjármálalífi landsins. Straumur með hundrað milljarða halla, Baugur í greiðslustöðun. Bílaumboðið Hekla yfirtekið af Kaupþingi svo nefndar séu fréttir síðustu daga. Bara það sýnir hvað ástandið er grafalvarlegt.
Við höfum ekki efni á orðagjálfri og ótímabærum og ruglingslegum yfirlýsingum. Það þarf stefnumörkun og stjórnun ekki orðagjálfur.
3.2.2009 | 12:26
Þetta sögðum við.
Ég flutti þingsályktunartillögu í vetur um það að leita m.a. eftir myntsamstarfi við Noreg og taldi og tel það ákjósanlegt miðað við að við erum lönd í EES og höfum auk þess víðtæka samstöðu í Norðurlandaráði og varðandi ýmis sameiginleg hagsmunamál. Kostirnir eru ekki margir varðandi það að vera með alvöru mynt. Myntsamstarf við Noreg. Innganga í Evrópusambandið og upptaka Evru í framtíðinni. Einhliða upptaka Dollars. Það er um þetta sem málið snýst og ekki annað. Mér finnst rét að kanna þetta fyrst til hlítar við Norðmenn.
![]() |
Tilbúin í viðræður um samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 13:58
Stjórnarkreppa og gengi krónunnar hækkar.
Þegar ríkisstjórn segir af sér og stjórnarkreppa er í landi þá hefur það venjulega í för með sér að gengi gjaldmiðils landsins fellur. En ekki hér. Þingvallastjórn Geirs og Ingibjargar féll og frá þeim tíma hefur krónan verið að styrkjast.
Var gengi og traust á Þingvallastjórninni ef til vill svo rýrt að markaðurinn telji stjórnarkreppu betri en Þingvallastjórnina?
23.1.2009 | 12:55
Pappírsbarónarnir geta ekki gert hvað sem er.
Ég óska Vilhjálmi Bjarnasyni til hamingju með að hafa unnið málið gegn Glitni banka. Vonandi verður þessi niðurstaða staðfest í Hæstarétti. Vilhjálmur á miklar þakkir skildar fyrir að gæta hagsmuna litla hluthafans. Þetta er áfangasigur og vonandi vinnur Vilhjálmur fullnaðarsigur í Hæstarétti.
Ég er þeirrar skoðunnar að pappírsbarónarnir sem véluðu um hagsmunina hvort heldur þeir Bjarni Ármannsson eða Ólafur Ólafsson o.fl. hafi farið of frjálslega fram svo vægt sé til orða tekið.
Hvað gera yfirvöld nú.
![]() |
Vilhjálmi dæmdar bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 16:54
Þetta gengur ekki.
Mér var brugðið þegar ég sá að ríkisbankinn Landsbankinn ætlar að henda 11 milljónum dollara eða jafnvirði 1.4 milljarða króna í Decode Genetics. Er ekki nóg komið af óeðlilegum bankaviðskiptum á Íslandi. Er ekki nóg komið af því að veita ótryggðar fyrirgreiðslur til fyrirtækja eins og Decode Genetics. Á sínum tíma m.a. vegna Davíðs Oddssonar gengust þáverandi ríkisbankar þ.á.m. Landsbankinn í að kaupa hlutabréf í Decode og selja þau síðan aftur á allt of háu verði sem bankamenn þess tíma markaðssettu með vægast sagt óeðlilegum hætti. Nú þegar Landsbankinn er orðinn ríkisbanki aftur þá á að henda einum og hálfum milljarði til viðbótar í þetta fyrirtæki sem hefur þegar kostað okkur allt of marga milljarða.
Fyrirtæki eins og Decode á að reka á kostnað og áhættu eigenda þess en ekki íslensku þjóðarinnar. Það hefði verið betra að hafa aðra en Davíð og Co við stjórnvölin þegar bankarnir voru einkavæddir til að sjá til þess að kapítalistarnir bæru ábyrgð á sjálfum sér, græddu á eigin verðleikum og þyrftu að þola tapið sálfir í staðinn fyrir að láta þjóðina gera það.
Mér er gjörsamlega ofboðið að nýí ríkisbankinn skuli henda einum og hálfum milljarði með þessum hætti.
![]() |
deCODE semur við Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2008 | 14:56
Forsætisráðherra svíkur fyrirheit um samráð.
Forsætisráðherra lofaði að hafa víðtækt samráð við stjórnarandstöðuna þegar neyðarlögin voru sett 4. október. Eina samráðið sem hann hefur haft er að hjala við formenn stjórnarandstöðuflokkanna nokkru fyrir boðaða blaðamannafundi til að segja þeim frá því sem hann segir síðan á blaðamannafundunum. Samráðið hefur nánst ekki verið neitt annað.
Ítrekað hafa þingfundir verið boðaðir með stuttum fyrirvara seinni part dags eða að kvöldi dags og lögð fram stjórnarfrumvörp sem stjórnarflokkarnir krefjast að verði afgreidd þegar í stað. Lítið tillit er tekið til stjórnarandstöðunnar og iðulega ekkert.
Í gær voru kynntar hugmyndir um aðstoð við fyrirtæki. Athygli vakti að auk nokkurra ráðherra sem sátu í nefndinni við að móta tillögur um þessa aðstoð þá sátu 3 þingmenn stjórnarflokkanna og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Stjórnarandstöðunni var hinsvegar ekki boðið að þessu borði. Ekki frekar en varðandi mótun tillagna um aðstoð við skuldsettar fjölskyldur eða hvað annað sem gera hefur þurft vegna strandsiglingar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.
Stjórnarandstaðan hefur greitt fyrir öllum málum sem ríkisstjórnin hefur sett fram, sem ætlað er að bæta úr því ástandi sem ríkir. Lengur verður ekki við það unað að ríkisstjórnin viðhafi þau vinnubrögð sem hún gerir. Stjórnarandstaðan getur ekki lengur tekið það sem að henni er rétt og greitt fyrir afgreiðslu meðan ekkert raunhæft samráð er við hana haft eða henni er boðið til mótunnar tillagna til úrbóta.
Ríkisstjórnin er því miður búin að stýra samstarfi við stjórnarandstöðu í vondan farveg eins og öðru.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 62
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 3427
- Frá upphafi: 2606601
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 3227
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson