Færsluflokkur: Trúmál
16.10.2013 | 23:57
Eigi leið þú oss í freistni
Fyrir mörgum árum hætti ég að biðja Faðir vorið með þeim hefðbundna hætti að segja "eigi leið þú oss í freistni" Mér fannst það rökleysa að algóður Guð leiddi fólk í freistni. Eðlilegra væri að segja í staðinn: "Forða oss frá að falla í freistni." Í sjálfu sér gat þetta fallið undir meðfæddan þvergirðingshátt minn. En nú telja fleiri að hefðbundin þýðing Faðir vorsins sé röng af sömu ástæðum.
Frá því er sagt í dag að Rómversk kaþólska kirkjan hafi leiðrétt frönsku þýðinguna á Faðir vorinu þar sem segir "og leið oss eigi í freistni" og fallist á að það gæti skilist með þeim hætti að Guð geti valdið því að fólk ánetjaðist freistingum eða yrðu þeim að bráð, í stað þess að hjálpa okkur að þræða þrönga veginn dyggðarinnar.
Á enskri tungu er breytingin þessi: Í staðinn fyrir að segja "And don´t submit us to temptation" skal segja "And don´t let us enter into temptation." Þessi breyting verður sett í nýja franska þýðingu Biblíunnar sem Vatíkanið hefur samþykkt. Páfadómurinn hefur því ákveðið að taka undir ofangreindan þvergirðingshátt hvað varðar Faðir vorið.
Skyldi hin evangelíska Lútherska kirkja á Íslandi samþykkja þessa sjálfsögðu breytingu á Faðir vorinu?
Þannig breytt yrði sagt. "Forða oss frá að falla í freistni og forða oss frá illu." Er það ekki rökrétt ákall eða bæn til hins algóða Guðs sem allt hið góða er komið frá?
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.10.2013 | 00:33
Íslam, kaþólikar, Franklin Graham og þjóðkirkjan.
Múhameðstrúarmenn, kaþólikar og Franklin Graham prédikari á hátíð vonar eiga það sameiginlegt að þeir eru á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Þeir eru að sjálfsögðu frjálsir að hafa þessa skoðun og njóta skoðana- og málfrelsis. Samt sem áður amast ýmsir bara við því að Franklin Graham fái að tjá þessar skoðanir sínar jafnvel þeir hinir sömu berjist fyrir byggingu Mosku í Reykjavík.
Laugarnessöfnuður sem stýrt er af Samfylkingarklerknum Bjarna Karlssyni hefur ítrekað sent frá sér ályktanir þar sem íslensk alþýða er vöruð við villutrúarmanninum Franklin Graham en lengra nær þjóðfélagsbarátta safnaðarins ekki. Tvískinnungshátturinn sést best á því að á sama tíma og verið er að mótmæla Franklin Graham vegna skoðana hans þá berst sóknarpresturinn fyrir að söfnuður byggi Mosku til að halda fram sömu skoðunum hvað samkynhneigða varðar með hatrammari hætti en Franklin Graham.
Á sama tíma og Samfylkingarklerkar þjóðkirkjunnar voru að sjóða saman ályktunartillögur gegn Franklin Graham og biskupinn yfir Íslandi að afsaka tilveru sína við hlið hans voru hundruðir kristins fólks drepið annas vegar í Nairobí í Kenýa og hinsvegar í kirkju í Pakistan.
Samfylkingarklerkarnir í Laugarnessókninni og biskupinn yfir Íslandi hafa ekkert um þessi morð að segja. Þar er um líf og dauða að tefla. Þetta kristna fólk fékk ekki að njóta þeirra mannréttinda sem er forsenda annarra mannréttinda, rétturinn til lífs.
Er ástæða til þess að skattgreiðendur hafi þetta fólk lengur í vinnu?
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
1.9.2013 | 23:58
Barátta Jóns Gnarr gegn Guði
Jón Gnarr hefur hafið baráttu gegn æðra mætti, sem hann nefnir Guð óháð því hvaða trúarbrögð eiga í hlut. Hann segir að Íslamistar, Ameríkanar og Rússar tali mikið um Guð, drepi og undiroki í nafni Guðs. Þá segir hann líka að trú á Guð leiði til geðveiki og heimur án trúarbragða væri miklu betri og öruggari.
Þessi ummæli hafa fengið feiki góðar viðtökur og m.a. dæmi um að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lýst velþóknun á þessu nýjasta rugli borgarstjórans.
Fólki er frjálst að trúa því sem það vill eða trúa ekki neinu ef það vill. Jón Gnarr er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti sem ákveður að berjast gegn Guði. Það er hans mál. Hins vegar er miður þegar menn byggja skoðun á staðreyndavillum eins og borgarstjóri gerir.
Rússar og Bandaríkjamenn tala ekki mikið um Guð og heyja ekki stríð og undiroka þjóðir í nafni Guðs. Íslamistar eru trúarbragðahópur. Sú skoðun að trú á Guð leiði til geðveiki er dæmi um algera kerlingarbók dragdrottningarinnar Jóns Gnarr. Í þriðja lagi þá hafa stríð á síðari tímum sjaldan verið háð í nafni Guðs eða þjóðir undirokaðar í nafni hans. Þó margt vont hafi verið gert í nafni trúarinnar af spilltum leiðtogum þá jafnast það ekkert á við illvirki guðleysingja sem hafa iðulega stjórnað för.
Stalín, Hitler og Djengis Khan og fjölmargir aðrir illvirkjar í mankynssögunni voru trúleysingjar. Allir fóru þeir í stríð á öðrum forsendum en Guðlegum. Allir drápu þeir milljónir manna. Heimurinn var hvorki góður né öruggur þegar þeir trúleysingjarnir Stalín og Hitler voru upp á sitt besta. Satt að segja hefur hann aldrei verið jafnslæmur og hættulegur.
Sem betur fer kallar trú og leit að æðra mætti á það besta hjá langfelstum sem þess leita. Í sögu Evrópu geta menn lesið um það hvernig trúin varð þess valdandi að á 200 ára tímabili hernaðar í álfunni þá fékk almenningur að vera í friði. Stríð var á milli herja. Þeir trúleysingjarnir Stalín og Hitler ásamt öðrum illvirkjum breyttu þessu af því að þeir höfðu ekki neina trúarlega staðfestu og drápu a.m.k. meir en 20 milljónir almennra borgara í nafni sjálfskipaðs almættis stefnu og yfirburða kynþátta.
Fram að þessu hefur fyrirbrigðið í stóli borgarstjóra aðallega veist að kristninni, en nú er hann kominn í baráttu við öll trúarbrögð. Miðað við ruglingslega delluframsetningu í stuttum pisti hans gæti hann talið að þetta verði honum til framdráttar til að ná endurkjöri.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
21.8.2013 | 10:35
Syndir feðranna
Afleiðinar rangra ákvarðana koma iðulega ekki fram fyrr en áratugum eftir að þær eru teknar.
Opinberuð hafa verið skjöl sem sýna fram á skipulagningu CIA og bresku leyniþjónustunnar í valdaráni hluta Íranska hersins og síðar keisara Íran gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Afleiðingar þessarar röngu ákvörðunar komu fyrst í ljós rúmum tveim áratugum síðar. Mohammad Mossaddeq sem þá var forsætisráðherra og forustumaður lýðræðissinna í landinu var hnepptur í stofufangelsi og var haldið föngnum til dauðadags 14 árum síðar án dóms og laga.
Skipulagning og stjórn valdaránsins fór fram í bandaríska sendiráðinu í Teheran og barnabarn Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta var lykilmaður CIA á vettvangi og stjórnaði aðgerðum. Truman Bandaríkjaforseti var vinveittur Mossaddeq og hafnaði því að gripið yrði til aðgerða gegn honum. Hann var að því leyti framsýnni en eftirmaður hans hershöfðinginn Eisenhower.
Bretar nýttu olíulindir í Íran og greiddu nánast ekkert fyrir það. Mossadegh þjóðnýtti olíulindirnar í þágu írönsku þjóðarinnar. Það var meira en alþjóðlega olíuauðvaldið og Bretar gátu þolað. Lýðræðissinnarnir í Íran treystu á að Bandaríkin mundu veita þeim lán og kaupa olíu frá Íran. Truman stjórnin reyndi að miðla málum og var jákvæð lýðræðisöflunum. En bandarísk olíufyrirtæki stóðu síðar að viðskiptabanni á Íranska olíu ásamt öðrum stórum olíufyrirtækjum. Svo langt gekk barátta olíuauðvaldsins að beitt var m.a. hafnbanni og fallbyssubátum.
Barátta Mosaddeq fyrri sjálfstæði Íran og gegn alþjóðlega olíuauðvaldinu sem og aðgerðir Bandaríkjanna og Breta til að hrekja hann frá völdum hefur gert hann að frelsishetju Íran. Mossaddeq var ákveðinn lýðræðissinni og nokkru fyrr og á hans tíma fór fram mikil hugmyndafræðileg þróun og umræður Shia múslima í Íran. Í framhaldi af valdaráninu var komið í veg fyrir lýðræðisþróun í landinu. Trúarlegir harðlínumenn tóku völdin meðal andspyrnumanna og náðu þeim síðan með valdatöku Khomenis 1973 þá var áfram girt fyrir lýðræðisþróun í landinu.
Afleiðingar valdaráns Breta og Bandaríkjamanna í Íran kom í veg fyrir jákvæða lýðræðislega og trúfræðilega þróun í Íran. Íran væri líklega helsti bandamaður Bandaríkjanna í dag hefðu Bandaríkjamenn ekki brugðist lýðræðishugsjóninni á örlagastundu.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2013 | 22:55
Sóknarnefnd og sóknarprestur Laugarneskirkju sjá ljósið.
Sóknarnefnd og sóknarprestur Laugarneskirkju sjá sérstaka ástæðu til að álykta gegn aðkomu þjóðkirkjunnar að komu Franklin Graham til landsins vegna afstöðu hans til samkynhneigðar. Sagt er frá því að umræður á fundinum hafi verið ítarlegar.
Sóknarpresturinn í Laugarneskirkju hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hann varð sér til skammar með hrópum og skrílslátum í héraðsdómi Reykjavíkur auk þess sem hann krafðist að sr. Geir Waage yrði vikið úr embætti vegna skoðana sr. Geirs. Þá lýsti sr. Bjarni yfir þeirri girnd sinni að berja þáverandi lögmann en núverandi alþingismann Brynjar Níelsson vegna þess að hann var honum ósammála. Ekki er vitað til að sóknarnefnd Laugarneskirkju hafi þótt þessi atlaga sr. Bjarna að tjáningarfrelsinu og girnd til að brjóta hegningarlögin vera fundar eða ályktunar hvað þá ítarlegrar umræðu virði.
Afstaða Franklin Graham til samkynhneigðra raskar hins vegar ró og makindum sr. Bjarna og sóknarnefndar hans.
Mér er nær að halda að sóknarnefnd Laugarneskirkju og presturinn viti harla lítið um Franklin Graham.
Ég er ósammála Franklin Graham í veigamiklum málum. Afstaða hans til samkynhneigðar vegur þar ekki þyngst. Franklin Graham studdi innrás Bandaríkjanna í Írak. Hann hefur vegið að Obama forseta vegna trúarskoðana þó hann hafi beðið hann afsökunar síðar. Hann hefur haldið fram dæmalausum hlutum um ýmis önnur trúarbrögð auk ýmissa rangfærslna og margs annars sem ég er andvígur trúfræðilega. Þá hefur hann oftar en einu sinni eins og sr. Bjarni snúist eins og pólitískur vindhani.
Þrátt fyrir það tel ég eðlilegt að Franklin þessi fái að tjá skoðanir sínar og þjóðkirkjan beri sig ekki að vingulshætti með að segja sig frá þáttöku í þessari vonar uppákomu. Sjálfur ætla ég að hlusta á Franklin Graham ef ég á þess kost þó ég sé honum ósammála í veigamiklum atriðum.
Sóknarnefndin í Laugarneskirkju ætti að muna eftir orðum sem franska skáldinu og heimspekingnum Voltaire eru eignuð: " Ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég er tilbúinn að fórna lífi mínu til að þú fáir að halda þeim fram."
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
26.12.2012 | 01:05
Ofsóknir
Í fyrstu miðstöðvum kristinnar trúar í Mið-Austurlöndum er talin hætta á að kristnir söfnuðir þurkist út. Kristið fólk býr við meira hatur og ofsóknir en nokkur annar trúarhópur. Meira en helmingur kristins fólk í Mið-Austurlöndum hefur flúið eða verið drepið á síðustu áratugum.
Stjórnmálamenn í kristnum löndum hafa leitt hjá sér ofsóknir sem kristið fólk sætir í Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum. Í nýlegri skýrslu Civitas segir að stjórnmálamennirnir séu hræddir við að taka á þessum ofsóknum af ótta við að vera kallaðir "rasistar".
Þeir sem snúast frá Íslam til kristinnar trúar eiga það á hættu að vera drepnir í Saudi Arabíu, Máritaníu og Íran og geta búist við hörðum refsingum í öðrum löndum í Mið-Austurlanda. Í skýrslu Civitas segir að um 200 milljónir kristins fólks eða einn af hverjum 10 búi við ógn, refsingar, kúgun eða þjóðfélagslegt ójafnrétti vegna trúar sinnar.
Það er brýnt að afhjúpa glæpi og brot á mannréttindum gagnvart kristnu fólki. Það ætti að vera pólitískt forgangsverkefni. Sú staðreyn að svo er ekki segir okkur sérstaka sögu um skrýtinn fórnarlambakúltúr sem hefur hreiðrað um sig á Vesturlöndum og í Bandaríkjunum.
Því má ekki gleyma að trúfrelsi-skoðanafrelsi er grundvöllur og undirstaða almennra mannréttinda.
Við sem höldum upp á mestu trúarhátíð kristins fólks þessa daga ættum að minnast trúarsystkina okkar sem sæta grimmilegum ofsóknum víða um heim. Við eigum að gefa þeim til hjálpar. Það er þörf á slíkum jólagjöfum. Kristið fólk þarf að mynda samtök til varnar mannréttindum kristins fólks og sóknar fyrir kristni og kristileg viðhorf.
Þau viðhorf eru hornsteinar þeirra mannréttinda sem við berjumst fyrir og teljum sjálfsögð-en eru það ekki án baráttu.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.12.2012 | 14:53
Heilagt ríki Allah
Bylting leiðir ekki endilega til niðurstöðu sem meiri hluti byltingarfólks vill. Byltingin í Íran 1979 er gott dæmi.
Þegar Khomeini erkiklerkur var að sundra þeim sem tóku þátt í byltingunni og taka sér alræðisvald, var búin til ný stjórnarskrá og þeir sem mótmæltu henni fengu þennan skammt frá Khomeini:
"Uppreisn gegn ríkisstjórn Allah er uppreisn gegn Allah og uppreisn gegn Allah er guðlast".
Að geðþótta Khomeini voru þeir sem voru ósammála klerkaveldinu drepnir og jafnvel sendir flugumenn á eftir þeim til annarra landa. Þetta var "Persneska vorið" sem vinstri menn í Evrópu lofsungu.
Fólkið í Egyptalandi gerði uppreisn gegn einræðisherranum Mubarak. Á Vesturlöndum var talaði um lýðræðisþróun "arabíska vorið".
Eftir fall Mubarak fór einræðishópur Islamista, að taka völdin. Morsi forseti frá Múslimska bræðralaginu tók sér alræðisvald með tilskipun sem er mun harðari en nasistar birtu þegar þeir voru að mola stjórnarandstöðuna niður í Þýskalandi 1933 og ná alræðisvaldi með alþekktum afleiðingum.
Morsi vill breyta stjórnarskránni eins og alræðissinnar byrja á. Hann hefur sett sig yfir lög og dómstóla. Orð Morsi eru lög.
Óneitanlega minna ummæli Morsis á Khomeiny þegar klerkarnir tóku völdin í Íran. Morsi segir "Þetta er vilji Allah" um aðgerðir sínar. Sem þýðir, að þeir sem berjast gegn honum eru sekir um guðlast.
Fáir Egyptar gerðu sér grein fyrir því að Allah mundi blanda sér í pólitíska baráttu í landinu að Mubarak gengnum. Morsi segist vera undir guðlegri handleiðslu við að koma á nýrri stjórnarskrá. Lýðræðissinnar sem börðust fyrir nútímavæðingu þjóðfélagsins eiga því erfiða baráttu fyrir höndum.
Hætt er við að einræði hersins víki nú fyrir einræði klerkastjórnar í Egyptalandi ef þjóðin rís ekki upp strax.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2012 | 00:35
Trúartákn og Mannréttindadómstóll Evrópu
Nadia Eweida sem vinnur hjá British Airways var bannað að bera kross á Heathrow flugvelli árið 2006. Eweida var send heim úr vinnunni þegar hún neitaði að fjarlægja krossinn. Hún heldur því fram að flugfélagið mismuni sér og starfsfólki annarra trúarhópa þar sem Síkar geti t.d.verið með túrban og Múslimar með blæjur.
Flugfélagið hafnaði sjónarmiðum Eweida og hún fór í mál þar sem hún taldi sig hafa orðið fyrir mismunun af trúarlegum ástæðum. Hún tapaði málinu í undirrétti og áfrýjunarrétti í Englandi og hefur vísað því til Mannréttindadómstóls Evrópu.
En það hefur hins vegar áunnist að flugfélagið hefur breytt um stefnu og leyfir nú að fólk beri krossmark og Eweida vinnur enn hjá flugfélaginu.
Eweida er ekki eini einstaklingurinn sem hefur orðið fyrir harðræðí í Bretlandi vegna þess að bera krossmark. Shirley Chaplin hjúkrunarkona frá Exeter var sagt af sjúkrahússtjórninni þar sem hún vinnur að fjarlægja hálsmen með krossmarki en því neitaði hún og fór líka í mál.
Það er kaldhæðni örlaganna að það er Breska ríkið sem rekur málið gegn Eweida hjá Mannréttindadómstólnum en í fyrirspurnartíma á enska þinginu sagði David Cameron forsætisráðherra Breta að lögunum yrði breytt þannig að kristið fólk gæti borið krossmark í vinnu sinni. Cameron sagði af þessu tilefni að það væri grundvallarmannréttindi að starfsfólk hefði rétt til að bera trúartákn í vinnunni. Ef dómur Mannréttindadómstóls Evrópu yrði þannig að Eweida tapaði málinu þá yrði að breyta lögunum til að þessi mikilvægu mannréttindi yrðu virt.
Það sem er athyglivert við þetta mál er í fyrsta lagi að enska biskupakrikjan leiðir ekki baráttuna fyrir réttindum kristins fólks til að bera kristin trúartákn. Í öðru lagi að breska ríkið skuli vera sjálfu sér sundurþykkt þar sem forsætisráðherrann biður í raun um að Mannréttindadómstóll Evrópu fallist ekki á rök ríkisins heldur Eweidu.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2012 | 11:21
Þegar Jesú er úthýst
"Í meir en 2000 ár hefur verið ómögulegt fyrir þjóðfélag að útiloka eða afmá Krist úr þjóðfélagslegu og pólitísku lífi án hræðilegra þjóðfélagslegra og stjórnmálalegra afleiðinga".
Þessa hugsun meitlaði Margaret Thatcher þá forsætisráðherra Bretlands í orð árið 1990. Hún var ekki að tala um aukin áhrif kirkju á stjórnmálin eða lýsa eindreginni trúarskoðun þegar hún sagði þessi orð. Hún var mun frekar að lýsa því að þjóðfélag sem byggði á siðaboðskap og manngildishugsjón kristindómsins, væri þjóðfélag sem væri byggt á kletti en án þeirra gilda væri þjóðfélagið byggt á sandi.
Sennilega mundi vestrænn stjórnmálamaður ekki viðhafa þessi ummæli í dag. Jafnvel þó þeir segi eitthvað fallegt um Jesús þá áræða þeir ekki að tala með jafn afdráttarlausum hætti um þær ógnir sem þjóðfélaginu stafar af því að gera Krist útlægan úr samfélaginu.
Sú skoðun hefur átt vaxandi fylgi að fagna á opinberum vettvangi í kristnum samfélögum, að trúarbrögð skipti annað hvort ekki máli eða séu jafnvel til tjóns. Elskaðu náunga þinn segir helsti páfi vantrúarinnar að skipti ekki máli og sé ekkert bundið trúarbrögðum. Þannig virðast margir ráðamenn telja eðlilegt að fólk geti muldrað bænir bakvið luktar dyr, en ekki meir. Kristið fólk er ofsótt fyrir að bera krossmark. Í Bretlandi berst kona fyrir rétti sínum til að bera krossmark án þess að tapa þjóðfélagslegum réttindum vegna þess.
Þau einstaklingsbundnu réttindi sem við búum við hefðum við ekki fengið án áhrifa kristindómsins um óumbreytanlega virðingu hvers einasta einstaklings. Við erum öll jöfn fyrir Jesú Kristi sagði Páll postuli. Þess vegna gat þrælahald aldrei staðist til lengdar í kristnum samfélaögum þó það tæki ótrúlega langan tíma að gera það ólöglegt. En bann við þrælahaldi er ekki náttúrulegt lögmál þvert á móti. Með hnignandi áhrifum kristilegra lífs- og siðaskoðana sækir þrælahaldið á að nýju í ýmsum myndum
Í frönsku stjórnarbyltingunnni var kristindómnum úthýst og það sama gerðist í nasistaríkjunum og kommúnistaríkjunum. Hryllingurinn og hryðjuverkin sem unnin voru af öllum þessum aðilum hefðu ekki verið möguleg nema kristilegum gildum hefðu fyrst verið vikið til hliðar og þeim úthýst.
Þar sem Jesús hefur verið úthýst hverfa grunngildi mannréttinda eitt af öðru. Trúleysingjar mættu stundum hugsa til þess og þakka fyrir að búa í kristnum samfélögum þar sem mannréttinda þeirra er gætt eins og annarra.
Kristið fólk verður að standa á grundvallaratriðum varðandi lífs- og siðaskoðanir og hafna því að Jesú sé úthýst úr skólum landsins. Gera verður kröfu til þess að í skólunum sem og annarsstaðar í þjóðfélaginu sé kristin trúfræðsla eðlilegur og sjálfsagður hluti af náminu.
Þjóðfélag sem er á sandi byggt skolar burt. Byggja verður grundvallaratriði hvers samfélagssáttmála á traustum grundvelli trúarskoðana kristninnar. Grunngildi kristinnar trúar hafa fært kristnum þjóðfélögum velmegun, virðingu fyrir einstaklingnum og mannréttindi. Þess vegna m.a. hefur páskaboðskapur Benedikts páfa sérstaka skírskotun til alls hins kristna heims. Færið heiminum ljós svo að augljósar staðreyndir um gildi kristinnar trúar komi fram.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
26.12.2011 | 23:04
Gleymdu mannréttindin
Trúfrelsi á að vera tryggt skv. 18.gr. mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samt sem áður sæta kristnir menn og fleiri trúarhópar víða ofsóknum og engin segir neitt eða gerir.
Á aðfangadag voru 40 kristnir drepnir í Nígeríu. Presturinn í Maríukirkjunni í Bagdad vonaðist eftir friðsömum jólum, en byssumenn Íslamista myrtu 58 kristna á síðustu jólum í kirkju rétt hjá. Af einni og hálfri milljón kristinna sem voru í Írak hefur milljón flúið vegna ofsókna.
Árásir eru gerðar á á kristna söfnuði í flestum Arabaríkjum eða þeim gert illmögulegt eða ómögulegt að stunda trúariðkanir sínar opinberlega. Í Egyptalandi eru Koptar myrtir og prestar eru myrtir í Túnis. Kirkjur Maróníta í Líbanon verða fyrir sprengjuárásum í fyrsta skiptið í sögunni. Kristnu söfnuðirnir í Sýrlandi sem hafa sætt harðræði undir stjórn Assad vona að hann verði áfram til að þeir komist hjá verri ofsóknum.
Lengst af hafa kristnir og Múslimar í Arabaríkjunum lifað saman í friðsamlegu samfélagi. Þeir hafa klætt sig á sama hátt og jafnvel haldið upp á trúarhátíðir hvors annars. En nú er þetta breytt. Vinsældir blæjunnar og annars menningarlegs munar er tiltölulega nýtt fyrirbrigð, en þessi munur hefur verið gerður að víglínu af harðlínu Íslamistum. Þess vegna eru bæjulausar konur myrtar.
Harðlínumenn Sunni múslima fyrirlíta Shía múslima jafn mikið og Gyðinga og kristna. Þeir beita sér því gegn öllum þessum trúarhópum.
Vestrænir fjölmiðlar og stjórnmálamenn tala um "arabíska vorið", sem hefur þó alls staðar reynst hættulegt minnihlutahópum.
Sameinuðu þjóðirnar hafa brugðist og ekki tryggt trúfrelsi. Vestræn ríki hafa brugðist trúsystkinum sínum í Arabalöndunum og Tyrklandi með einni undantekningu hvað varðar stjórn Angelu Merkel í Þýskalandi.
Í löndum eins og Saudi Arabíu, Alsír og Abu Dabí geta kristnir ekki iðkað trú sína opinberlega. Sérkennilegt að forseti Íslands, skyldi skoðað í þessu ljósi, lýsa yfir sérstakri aðdáun á stjórnarháttum í Abu Dabí nú í byrjun jólahátíðarinnar.
Af hverju þegja vestræn ríki og Sameinuðu þjóðirnar um ofsóknir á hendum kristnum og Bahium og fleiri trúarsöfnuðum. Af hverju gera vestræn ríki ekkert til að koma trúarsystkinum okkar til hjálpar. Af hverju ekki að beita viðskiptaþvingunum og hætta hjálparstarfi. Af hverju ekki að láta stjórnendur þessara ríkja heyra það í hvert skipti sem opinberir aðilar hitta stjórnendur þessara landa að máli. Hvað skyldi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Íslands hafa gert til að tryggja þessi grundvallarmannréttindi trúarsystkina okkar í Arabalöndunum. Ekki neitt. Sleikjugangur við Hamas samtökin er það sem utanríkisráðherra Íslands telur mikilvægast.
Af hverju þegir Ólafur Ragnar Grímsson forsetu Íslands um þessi mannréttindabrot í Arabaríkjunum en dásamar stjórnarfarið í Abú Dabí? Af hverju þegir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um þessi mannréttindabrot á sama tíma og hann berst fyrir réttindum Palestínu Araba?
Af hverju þegja flestir stjórnendur vestrænna ríkja um brot gegn grundvallarmannréttindum kristins fólks í Arabaríkjunum og víðar? Þögn þeirra er ærandi.
Marteinn Lúter King sagði þegar hann leiddi mannréttindabaráttu blökkufólks í Bandaríkjunum og honum fannst réttsýnt fólk ekki gefa mannréttindabrotunum nægan gaum:
" Að lokum munum við ekki orð óvina okkar heldur þögn vina okkar."
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 103
- Sl. sólarhring: 213
- Sl. viku: 3145
- Frá upphafi: 2511888
Annað
- Innlit í dag: 96
- Innlit sl. viku: 2930
- Gestir í dag: 91
- IP-tölur í dag: 90
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson