Leita í fréttum mbl.is

Stórhuga Framsóknarflokkur

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins ritaði ágæta grein í Morgunblaðið s.l. laugardag, þar segir m.a. " Staðreyndin er sú að um þessar mundir er orkuvinnslukerfi landsins fullnýtt og skortur á orku er farinn að valda vanda."

Af hverju búa Íslendingar, sem eiga gnógt vistvænnar orku við orkuskort? Vegna þess, að engin vatnsaflsvirkjun hefur verið gerð á 7 ára valdatíma samstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðis og VG  eða fyrirhuguð vegna þvergirðingsháttar VG.

Á 7 ára valdatíma ríkisstjórnarinnar hafa ráðherrar orkumála ekki hreyft af alvöru hugmyndum um stórar vistvænar virkjanir, sem brýn þörf er á sbr. ummæli þingflokksformannsins. 

Stórhugur þingflokksformannsins er þó ekki meiri en svo, að hún bendir á þá leið, að kanna hvort ekki sé hægt að stækka smávirkjanir. Sú tillaga er góðra gjalda verð, en dugar þó hvergi. 

Nauðsyn ber til að koma í veg fyrir áframhaldandi orkuskort og tryggja að myndarlega verði tekið á í orkumálum til að skapa atvinnu- og framfarasókn þjóðarinnar. Nýta verður hagkvæma virkjunarkosti. Það getur ekki orðið að veruleika meðan sértrúarsöfnuður VG situr í ríkisstjórn. 

Þjóðin verður því að losna við VG úr ríkisstjórn ef koma á í veg fyrir vaxandi orkuskort í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Jón;

Ég held, að ályktun þín af alvarlegri stöðu orkumálanna, sé rétt.  Hún er í boði vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sem er í aðstöðu til að gera þvergirðingshátt sinn gildandi.  Stjórnmálaflokkur, sem vílar ekki fyrir sér að valda landsmönnum stórfelldu fjárhagstjóni og vandræðum, jafnvel þótt slíkt þýði aukna koltvíildislosun, á ekkert erindi í ríkisstjórn, er óstjórntækur.  

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins skynjar vandann, styður endurskoðun á skaðlegum lögum um nýtingu og vernd orkukosta, en sú endurskoðun virðist aðeins eiga að snúast um hækkun á efri mörkum smávirkjana, 10 MW.  

Fyrirmyndin að þessari ólánlegu lagasetningu í Noregi hefur verið afnumin.  Lög, sem ekki virka til heilla í Noregi, geta ekki verið gagnleg á Íslandi, eða hvað ?

Bjarni Jónsson, 13.11.2023 kl. 10:17

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mikið rétt hjá þér.

Annars held ég að VG þurkist út í næstu kosningum og er

það bara hið besta mál og enginn eftirsjá af neinu þessu liði

sem þar er um borð. Bara stórskaðað þjóðina.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.11.2023 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 3079
  • Frá upphafi: 2294757

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 2808
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband