Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál

Það er auðvelt að bæta þjónustuna

Fyrir nær hálfri öld var ég í New York á leið til Washington DC. Þegar ég steig út úr leigubílnum við byggingu flugfélagsins sem ég flaug með kom vörpulegur stór hörundsdökkur maður og spurði;

You flying National? Ég sagði já. Hvert sagði maðurinn og tók töskuna mína eftir að ég hafði sagt frá áfangastað og setti hana niður í stærðar hólf fyrir utan bygginguna. og það skipti engum tökum og sagði mér að hvaða hliði ég ætti að fara. Ég var kominn að brottfararhliðinu tæpum tíu mínútum eftir að ég steig út úr leigubílnum. 

Mér varð svolítið um og bjóst ekki við að sjá töskuna aftur en sá hörundsdökki var svo valdsmannslegur að ég hreyfði ekki mótmælum. Taskan skilaði sér og ég sá að þarna var bara góð þjónusta. 

Nú 50 árum síðar á tölvuöld fyndist manni að það ætti að vera einfaldara að gera hlutina á flugvöllum til þæginda fyrir farþega. Fólk ætti að geta fá send gögn til að geta innritað og losað sig við  farangur við komu að flugstöð án vafninga og engin þyrfti að fara að innritunarborði þar sem farþegar innrita sig fyrirfram og gætu gengið beint að öryggisleitinni, sem líka mætti einfalda, þar sem megin hluti farþega er ekki fólk sem þarf að vera í einhverri reikistefnu við. 

Á ferðalögum hef ég alltaf með mér krossmark, Jesú á krossinum. Það bregst sjaldan  við öryggisleit, að mér er gert að opna handfarangur og sýna krossmarkið.

Við nánari hugsun er það e.t.v. ekkert skrýtið. Jesú er sá byltingarmaður, sem hefur með kenningum sínum um frið, kærleika og að allir séu jafnir fyrir Guði þar sem Guð fari ekki í manngreinarálit ollið meira umróti og jákvæðum breytingum en nokkur annar. En að sama skapi er hann kenningar hans og kristið fólk engin ógn við flugfarþega eða flugöryggi nema síður sé.

Sú ógn kemur frá öðrum en kristnu fólki frá trúarbrögðum sem valda ógn,ófriði og ójafnvægi hvar sem er í heiminum.

 


Kristur krossfestur

Við sem trúum, að krossfesting Jesú og upprisan sé söguleg staðreynd höfum trúarsannfæringu sem Páll postuli víkur víða að í bréfum sínum sem mikilvægasta inntaki fagnaðarerindis.

 

Milljónir kristins fólks minnist pínu og krossfestingar Jesú. En útrýming kristins fólks þar sem vagga kristninnar stóð í árdaga og krossfesting einstaklinga og trúarbragðanna á þeim slóðum virðist gleymd. Engir verða fyrir meiri ofsóknum í heiminum en kristið fólk sérstaklega í Afríku og Asíu.  

Vestrænar ríkisstjórnir aðhafast ekkert. Daglegar ógnanir, morð og óeiginlegar krossfestingar kristins fólks varna þeim ekki nætursvefns. Helstu prelátar kristinna láta sem ekkert sé og gera ekkert til að koma í veg fyrir að kristið fólk í löndum Asíu eða Afríku sé hrakið frá heimkynnum sínum,smáð, nauðgað og myrt. Ekki eru farnar kröfugöngur í helstu borgum Evrópu og Bandaríkjanna til að krefjast aðgerða fyrir kristið fólk í nauð og raunverulegri útrýmingarhættu. 

Hjálparstarf Vesturlanda sinnir þessu fólki ekki. Síst hinn gjörspillti vestræni Rauði kross. Vestrænir fjölmiðlar minnast varla á stöðu kristins fólks í nauðum. Fréttastofa RÚV birtir nánast aldrei fréttir af ofsóknum á hendur kristnum t.d. í Nígeríu, Íran eða Pakistan svo fátt eitt sé nefnt.

Gleymda stríðið er stríð múslima við kristið fólk í Mið-Austurlöndum og víða í Afríku og Asíu. Vinstri sinnaða fjölmiðlafólkið kemur ekki auga á að hægt sé að kenna feðraveldinu eða nýldenduharðstjórn Vesturlanda um hörmungar kristins fólks og hefur því engan áhuga á málinu og er af óskiljanlegum ástæðum í algjöru þagnarbindindi gagnvart ógnum Íslam, morðum og hryðjuverkum um gjörvalla heimsbyggðina. 

Á þessum degi skulum við minnast pínu og krossfestingar Jesú og á sama tíma ofsókna og morða á kristnu fólki og krefjast þess að kristin kirkja og ríkisstjórnir Vesturlanda gæti að sínum minnstu bræðrum sem reynt er að útrýma um allan hinn Íslamska heim.  

 

 

 


Þrettándinn og "Guðs ríki"

Þá er runninn upp síðasti jóladagurinn 6. janúar. Þrettándinn. 

Jólin standa frá kvöldi dags 24. desember til 6. janúar vegna þess, að austurkirkjan miðaði við fæðingardag Jesú þ.6. janúar en vesturkirkjan í Róm við 24 eða 25 desember eftir atvikum. Þetta var prakstískt í markaðssókn kirkjunnar á þeim tíma og allt gott um það að segja. 

Það veit enginn hvenær ársins Jesús fæddist og ekki hvaða ár. Sennilega hefur hann fæðst 4 til 12 árum fyrr en miðað er við. En þetta skiptir ekki máli í sjálfu sér því helgisagan er jafnfalleg eftir sem áður og færir boð kristinnar trúar um frið og fyrirgefningu.  

Á Spáni er þetta helsti dagur jólanna og kallaður dagur vitringanna (konunganna) en vitringarnir tóku í helgisögnum smám saman á sig mynd konunga. Jarðneskar leifar þeirra eru sagðar vera í dómkirkjunni í Köln. En Marco Polo taldi sig hins vegar vita hvar þær voru um 1300 e.kr. þar sem hann hafði rekist á grafhýsi þeirra í Íran, á ferð sinni til Kína. 

Hvað sem líður trúverðugleika þessa þá skiptir okkur mestu þær staðreyndir, að Jesús fæddist, starfaði,gerði kraftaverk,flutti boðskap mannkærleika, friðar og fyrirgefningar og var tekinn af lífi með krossfestingu og það sem mestu máli skiptir. Reis upp frá dauðum, en með því var  staðfest fyrirheit Guðs um fyrirgefningu synda og eilíft líf fyrir trú og góð verk. 

Við skulum því kristið fólk njóta þess að eiga sameiginlega trúarhátíð um jól,  sem á að minna okkur á grundvöll kristinnar trúar m.a. það, sem hefur týnst í umræðunni um aldir. Umræðan um "Guðs ríki", sem Jesús boðaði. "Guðs ríki" á jörðu: Hvað er það? Hvenær kemur það? Hvernig er það? 

 


Hjátrú. Breytingar og ómumbreytanleikinn

Daninn Niels Bohr var heimsfrægur vísindamaður og vann á sínum tíma Nóbelsverðlaun í eðlisfræði. Hann var eins og vísindamenn þess tíma mjög ákveðinn  raunsæishyggjumaður. En jafnvel þeir eru ekki alltaf samkvæmir sjálfum sér.

Sú saga er sögð af Niels Bohr að hann hafi haft skeifu hangandi yfir útidyrunum í sumarbústaðnum sínum. Gestur sem kom til hans lýsti undrun sinni á að þetta tákn hjátrúar skyldi vera þar og spurði Bohr: “Hvernig getur þú sem náttúruvísindamaður trúað því að svona hlutur færi þér hamingu?”

Nú sagði Bohr "ég trúi nú ekki á það en mér er sagt að skeifan færi manni hamingju jafnvel þó maður trúi ekki á hana.” Gamlir hlutir og gamlir siðir breytast seint.

Flestir reka sig á það, að það sem þeir töldu auðvelt að breyta meðan þeir voru ungir var það alls ekki. Þannig er það og þannig hefur það verið oft sem betur fer, en líka oft því miður, þá tókst ekki að gera góða hluti vegna tregðu og ótta við breytingar.

Á gröf biskups í Bretlandi er eftirfarandi texti sem tjáir þessa hugsun mjög vel. Þessi grafskrift er svohljóðandi:

“Þegar ég var ungur og frjáls og ímyndun mín átti sér engin takmörk, dreymdi mig um að breyta heiminum. Þegar ég varð eldri og vitrari uppgötvaði ég að heiminum yrði ekki breytt svo ég breytti ætlun minni dálítið og ákvað að breyta aðeins landinu mínu. En það virtist líka vera óumbreytanlegt. Þegar ég varð gamall þá reyndi ég í örvæntingu að gera síðustu tilraun og ákvað nú að breyta aðeins fjölskyldu minni, en það tókst ekki heldur. Núna þegar ég ligg banaleguna hef ég uppgötvað að hefði ég aðeins breytt sjálfum mér fyrst, mundi ég sem fyrirmynd hafa breytt fjölskyldu minni. Með því að vekja áhuga hennar og fá stuðning hennar hefði ég síðan getað breytt landinu mínu til hins betra og hver veit. Ég gæti jafnvel hafa breytt heiminum."


Friður og fyrirgefning

Boðskapur helgisagnar Lúkasarguðspjalls um fæðingu Jesú er friðarboðskapur. Í þeirri frægu bók Útópía þar sem höfundur lýsir fyrirmyndarlandinu er helsta keppikeflið að ná fram friði og einu sigurgöngurnar sem haldnar eru í Útópíu eru sigurgöngur vegna þess að náðst hefur að semja um frið og hætta að stríða.

Ísland verður að gæta þess á nýju ári að vera í forustu þjóða, sem berjast fyrir friði og leysa vandamál með samningum en ekki ófriði. 

Svo virðist, sem að hinn kristni heimur líði mikið fyrir að hafa gleymt fyrirgefningunni sem Jesús boðaði. Fólk ætti að muna hvað Jesús gerði þegar bersynduga konan var leidd fram og Jesús spurður hvort ekki væri rétt að grýta hana til bana. Jesús svaraði "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini í hana".

Þá gengu allir burtu öldungarnir fyrst. Jesús spurði konuna áfelldist engin þig. Nei sagði hún. Ég áfellist þig ekki heldur sagði Jesús. 

Þarna var um dauðasynd að ræða skv. lögmálinu, en Jesús fyrirgaf hann áfelldist ekki. Hann gefur öllum tækifæri til að snúa frá villu síns vegar og koma til hans fyrir trú og góð verk. Við skulum muna þetta áður en við grípum til fordæmingar.

Tileinkum okkur þennan meginboðskap

Því miður virðist þessi meginboðskapur kristinnar trúar um fyrirgefninguna hafa gleymst jafnvel í meðförðum kirkjunnar sjálfrar á undanförnum árum. 

Kristið fólk má ekki gleyma því inntaki kristinnar trúar sem er friður og fyrirgefning. Sigurganga jólaboðskaparins felst í þeirri boðun.

Gleðileg jól.

 

 


Ómerkir spámenn

Í dag byrjar gleðileikur loftlagskirkju Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Kommúnistinn Guterres aðalritari SÞ mun segja þáttakendum, enn einu sinni, að jörðin sé að farast. Raunar ætti hún að vera farin fyrir löngu skv.spám kardínála loftslagskirkjunnar.

Íslenska ríkið sendir að venju fámenna sendinefnd ekki nema 84 segir forsætisráðherra. Hvað skyldi nú hálfsmánaðardvöl í Dubai á lúxushóteli og ferðir fram og til baka kosta fyrir 84. Eins og fyrri daginn þurfum við ekki að spara. Fjármálaráðherra sér um sína.

1989 lýsti yfirmaður umhverfismála hjá SÞ því yfir að það væru þrjú ár sem við hefðum til að vinna eða tapa baráttunni um loftslagið.  

Al Gore spáði árið 2006 að fyrir 2016 yrði ekki hægt að koma í veg fyrir hamfarahlýnun og bráðnun íshellu heimskautanna, ef bruni kolefnaeldsneytis yrði ekki minnkuð gríðarlega. Því miður hefur hún aukist. Ekkert hefur samt gerst 

Í júlí 2009 sagði Karl Bretakóngur að við ættum 96 mánuði eftir með sama áframhaldi á bruna jarðefnaeldsneytis. Þegar það rættist ekki, þá uppfærði hann spána og sagði í júlí 2019 að við ættum ekki nema 18 mánuði eftir þ.e til janúar 2021. Mikill spámaður Kalli kóngur. 

Gréta Túnberg sem varð svo fræg fyrir að skrópa í skólanum, að Evrópuþingið fékk hana til að messa um loftslagsmál. Þar sagði hún að húsið væri að brenna og komið að hruni. Sama boðskap hafði hún fram að færa um haustið á þingi SÞ og kommúnistinn Guterres fagnaði henni sem spámanni aldarinnar. 

Hugsið ykkur dómgreind stjórnmálamanna í Evrópu og á þingi Sameinuðu þjóðanna að fá 16 ára stúlku, sem ekkert hefur lært og hefur enga sérstaka hæfileika eða þekkingu til að messa yfir sér og hvað þá að taka hana í Guða tölu eins og Guterres gerði.

Allir spádómarnir eru sama marki brenndir. Þeir eru rangir. Samt er enn siglt upp með loftslagsráðstefnu SÞ í 28 sinn og engum af þeim 70 þúsund sem á ráðstefnunni sitja munu spyrja óþægilegra spurninga. Það kæmi þeim illa að gera það. Þannig er tjáningarfrelsið á tímum hinna nýju trúarbragða. 

Ekki skal dregið í efa að æskilegt er að draga úr útblæstri kolvísýrings og það hafa Evrópuríkin gert á þessari öld. 

Á sama tíma hefur Kína þrefaldað útblástur sinn. Þeir úr loftslagskirkjunni, sem er í raun annt um málsstaðinn ættu því að beina sjónum sínum að Kína og mæta í mótmælagöngur á torgi "hins himneska friðar" í Peking. Gréta Túnberg ætti að leiða þær mótmælastöður sé henni annt um sannleikann og framtíðina. En það mun hún ekki gera vegna þess að það hentar ekki í kommúnistaríki þar sem Gréta Túnberg hefur lýst því yfir að loftslagsváin sé samkeppnisþjóðfélaginu, kapítalismanum að kenna.

Þá gengur ekki að mótmæla í Kína heldur andskotast í Evrópu þar sem stjórnmálaleiðtogarnir eru með aðgerðum sínum í loftslagsmálum og annarri fíflsku að eyðileggja lífskjör almennings og dragast aftur úr öðrum heimshlutum.

Sennilega er komið að því sem Steinn Steinar sagði í ljóði sínu Passíusáslmur nr. 51 að breyttum breytanda.

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna ekki meir ekki meir nú er nog komið og meira en það af fáránleika og fíflsku.

 

 

 


Um hvað reiddust goðin?

Fyrir 1000 árum meðan rökhyggja og ályktunargáfa var í heiðri höfð sýndi Snorri goði Þorgrímsson fram á fánýti trúarlegrar dulspeki með einni setningu þannig að engin mælti í mót.

Tillaga var á Alþingi að kristni yrði lögtekin. Þá kom maður úr Ölfusi og sagði að jarðeldur væri kominn upp og rynni hraunið í átt að jörð og híbýlum eins hálfkristna goðans. Heiðnir menn hlupu þá upp og sögðu þá ljóst, að goðin væri reið yfir því að úthýsa ætti þeim fyrir Hvíta Krist. 

Snorra goða Þorgrímssyni, sem þá þótti með mestu vitmönnum landsins, varð þá að orði: Um hvað reiddust goðin þá, er rann hraunið, er nú stöndum vér á. Heiðnir menn reyndu ekki eftir þessi orð að halda fram að goðin hefðu eitthvað með staðsetningu jarðelda að gera.

Nú er öldin önnur og 70.000 ráðstefnugestir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) eru að týnast til Dubai í flugi á einkaþotum eða áætlunarflugi, til þess að fjalla um hvað eigi að gera til að blíðka loftslagsgoðin svo þau útrými ekki öllu lífi á jörðinni.

Hinir sanntrúuðu um ofurhlýnun af mannavöldum hafa bent á mörg dæmi álíka og heiðnir menn gerðu á Alþingi hinu forna árið 1000 um kennileitin sem sýna eiga fram á reiði loftslagsgoðanna.

Fyrir ári snjóaði lítið í Alpana. Fjölmiðlar um allan heim tóku það ítrekað upp og sögðu að skíðaferðir mundu leggjast af þar sem ekki mætti búast við því í heimi hlýnunarinnar að það snjóaði framar í Alpana. 

En náttúran er söm við sig og nú hefur snjóað meira í norðurhlíðar Alpana en í langan tíma og ýmis skíðasvæði opin sem hafa ekki verið það lengi. Það breytir engu fyrir trúaða í Dubai ólíkt heiðnum mönnum á Alþingi forðum, sem virtu rökhyggju. 

Hér á árum áður var jafnan greint frá því að veður mundi vera hlýrra og með nokkrum öðrum hætti vegna náttúrufyrirbrigðisins El Nino í Kyrrahafi sem kemur með nokkurra ára millibili. En það hentar ekki loftslagsfræðunum að segja frá því þegar kröftugur El Nino er í gangi eins og verið hefur. Það rýrir hugmyndafræðina um að maðurinn stjórni veðrinu.  

Trúarbrögð og billjóna dollara hagsmunir láta ekki að sér hæða og því er haldið áfram að hræða almenning með einhliða áróðri hefðbundinna fjölmiðla og stjórnmálastéttarinnar. Skattgreiðendur og neytendur bera kostnaðinn af hátíðahöldum hinna 70 þúsund útvaldra í Dubai, en það eru þó smámunir miðað við það sem stjórnmálamenn í Evrópu ætla að skattleggja neytendur og framleiðendur vegna trúarinnar á hinn almáttuga mann, sem getur með aðgerðum sínum stjórnað veðri á jörðinni.  

Svor rammt kveður að ruglinu og frávikinu frá vísdómsorðum Snorra goða að öfgaloftslagssamtök í Bretlandi hyggjast nú stefna fjölmiðlum fyrir alþjóðlegan glæpadómstól (sem fæst við glæpi gegn mannkyninu)  vegna þess að fjölmiðlarnir leyfa sér að benda á staðreyndir um loftslagsmálin. 

Að sjálfsögðu má ekkert skyggja á velferð veislunnar í Dubai og áframhald þess að hin vita gagnslausu samtök Sameinuðu þjóðirnar, sem mega muna sinn fífil fegri, geti haldið áfram að þyrla upp moldviðri til hagsbóta fyrir hina 70.000 útvöldu og billjónamæringana,sem græða ótæpilega á ruglinu.

 


Hvika þá allir

Falleg stytta, sem verið hefur borgarprýði í tæp 70 ár, af öldruðum manni,sem heldur í hönd ungs drengs þykir ekki lengur hæf til að vera fyrir almenningssjónum og best sé að hola styttunni ofan í kjallara. Þetta upplýsti Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjór og sagði að samstaða hefði verið í borgarráði um baráttuna gegn styttunni.

Styttan er af afkastamesta og ástsælasta æskulýðsleiðtoga Íslands, sr. Friðrik Friðrikssyni, sem gekkst fyrir stofnun KFUM og íþróttafélaganna Vals og Hauka svo nokkuð sé nefnt. Auk þess samdi hann mikið af þekktustu trúarljóðum ungs fólks.

Það er dapurlegt, að stjórnendur Reykjavíkur skuli ákveða að kasta styttunni vegna ósannaðra ávirðinga og harla ólíklegra í þokkabót,sem hafðar eru eftir ónafngreindum einstaklingi. Þessi aðför að einum merkasta og mætasta manni íslensks þjóðfélags er óboðleg og hvað gekk fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til, að standa að þessari aðför að æru og virðingu sr. Friðriks Friðrikssonar, vegna órökstuddra ósannaðra ávirðinga?

Eftir stendur þessi samþykkt þeim öllum til skammar sem að henni stóðu, en góð minning um sr. Friðrik Friðriksson mun lifa. 


mbl.is Samstaða um styttuna af séra Friðriki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhuga Framsóknarflokkur

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins ritaði ágæta grein í Morgunblaðið s.l. laugardag, þar segir m.a. " Staðreyndin er sú að um þessar mundir er orkuvinnslukerfi landsins fullnýtt og skortur á orku er farinn að valda vanda."

Af hverju búa Íslendingar, sem eiga gnógt vistvænnar orku við orkuskort? Vegna þess, að engin vatnsaflsvirkjun hefur verið gerð á 7 ára valdatíma samstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðis og VG  eða fyrirhuguð vegna þvergirðingsháttar VG.

Á 7 ára valdatíma ríkisstjórnarinnar hafa ráðherrar orkumála ekki hreyft af alvöru hugmyndum um stórar vistvænar virkjanir, sem brýn þörf er á sbr. ummæli þingflokksformannsins. 

Stórhugur þingflokksformannsins er þó ekki meiri en svo, að hún bendir á þá leið, að kanna hvort ekki sé hægt að stækka smávirkjanir. Sú tillaga er góðra gjalda verð, en dugar þó hvergi. 

Nauðsyn ber til að koma í veg fyrir áframhaldandi orkuskort og tryggja að myndarlega verði tekið á í orkumálum til að skapa atvinnu- og framfarasókn þjóðarinnar. Nýta verður hagkvæma virkjunarkosti. Það getur ekki orðið að veruleika meðan sértrúarsöfnuður VG situr í ríkisstjórn. 

Þjóðin verður því að losna við VG úr ríkisstjórn ef koma á í veg fyrir vaxandi orkuskort í landinu.


Landsins forni fjandi

Ertu kominn landsins forni fjandi, orti þjóðskáldið sr. Matthías Johcumson um páskana 1888 þegar hann sá, að hafís var kominn inn á Eyjafjörð. Um aldir hafa helstu náttúrulegu óvinir þjóðarinnar verið Jarðeldar,kuldar og hafís.

Jarðeldar hafa ítrekað opnast á Reykjanesi, en staðið stutt án þess að valda tjóni. Íslenska þjóðin hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi um langa hríð, að jarðeldar hafa ekki valdið tilfinnanlegu tjóni ef undan er skilið gosið í Vestmannaeyjum.

Náttúruöflin eru aldrei stöðug og nú skelfur jörð á Reykjanesi, sem gæti boðað alvarlegra gos en hingað til. Vonandi verður það ekki. Vísireglan er sú hvort sem okkur líkar betur eða verr, að líkur eru á að þar sem einu sinni hefur gosið, gjósi aftur. 

Við erum vanmáttug gagnvart jarðskjálftum,eldgosum og öðrum umbrotum náttúrunnar. Þessvegna skiptir máli fyrir þjóð, sem má vænta þess að þurfa að takast á við óblíð náttúruöfl með reglubundnu millibili, að hún gæti aðhalds og sparnaðar, til að hafa eitthvað fyrir sig að leggja þegar náttúruvá verður. 

Þess höfum við ekki gætt á umliðnum árum, eb eytt um efni fram og hent peningum í gáleysislega í hluti sem okkur koma ekki við eða getum ekkert gert í. 

Við eyðum um 40 milljörðum á ári í gerviflóttamenn sem okkur koma ekki við og fórnum milljörðum vegna loftslags trúarinnar.

Hlýnun eða hitar hafa aldrei verið vandamál á Íslandi. Þessvegna er það vægast sagt skondið að umhverfisráðherra skuli standa fyrir viðamikilli gríðarlega kostnaðarsamri skýrslugerð um  hættu Íslands af hlýnun. Sjálfsagt ágætis heilaleikfimi fyrir háskólafólk, án efa jafn gagnleg og deilur háskólaspekinar á umliðnum öldum um það hvort Jesús hefði verið krossfestur á fimmtudegi eða föstudegi. 

 

Kólnandi veður og hafísþök eru raunveruleg vandamál. Þess vegna var sagt og hefur iðulega verið sagt, að Ísland sé á mörkum hins byggilega heims. Þannig var það iðulega þegar hafísinn lagðist að landi og eldgos komu í veg fyrir að það sæist til sólar á Suðurlandi langtímum saman. 

Náttúrulegar ógnir eru víðfeðm eldgos og kuldi og við þurfum að undirbúa okkur undir að bregðast við því allt annað er þjóðfjandsamlegt.


Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 917
  • Sl. sólarhring: 1049
  • Sl. viku: 5551
  • Frá upphafi: 2469216

Annað

  • Innlit í dag: 814
  • Innlit sl. viku: 5087
  • Gestir í dag: 755
  • IP-tölur í dag: 722

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband