Færsluflokkur: Fjölmiðlar
24.9.2012 | 21:59
Loksins frábær fréttamennska.
Það er gaman að verða vitni að góðri, vandaðri og framsækinni fréttamennsku eins og í Kastljósi kvöldsins. Því miður gerist það allt of sjaldan en það er ekki þeim fréttamönnum að kenna sem unnu Kastljósþáttinn þar sem sýnt var fram á því miður hvernig stjórnsýslan, Ríkisendurskoðun og Alþingi bregðast hlutverki sínu.
Milljarðar streyma eftirlitslaust úr ríkiskassanum án þess að nokkur geri alvarlegar athugasemdir við það.
Á sama tíma er sagt frá því að topparnir í slitastjórn Glitnis taki ótrúlegar fjárhæðir í laun og aðrar greiðslur. Þeir Steingrímur J. Sigfússon og þáverandi viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon gerðu sérstakar athugasemdir við sjálftöku slitastjórna í umræðum á Alþingi í ársbyrjun 2010. Af hverju gerðu þeir svo ekki neitt. Ég vildi á sínum tíma að það yrðu kosnar bankastjórnir í föllnu bankana en ekki slitastjórnir. En það þótti of dýrt.
Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sigurður Jakobsson fréttamenn á RÚV eiga heiður skilið fyrir vandaðan þátt og Helgi Seljan spurði beinskeyttra spurninga að vanda.
Væri ekki rétt að einhver þessara fréttamanna önnuðust um fréttir frá Alþingi.
23.9.2012 | 23:32
Þróunaraðstoð til Íslands frá Bretum og Evrópusambandinu?
Ísland fær þróunaraðstoð frá Bretum eftir því sem blaðið Daily Telegraph fullyrðir í dag.
Í skrifum blaðsins er flett ofan af því hvernig margir hafa orðið ríkir á því að berjast gegn fátækt. Þá segir blaðið frá sérkennilegum hlutum varðandi þróunaraðstoð Breta.
Blaðið segir að m.a. Ísland fái þróunarstyrki frá Bretum sem ætlaðir séu fátækustu ríkjum heims. Þá segir líka að Ísland, Tyrkland og Króatía fái sérstaka og gilda þróunarstyrki frá Evrópusambandinu.
Fréttirnar um þróunaraðstoð til Íslands í einu virtasta dagblaði Bretlands koma á óvart. Hvernig stendur á því að Ísland fær þróunaraðstoð sem ætluð er fátækustu ríkjum heims?
Væntanlega mun dugmikil og framsækin fréttastofa Ríkisútvarpsins upplýsa þjóðina um þessi mál m.a. hvaða styrkir þetta eru til hvers og hverjir njóti góðs af þeim. Spurning er þá hvort að einhverjir hér á landi falla í þann flokk, sem blaðið kallar "ríku baróna fátæktarhjálparinnar". Þá verður líka fróðlegt að fá að vita hvort við fáum meiri þróunaraðstoð en við veitum.
Það virðast vera margar matarholur hjá Jóhönnu og Steingrími og þeim finnst eðlilegt að taka við ölmusu að utan jafnvel þó hún sé ætluð þeim allra fátækustu í heiminum samkvæmt frétt blaðsins.
21.9.2012 | 17:22
Gott að eiga blaðafulltrúa á RÚV
Blaðafulltrúi Steingríms J. Sigfússonar hafði við hann tvö viðtöl í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í gær. Þar lýsti Steingrímur J. því yfir vegna ummæla þingmannanna Atla Gíslasonar og Jóns Bjarnasonar sem fólu í sér að hann væri í þjónustu stórútgerðarinnar, að þessi mál væri í sérstakri skoðun í ráðuneytinu. Steingrímur sagði að þau ákvæði sem voru í frumvarpsdrögum Jóns Bjarnasonar hefðu ekki verið nógu góð og þess vegna væri verið að vinna þau betur.
Trúir þessu nokkur maður?
En það er gott að hafa blaðafulltrúa á Ríkisútvarpinu sem auk þess er líka þingfréttaritari Ríkisútvarpsins til að hjálpa til alltaf þegar Steingrímur J. er beraður af því að gera eitt og segja annað. Sér í lagi er það gott þegar samþingmenn hans sem hafa lotið forustu hans halda því fram að Steingrímur gangi erinda stórútgerðarmanna.
Velferðarráðherrann Guðbjartur Hannesson er ekki svo lánsamur að eiga blaðafulltrúa á RÚV. Enda var hann tekinn og grillaður í Kastljósþætti í gærkvöldi. Alþjóð gerir sér því góða grein fyrir dómgreindar- og siðleysi Guðbjartar Hannessonar vegna launa mála ríkisforstjóra. Hann hélt að enginn mundi kjafta.
Það er munur að vera tungulipur "málsvari alþýðunnar" og hafa sérstakan blaðafulltrúa á RÚV eins og Steingrímur J. Sigfússon og komast upp með það að tala tungum tveim og jafnvel þrem og sverja af sér vondu málin. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, nýtur ekki sömu velferðar hjá RÚV.
9.9.2012 | 22:55
Pólitískur vígamaður í kufli fræðimanns
Sú var tíðin að Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands naut álits sem fræðimaður. Nú hefur komið í ljós að Stefán Ólafsson er pólitískur vígamaður Samfylkingarinnar í kufli fræðimanns. Ætla hefði mátt að prófessorinn teldi mikilvægt að varðveita mannorð sitt sem fræðimaður og gæta þess að fara ekki yfir mörk hins siðlega í pólitískri orðræðu. Þessu er því miður ekki lengur að heilsa.
Í pistli sem Stefán prófessor skrifar á Eyjuna þ. 7.9. s.l. finnst honum sæma að samsama sig með slefberanum á DV sem tók við illa fengnum gögnum úr Landsbankanum og birti miður smekklegan leiðara hans athugasemdalaust á bloggsíðu sinni.
Við skulum athuga hvað það er sem prófessor Stefán er hér að samsama sig með en það er þetta í hnotskurn: Opinber embættismaður er sakaður um að hafa aflað gagna með ólögmætum hætti um einn þingmann þjóðarinnar í því skyni að koma höggi á þingmanninn. Hvað skýringar gaf þessi opinberi embættismaður á athæfi sínu. Jú þá að þingmaðurinn hefði gagnrýnt störf hans og stofnunarinnar og spurt spurninga varðandi þau atriði opinberlega m.a. á Alþingi.
Ekki skiptir máli hvað opinberi starfsmaðurinn heitir eða þingmaðurinn sem hér ræðir um. Það sem skiptir máli er að hér er um beina ógn við það að þingmenn sinni eftirlitsskyldu sinni og séu gagnrýnir á stjórnsýsluna. Þegar Stefán Ólafsson prófessor og raunar einnig kollegi hans Þorvaldur Gylfason samsama sig með þessum vinnubrögðum þá eru alvarlegir hlutir á ferð og sýnir að um algjört siðrof er að ræða hjá þessum einstaklingum á hinum pólitíska vígvelli.
Sú staðreynd að prófessorar við Háskóla Íslands eins og Stefán og Þorvaldur skuli afsaka það og hreinlega mæla með að opinnber embættismaður reyni með ólögmætum og refsiverðum hætti að ná sér niðri á þingmanni sem gagnrýnir embættisfærslur hans og stofnunar hans er svo alvarlegt að unnendum lýðræðis og siðlegra vinnubragða á opinberum vettvangi ætti að vera brugðið.
Hvað skyldu nú siðfræðiprófessorarnir sem unnu sérskýrslu við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segja um svona sjónarmið og vinnubrögð? Hvarf dómharkan þegar réttir menn voru komnir til valda?
Mér finnst það dapurlegt að prófessor Stefán og Þorvaldur skuli fara langt út fyrir öll eðlileg mörk í pólitískri vígamennsku og telji eðlilegt að beita öllum meðölum til að ná sér niðri á póltískum andstæðingi þar sem tilgangurinn helgi meðalið. Einkum er það dapurlegt þegar fyrir liggur að athæfið sem þeir mæla með er bæði löglaust og siðlaust.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.9.2012 | 12:53
Seðlabankastjóri reynir að hafa áhrif á ákæruvaldið
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri reynir ítrekað að hafa áhrif á ákæruvaldið og krefst þess aftur og aftur að Ríkissaksóknari ákæri í málum þar sem engar refsiheimildir eru fyrir hendi.
Í gær var illa unnin frétt á Stöð 2 hönnuð af Seðlabankastjóra, þar sem draga mátti þá ályktun að "vandaðar" rannsóknir Seðlabankans á meintum gjaldeyrisbrotum væru unnar fyrir gíg þar sem Ríkissaksóknari vildi ekki ákæra í málinu. Þessi frétt var einnig flutt af Stöð 2 í ágúst s.l.
Afstaða Ríkissaksóknara lá fyrir í mars á þessu ári. Þar kom fram að fullnægjandi refsiheimildir skorti við þeim brotum, þar sem Seðlabankastjóri vildi ákæra. Seðlabankastjóri taldi þá að ákæruvaldið ætti ekki að fara að lögum, heldur geðþóttaákvörðun hans um að fullnægjandi refsiheimildir væru samt fyrir hendi þótt Ríkissaksóknari hefði komist að annarri niðurstöðu.
Þeir sem aðhyllast hugmyndafræði Ráðstjórnar telja rétt að ákæruvald og dómsvald lúti fremur vilja þeirra en lögum. Sú er afstaða Seðlabankastjóra í þessu máli.
Fyrrverandi Ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson sagði að forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hefði ítrekað reynt að hafa áhrif á störf hans. Nú er skoðanabróðir forsætisráðherra í Ráðstjórninni, Már Guðmundsson Seðlabankastjóri beraður af því sama gagnvart Ríkissaksóknara. Þau Jóhanna og Már hafa tileinkað sér það viðhorf arfakónga frá fyrri öldum "Vér einir vitum".
Seðlabankastjóra datt ekki í hug þegar álit Ríkissaksóknara lá fyrir í mars s.l. að fara fram á það við Alþingi og ríkisstjórn að lögum yrði breytt og fullnægjandi refsiheimildir sett í lögin. Nei Ráðstjórnin átti að sjá til þess að ákært yrði, hvað svo sem liði lögum í landinu.
Þannig er málum enn háttað í landinu að hér er réttarríki. Þess vegna fer hvorki Jóhanna Sigurðardóttir eða Már Guðmundsson með ákæruvald og dómsvald í landinu þó fegin vildu.
Fréttamiðlar ættu að skoða störf Seðlabankastjóra m.a. ámælisverð vinnubrögð við sölu á Sjóvá-Almennum tryggingum sem leiddu til milljarða tjóns fyrir skattgreiðendur. Einnig klúðurslegar rannsóknir og afgreiðslu gjaldeyrismála. Það væru fréttir en ekki tilbúnar fréttir frá Seðlabankastjóra.
23.8.2012 | 09:50
Spámaðurinn Kúbu Gylfi minnir á sig.
Dr. Gylfi Magnússon, dósent, fyrrum mótmælandi á Austurvelli og síðar viðskiptaráðherra, var af einhverjum ástæðum tekinn í fréttaviðtal á Stöð 2 þar sem hann færði þjóðinni þá speki, að "fylgjast þyrfti grannt með gangi mála í íslensku efnhagslífi" þar sem gjaldeyrishöftin gætu valdið eignabólu.
Margir hafa raunar bent á þetta áður þó þeir hafi hvorki doktorsgráðu né kenni í Háskóla Íslands. Gylfa er raunar vorkunn. Spádómar völvu Vikunnar um áramót hafa ræst mun betur en spádómar Gylfa. Doktorinn, mótmælandinn og ráðherrann Gylfi spáði því að Ísland yrði "Kúba norðursins" ef þjóðinn samþykkti ekki undirlægjusamninga við Breta og Hollendinga svokallaða Icesave samninga. Gylfi spáði því lika að ríkið þyrfti ekki að borga neitt með SpKef og Byr.
Ráðherrann Gylfi spáði hins vegar hvorki í né sagði þingi og þjóð rétt frá varðandi dómsmál um ólögmæti gengistryggðra lánasamninga. Í framhaldi af því að hafa leynt Alþingi mikilvægum upplýsingum hvarf Gylfi snögglega úr ráðherrastól áður en Alþingi fékk tækifæri til að ræða þau mál. Enda lítið annað að gera fyrir ráðherra sem var beraður af því að hafa misfarið með mál gagnvart Alþingi.
En nú er spámaðurinn Dr. Gylfi semsagt upprisinn að nýju á Stöð 2. Eðlilegt að fréttamiðlarnir komi sér upp "vönduðum marktækum" viðmælendum frá Háskóla Íslands um þjóðfélagsmál eins og Stöð 2 Dr. Gylfa Magnússon og Ríkisútvarpið Sigurbjörgu stjórnsýslufræðing.
29.7.2012 | 14:18
Þegar Grænlandsjökull var næstum bráðnaður
Reynt er með öllum ráðum að halda við óttanum um hræðilegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum. Í síðustu viku voru sýndar myndir teknar úr amerísku gervitungli sem voru sagðar sýna að Grænlandsjökull væri allur að bráðna.
Sagt var að í fyrsta skipti í sögunni næði bráðnun Grænlandsjökuls til alls jökulsins. Hnýtt var við fréttina um þessa ógnvænlegu bráðnun Grænlandsjökuls hvaða áhrif það mundi hafa á sjávarborðið, en helst mátti skilja að það mundi hækka um nokkra sentimetra á næstu dögum.
Nokkru síðar kom í ljós að hryllingssagan var ekki sönn. Lofthiti yfir Grænlandi hefur verið mjög hár undanfarið, þess vegna náði bráðnun á Grænlandsjökli til nokkurra sentimetra á yfirborðinu. Það skiptir litlu máli þegar verið er að tala um íshettu sem er allt að 3, þriggja kílómetra há.
Svo kom í ljós að þetta hafði gerst áður. Meira að segja hafði sambærileg bráðnun á Grænlandsjökli orðið árið 1889, en ekki fer sögum af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á þeim tíma. Þá er sagt að ískjarnar sýni að sambærileg bráðnun eigi sér stað á um hundrað ára millibili.
Svo gerðist það að nokkrum klukkustundum eftir að þessir sentimetrar á Grænlandsjökli bráðnuðu að þeir frusu aftur og yfirborð sjávar hækkaði ekkert.
Skyldu margir fréttamiðlar hafa leiðrétt fréttina um bráðnun Grænlandsjökuls? Alla vega ekki RÚV eða fór það framhjá mér?
18.7.2012 | 23:28
90 milljarða halli.
Ríkissjóður var rekinn með um 90 milljarða halla á árinu 2011, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar. Hallinn er 5.5% af þjóðarframleiðslu segir í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins. Steingrímur J. telur þetta góðan árangur.
Væri Steingrímur J í Evrópusambandinu sem hann hefur sótt um aðild að, þá fengi fjármálastjórn hans falleinkunn. Hallinn á ríkissjóði miðað við þjóðarframleiðslu er allt of mikill og langt umfram það sem bæði Angela Merkel og strákarnir í Brussel telja ásættanlegt.
Grátkór æðstu forustu Vinstri grænna sendi frá sér yfirlýsingu fyrir nokkru, þar sem harmað var hvað fjölmiðlar væru óvinsamlegir VG og störfum ríkisstjónarinnar. Í yfirlýsingunni kom fram að allt væri í himnalagi og Steingrímur J. flestramálaráðherra fyrrum fjármálaráðherra hefði lyft Grettistaki við að reisa við fjárhag ríkisins og koma öllu í rétt horf.
VG forustan þarf raunar ekki að kvarta undan fjölmiðladeild RÚV sérstaklega ekki þingfréttaritaranum sem virðist hafa gert Steingrím J að pólitískum leiðtoga lífs síns. Aðrir fjölmiðlar segja frá málum með hlutlægari hætti þannig að eðlilegt er að forusta VG kveinki sér undan því.
Eðlilegt væri að fjölmiðlar fjölluðu um lélega afkomu ríkissjóðs miðað við afkomu ríkissjóða nágrannalanda okkar sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, en tækju ekki upp orðhengilshátt Steingríms J. án athugasemda.
VG má raunar þakka fyrir að íslenskir fjölmiðlar með einni undantekningu skuli vera staurblindir á hneykslismálin sem Steingrímur J. ber ábyrgð á. Mætti t.d. minna á Sp/Kef eða Byr eða Sjóvá/Almennar eða VBS eða þegar Steingrímur J afhenti erlendum vogunarsjóðum Arion banka og Íslandsbanka svo dæmi séu tekin.
Sá íslenskur stjórnmálamaður og stjórnmálaflokkur sem þolir verst hreinskipta málefnalega umræðu er Steingrímur J. og Vinstri Grænir. Þeir taka jafnvel Samfylkingunni fram og er þá langt til jafnað.
4.7.2012 | 13:27
Forsetinn "sjokkerar og hræðir"
Samfylkingarkonan Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti noti alþekkta aðferð sem fólgin sé í því að "sjokkera og hræða" Hún segir að þetta sé þrælhugsuð og skipulögð "strategía" hjá forsetanum.
Sigurbjörg segir að ofannefnd bellibrögð forsetans setji spyrla og fjölmiðlamenn í óþægilega stöðu og þetta geri forsetinn meðvitað sem þaulvanur stjórnmálamaður, stjórnmálafræðingur o.s.frv.
Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur er ásamt nokkru öðru Samfylkingarfólki og Vinstri grænum fastur viðmælandi svonefnds fréttaskýringaþáttar sem nefnist Spegillinn. Þessi vinstri Spegill er nánast eini þjóðmálaþátturinn í ríkisútvarpinu. Í gær fékk Sigurbjörg rúmar 15 mínútur til að bullukollast um Ólafs Ragnars Grímssonar.
Það er sérkennilegt hvað RÚV tekur endurkjöri Óalfs Ragnars Grímssonar illa og leyfir sér að fara oft yfir mörk eðlilegrar hlutlægrar umfjöllunar í þeim efnum sem öðrum. Af sjálfu leiðir að ljóst má vera að Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur og hlutlæg umfjöllun um menn og málefni eiga fátt sameiginlegt. Það sást m.a. þegar Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur skrifaði í erlenda fjölmiðla eins og franska blaðið Le Monde til að gera lítið úr íslenskri þjóð.
Hvort sem Samfylkingunni og Sigurbjörgu stjórnsýslufræðingi líkar betur eða verr þá var Ólafur Ragnar endurkjörinn forseti og tilraunir stjörnulögmanns villta vinstrisins Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til að fá kosningarnar ógiltar munu ekki bera árangur.
Samfylkingarfólki virðist því miður um megn að virða niðurstöður kosninga í orði þegar þær eru því ekki að skapi.
Væri ekki rétt að Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur og nýr lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands reyndi að skilgreina það í næsta pistli sínum hvað veldur því að lýðræðisleg vitund vinstra fólks á Íslandi er jafn takmörkuð og raun ber vitni.
23.6.2012 | 00:43
Forsetinn, lýðræði og fjölmiðlar
Góð og hlutlæg fjölmiðlun skiptir miklu fyrir málefnalega umræðu. Góðir málefnalegir fjölmiðlar stuðla að því að alvöru stjórnmálamenn komist áfram en ekki bara glamrarar og fólk með yfirboð.
Miklu skiptir að fjölmiðlun sé ekki hneppt í fjötra. Fáir hafa bent á það með jafn góðum hætti og forseti lýðveldisins Ólafur Ragnar Grímsson. Í þingræðu á Alþingi þ. 13. febrúar 1995 sagði hann eftirfarandi:
"Ef álíka hringamyndun verður í fjölmiðlum og orðið hefur á þeim sviðum atvinnulífsins sem kennd eru við kolkrabbann og smokkfiskinn þá er verið að að stefna lýðræðislegu eðli íslenskrar fjölmiðlunar í hættu. Ég vil þess vegna virðulegi forseti, biðja hæstvirtan menntamálaráðherra að lýsa viðhorfum sínum til þess að setja löggjöf með þessum hætti og jafnvel knýja á um það áður en þingi lýkur."
Árið 1995 taldi Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður nauðsynlegt að sett yrðu lög um fjölmiðla til að tryggja lýðræðislegt eðli fjölmiðla.
Árið 2004 þ. 2. júní neitaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti að staðfesta fjölmiðlalögin sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafði fengið samþykkt á Alþingi þrátt fyrir hatramma andstöðu og málþóf Samfylkingarinnar til að koma í veg fyrir lýðræðislegt eðli fjölmiðla.
Afleiðingin: Lýðræðislegt eðli íslenskrar fjölmiðlunar varð að engu. Fjölmiðlarnir voru í eigu auðhringja útrásarvíkinga og eigenda bankanna sem hrundu í október 2008. Gagnrýni á starfsemi þessara aðila náði því ekki fram í gegn um hefðbundna fjölmiðlun í landinu. Þökk sé Ólafi Ragnari Grímssyni.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 92
- Sl. sólarhring: 380
- Sl. viku: 4200
- Frá upphafi: 2603974
Annað
- Innlit í dag: 83
- Innlit sl. viku: 3930
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 78
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson