Leita í fréttum mbl.is

Að sjálfsögðu viljum við hærri loftslagsskatta

Merkilegt viðtal við utanríkisráðherra í kvöldfréttum. Hún lýsti yfir, að hún væri sammála auknum álögum Evrópusambandsins (ES) á kaupskipaflotann. Skattféð sem út úr þessu kemur rennur til ES og það finnst ráðherranum allt í lagi þar sem mörlandinn við heimsskautsbaug geti þá ornað sér við þá tilhugsun, að verða ekki stiknunarhitun að bráð svo vísað sé til orða kommúnistans Guterres framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Auk þess telur ráðherrann að þessi skattlagning á siglingar að og frá landinu réttlætis af því að nú greiði þessir aðilar enga loftslagsskatta. Semsagt að greiði fyrirtæki eða atvinnutæki ekki skatta,beri stjórnvöldum að skattleggja það. Raunar er þetta forspá Ronald Reagan sen talaði um skattlagningaráráttu vinstri sinnaðra ríkisstjórna: If it moves, tax it. If it keeps moving, regulate it. And if it stops moving, subsidize it.” (ef það hreyfist skattlegðu það/Ef það heldur áfram að hreyfast settu reglur um það/ Ef það hættir að hreyfast styrktu það:

Það gleymist oft hverjir greiða í raun skatta eins og þessa sem lögð eru á fyrirtæki. Það gera neytendur. Í því tilviki þar sem utanríkisráðherra telur réttlætanlegt að skattleggja skipaflotann, þá munu neytendur á endanum greiða þessa skatta í hærra vöruverði. Finnst ráðherranum það réttlætanlegt og eðlilegt og hvernig rímar það við meinta baráttu ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka mjög goða grein. Er raðherra a launum hja Evropusambandinu og er hun gengin i VG? 

Sama ruglið og hvalveiðar stoppið, innflytendamálin, og seinkun á virkjunum

Vonandi taka kjósendur eftir þessu

Við þurfum breytingar - VG má hverfa af þingi og þeir sem fylgja VG -

Við þurfum stjorn sem hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi

Kv Hakon

Hakon Isaksson (IP-tala skráð) 9.8.2023 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 106
  • Sl. sólarhring: 148
  • Sl. viku: 4289
  • Frá upphafi: 2296079

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 3928
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband