Færsluflokkur: Kjaramál
14.11.2010 | 23:05
Tími útreikninga og kannana er liðinn. Tími aðgerða er kominn.
Undanfarið hafa um 10 Íslendingar flutt af landi brott á dag eftir því sem haft var eftir Pétri Blöndal á Bylgjunni á föstudagsmorgun. 10 manns flýja skuldafárið og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar.
Ég hef barist fyrir eðlilegri skipan lánamála um árabil þannig að verðtrygging væri afnumin en lánakjör væru svipuð og á hinum Norðurlöndunum. Vegna þess fæ ég fjölda af tölvupóstum frá fólki sem flýr og segir mér sögu sína í nýja landinu, Danmörku, Noregi eða Svíþjóð. Sögurnar eru allar keimlíkar og fólk trúir því varla að því bjóðist óverðtryggð lán með 4% ársvöxtum. Lán þar sem höfuðstóllinn lækkar við hverja afborgun. Þá segist fólkið líka hafa mun betri launakjör.
Almenn skuldaniðurfærsla, afnám verðtryggingar og gjaldmiðill sem virkar er því meðal þeirra forsendna sem verða að koma til svo að þjóðfélagið geti unnið sig út úr vandanum. Þjóðfélagssátt getur ekki tekist um neitt annað eða minna. Það er engin gjöf heldur réttmæt krafa að höfuðstólar lánanna verði leiðréttir.
Ríkisstjórnin getur ekki beðið lengur. Stund ákvarðananna er runnin upp.
Kjaramál | Breytt 15.11.2010 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2010 | 21:51
Á forsendum okursins
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar minna um margt á björgunarsveit sem kemur á slysstað þar sem hópur fólks er að drukkna og fær hóp sérfræðinga til að eyða drjúgum tíma í að reikna út hvaða bjarghringur gæti gagnast best. Meðan á því stendur drukkna nokkrir en bjögunarsveitarforinginn er ekki að velta því fyrir sér. Hún hefur fyrirfram enga skoðun eða stefnu í málinu.
Reikninefnd ríkisstjórnarinnar hefur skilað útreikningum um skuldavanda fólks og möguleg úrræði. Öll úrræðin eru reiknuð á forsendum okurþjóðfélagsins óháð því hvort um raunhæfa innheimtu er að ræða eða ekki.
Niðurstaða reiknimeistaranna er sú að það kosti um 180 milljarða að bakfæra höfuðstóla okurlána verðtryggingarinnar um 15% en það er um það bil það sem ranglega hefur verið lagt ofan á lánin á síðustu misserum. Út frá þeirri forsendu er tapið ekki annað en að skila þarf óréttmætri og siðlausri auðgun lífeyrissjóða og fjármálastofnana til baka.
Bakfærsla er alltaf erfið og þess vegna hef ég bent á þá leið að stofnaður verði neyðarsjóður og þangað renni 3% af gjöldum sem annars færu í lífeyrissjóði a.m.k. næstu 4 árin og þeir fjármunir sem þar mynduðust um 200 milljarðar yrðu notaðir til að bakfæra höfuðstóla og lánakjör til þess, sem fólk á hinum Norðurlöndunum býr við. Þá mundi neyðarsjóðurinn koma að fjármögnun Íbúðalánasjóðs á eðlilegum lánakjörum. Þá væri hægt væri að endurlána fólki vegna íbúðarkaupa á breytilegum vöxtum, óverðtryggt með sömu vöxtum og á hinum Norðurlöndunum.
Stjórnmálamenn þessa lands jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu ættu að gaumgæfa það að fólki verður ekki haldið endalaust í okursamfélaginu. Við eigum rétt á að njóta sambærlegra lífskjara og lánakjara og frændur okkar á hinum Norðurlöndunum og til þess höfum við allar forsendur ef sérhagsmunirnir eru ekki endalaust látnir ráða ferðinni.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.11.2010 | 11:27
Arkitektar og fiskvinnsla
Sama dag og fyrirtæki í kjördæmi sjávarútvegsráðherra sagði upp starfsfólki tilkynnti ráðherrann að hann ætlaði að auka fiskveiðikvótann til hagsbóta fyrir fyrirtækið svo að draga megi uppsagnirnar til baka.
Það var löngu tímabært að auka fiksveiðkvótann og gefa t.d. handfæraveiðar frjálsar. Sértækar aðgerðir eins og þær sem sjávarútvegsráðherra boðar nú orka hins vegar tvímælis og hætta er á að ekki sé gætt jafnræðis borgaranna eða ýmissa annarra reglna í atvinnu- og samkeppnismálum þegar gripið er til slíkra aðgerða. Sjávarútvegsráðherra ætti því að huga að langtímalausnum í stað þess að blekkja fólk með staðbundnum tímabundnum aðgerðum.
Óneitanlega vekur það athygli að sjávarútvegsráðherra skuli bregðast strax við þegar tilkynnt er um uppsagnir hjá Eyrarodda á Flateyri og er þar ólíku saman að jafna og viðbrögð dómsmálaráðuneytisins varðandi atvinnumöguleika arkitekta.
Talsmaður arkitekta sagði frá því sama dag og Eyraroddi tilkynnti um uppsagnir sínar að um helmingur arkitekta á landinu væri án atvinnu en á sama tíma ráðstafaði dómsmálaráðuneytið stóru verkefni, hönnun fangelsis, til danskrar arkitektastofu. Þessi framganga dómsmálaráðuneytisins er fordæmanleg. Fróðlegt verður að sjá hvort dómsmálaráðherra grípi til aðgerða í framhaldi af þessum upplýsingum. Þó ekki væri til annars en að tryggja íslenskum arkitektum sama aðgang að stórum verkefnum og dönskum.
Óneitanlega sýna þessi tvö dæmi að ekki er fylgt heilstæðri atvinnustefnu hjá ríkisstjórninni og eitt rekur sig á annars horn. Var fólk ekki að kalla á skilvirka stjórnsýslu?
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.10.2010 | 21:21
Af hverju ekki biðraðir?
Fjölskylduhjálpin, Þjóðkirkjan, Mæðrastyrksnefnd og ýmsir aðrir frjálsir velgjörðarhópar dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum til fátækra. Eðlilega myndast biðraðir vegna þess að það geta ekki allir fengið afgreiðslu í einu. Ekki frekar en í bönkum. Önnur samtök velviljaðs fólks gefur vinnu og matvæli til að þurfandi fólk fái heitan mat.
Umræðan um þetta mikla, góða og fórnfúsa velgjörðarstarf sem þessir aðilar sinna hefur verið á villigötum. Einblínt er á biðraðir og því haldið fram að svona lagi finnist ekki í nágrannalöndum okkar. Það er rangt þó að biðraðir geti þar verið með öðrum hætti. Þá er því haldið fram að þetta sé til skammar. Það er líka rangt. Það er ekki til skammar að til skuli vera fórnfúsar hendur sem vilja deila gæðum með okkar minnstu bræðrum og systrum. Þvert á móti.
Nú sjá margir ekki aðra lausn en búa til stofnun hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga nema hvort tveggja sé til að úthluta opinberum greiðum og velgjörðum. Er það endilega betra en það fyrirkomulag sem hefur þróast hér?
Sjálfboðaliðastarf í velferðarmálum leysir mikinn vanda og sparar mikil útgjöld. Það er reynsla allra þjóða sem þekkja til víðtækrar samhjálpar á þeim grundvelli. Víða er því talað um að hið opinbera veiti aðstoð og styrki til samtaka sem vinna að velferðarmálum og vinni með því með markvissari hætti og ódýrari að því að útdeila gæðum en með því að stofna opinbert apparat.
Er einhver þörf á því að eyðileggja gott og óeigingjarnt hjálparstarf á grundvelli ríkishyggjunnar í stað þess að styðja við hjálparstarfið þannig að þeir sem að því standa geti unnið enn betur. Hvort er líklegra til að gagnast betur þeim sem á þurfa að halda?
25.10.2010 | 15:59
Verkafólk mæti í vinnu einu sinni í viku.
Einhver reiknaði það út að konur ættu að hætta að vinna kl. 14.25 í dag því þá hefðu þær lokið vinnudegi sínum í samanburði við hefðbundin launamun karla og kvenna.
Mismunandi launakjör eru fyrst og fremst launamunur milli einstaklinga. Þannig þarf fiskverkakonan ekki að mæta nema 1-2 daga í mánuði í vinnuna miðað við launamun hennar og forstöðukvenna Auðar Capital. Verkamaðurinn hjá íslenska ríkinu þarf ekki að mæta nema einu sinni í viku miðað við útreikning á launakjörum hans og bankastjóra í einum af ríkisbönkunum. Þegar Kaupþingsforstjórarnir fengu sem mest þá hefði hinn almenni verkamaður og verkakona þá átt að mæta einn dag tíunda hvert ár með sama samanburði.
Um leið og ég óska íslenskum konum til hamingju með baráttu fyrir eðlilegum réttindum sínum þá minni ég á að barátta fyrir jafnri stöðu karla og kvenna er í raun og á að vera barátta fyrir jafnri stöðu einstaklinga. Mannréttindabarátta varðar eðli máls samkvæmt einstaklinga fremur en hópa í okkar samfélagi.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2010 | 14:32
ASÍ ber ábyrgð á hruninu
ASÍ og lífeyrissjóðir í vörslu forkólfa verkalýðsrekenda bera mikla ábyrgð á hruninu. Fróðlegt verður að sjá með hverju forseti ASÍ ætlar að afsaka ábyrgðarlausa þátttöku ASÍ og lífeyrissjóðanna í gróðabralli banka og fjármálasukki síðustu ára. Launafólk sem og aðrir landmenn eiga heimtingu á að Gylfi Arnbjörnsson geri heiðarlega úttekt á aðgerðum og aðgerðarleysi verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna varðandi efnahagshrunið og hrunadansinn frá aldamótum fram að hruni.
Forusta ASÍ og lífeyrissjóðafurstarnir berjast eins og grenjandi ljón gegn því að launafólki í landinu verði skilað til baka hluta þess ránsfengs sem lífeyrissjóðirnir hafa haft af launafólki með óréttmætri og siðlausri verðtryggingu lána. Gylfi Arnbjörnsson þarf að gera þjóðinni grein fyrir því á ársfundi ASÍ sem hefst á morgun hvernig sú afstaða hans og forkólfa verkalýðshreyfingarinnar samræmist hagsmunum launafólks.
Lífeyrissjóðirnir hafa tapað hundruðum milljarða á banka-sjóða- og verðbréfasukki og forustumenn þeirra höguðu sér með sama hætti og þeir útrásarvíkingar og bankamenn sem verkalýðsforustan ásakar nú um að bera ábyrgð á hruninu. Verkalýðsforustunni væri hollt að horfa á eigin spegilmynd til að sjá bjálkann í eigin augum.
Fróðlegt verður að sjá hvort verkalýðsforkólfarnir sem hittast á ársfundi ASÍ klappa á bak hvers öðrum og finna leiðir til að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um. Þá verður fróðlegt að sjá hvort þeir ætla að afsaka sig með innantómum marklausum Samfylkingarfrösum um frjálshyggju, einkavæðingu og spilavíti. Sé svo þá ættu þeir í leið að huga að því að það voru þeir sjálfir sem spiluðu hvað djarfast með lífeyrissjóðina. Það voru þeir sem helltu peningaolíunni á spilavítiseld útrásarvíkinganna og það voru þeir sem sátu í stjórnum fjármálafyrirtækja og hentu hundruðum milljarða í fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki sem og erlent verðbréfabrask.
Gylfi Arnbjörnsson og félagar í ASÍ og lífeyrisfurstarnir ættu að horfast í augu við sjálfa sig eigin ábyrgð og segja af sér og leyfa raunverulegum fulltrúum fólksins að komast að.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.9.2010 | 20:48
Horft til baka
Á sama tíma og einstaklingar eru að sligast undir okurskuldum verðtryggingar og vaxta af áður gengisbundnum lánum og atvinnulífið er í vaxandi erfiðleikum vegna óheyrilegs fjármagnskostnaðar talar Alþingi svo dögum og vikum skiptir um fortíðina.
Fortíðin hleypur ekki frá okkur hún er hluti af þeim raunveruleika sem við verðum að búa við hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar lifir fólk í núinu og gerir áætlanir fyrir framtíðina. Alþingi og ríkisstjórn er sannarlega ekki að vandræðast með þá hluti. Fortíðarvandinn er það sem hefur forgang. Samt sem áður hafa auglýsingar um nauðungaruppboð aldrei verið fleiri og greiðsluvandi jafn margra einstaklinga aldrei verið meiri.
Er ekki eitthvað bogið við svona forgangsröðun?
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.9.2010 | 22:06
Vaxtadómur
Mér þykir líklegt að Hæstiréttur kveði upp dóm í svonefndu vaxtamáli á morgun fimmtudag.
Í kvöld var kynnt árshlutauppgjör Arion banka fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2010 en skv. því er arðsemi eigin fjár yfir 17% og hagnaður bankans er tugur milljarða. Nýlega skilaði Íslandsbanki álíka uppgjöri. Það er því ljóst að bankarnir þola að fólkið í landinu búi við svipuð lánakjör og fólk í nágrannalöndum okkar.
Ég á ekki von á öðru en að Hæstiréttur staðfesti ákvæði staðalsamninga um svonefnd gengislán um vexti og hnekki héraðsdómnum hvað það varðar.
Með því að dæma neytendum í vil í þessu máli gerir það fólki og fyrirtækjum sem tóku slík lán kleyft að standa við skuldbindingar sínar og búa við lánakjör sem eru sambærileg lánakjörum sem eru í okkar heimshluta. Slíkur dómur gerir þá líka kröfu til að verðtryggðu lánin verði leiðrétt þegar í stað og rán verðtryggingarinnar verði ekki látið viðgangast lengur.
Ljóst er miðað við árshlutauppgjör bankanna að það er hægt að koma á lánakerfi á Íslandi sem býður fólki upp á sambærileg kjör og gilda í nágrannalöndum okkar. Allt annað er óþolandi og leiðir til þess að engin sátt getur orðið í þjóðfélaginu.
Þjófur verðtryggingarinnar má ekki lengur leika lausum hala og stela eignum fólksins í landinu.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.8.2010 | 21:37
Sagan af vel reknu ísbúðinni
Í sumarblíðunni um daginn fór ég að kaupa ís með lúxusdýfu fyrir ungviðið. Íssalinn minn sem rekur aðgerðarmikla ísbúð sagði mér að hann væri orðinn hálf þreyttur á að puða frá morgni og fram undir miðnætti hvern einasta dag vikunnar og þar sem hann hafði frétt að framtakssjóður Lífeyrissjóðanna ætlaði sér að fjárfesta í góðum fyrirtækjum þá hafði hann leitað hófanna að selja þeim ísbúðina svo hann gæti lifað í vellystingum praktuglega og notið árangurs erfiðis síns.
Íssalinn minn sagði mér að honum hefði verið vísað á dyr vegna þess að fyrirtækið sem hann bauð til sölu væri gott fyrirtæki sem skilaði góðum hagnaði og framtakssjóður lífeyrissjóðina væri ekki til þess að kaupa einhverjar sjoppur sem skulduðu ekki neitt. Íssalinn hafði greinilega misskilið leikreglurnar í þjóðfélaginu.
Íssalinn minn sagði að þeir hjá framtakssjóðnum hefðu sagt sér að markmið sjóðsins væri að sóa lífeyri landsmanna til að kaupa fyrirtæki sem skulduðu mikið og reka þau með bullandi hagnaði jafnvel þó engum hefði áður tekist að gera það hvorki í góðæri né illæri. Þeir hjá framtakssjóðnum vildu þannig stuðla að íslenskri atvinnuuppbyggingu, aukinni samkeppni og þjóðlegri framleiðslu.
Íssalinn minn sagðist hafa bent á að framleiðsla hans væri heldur betur þjóðleg, íslenskur ís úr íslenskri mjólk og rjóma sem helsta hráefnið, en á það hafi ekki verið hlustað. Íssalinn minn sagðist hins vegar vænta þess að vel mundi fara með þennan framtakssjóð þar sem að þeir töframenn héldu nú um sjóðinn sem alltaf hefðu skilað af sér fyrirtækjum sem þeir hefðu komið nálægt í mikilli sókn og mun verðmeiri en þegar þeir komu að þeim hvort heldur þeir hafi verið framkvæmdastjórar fyrirtækjanna eða setið í stjórn þeirra.
Íssalinn minn sagðist því sætta sig við að puða áfram og borga í lífeyrissjóðinn sinn þar sem að sjoppurekstur lífeyrissjóðanna væri mun líklegri til að skila árangri með þessum nýju stjórnendum sem að vísu aldrei hefðu þurft að taka áhættu með eigið fé heldur eingöngu með fé annarra og þeir vissu greinilega ráð til að reka nú vonlaus fyrirtæki með þeim hætti að engin hætta væri á að of mikið safnaðist í lífeyrissjóði landsmanna á næstu áratugum.
Eða voru annars lífeyrissjóðirnir ekki stofnaðir til að standa í áhætturekstri á kostnað lífeyrisþega? Voru lífeyrisþegar einhvern tíma spurðir um þetta? Hafa stjórnendur lífeyrissjóðanna ekki tapað nógu miklu nú þegar?
22.6.2010 | 18:31
Verðtrygging er verri en gengislán
Hvernig sem það er reiknað þá eru verðtryggð lán til langs tíma verri lán en gengislán þó að gengishrun verði. Sé miðað við lánstíma til 20 ára eða lengri þá kemur verðtryggða lánið verst út.
Enginn gjaldmiðill í öllum heiminum stenst sterkasta gjaldmiðli heimsins snúning. Sá gjaldmiðill er verðtryggða íslenska krónan. Þessi gervimynt, útreikningsmynt hagfræðinga sem kyndir undir verðbólgubál og stuðlar að óábyrgri lánastarsemi.
Það er einstakt að fulltrúar verkalýðsins skuli harðast verja verðtrygginguna eins og forseti ASÍ og aðrir lífeyrisfurstar. Þá er það einstök upplifun að sjá gamla komma eins og Mörð Árnason og Kristinn H. Gunnarsson sameinast í kröfunni um, að þeir sem hafa verið skornir niður úr skuldasnörunni með dómi Hæstaréttar verði hengdir upp á aðra verri þ.e. verðtryggingarsnöruna.
Verðtryggingin kann að vera lögleg en hún er algerlega siðlaus. Þegar ég settist á þing lét ég verða eitt mitt fyrsta verk að setja fram kröfu um að fólkið í landinu byggi við sambærileg lánakjör og fólk á hinum Norðurlöndunum. Athyglivert að aðilar vinnumarkaðarins, lífeyrissjóðirnir og bankarnir skyldu vera á móti því. Af hverju skyldi það vera?
Er hægt að halda uppi þjóðfélagi sem er á algjörum sérleiðum í lánamálum og gjaldmiðilsmálum?
Ég held ekki.
Kjaramál | Breytt 13.8.2010 kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring: 158
- Sl. viku: 3270
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3054
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson