Færsluflokkur: Menntun og skóli
11.2.2018 | 11:17
Afhverju?
Af hverju fær íslenskt skólakerfi falleinkunn í Pisa könnunum ár eftir ár? Af hverju er ekkert raunhæft gert til að breyta því.
Þegar lélegur árangur íslenskra nemenda kom ítrekað í ljós varð umræðan með þeim hætti sem að Nóbelsskáldið Halldór Laxnes vísar til að einkenni íslendinga, orðræðan einkenndist af orðhengilshætti og innistæðulausum fullyrðingum.
Í fyrstu var því haldið fram að þessi slaki árangur stafaði af því hve launakjör kennara væru lág. Í öðru lagi var sagt að það væru fleiri nemendur á hvern kennara en í flestum OECD löndum og loksins var sagt að þessar Pisa kannanir væru ekki að mæla rétt og væru okkur mótdrægar.
Árið 2017 kom í ljós að 15 ára íslenskir grunnskólanemendur eru með verstu útkomu allra þjóða í Pisa könnuninni í lestri, stærðfræði og raungreinum. Þriðjungur drengja getur ekki lesið sér til gagns. Skólakerfið fær algjöra falleinkun.
Árið 2015 voru 6.4 nemendur á hvern starfsmann í grunnskólum og 9.5. á hvern kennara skv. tölum frá Hagstofunni. Í hinum OECD löndunum eru að jafnaði 13 nemendur á hvern kennara. Þá liggur líka fyrir skv. sömu tölfræðilegu heimildum, að kostnaður á hvern grunnskólanema hér á landi er t.d. helmingi meiri en í Bretlandi. Falleinkun íslenskra nemenda er því ekki að kenna fjárskorti né of fáum kennurum.
Hvað er þá vandamálið? Voru íslendingar svona aftarlega í röðinni þegar Drottinn útdeildi gáfunum? Eða er eitthvað að, sem hægt er að lagfæra? Miðað við getu og hæfni sem íslenska þjóðin hefur ítrekað sýnt, þá er næsta fráleitt að halda því fram að við séum miður gefnir en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Sú staðreynd stendur samt óhögguð, að íslenskir grunnskólanemendur eru lakastir allra í Pisakönnunum.
Á sínum tíma var horfið frá því að raða fólki í bekki eftir getu og færni. Í staðinn var tekin upp stefna sem byggði á þeirri þá sænsku óskhyggju að öllum ætti að líða vel í skólunum og skólastarfs ætti að snúast um það. Skólinn sem menntastofnun varð því afgangsstærð.
Í framhaldi af því var kerfinu breytt í skóla án aðgreiningar þar sem öllu ægir saman. Í sömu bekkjardeild er því ofurgáfað fólk og nánast þroskaheft og allt þar á milli. Kennari sem fær það verkefni að kenna slíkum bekk hefur ekki möguleika á að sinna nemendum eftir þörfum og getu þeirra. Kennslan fer fram á forsendum þeirra sem minnst geta og tímanum eytt til einskis fyrir hina.
Vissulega má halda því fram að íslensk heimili hafi brugðist nauðsynlegu fræðsluhlutverki sínu. En það á líka við mörg heimili í viðmiðunarlöndunum ekkert síður en hér.
Af lýsingum margra skólastarfsmanna, þá virðist verulega skorta á viðunandi aga í skólum og fráleitt að nemendur geti verið með farsíma eða leikjatölvur í tímum.
Skipulag grunnskólastarfs á Íslandi virðist því vera með þeim hætti, að árangur nemenda er óviðunandi. Starfsaðstæður kennara eru óviðunandi og kerfið er allt of dýrt.
Hvað á menntamálaráðhera að gera þegar þessar staðreyndir blasa við? Skipa starfshóp, sem skilar skýrslu um það leyti sem hún lætur af störfum? Það er hið hefðbundna sem vanhæfir gasprarar gera. En hér skal tekið fram að ég hef meiri væntingar til Lilju Alfreðsdóttur en það.
Menntamálaráðherra þarf því að drífa sig heim úr partýinu í Suður Kóreu þar sem hún gegnir engu hlutverki öðru en að skemmta sjálfri sér. Stjórnmálastarf er ekki bara að vera í partýinu og stjórnmálamanna verður ekki sérstaklega minnst fyrir það. Ástandið í skólamálum hér er þannig að menntamálaráðherra gæti tekið þannig til hendinni að eftir væri tekið. Þar er helst að nefna að íslenskir unglingar stæðu jafnfætis unglingum í nágrannalöndum að færni og þekkingu. Nám til stúdentsprófs yrði stytt þannig að íslenskir nemendur væri jafngamlir þegar þeir yrðu stúdentar og námsfólk á hinum Norðurlöndunum eða 18 ára.
Þar til viðbótar mætti spara stórfé ef horfið yrði frá þeirri ruglkenningu að hægt sé að reka viðunandi menntastofnun með bekkjarkerfi án aðgreiningar. Aðalatriðið er að skólarnir séu menntastofnanir og þjónusti nemendur sína með þeim hætti að þeir hafi viðunandni kunnáttu til að byggja sér farsæla framtíð sem menntað fólk og hafi færni til að takast á við verkefni sem koma upp í lífinu í síbreytilegu þjóðfélagi.
26.1.2018 | 14:43
Einkavæðing skólastarfs í boði Dags B og félaga
Á undanförnum árum hefur ekkert orð verið jafn ógnvænlegt fyrir Samfylkingarfólk, VG og annað öfgavinstrifólk og "einkavæðing"
Heilbrigðisráðherra og fleiri úr þeirri hjörð hafa talið nauðsyn á að komið verði í veg fyrir frekari einkavæðingu heilbrigðis- og skólakerfis og snúið frá þeirri að þeirra mati háskalegu braut sem einkavæðing hefur í för með sér fyrir þjóðlíf og sálarheill landsmanna.
Mitt í þessu írafári gegn einkavæðingu semur Dagur B. Eggertsson og vinstri meirihlutinn í Reykjavík um víðtæka einkavæðingu kynlífsfræðslu í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. Gerður var samningur við samtökin 78 um "hinsegin" kynlífsfræðslu í grunn- og leikskólum, fyrir börn sem eru ekki komin á kynþroskaaldur.
Erfitt er að sjá hvaða erindi hinsegin fræðsla eigi til barna, en e.t.v. liggja fyrir því einhverjar duldar ástæður svo sem skimun eftir því hjá ungbörnum hvort til þess geti komið að þau muni eiga í kynáttunarvanda þegar fram í sækir á lífsleiðinni.
Fróðlegt verður að vita hvort áframhald verður á einkavæðingastefnu Dags B og félaga og t.d. að samið verði við þjóðkirkjuna um að annast um trúarbragðafræðslu í grunn- og leikskólum. Vafalaust gengur það ekki þar sem meirihlutinn í Reykjavík hefur með ráðum og dáð reynt að úthýsa kirkju og kristni úr skólum í Reykjavík.
Fyrst nauðsyn þykir vera að kenna börnum sem ekki eru komin á kynþroskaaldur um kynlíf af samtökunum 78, þá veltir maður því fyrir sér hvað mín kynslóð þurfti að ganga í gegn um án allrar fræðslu í "hinsegin fræðum".
Ef til vill er það þess vegna sem vísað er til okkar sem "Baby Boomers" eða barnakynslóðin.
Hætt er við að sú kynslóð sem nýtur fræðslu Samtakanna 78 og tileinkar sér hinsegin fræðin verði ekki þeirrar gæfu aðnjótandi.
14.12.2017 | 10:08
Er snjórinn hvítur?
Hingað til hefur það ekki verið vandamál og tala um hvítan snjó. Mest selda jólalagið frá upphafi er "I´m dreaming of a white Christmas" (mig dreymir hvít jól) Engi hefur efast um það hvað það þýðir og engum hefur frammi að þessu dottið í hug að það gæti flokkast undir rasisma að tala um hvítan snjó.
Nú bregður hins vegar svo við á þessum ofurteprutímum, að biðjast verður afsökunar á því að tala um hvítan snjó.
University College í London (UCL) hefur beðist afsökunar eftir að twitter færsla var talin rasísk, en UCL tísti þá
"Dreaming of white campus? ------ /(We can´t gurantee snow but we´ll try).
Háskólinn segir að því miður hafi orðalag tístsins ekki verið nægilega vandað.
Þegar svo er komið að biðjast þarf afsökunar á því að tala um hvítan snjó erum við þá ekki komin yfir öll skynsamleg mörk í réttrúnaðinum og búin að dæma okkur til alvarlegrar sjálfsritskoðunar og tjáningarbanns?
13.10.2017 | 07:42
Delerandi fullur eða bara delerandi.
Sagt er að frambjóðandi Flokks fólksins í 2. sæti í Norðausturkjördæmi hafi verið delerandi og fullur á framboðsfundi í Menntaskólanum á Akureyri.
Frambjóðandinn neitar því að hafa verið fullur. En þeir sem skoða myndbandsbrot af fundinum sjá að hann er delerandi. Taka verður orð frambjóðandans trúanleg um að hann hafi verið bláedrú, þó hann hafi delerað.
Af gefnu tilefninu kom mér í hug saga af forstjóra stórfyrirtækis í New York, sem sagði við starfsfólk sitt, að ef það þyrfti að drekka áfengi í hádeginu, þá óskaði hann þess, að það fengi sér drykki sem lyktuðu þannig að viðskiptavinirnir vissu að þau væru full en ekki svona vitlaus.
Sitt sýnist greinilega hverjum.
8.8.2017 | 17:11
Dagar hinna löngu hnífa
Fyrir rúmum 80 árum var talað um nótt hinna löngu hnífa, þegar forusta þýska þjóðernissósíalistaflokksins lét taka af lífi helstu forustumenn vígsveita flokksins.
Fyrir rúmum 10 árum kvartaði þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins Guðjón Jónsson yfir því að bakið á honum væri alsett hnífum eftir bakstungur fjandvinar síns í Framsóknarflokknum hann lifið það þó af þó pólitískt líf hans yrði ekki lengra.
Nú hafa Framsóknarmenn dregið hnífana úr baki Guðjóns og nota þá óspart á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa og gengur þar hart fram sá borgarfulltrúi Framsóknar sem er hinn fulltrúi þessa litla flokks í borgarstjórn Reykjavíkur.
Aðrir fylgja á eftir, en þó verður ekki séð hvort þeir gera það tilneydir.
Eftir að Sveinbjörg Birna benti réttilega á annmarka á skólakerfinu, sem veldur því að það gagnast í mörgum tilvikum hvorki íslenskum börnum né börnum hælisleitenda og kostar of fjár, fór fjölmiðlaelíltan úr öllum límingum einkum þeir sem þiggja laun sín frá skattgreiðendum, en með í för var einnig liðtækur sporgöngumaður, eiginmaður aðstoðarkonu forsætisráðherra.
Fréttin um ummæli Sveinbjargar varð helsta ekki fréttin alla verslunarmannahelgina og fréttaelítan á RÚV var með þessa ekki frétt í öllum fréttatímum nema e.t.v. í einhverjum morgunfréttatímum kl. 6 á morgnana.
Fréttamenn RÚV drógu fram hvern forustumann Framsóknar af öðrum til að fá þá til að fjalla um og fordæma ummæli Sveinbjargar og gerðu þeir það svikalaust með mismiklum þunga samt. Nú síðast ályktaði stjórn ungra Framsóknarmanna um málið. Kom það nokkuð á óvart, þar sem þjóðin hafði ekki vitað af tilvist þeirra.
Atgangur ríkisfréttamanna var slíkur að það minnti á þekkt kvæði eftir Stein Steinar um Jón Kristófer og samneyti hans við Hjálpræðisherinn en þar orti Steinn;
"Jón Kristófer kadett í hernum
í kvöld verður samkundan háð
og lautinant Valgerður vitnar
um veginn að Drottins náð
Og svo verður sungið og spilað
á sítar og mandólín tvö
ó komdu og höndlaðu herrann
það hefst klukkan rúmlega sjö"
Eins og í kvæðinu vitnaði fréttaelítan með sama hætti og lautinant Valgerður í kvæðinu um veginn að Drottins náð og sungu á sinn sítar og mandólín tvö þangað til að flokksforusta Framsónar áttaði sig á hvað þyrfti til að höndla herrann og brást við eins og fréttaelítan vildi.
Eftir situr framsóknarmaddaman Sveinbjörg Birna óverðskuldað með mörg hnífasett í bakinu og ekki sú fyrsta af forustufólki Framsóknar sem öðlast það hlutskipti.
3.3.2017 | 08:54
Háskólar vísindi og tjáningarfrelsi
Háskólar eiga að vera vagga vísinda, rökræðna og tjáningarfrelsis. Viðhorf þeirra sem vinna við háskóla víða á Vesturlöndum, kennara og nemenda er hins vegar allt annað.
Háskóli í Cardiff á Englandi hefur birt leiðbeiningar um óæaskileg orð til þess að meiða ekki fólk vegna kynferðis þess. Skv. því er "gentlemans agreement" bannað.
Í háskóla í Cambridge amast stúdentar við því að fá Jamaican stew og Tunisian rice og segja að það vísi ekki til réttra menningarlegra sjónarmiða. Í öðrum háskóla í Cambridge var ævisaga Winston Churchill rituð af David Irving fjarlægð á bókasafni skólans vegna skoðana sagnfræðingsins.
Tímaritið Spike sagði í síðasta mánuði að 90% breskra háskóla tækju þátt í að takmarka tjáningarfrelsið m.a. hefðu 21 háskóli bannað ákveðnum úrvals álitsgjöfum að tala eingöngu vegna skoðana þeirra. Ákveðnar skoðanir og sjónarmið eru bönnuð eins og á tímum rannsóknarréttarins.
Átta af hverjum tíu fyrirlesurum í háskólum í Bretlandi er vinstra fólk, sem leiðir til hættu á hóphegðun. Adam Smith stofnunin segir að þetta hafi leitt til þess að ekki sé lengur tekist á um ólíka skoðanir og ætlanir og ályktanir um lykilmál séu ákvörðuð á grundvelli hóphegðunar um hinn eina rétta sannleika. Í því skyni að koma fram hinni einu réttu skoðun hélt prófessor í Sussex seminar um það með hvaða hætti ætti að fara fram gagnvart hægri sjónarmiðum og kæfa þau í fæðingu.
Þessu furðufyrirbæri sem margir háskólar eru að verða vegna rétttrúnaðar í stað vísindalegra vinnubragða, leiða til óskapnaðar þar sem ástæða er til fyrir stjórnmálamenn að gaumgæfa hvort peningum skattgreiðenda sé ekki betur varið til annars vísindastarfs en skoðanakúgaðra háskóla.
Háskólaspeki nýaldar hefur fundið það út að fólk sé í raun þess kyns sem það telur sig vera hverju sinni. Þegar svo er komið þá er ekki furðulegt að þolinmæði fyrir hlutlægum umræðum og vísindastarfi bíði hnekki og tímar allsherjarríkisins í anda fasismans, sem Mussolini fasistaforingi talaði um renni upp fyrir tilstilli vinstri háskólaspekinnar.
29.8.2016 | 23:27
Lögreglunám í boði pólitískra hrossakaupa?
Það kom á óvart að menntamálaráðherra skyldi ákveða að pólitískum geðþótta að nám lögreglumanna skyldi vera við Háskólann á Akureyri, þrátt fyrir að Háskóli Íslands hefði verið talinn bestur skv. könnun ráðherrans.
Vegir skringilegra pólitískra ákvarðana eru oft álíka órannsakanlegir og almættisins. Stundum er þó varpað skímu á hvað veldur og það hefur rektor Háskólans á Bifröst gert með athyglisverðum hætti í viðtali í blaðinu Skessuhorn og á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Vilhjálmur rekur þau undirmál,sem urðu þess valdandi að menntamálaráðhera tók þessa ákvörðun.
Saga Vilhjálms er ekki falleg um pólitísk undirmál, hrossakaup og tilraunir hins nýja flokkseigendafélags í Sjálfstæðisflokknum til að varða stöður. Aðstoðarmaður Innanríkisráðherra og aðstoðarmaður Fjármálaráðherra hafa brugðist hart við ummælum Vilhjálms, en bæði eru í prófkjörsframboði í NV kjördæmi og þykir að sér vegið.
Hver er þá sannleikurinn? Er það rétt eða rangt sem Vilhjálmur heldur fram?
Vilhjálmur Egilsson hefur hvatt sér hljóðs í þjóðmálaumræðunni, sem framkvæmdastjóri Verslunarráðs, alþingismaður, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins og nú háskólarektor á Bifröst. Vilhjálmur nýtur þess álits að vera talinn sannorður og fara ekki með fleipur.
Svo mætti minnast þess fornkveðna að sjaldan er reykur þá engin er eldurinn.
27.8.2015 | 10:38
Skikka skal stúdenta til bókakaupa
Í gær var sagt frá áhyggjum Rúnars Vilhjálmssonar prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands vegna þess að minna en þriðji hver stúdent við Háskóla Íslands kaupir sínar námsbækur. Rúnar telur þetta óásættanlegt og hefur hvatt til samhæfðra aðgerða.
Ekki kemur fram til hvaða samhæfðu aðgerða prófessorinn vill að gripið verði. Vafalaust skortir ekki úrræðin í frjóum hugmyndabanka starfslítilla prófessora við Háskóla Íslands. Þeim kæmi e.t.v. í hug að banna þeim sem kaupa ekki nýjar bækur að taka próf. Eða gefa nemendum sem kaupa nýjar bækur 2 í forskot í einkunn og áfram mætti telja.
Prófessorinn telur að minnihluti stúdenta HÍ kaupi nýjar bækur í Bóksölu stúdenta af því að þeir séu í yfirborðsnámi og temji sér slæmar námsvenjur. Auk þess nefnir prófessorinn að minna bóklestri sé um að kenna, námslánin séu ekki nógu góð,nemendur ljósriti og stundi ólöglegt niðurhald og gangi jafnvel svo langt að kaupa notaðar bækur.
Síðan hvenær urðu notaðar bækur verri en nýjar?
Félagsfræðiprófessornum kemur ekki í hug hið augljósa varðandi minnkandi bókakaup stúdenta. Námsbækur sem stúdentum er ætlað að kaupa eru svívirðilega dýrar. Þær eru svívirðilega dýrar m.a. vegna þess að prófessorar við HÍ ætla margir að innleysa gróða af fræðiskrifum sínum sem allra fyrst á kostnað stúdenta.
Í stað þess að vandræðast með að stúdentar kaupi ekki námsbækur eftir innlenda fræðimenn á uppsprengdu verði eða erlendar námsbækur sem fást á Amason fyrir 20-30% af verðinu sem Bóksala Stúdenta krefur fyrir sömu bók, þá væri nær að prófessorinn léti sér annt um hagsmuni nemenda sinna og annarra stúdenta. Mætti t.d. auðvelda nemendum að spara í bókakaupum m.a. með því að lærifeður litu á fræðistörf sín, sem skattgreiðendur greiða hvort sem er, sem hluta af framlagi til nemenda og gæfu þeim kost á að nálgast afrakstur fræðistarfanna á netinu eða með öðrum aðgengilegum hætti í stað þess að okra á ungu fólki.
það er ekkert annað en hrósvert að háskólastúdentar skuli í vaxandi mæli leita hagkvæmra leiða til að varðveita peningana sína og láti ekki okra á sér. Það er mikill mannsbragur af því þvert á það sem prófessorinn í félagsfræði heldur fram. Vonandi er það vísbending um að við komumst út úr okursamfélagi framleiðenda og fjármálastofnana þegar þessi kynslóð sem nú er í Háskólum landsins tekur við stjórnun þessa lands.
Valdbeitingarhugmyndir prófessorsins í félagsfræði gagnvart skynsemi nemenda sinna eru hins vegar nálægt því að vera teknar úr hugmyndabanka vinsælla stjórnmálastefna fyrir miðja síðustu öld. Það ætti hann að gera sér góða grein fyrir sem prófessor í félagsfræði.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.12.2014 | 23:20
Af hverju þessi fjandskapur við kristni?
Það er með ólíkindum hvað forustu Samfylkingarinnar er uppsigað við kristni og kirkjuhald. Þeir beita meirihuta sínum í Reykjavík ítrekað til að koma í veg fyrir að skólabörn fái að njóta jólaboðskaparins á sama tíma og þeir mæta tímanlega í öll jólaglögg á vegum Borgarinnar og aðrar uppákomur í tilefni jólanna. Slíkt er ekki hræsni að þeirra mati. En þetta sama fólk segir það hræsni þegar kristið fólk vill fylgja almennum helgisiðum.
Þegar borgarstjóranrflokkur Sjálfstæðisflokksins vonum seinna áttaði sig á nauðsyn þess að standa vörð um þau grunngildi sem kristið samfélag byggir á þá froðufellir margt Samfylkingarfólk af illsku.
Fyrstu verðlaun fær vafalaust Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem kallar afstöðu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins "Djöfulsins teboðshræsni" Í sjálfu sér eðlilegt að þingmaðurinn skuli þegar á bjátar ákalla þann máttinn sem næst henni stendur.
Sósíaldemókratarnir í Samfylkingunn hafa fyrir löngu tapað hugmyndafræðilegum grundvelli sínum og viðurkenna í raun gjaldþrot hinna sósáilísku kenninga og yfirburði markaðssamfélagsins. Í þeirri pólitísku tilvistarkreppu hafa þeir tekið upp baráttu gegn kristni og kirkjuhaldi, fyrir opnum landamærum, réttindum samkynhneigðra og múslima.
Það hefði verið meira samræmi í stefnunni, ef þeir beittu sömu rökum um kristni og Íslam en því er heldur betur ekki þannig varið.
Nú er það svo að samkynhneigð er refsiverð og liggur jafnvel dauðarefsing við í flestum ríkjum sem játa Íslam og jafnstaða kynjana er ekki virt þar. En það veldur ekki vökum hjá hinu frjálslynda Samfylkingarfólki sem man ekkert þegar það á við.
19.6.2014 | 15:27
Ef, þá
Ef þú hefur ekki fjármálastarfsemi þá hefur þú ekki kreppu sagði hagfræðingurinn Jón Daníelsson einu sinni, en hann vinnur m.a. við það að uppfræða aðra um hagfræði. Þetta þýðir m.a. að það kemur aldrei til þess að það verði kreppa í Norður Kóreu af því að þar er ekki fjármálakerfi. Semsagt engin kreppa þó fólk hafi það hræðilega skítt.
Samkvæmt þessari kenningu getur verið kreppa í Suður Kóreu með tífalt meiri landframleiðslu og lífsgæði, en í Norður Kóreu af því að í Suður Kóreu er fjármálakerfi en ekki í Norður Kóreu.
Með sama hætti hafa hagfræðingar fundið út fyrirbrigðið hlutfallslega fátækt. Miðað við það getur fólk verið hlutfallslega fátækt þó það hafi allt til alls, af því að aðrir í þjóðfélaginu hafa það mjög gott. Vinstri sósíalistinn Stefán Ólafsson prófessor við HÍ hefur t.d. mikið byggt á slíkum pælingum við að fá út þá niðurstöðu, að við höfum það helvíti skítt þó að við höfum það mjög gott.
Miðað við kenningu Stefáns þá eykst hlutfallseg fátækt í landinu ef fleiri verða ríkir og velmegun eykst ef hærra hlutfall þjóðarinnar hefur það ekki ofurgott.
Skólaspekin á 21.öldinni lætur greinilega ekki frekar að sér hæða en sú sem sligaði hinar myrku miðaldir. En sem betur fer tekur fólk minna mark á henni núna.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 311
- Sl. sólarhring: 653
- Sl. viku: 4132
- Frá upphafi: 2427932
Annað
- Innlit í dag: 287
- Innlit sl. viku: 3823
- Gestir í dag: 275
- IP-tölur í dag: 264
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson