Færsluflokkur: Löggæsla
7.5.2011 | 18:40
Pólitísk ákæra birt í fjölmiðlum
Saksóknari í pólitísku ákærumáli meiri hluta alþingismanna gegn Geir Haarde sýndi fyrrverandi forsætisráðherra þá dæmafáu ókurteisi að kynna ákæru og málsskjöl í fjölmiðlum 365 miðla í gær. Þá fannst saksóknaranum viðeigandi að fjalla um málið í fréttatíma í dag.
Það háttalag ákæruvalds að birta ákærur í fjölmiðlum áður en ákæra er birt kærða er ámælisverð. Þess eru fá dæmi að þannig hafi verið staðið að málum hér á landi. Eðlilegt er að spurt sé hvaða hvatir liggja að baki því að sýna fyrrverandi forsætisráðherra jafn dæmafáa ókurteisi. Ef til vill telur saksónarinn það eðlilegt miðað við það hvernig til málsins er stofnað af hálfu meiri hluta Alþingis.´
Þeim mun meiri upplýsingar sem koma um bankahrunið og aðdraganda þess, kemur betur og betur í ljós að stjórnmálamenn eins og Geir Haarde gátu ekki komið í veg fyrir það. Þá liggur líka fyrir að aðgerðir og/eða aðgerðarleysi stjórnmálamanna hafði afar lítið með bankahrunið að gera.
Auk heldur Þá liggur nú fyrir að ríkisstjórn Geirs Haarde og þær stofnanir ríkisins sem höfðu með málið að gera brugðust rétt við vandanum vegna bankahrunsins.
Ákæra á hendur Geir Haarde er því byggð á fölskum forsendum. Aldrei var nein forsenda til að ákæra Geir nema þá á grundvelli þeirra pólitísku kennisetninga og stórasannleiks sem Atli Gíslason og aðrir þingmenn hafa að leiðarljósi sem greiddu atakvæði með ákæru.
Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir bera mikla ábyrgð og þeirra er skömmin. Í fyrsta lagi standa þeir fyrir því að saklaus maður er ákærður með öllum þeim erfiðleikum og leiðindum sem það veldur honum. Í öðru lagi þá stórskaða þeir orðstír Íslands erlendis og í þriðja lagi þá fara þeir út á braut pólitískra ofsókna gegn pólitískum andstæðingi. Þegar út á slíka braut er farið geta menn ekki sagt fyrir um hvar hún muni enda.
Skömm þeirra þingmanna sem stóðu að ákæru á hendur Geir Haarde er mikil. Vel væri við hæfi að ramma inn nöfn þeirra þingmanna sem stóðu að þessari pólitísku ákæru. Vinnubrögð saksóknarans eru e.t.v. í stíl við þann fáránleika sem allt þetta mál er.
2.5.2011 | 22:23
Sérstakur saksóknari
Nú eru rúm 2 ár frá því að Sérstakur saksóknari tók til starfa. Hlaðið hefur verið undir embættið m.a. með gríðarlegum fjárframlögum og fjölmennu starfsliði.
Enn hefur samt ekkert gerst í málum sem varða bankahrunið.
Er ekki kominn tími til að Sérstakur saksóknari geri þjóðinni grein fyrir hvað hann er að gera?
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2011 | 11:14
Fá ekki að drekka í vinnunni
Franskir lögregluþjónar hafa mótmælt reglum sem banna þeim að drekka í vinnunni. Hingað til hafa franskir lögregluþjónar fengið bjórinn sinn eða rauðvínið sitt í matarpakkanum. Nú er því lokið.
Eðlilega finnst frönsku lögregluþjónunum vegið að persónufrelsi sínu auk þess sem vinnuaðstæður verða stórlega verri hvað þá heldur leiðinlegri að mati eins forustumanns félags lögreglumanna í Frakklandi.
Einn talsmaður lögreglujþóna orðaði þetta þannig að hið opinbera ætlaði að gera alla að prestum þó þannig að messuvínið væri líka frá þeim tekið í ofanálag við annan heilagleika.
Svona snúa nú mannréttindin mismunandi við fólki. Ég hefði haldið að það væru réttindi borgaranna að þeir sem eru að vinna fyrir þá lögregluþjónar, þingmenn, læknar eða aðrir séu edrú meðan þeir eru í vinnunni.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.3.2011 | 10:30
Rökkursögur Innanríkisráðherra
Innanríkisráðherra sem barist hefur gegn auknum rannsóknarheimildum lögreglu og forvirkum aðgerðum mætti í Kastljósi í gær og sagði rökkursögur um ástandið í undirheimunum. Á þeim grundvelli telur Innanríkisráðherra rétt að skipta um skoðun og heimila lögreglunni víðtækari inngrip í einstaklings- og persónufrelsið.
Einhvern veginn rímar það sem Ögmundur Jónasson heldur fram núna um aukna hættu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi ekki alveg við þær skýrslur af ástandinu sem borist hafa m.a. frá lögreglu. Þegar svo háttar til er gott að segja rökkursögur af ónafngreindu fólki sem á í útistöðum við glæpagengi af einhverjum óskilgreindum ástæðum.
Fróðlegt verður að vita hvort Innanríkisráðherra grípur til þess að hafa það meginatriði málflutnings síns þegar hann mælir fyrir heimildum lögreglu til að beita forvirkum aðgerðum gagnvart einstaklingum þær rökkursögur sem hann sagði þjóðinni í gær.
Skipulögð glæpastarfsemi hefur verið og er til í landinu og þannig verður það óháð auknum heimildum til handa lögreglu. Skrýtið að innanríkisráðherra skuli ekki detta í hug að leita að rót vandans eða bresta kjark til að tala um hann og horfast í augu við hann.
Auknar rannsóknarheimildir lögreglu bitna iðulega á saklausu fólki. Þess vegna verður að stíga varlega til jarðar og gæta þess að fórna ekki um of frelsi og borgaralegum réttindum einstaklinga.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.2.2011 | 22:15
Dómur í máli óeirðafólks
Það hlítur að hafa verið áfall fyrir Ragnar Aðalsteinsson höfuðverjandann í máli 9 menninganna að Icesave skyldi skyggja á hann þegar dómur var loksins upp kveðinn. Raunar getur Ragnar sjálfum sér um kennt. Hann hefur tafið málið á alla lund og sett Íslandmet í að kæra ákvarðanir og úrskurði til Hæstaréttar. Í málinu setti Ragnar líka Íslandsmet í að tapa málunum í Hæstarétti. Alltaf gapti ríkissjónvarpið ofan í lögmanninn þegar hann gerði grein fyrir því hvað héraðsdómari væri fákunnandi í lögum en ekkert heyrðist í RÚV þegar Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu þessa "fákunnandi" héraðsdómara.
Eftir að málinu hafði verið haldið í gíslingu af Ragnari Aðalsteinssyni, aðstandendum ákærðu, nytsömum sakleysingjum og nokkrum pólitískum lukkuriddurum, komst héraðsdómari að niðurstöðu sem við mátti búast allan tímann, miðað við það klúður sem var í málsmeðferðinni og þess með hvaða hætti tekið er á óeirðarfólki og aðsópsmönnum í íslensku samfélagi.
Sumir hafa haldið því fram að það væri óeðlilegt að rétta yfir þessum krökkum meðan októberglæpamennirnir frá 2008 ganga lausir og eru enn að stjórna leynt og ljóst fyrirtækjum og fjármálalífi í landinu. Hér skal tekið undir það sjónarmið að það er með öllu óþolandi og raunar óskiljanlegt, að mál skuli ganga jafn hægt og illa hjá sérstökum saksóknara og raun ber vitni. Það breytir þó engu um sekt eða sakleysi 9 menninganna svonefndu.
Það hlítur þó að vera umhugsunarefni fyrir þá sem krefjast réttlætis í þessu þjóðféalgi hvað lengi og mikið hægt er að tefja framgang dómsmála með furðulegheitum og skringimálflutningi í einföldu máli eins og máli 9 menninganna. Það gefur því miður ekki vonir um hraða málsmeðferð þegar farið verður að rétta yfir fólki sem er enn ráðandi í fjármálalífi þjóðarinnar og tæmdi banka, sjóði og fyrirtæki þannig að lengra varð ekki haldið í október 2008.
Það er að segja ef nokkur döngun er í ákæruvaldinu til að koma út ákærum gagnvart öðrum en ungu óeirðarfólki.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.2.2011 | 22:28
Mútufé Marðar
Merði Árnasyni er margt til lista lagt en sumt ferst honum miður. Þannig gengur honum illa að vera góður sósíaldemókrat og bak við þá grímu skín iðulega í kunnuglegt andlit byltingaflokksins sem Mörður Árnason sór hollustu sína í árdaga pólitísks ferils síns.
Í málsvörn sinni fyrir sakfelldan umhverfisráðherra grípur Mörður til þess að túlka lögin að vild og hikar ekki við að túlka þau andstætt dómi Hæstaréttar í málinu. Eins og andlegur foringi byltingarflokksins sagði. "Félagar okkur finnst þetta vera lögin þá eru þetta lögin." Þetta varð heimspeki þursaveldanna um miðja síðustu öld.
Mörður Árnason hélt því fram í dag að Landsvirkjun hefði borið mútur á stjórn sveitarfélags í Árnessýslu. Sé þetta rétt þá eru þeir embættismenn Landsvirkunar sem það gerðu og þeir sem tóku við mútunum sekir um refisverða háttsemi. Sé þetta rangt þá hefur Mörður gerst sekur um refsiverða háttsemi fyrir að bera rangar sakir á fólk.
Þó stundum sé langt til seilst í málsvörn þá eru þó takmörk fyrir öllu. Þess vegna Mörður ber þér annað hvort að draga ummæli þín til baka og biðjast hlutaðeigandi einstaklinga afsökunar á þeim eða leggja fram kæru á hendur hinum seku.
Hvað svo sem þú gerir Mörður þá værir þú maður að meiri að ljúka þessu máli þér til sóma og þá væri þínum þætti í málinu lokið. Þú berð ekki ábyrgð á Svandísi þegar öllur er á botninn hvolft.
Flumbrugang og lögleysu Svandísar Svavarsdóttur er ekki hægt að verja.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2010 | 23:44
Mótmæli við Alþingishúsið
Verið er að boða fólk niður á Austurvöll til að mótmæla við Alþingishúsið meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína og umræður verða um hana. Vissulega er ástæða til að mótmæla stefnu og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega úrræða- og aðgerðarleysi hennar gagnvart vanda fólks og fyrirtækja vegna stökkbreyttra höfuðstóla.
Það hefur því sjaldan verið meiri ástæða til að mótmæla duglausri og úrræðalausri ríkisstjórn en einmitt núna.
Á sama tíma og það er full ástæða til að mótmæla á Austurvelli þá er líka full ástæða til að fólk taki höndum saman um að koma í veg fyrir ofbeldi og skemmdarverk. Alþingishúsið er þjóðarhús. Það er húsið okkar allra. Það á engin að sýna þá skrílmennsku að henda einhverju í Alþingishúsið eða sóða það út. Lögregluþjónarnir sem eru við skyldustörf eru að vinna við að halda uppi friði og allsherjarreglu. Við eigum að virða það sem þeir gera og hlýða þeim og koma því fólki burt sem sýnir lögreglu óvirðingu eða veitist að lögregluþjónum.
Við eigum hvort heldur við mótmælum eða tökum þátt í umræðu að sýna að við séum siðað fólk sem leikum eftir þeim leikreglum sem lýðræðið og réttarríkið heimila.
1.10.2010 | 15:26
Mótmæli við setningu Alþingis
Eðlilega er venjulegu fólki misboðið vegna getu- og aðgerðarleysis stjórnvalda. Misboðið vegna skemmdaverka þingmanna Vinstri Grænna vegna haturs þeirra á frjálsu athafnalífi.
Eðlilega er fólki misboðið að horfa upp á það að einstaklingar skuli sviptir eignum sínum þúsundum saman og bornir út úr húsum sínum, vegna þess að höfuðstólar lána þeirra stökkbreyttust vegna þeirra sérleiða með verðtryggingu og gengislánum.
Eðlilega er fólki misboðið vegna þess að það er ekkert gert til að leiðrétta stökkbreytta höfuðstóla lána. Það getur engin skuldari borgað stökkbreyttu lánin.
Eðlilega er fólki misboðið að ekki skuli koma fram raunhæfar tillögur um lausn á Alþingi.
Sjálfstæðisflokkurinn mótaði þá stefnu fyrir meir en hálfri öld, að gera fólk að eignafólki með því að auðvelda því að eignast sína eigin íbúð og tryggja fólkið aðgang að hagkvæmum húsnæðislánum. Athugið hagkvæmum húsnæðislánum. Ekki okurlánum. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn verða marktækur valkostur verður hann að leggja fram tilllögur nú þegar á Alþingi um lausn á skuldavanda venjulegs fólks og fyrirtækja. Það verður engin sátt í þjóðfélaginu ef venjulegt fólk verður svipt eignum sínum og einkafyrirtækin eyðilögð á altari ruglaðs lánakerfis.
Sá er munur á þeim mótmælum sem nú voru fyrir utan Alþingishúsið og þeim sem voru upphafsmánuði 2009, að nú safnast saman venjulegt fólk sem er misboðið, en að hluta til voru í hinum fyrri mótmælum skipulagður óeirðarhópur Vinstri grænna kallaður til að grafa undan þáverandi ríkisstjórn. Sá er líka munurinn að þá var lögreglan ekki tilbúin til að beita táragasi eða kylfum á mótmælendur. En nú undir Steingrími J. til að verja hann þá voru kylfur hafnar strax á lofti og táragassprengjum hótað.
Óneitanlega var það spaugilegt að sjá þessa varðsveit byltingarforingjanna Steingríms J. og Össurar í búningum lögregluþjóna beina kylfum að hópi friðsamra kvenna á miðjum aldri á Austurvelli, sem greinilega höfðu ekkert misjafnt í hyggju. En það gefur e.t.v. vísbendingu um að annar bragur sé á löggæslunni þegar varðstöðu þarf um félaga Steingrím.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.6.2010 | 17:24
Þingmannanefnd Alþingis um rannsóknarskýrsluna segi af sér
Þingmannanefnd undir forustu Atla Gíslasonnar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er óhæf og ætti að segja af sér.
Það sem nefndin hefur afrekað til þessa er að afgreiða samhljóða að ráða flokkssystur formanns nefndarinnar til að kyngreina rannsóknarskýrsluna jafn gáfulegt og það nú er og síðast að senda sérstaka beiðni til sérstaks ríkissaksóknara að taka nú fyrir mál fyrrverandi Seðlabankastjóra og fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlits.
Nú skil ég vel að Atli Gíslason Vinstri grænn vilji slá pólitískar keilur í starfi sínu sem nefndarformaður og sýna fram á ötula kvennfrelsisbaráttu í anda öfgafemínista eins og Sóleyjar Tómasdóttur. Þá er honum einnig ljúft að kasta steinum úr glerhúsi sínu á pólitíska andstæðinga. Það kemur ekki á óvart. Honum mátti hins vegar vera ljóst sem lögmanni og miðað við erindisbréf nefndarinnar að það var afkáralegt að beina þeim tilmælum sem nefndin gerði til sérstaks ríkissaksóknara.
Það sem hins vegar kemur á óvart er að þeir tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir sem sitja í nefndinni skuli standa að og eiga hlutdeild í ómerkilegri pólitískri aðför að fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins, fyrrum starfsbræðrum hans og fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlits. Hvað gekk þeim eiginlega til?
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
12.5.2010 | 23:10
Þinghús fáránleikans vill dómstóla fáránleikans
Stundum er sagt að umræður og skrif á blogginu sé ómerkilegt. Vel kann það að vera rétt á stundum. Fátt jafnast þó á við fáránleikann í máli þingmannanna Björns Vals Gíslasonar og Guðmundar Steingrímssonar í dag. Þó er verra að þeir virðast ekki bera skynbragð á stjórnskipun landsins. Það er alvarlegt þar sem þeir eru til þess kjörnir að fjalla um slík mál.
Í dæmalausu lýðskrumi Björns Vals og Guðmundar koma fram sjónarmið sem verða ekki skilin með öðrum hætti en þeim að þeir telji eðlilegt að stjórnmálamenn grípi fram fyrir hendur ákæruvalds og dómsvalds. Hvar er réttarríkið statt ef það á að vera komið undir geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna hvort fólk er ákært eða ekki? M.a. til að koma í veg fyrir það var stofnað embætti ríkissaksóknara til að aðskilja rannsókn og saksókn mála frá stjórnmálunum. Áður hafði þetta verið á verksviði dómsmálaráðherra.
Þegar óeirðafólkið sem sótti að Alþingi, slasaði starfsfólk við öryggisvörslu og olli eignaspjöllum er sótt til saka fyrir framferði sitt, þá finnst þeim Birni Val og Guðmundi eðlilegt að stjórnmálin hafi afskipti af málinu. Treysta þeir ekki dómstólum landsins?
Óneitanlega senda þessir þingmenn furðuleg skilaboð nú þegar óeirðarfólkið sýnir dómstólum algjöra lítilsvirðingu, eftir að hafa sýnt Alþingi lítilsvirðingu. Þetta er í fyrsta skipti sem dómsstólum er sýnd lítilsvirðing og reynt að tálma störfum þeirra. Það er alvarlegt mál og í kjölfar þess er málflutningur þingmannanna þeim til skammar.
Ef til vill er þeim vorkunn eftir að hafa hlustað á holtaþokuvælið í dómsmálaráðherra í framhaldi af því að óeirðafólkið veittist að dómsvaldinu og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu bauð óeirðafólkinu síðan í kaffi á lögreglustöðina. Í framhaldi af því var að sjálfsögðu eðlilegt að prestur Laugarnessafnaðar skyldi blessa yfir athæfið. Kirkjan á jú alltaf sína svörtu sauði.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 413
- Sl. sólarhring: 1317
- Sl. viku: 3950
- Frá upphafi: 2579735
Annað
- Innlit í dag: 396
- Innlit sl. viku: 3700
- Gestir í dag: 392
- IP-tölur í dag: 387
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson