Færsluflokkur: Kjaramál
28.3.2024 | 09:20
Að gefa annarra manna fé.
Afabróðir formanns Sjálfstæðisflokksins, Pétur Benediktsson, bankastjóri, sendiherra og alþingismaður, gaf út kver sem hét "Milliliðir allra milliliða.".
Í kverinu kom fram skörp gagnrýni á niðurgreiðslur ríkisins á neysluvörum og á það bent, að með því væru peningar fólks teknir með sköttum og endurgreiddir með niðurgreiðslum. Sjálfstæðismenn þess tíma börðust hatrammlega gegn þessari stefnu fáránleikans.
Í kverinu var mynd af ræfilslegum glorsoltnum hundi, sem kom að veisluborði akfeits manns og renndi til hans biðjandi augum og dillaði rófunni. Feiti maðurinn tók upp hníf, skar af rófunni og stakk upp í hundinn, sem labbaði alsæll í burtu. Þessi mynd sýndi vel fáránleika niðurgreiðslna og millifærslna ríkisins.
Náðst hefur þjóðarsátt á vinnumarkaði, þar sem aðilar sömdu um að ríkið tæki upp víðtækara kerfi millifærslna og ríkisafskipta. Ríkisstjórn samþykkti hátt í hundrað milljarða auknar niður- og millifærslur.
Þeir sem greiða skatta á Íslandi eru launafólk og atvinnurekendur. Með einum eða öðrum hætti munu því aðilar vinnumarkaðarins greiða framlag ríkisins og því á myndin í kveri Péturs Bendiktssonar um svanga hundinn einstaklega vel við um nýgerða kjarasamninga.
Víðtæk þjóðarsátt allra flokka og aðila vinnumarkaðarins ríkir um að leið aukinna ríkisafskipta og aukinnar skattheimtu skuli farin og trónum við nú samt á toppi OECD ríkja hvað það varðar.
Þrátt fyrir að skuldastaða ríkisins sé komin á hættulegt stig, skal halda áfram stefnu fyrrverandi fjármálaráðherra, sem góð þjóðarsátt virðist ríkja um, að:
"tryggja góð lífskjör með hallarekstri ríkissjóðs."
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2024 | 09:04
Orkuskortur og vindmyllur
Í áratugi hafa Vinstri grænir barist gegn vistvænum vatnsafslvirkjunum. Fyrrverandi formaður VG hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann hrópaði aftur og aftur að verið væri að drekkja landinu, því hann var áhrifalaus og áfram haldið í uppbyggingu vistvænna orkuvera landi og þjóð til góðs.
Núverandi formaður VG hefur haft meiri áhrif til ills í þessum málum, þó lítið fari fyrir henni og í tíð ríkisstjórnar hennar hafa engar nýjar vistvænar virkjanir verið reistar. Afleiðingin er orkuskortur, sem hamlar framþróun og dregur úr möguleikum landsmanna til betri lífskjara.
Afleiðingin er líka sú, að nú hafa stórgróðapungar séð sér hag í því að eyðileggja óbrenglað útsýni í landinu og reisa viðamikla vindmyllugarða. Gerð er grein fyrir því í dag með hvaða hætti meiningin er að eyðileggja óbrenglað útsýni og landslag Norðurárdals í Borgarfirði. Önnur svæði landsins munu fylgja á eftir.
Vindmyllur eru vondur og dýr kostur til orkuöflunarþ Vegna þvergirðingsháttar stjórnmálamanna,sem haldnir eru sömu firrum og VG í loftslagsmálum hafa margir slíkir risið vítt um Evrópu og iðulega valdið tímabundnum straumrofum og það sem verra er að verð á raforku til neytenda hefur hækkað gríðarlega.
Það á ekki að leyfa VG að eyðileggja landið með þvergirðingshæatti í orkumálum og koma því til leiðar í skjóli Evrópusambands reglna að neytendur þurfi að greiða mun hærra verð fyrir orkuna en áður.
Það er óskiljanlegt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað hengslast í ríkisstjórn með VG og bera nú ásamt VG ábyrgð á orkuskortinum.
Eftir að hafa verið undir pilsfaldinum hjá VG í tæpan áratug er trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins sem flokks frelsis, framfara og takmarkaðra ríkisafskipta ekki lengur til staðar.
Spurningin er þá góðir Sjálfstæðismenn. Hvað má til varnar verða vorum sóma?
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2024 | 08:54
Vel að verki staðið.
Fátt er mikilvægara fyrir arðsköpun og góð lífskjör en að friður ríki á vinnumarkaðnum og hjól atvinnulífsins snúist með eðlilegum hætti.
Það þarf framsýnt fólk, heiðarlegt og velviljað til að láta skynsemina ráða í kjarasamningum stað þess að reyna að ná meintum persónulegum ávinningi með þvergirðingshætti. Sá meinti ávinningur reynist oftast tap en ekki gróði þegar upp er staðið. Hætt er við að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sitji nú uppi með þann Svarta Pétur vegna eigin vandamála.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur leitt samningaviðræður af stakri prýði og þau Vilhjálmur Birgisson forustumaður breiðfylkingarinnar, Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins nálguðust málin lausnarmiðað frá upphafi. Þjóðfélagið stendur í þakkarskuld við þau öll og það má virkilega óska öllum þeim sem að þessum samningum koma til hamingju.
Þau eru að leggja sín lóð á vogaskálina til að aukin velmegun verði í landinu og friður ríki á vinnumarkaðnum. Þennan árangur verður að hlúa að og standa gegn öllum þeim, sem reyna vitað eða ómeðvitað að eyðileggja þennan árangur.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2024 | 09:34
Eina þjóðin.
Utanríkisráðuneyti erlendra ríkja hafa sum hver hlutast til um að aðstoða eigin ríkisborgara á Gaza.
Aðgerðir utanríkisráðuneytis Íslands vekja sérstaka athygli þar suður frá og víðar, en við hlutumst til ein þjóða um dvalarleyfishafa, sem Ísland ber enga ábyrgð á.
Að venju var utanríkisráðherra í fjölmiðlafríi þegar svara þurfti fyrir þessa aðgerð. En Katrín Jakobsdóttir sagði mikið gleðiefni, að utanríkisráðherra hefði hlutast til um að flytja yfir 70 dvalaraleyfishafa frá Gasa til Íslands. Í sama streng tók lautinant Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra, sem minnti á ljóðlínuna úr kvæði Steins Steinars: "Og lautinant Valgerður (Guðbrandur) vitnar um veginn af Drottins náð."
Hvorki dönsku né sænsku ríkisstjórninni hefur nokkru sinni dottið í hug að gera aðra eins vitleysu og íslenska utanríkisráðuneytið stendur nú fyrir. Hlutfallslega miðað við fólksfjölda, samsvarar þessi innflutningur ráðuneytisins til þess, að Svíar flyttu inn 2.016 manns og Danir 1.224. Þetta dettur þessum þjóðum ekki í hug. Þær hafa vítin til að varast.
En íslenska ríkisstjórnin virðist á sama róli og bent er á í helgri bók að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki. En þetta er bara byrjunin. Meining ríkisstjórnarinnar er að flytja inn helmingi fleiri. Hvar er þetta fólk eiginlega statt?
Í dag eru birtar niðurstöður rannsóknarstofu vinnumarkaðarins. Þar kemur fram að 11% launafólks búi við skort. Ekki nóg með það. Meirihluti einstæðra mæðra eða 63% á erfitt með að ná endum saman. Ekki hefur frést af viðbrögðum vinnumarkaðsráðherrans Guðmundar Inga Guðbrandssonar við þessu enda á hann sjálfsagt nóg með að fagna eins og lautinant Valgerður á sínum tíma þeirri auknu ómegð sem hann er að flytja inn í landið og íslenskir skattgreiðendur verða að ala önn fyrir um ókomin ár.
Það er von að fólki ofbjóði eins og Stefaníu Jónsdóttur sem skrifar skelegga grein í Mbl. í dag um stjórnmálamenn þjóðarinnar:
"Ekkert af ykkur er að verja land og þjóð."
Taka má undir þetta að mestu, en samt eru sem betur fer nokkrar heiðarlegar undantekningar. Það er hins vegar dapurlegt að svo virðist sem meirihluti stjórnmálastéttarinnar átti sig ekki á meginhhlutverki sínu: Að verja kjör almennings í landinu og standa vörð um þjóðtungu, menningu og fullveldi þjóðarinnar.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.2.2024 | 22:42
Hve lengi enn ætlið þið að misbjóða þolinmæði vorri?
Stjórnskörungurinn og ræðusnillingurinn Cicero í Róm, um öld f.kr., hóf mikilvægustu ræðu sína á þessum orðum. "Hve lengi enn ætlar þú Catalína að misbjóða þolinmæði vorri." Með sama hætti mætti segja um ríkisstjórnina vegna kynningar á tillögum um minniháttar breytingar á útlendingalögum í dag:
"Hve lengi enn ætlar ríkisstjórnin að misbjóða þolinmæði vorri."
Algjört öngþveiti ríkir á landamærunum og kostnaður skattgreiðenda er kominn yfir þolmörk,vegna gríðarlegs aðstreymis hælisleitenda. Þegar svo háttar til ætti að gefa auga leið, að verkefnið er að ná stjórn á landamærunum.
Í dag var kynnt frv. ríkisstjórnarinnar til breytinga á útlendingalögum. Formenn stjórnarflokkana þriggja kynntu það og fagnaðarerindi ríkisstjórnarinnar af því tilefni. Fyrirfram töldu landsmenn boðskapurinn væri um að ná stjórn á landamærunum og gæta hagsmuna fólksins í landinu ekki síst skattgreiðenda og ríkissjóðs.
Annað kom í ljós.
Ríkisstjórnin boðar af gefnu tilefni þetta:
"Aðgerðirnar byggjast á því að horft er á málaflokkinn út frá fjórum meginmarkmiðum. Í fyrsta lagi áherslu á hagkvæmari og skilvirkari reglur og betri þjónustu. Í öðru lagi að stuðlað verði að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Í þriðja lagi betri nýtingu mannauðs. Í fjórða lagi betri samræmingu og samhæfingu, segir í tilkynningunni."
Hvar eru stjórnmálamenn eiginlega staddir sem fjalla um mál með svona brenglaðri sýn miðað við tilefnið af óendanlegum léttleika eigin tilveru. Hvað kemur þetta sjórn á landamærunum við?
Þegar breytingatillögur stjórnarfrumvarpsins um útlendinga eru skoðaðar,kemur í ljós að þar eru ákvæði, sem miða að aukinni skilvirkni á nokkrum sviðum, en kemur ekki í veg fyrir hinn stríða straum hælisleitenda með einum eða neinum hætti og hafi það átt að vera tilgangurinn að við næðum stjórn á landamærunum og eyddum minna fé í þessa algjöru dellu sem svonefnt "verndarkerfi hælisleitenda" byggir á, þá hefur frumvarpið ekkert með það að gera og er því miður bara nýtt kák sem þjónar ekki neinum þeim megintilgangi sem ætlast er til og síaukinn fjöldi landsmanna gerir kröfu til.
Því miður eru þetta sár vonbrigði og alvarlegt fyrir framtíðarheill lands og þjóðar.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2024 | 14:22
Skelfilegt
Það er skelfilegt að verða vitni að því, að náttúruhamfarir ógni Grindavík. Á þessari stundu vitum við ekki hvaða tjón verður af eldgosinu sem hófst í morgun. Vonandi verður það sem minnst og vonandi rís Grindavík fljótlega við eins og Vestmannaeyjar gerðu þegar gosinu þar lauk.
Samfélaginu ber að koma til liðs við íbúa Grindavíkur og gera þá jafnsetta og hefðu þesar náttúruhamfarir ekki lent á þeim. Að sjálfssögðu hlíst verulegur kostnaður af því, en það sér enginn eftir því að greiða það sem til þarf, þannig að fólkinu, sem verður nú að flýja heimili sín geti liðið vel og notið þess sama og aðrir borgarar þessa lands.
Ríkisstjórnin þarf að bjóða Grindvíkingum að kaupa húsin þeirra sem vilja selja á markaðsvirði og ganga frá samningum um forkaupsrétt þeirra til að kaupa eignir sínar aftur af ríkinu vilji þeir það þegar núverandi ástandi lýkur. Það er um margt skynsamlegri ráðstöfun en að kaupa húseignir fyrir Grindvíkinga annarsstaðar á sama tíma og fólkið verður í óþolandi ástandi gagnvart lánastofnunum og lífeyrissjóðum.
Álag á alla innviði mun aukast verulega vegna náttúruhamfaranna. Þeir innviðir eru því miður margir þandir til hins ítrasta vegna þjóðfjandsamlegrar stefnu ríkisstjórnar í hælisleitendamálum undanfarin ár.
Nú er mál að linni. Við berum ábyrgð á því fólki sem er í landinu og við eigum að gera okkar besta hvað það varðar. Meira álag er ekki hægt að leggja á heilbrigðisþjónustu, íbúðamarkaðinn eða skólakerfið. Við getum því ekki verið að bruðla með fé, sem ekki er til, en ríkissjóður er rekinn með miklum halla. Við verðum að loka landinu alla vega tímabundið gagnvart svokölluðum hælisleitendum og allt tal um að flytja eitthvað fólk, sem hér á ekki heima og aðlagast ekki samfélaginu frá Gasa yrði griðrof af hálfu stjórnvalda gagnvart hagsmunum fólksins í landinu.
Búum vel að okkar og gætum þess, að fólk sem verður fyrir tímabundnu tjóni geti búið við góð lífskjör eins og við hin.
Maður horfir bara á húsið sitt í bakgrunninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2023 | 09:57
Jólin, kaupmaðurinn og lífskjörin
Oft er sagt að jólin séu hátíð kaupmanna vegna ofurneyslu og gjafaflóðs, sem fylgir jólum í okkar heimshluta. Það skiptir þá miklu að hafa góða kaupmenn, sem hafa aðhald frá öflugum samtökum neytenda.
Bent hefur verið á, að lífskjör fari að nokkru eftir því hve góða kaupmenn við eigum. Pálmi Jónsson stofnandi Hagkaupa sýndi svo sannarlega fram á það á síðustu öld, þegar lágvöruverðs verslanir Hagkaupa lækkuðu vöruverð í landinu.
Á fyrr og síðmiðöldum voru kryddvörur eftirsóttustu vörur í Evrópu. Kryddið þurfti að flytja frá Austurlöndum. Ítalskir kaupmenn fundu hagkvæmar verslunarleiðir, sem voru eyðilagðar af Mongólum og Tyrkjum um 1200.
Þá voru góð ráð dýr og góðir kaupmenn brugðust við. En verslunarleiðin var dýr, hættuleg og erfið. Sagt var að krydd sem komst fyrir á hnífsoddi í Evrópu kostaði jafn mikið og 50 kg. af sama kryddi í upprunalandinu. Það gekk að sjálfsögðu ekki og fundnar voru nýar leiðir til að ná fram verðlækkun.
Í vaxandi mæli heyrast raddir, sem hallmæla frjálsum markaði og finna honum allt til foráttu. Það er fólk, sem er haldið þeim ranghugmyndum, að með miðstýringu og ríkisvæðingu sé hægt að lækka vöruverð. Raunin er önnur. Hvarvetna sem þetta hefur verið reynt, hefur það leitt til vöruskorts og langra biðraða eins og gátan frá Sovétríkjunum sálugu lýsir vel, en hún er svona:
"Hvað er þriggja kílómetra langt og borðar kartöflur?" Svarið var: Biðröðin í Moskvu eftir að komast í kjötbúðina. Þannig var það þá. En nú er öldin önnur jafnvel þó að Rússar eigi í stríði.
Allir eru sammála um að ríkisvaldið setji ákveðnar leikreglur á markaði eins og öryggisreglur og samkeppnisreglur, sem miða að því að lögmál frjáls markaðar fái að njóta sín. En það er einmitt þessi frjálsi markaður, sem hefur tryggt neytendum á Vesturlöndum hagkvæmt vöruverð og nægt vöruframboð.
Ríkishyggjufólk skilur ekki hvernig á því stendur, að í öllu kaupæðinu fyrir jól, þá skuli alltaf vera fyllt á og þörfum neytenda svarað, þó engar aðrar reglur séu í gangi,en hin ósýnilega hönd markaðarins.
Sú reynsla sem við höfum af frelsi í verslun ætti að leiða huga stjórnmálafólks að því hvort það sé ekki hagkvæmara að útvísa fleiri verkefnum frá hinu opinbera til einstaklinga.
Ég var um langa hríð forustumaður í neytendastarfi og formaður Neytendasamtakanna um nokkurt skeið. Reynsla mín var sú, að erfiðustu fyrirtækin sem við þurftum að eiga við vegna hagsmuna neytenda á þeim tíma voru ríkisfyrirtækin, Póstur og sími, Grænmetisverslunin o.s.frv. Sú reynsla sýndi mér að þó það sé misjafn sauður í mörgu fé hvað varðar kaupmenn eins og aðrar stéttir, þá var það þó hátíð að eiga við svörtu sauðina þar miðað við einokunarstofnanir ríkisins.
Við skulum varast að láta falsspámenn eyðileggja frelsið, en sækja fram til meira frelsis á öllum sviðum þjóðlífins neytendum til hagsbóta.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2023 | 16:10
Var virkilega nauðsyn á þessu
Svo virðist sem verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins séu um það bil að ná hófstilltum langtímasamningum. Það er að sjálfsögðu gleðiefni og er mikilvægt innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni.
Því miður hefur ríkisstjórnin ekki gætt sín nægjanlega vel og hækkar gjöld um þessi áramót og rekur síðan ríkisstjórn með halla sem er ekkert annað en ávísun á verðmæti sem ekki eru til sem leiðir til verðbólgu.
Þegar Kjararáð úrskurðaði árið 2017, að æðstu embættismenn ríkisins og stjórnmálamenn skyldu hækka verulega í launum og umfram aðra launþega, þá var það ávísun á óróa á vinnumarkaðnum. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur náðu þá að sýna meiri ábyrgð en ríkisstjórn þess tíma og hvað þá Kjararáð, sem kvað upp úrskurð án nokkurs haldbærs rökstuðnings. Þetta rugl hefur síðan þvælst fyrir og á því bera þeir stjórnmálamenn ábyrgð, sem að létu galinn úrskurð Kjararáðs verða að veruleika.
Eins og nú árar er vægast sagt óheppilegt að þeir launþegar sem hvað hæstar hafa tekjurna skuli ekki sætta sig við örlitla leiðréttingu á því sem hefði aldrei átt að koma til framkvæmda. En svo virðist sem hálaunaaðallinn ætli sér hvað mest um þessar mundir á meðan verkalýðshreyfingin ásamt atvinnurekendum virðist ætla að sýna fulla gát og huga að þjóðarhag. En það getur aldrei orðið þannig til langframa, að láglaunafólkið sýni meiri ábyrgð en ríkisstjórn og þeir sem hæst hafa launin.
En ábyrgðina bera umfram aðra þeir sem létu úrskurð Kjararáðs koma til framkvæmda á sínum tíma,hvað þá það lánlausa Kjararáð, sem úrskurðaði gjörsamlega út í bláinn árið 2017.
Það verður að bregðast við og endurskoða allt launakerfi ríkisins frá grunni. Ríkið á ekki að vera leiðandi í launahækkunum og það umfram getu og þjóðarhag.
Vonbrigði að dómarar áskilji sér rétt á ofgreiðslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2023 | 11:29
Hótel fyrir heiminn
Svo virðist, sem íslensk stjórnvöld telji eðlilegt að Ísland verði hótel fyrir allan heiminn.
Laugardaginn 16.des.s.l. samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust, að veita 20 manns þar af 16 múslimum ríkisborgararétt, sem áttu ekki rétt á því skv. almennum reglum og hafði verið hafnað. Slíkar geðþóttaákvarðanir stjórnmálamanna eru ólíðandi og ósiðlegar. Engin rök voru færð fyrir því að ógilda niðurstöðu stjórnsýslunnar með þessum hætti.
Fjöldi fólks af erlendum uppruna hefur vaxið gríðarlega hratt undanfarin ár og fólk af erlendu bergi brotið er nú álíka margt og í Svíþjóð og þykir það ærinn fjöldi þar og skapar margvíslegan vanda, en hér má ekki tala um það.
Við erum fá og það er ljóst að þegar í stað verður að sporna við þessari óheillastefnu ef íslenska þjóðin á ekki að glata menningu sinni, tungu og gildum sem sérstök sjálfstæð þjóð.
Hótelið sem íslenska ríkið rekur í hælisleitendamálum er sérstakt að því leyti að þar þurfa gestirnir ekki að borga heldur fá borgað auk ríflegra vasapeninga, læknisaðstoðar o.s.frv. Sé hótelgestunum vísað burtu eru þeir iðulega komnir aftur nokkrum dögum seinna í áframhaldandi hóteldvöl.
Íslenskir skattgreiðendur borga allan kostnað af rekstri hótelsins. En þar sem óábyrg ríkisstjórn afgreiðir fjárlög ár eftir ár með methalla, þá kemur það í hlut barnanna okkar að greiða þennan hótelkostnað og kostnað af fjölda fólks á ríkisframfæri, sem er reynsla nágrannaríkjanna af allt of mörgum múslimskum innflytjendum og íbúum.
Þjóðvinir geta ekki horft upp á þetta aðgerðarlausir heldur verða að bregðast við. Atkvæðagreiðslan á Alþingi 16.des.s.l. sýnir að við erum með óábyrga stjórnmálastétt, sem hugar ekki að þjóðarhag heldur dansar þann hrunadans sem Svíar þekkja orðið svo vel. Vítin eru til að forðast þau en ekki til að falla lóðbeint ofan í þau eins og íslensk stjórnvöld stefna að.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2023 | 09:12
Gjörðu svo vel
Í gær var frétt í sjónvarpinu um myndarlegan styrk hins opinbera til að viðhalda listsköpun í Tjarnarbíó. Í dag er fjallað um víðtækar styrkveitingar Reykjavíkurborgar til ýmissa einkafyrirtækja á sviði "menningar og listsköpunar".
Menntamálaráðherra réttir einkafyrirtækjum í fjölmiðlun myndarlega styrki og þá er ótalinn heimsmethafinn í opinberum fjárstuðningi Ríkisútvarpið.Engu máli skiptir hve illa RÚV er rekið alltaf skulu fjárhirslur ríkisins opnaðar fyrir RÚV.
Allt er þetta gott og blessað í Ráðstjórnarríki, þar sem miðað er við að hið opinbera hafi með listsköpun, félagsstarfsemi og fjölmiðlun að gera. En í ríki sem byggir á frjálsri samkeppni og framtaki einstaklingsins, þá er verið að gefa vitlaust. Þóknanlegir aðilar njóta styrkja á meðan aðrir, sem gætu jafnvel gert enn betur hafa ekki samkeppnishæfan grundvöll til að starfa á vegna styrkja hins opinbera til samkeppnisaðila.
Í frjálsu ríki er viðmiðunin að skattar séu lágir og fólkið ákveði sjálft hvað það vill gera við peningana sína í stað þess að stjórnmálamenn taki þá af þeim og ráðskist með þá.
Eðlilega krafan er að lækka skatta til að fólk ráði meira hvernig það vill verja peningunum sínum þ.á.m. hvort það vill vera áskrifandi að RÚV eða ekki. Það er ósamrýmanlegt ríki einstaklingsfrelsisins og frelsi borgaranna, að þvinga fólk til að vera áskrifandi að fjölmiðli og taka peninga fólksins til að halda sumri starfsemi gangandi á kostnað frjálsrar samkeppni.
Hvernig væri að leyfa einstaklingnum að ráða og lækka skatta svo einstaklingurinn gæti valið hvaða fjölmiðil eða listsköpun sem hann vill? Fyrsta skrefið er að losa þá sem það vilja undan oki RÚV.
Hvernig væri að Sjálfstæðisflokkurinn raungerði þá stefnu sína að stuðla að einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 114
- Sl. sólarhring: 1290
- Sl. viku: 5256
- Frá upphafi: 2469640
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 4812
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson