Færsluflokkur: Kjaramál
16.6.2010 | 11:01
Evrópumet í vondri hagstjórn
Hæsta verðbólga í Evrópu er á Íslandi. Ekki bara sú hæsta heldur langhæsta. Það land sem kemst næst okkur er Grikkland þar sem verðbólga er helmingi minni.
Verðbólga á Íslandi er alvarlegri en í nokkru öðru landi Evrópu vegna vísitölubindingar lána. Vísitölubundnu lánin hækka á sama tíma og verðgildi krónunnar er í lágmarki, veruleg kjararýrnun og launalækkun á sér stað og þjóðarframleiðsla dregst saman. Miðað við þessar aðstæður þarf snilli í hagstjórn til vera með fimmfalt meiri verðbólgu en almennt gerist í öðrum Evrópuríkjum.
Hagstjórnartríó ríkisstjórnarinnar, Jóhanna, Steingrímur og Gylfi viðskipta, eru greinilega verst til hagstjórnar fallin af stjórnendum Evrópu. Þetta hagstjórnartríó setur hvert Evrópumetið á eftir öðru í vondri hagstjórn.
Unga fólkið sem horfir á eignir sínar brenna á verðbógubáli hagstjórnartríósins og sér fram á eignamissi og gjaldþrot, verður nú áþreifanlega vart við það að fallega orðaður fagurgali Steingríms J. Sigfússonar og más Jóhönnu Sigurðardóttur verður ekki í askana látið og bjargar ekki heill og hamingju fólksins í landinu heldur þvert á móti.
Var það e.t.v. þetta sem Steingrímur og Jóhanna eiga við þegar þau tala um mikinn árangur í hagstjórn að undanförnu?
13.6.2010 | 23:12
Músikhúsið við höfnina
Okkur er sagt að ofan á alla milljarðana sem búið er að setja í músikhúsið við höfnina þá vanti 800 milljónir í viðbót til að klára það og veita rúmlega hundrað Kínverjum vinnu við húsið næstu misserin. Sjálfsagt veitist ríkisstjórninni, sem gerir ekkert til að leiðrétta stökkbreytta höfuðstóla húsnæðislána, ekki erfitt að grafa upp þessar 800 milljónir til að greiða Kínverjunum verklaunin.
Þegar er ljóst að engir peningar eru til að reka húsið en rekstrarkostnaðurinn mun nema yfir 4 milljónum á dag frá ríkinu og 4 milljónum á dag frá Reykjavíkurborg. Fróðlegt er að vita hvort rekstraraðilarnir Jón Gnarr og Jóhanna vandræðist eitthvað með það á tímum niðurskurðar.
Til hvers þá að setja 800 milljónir í þessa atvinnubótavinnu fyrir Kínverja?
Er þetta e.t.v. ein af skýringunum á því að Gylfi forseti ASÍ skuli vera alveg brjálaður þessa dagana út í ríkisstjórnina fyrir aðgerðarleysi í atvinnumálum og heimtar að engir starfsmenn upprunnir utan Evrópska efnahagssvæðisins komi að íslenskum vinnumarkaði?
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.5.2010 | 09:15
Skjaldborg um neyslulán
Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að slá upp skjaldborg um ákveðna tegund neyslulána með frumvarpi um lækkun höfuðstóls bílalána.
Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin ætlaði sér að slá upp skjaldborg um heimilin í landinu en nú hefur verið breytt um stefnu.
Íbúðareigendum er boðið upp á greiðsluaðlögun sem er hjálp í viðlögum við að komast hjá gjaldþroti og leigja íbúðirnar sem þeir missa á naðungaruppboðum. Það er skjaldborgin fyrir íbúðareigendur.
Áfram skal haldið verðtryggingunni sem hækkar höfuðstól verðtryggðu lánanna mánaðarlega þó að engin virðisauki sé í þjóðfélaginu. Verkalýðshreyfingin dásamar þetta kerfi sem er hengingaról um lífskjör launþega. Fjármálaráðherra dásamar það að við skulum hafa krónuna sem hefur rýrt launatekjur fólks og verðmæti eigna þess miðað við virði í helstu gjaldmiðlum um 80%. Þar við bætist gegndarlaus hækkun á nauðsynjavörum. Launin lækka hjá öllum nema Seðlabankastjóra
Er þetta það Nýja Ísland sem stefnt var að því að byggja upp.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2010 | 09:25
Krefjandi heilsubótarganga
Sú var tíðin að verkalýðshreyfingin stóð fyrir kröfugöngum á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Nú hvetur verkalýðshreyfingin fólk til að mæta í krefjandi heilsubótargöngu með áherslu á heilsubótina.
Þegar ég sem barn sá í fyrsta skipti kröfugöngu fyrsta maí þá er mér enn minnisstæður illa klæddur verkamaður sem hélt ásamt öðrum á kröfuborða í norðannepjunni. Hann varð í mínum huga lifandi táknmynd nauðsyn virkrar baráttu þess sem þarf að sækja sinn rétt og lífsafkomu.
Nú er öldin önnur og verkalýðsforustan hefur rofnað úr tengslum við umbjóðendur sína. Þess vegna er mun þægilegra að vera með krefjandi heilsubótargöngu en kröfugöngu 1. maí.
Það raskar ekki ró verkalýðsforustunnar þó að þúsundir félagsmanna þeirra hafi misst vinnuna og séu að missa húsin sín vegna stökkbreyttra höfuðstóla verðtryggðra og gengislána. Verkalýðsforustan krefst ekki breytinga á því en rekur harða baráttu fyrir verðtryggingunni sem sligar nú heimili verkafólks í landinu.
Í samræmi við firringu verkalýðsforustunnar þá má búast við að næst verði fyrsta maí gangan auglýst sem heilsubótar- og skemmtiganga.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 10:53
Kák
Ríkisstjórnin boðar nýja skatta og hækkaða skatta eftir atvikum. Svo virðist sem það sé ekki nákvæmlega útfært en hins vegar ljóst að ríkisstjórnin stefnir að því að skattleggja hinn vinnandi mann sem fyrst inn í atvinnuleysis- eða örorkubætur. Hvatinn til að vinna hverfur.
Skrýtið að Steingrímur J. Sigfússon sem árum saman talaði um að fjármagnsskatturinn væri allt of lágr skuli ekki vera með tillögu um að hækka hann. Hvað skyldi valda því?
Ríkisstjórnin virðist ekki sammála um neitt nema að hækka skatta en það er ekki ljóst hvaða skatta nema skatta hins vinnandi manns og skatta á bílinn hans. Skyldi þessi stefna ríkisstjórnarinnar vera til þess fallinn að draga úr atvinnuleysi eða efla markaðsstarfsemina í þjóðfélaginu?
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.9.2009 | 09:39
Fólk er enn að versla í búðunum þeirra
Egill Helgason bókmennta- og fjölmiðlamaður talaði um það í morgunþætti rásar 2 í morgun að fólk væri enn að versla í búðum þeirra feðga Jóns Ásgeirs og Jóhannesar eins og það væri rangt að gera það. Ég gat alla vega ekki skilið fjölmiðlamanninn með öðrum hætti.
Spurning er í því sambandi hvort það sé siðferðilega rangt að mati Egils Helgasonar að fólk versli í búðum þeirra Bónusfeðga eða hvort það eru aðrar ástæður sem ættu að leiða til þess.
Almenni mælikvarði neytanda er að versla með löglegum hætti þar sem hagkvæmast er að versla og kaupa þær vörur sem eru ódýrastar að þeim gæðum tilskyldum sem neytandinn leggur til grundvallar. Vill Egill Helgason að fólk noti önnur viðmið en þau?
Kjaramál | Breytt 21.12.2009 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
14.4.2009 | 21:14
Hækka skatta lækka laun.
Það var athyglivert að hlusta á Katrínu Jakobsdóttur varaformann Vinstri Grænna fjalla um framtíð velferðar- og atvinnmála á fundi frambjóðenda í Reykjavíkurkjördæmi norður. Leið varaformanns Vinstri grænna var sú að hækka ætti skatta og lækka ætti launin.
Hver er framtíðarsýn stjórnmálamanns sem heldur því fram að helsta bjargráðið í íslenskri pólitík sé að hækka skatta og lækka laun. Hafa launin ekki lækkað nú þegar um þriðjung vegna gengisfalls íslensku krónunnar?
Það var galli að Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG skyldi ekki spurð að því í þaula hvaða skatta hún vildi hækka fyrir utan fjármagnstekjuskattinn sem mun ekki skila miklu miðað við núverandi stöðu og það verður að muna það að fjármagnstekjuskattur bitnar hart á öldruðu ráðdeildarfólki.
Þá var Katrín ekki spurð um það hvað lækka ætti laun í ríkisþjónustu mikið. Ef varaformaður VG vill lækka launin um ákveðið hlutfall þá er hún líka að tala um að lækka elli- og örorkulífeyri.
Er það svona stjórnarfar sem við viljum? Ekki ég.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 3270
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3054
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson