Færsluflokkur: Fjölmiðlar
14.6.2012 | 00:26
Tass hefði ekki gert það betur.
Fréttastofa Ríkisútvarpsins á sennilega heimsmet opinberra fréttastofa í lýðræðisríki í þjónkun sinni við ríkisstjórnina í anda pólitískrar rétthugsunar Samfylkingarinnar.
Athyglivert hefur verið að sjá með hvaða hætti þessi arftaki Tass fréttastofu Sovétríkjanna matreiðir fréttir eftir því sem hentar valdhöfum.
Í kvöld fjallaði fréttastofan um málefni Sparisjóðs Keflavíkur og Sp/Kef. Þar var það merkilegasta að mati ríkisfréttastofunnar að fjalla um risnureikning sparisjóðsstjórans og meinta misnotkun hans upp á nokkrar milljónir. Ekki var fjallað um það hver ber ábyrgðina á 25 milljarða reikningnum sem skattgreiðendur verða að greiða vegna rangra ákvarðana Steingríms J. Sigfússonar eða hvernig á því stóð að Fjármálaeftirlitið veitti Sparisjóðnum undanþágu til starfa í eitt ár þó að staðreyndir lægju fyrir. Af hverju er ekki fjallað um merg málsins. Nei risnureikningar upp á nokkrar milljónir skal það vera.
Mörg dæmi má rekja um galna fréttamennsku RÚV í sambandi við þetta Sp/Kef mál þar sem hlífiskildi er haldið yfir vondri stjórnsýslu, stjórnmálalegri spillingu og röngum ákvörðunum Steingríms J. Sigfússonar.
Hvað skyldi valda því að fréttamat fréttastjóra RÚV er jafn galið og vilhalt ríkisstjórninni og raun ber vitni? 1. Vanþekking 2. Pólitísk spilling 3. Leti 4. Eitthvað annað þá hvað?
Loks ein rússína sem kemur Sp/Kef málinu ekki við en sýnir á hvaða róli fréttastofa RÚV er, einnig í öðrum gæluverkefnum Samfylkingarinnar.
Fyrir nokkru komu hingað ólöglegir innflytjendur sem sögðust vera börn. Bragi Guðbrandsson fyrrum aðstoðarmaður Jóhönnu Sig og Baldur Kristjánsson erkiklerkur í Þorlákshöfn fóru mikin yfir því að þessi börn skyldu dæmd til fangelsisvistar fyrir að ljúga að réttvísinni. Fréttastofa RÚV birti ummæli þeirra skilmerkilega og fjallaði mikið um hvað við værum vond við þessi börn. Þegar í ljós kom að þetta voru ekki börn heldur fullorðnir menn að ljúga. Hvað sagði fréttastofan þá: Jú aðalatriðið var gagnrýni á stjórnvöld fyrir það hvað aldursgreiningin tæki langan tíma eins og þeir sem voru að ljúga hefðu ekki vitað það allann tímann.
það er ekki furða að fréttastofa RÚV skuli þurfa marga tugi fréttamanna til að matreiða pólitísku rétthugsunina. Þannig var það líka hjá Tass í Sovétríkjunum sálugu og þannig er það hjá kommúnistastjórninni á Kúbu.
Gylfi mótmælandi Magnússon, sá sem einu sinni var viðskiptaráðherra og stjórnaði árás á íslenska bankakerfið með góðum árangri í október 2008 sagði að við yrðum Kúba norðursins ef við samþykktum ekki Icesave. Það var að vísu rangt hjá honum. En fréttastofa RÚV hefur hins vegar tekið upp svipaða starfshætti í matreiðslu frétta þannig að þær séu þóknanlegar stjórnvöldum.
5.6.2012 | 00:36
Málfrelsi
Við göngum út frá því sem vísu að tjáningarfrelsi ríki í landinu. Formlega er það verndað í stjórnarskrá lýðveldisins. Þó að málfrelsi ríki þá þýðir það ekki að auðvelt sé að koma málum á framfæri. Skilningur sumra fjölmiðla og fjölmiðlafólks virðist harla lítill á mikiilvægi þess að gæta hlutlægni í fréttaflutningi og umfjöllun um mál sem og að gefa fólki eðlilega möguleika til tjáningar.
Í Ríkisútvarpinu hefur verið fjallað um sömu fréttina í a.m.k. fjórum fréttatímum allt út frá sjónarmiðum höfunda skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðherra um ómöguleika þess að lækka höfuðstól stökkbreyttra húsnæðislána. Ekki er talað við þá sem telja nauðsynlegt að færa niður höfuðstóla stökkbreyttu lánanna. Nú sem fyrr er tjáningarfrelsi þeirra ekki virkt í Ríkisútvarpinu.
Sunnudagskvöldið var umræðufundur þriggja frambjóðenda til forsetakjörs á Stöð 2. Upphaflega átti bara að bjóða 2 frambjóðendum og meina hinum 4 að tjá sig á jafnréttisgrundvelli. Þegar það gekk ekki upp þá var ákveðið af stjórnendum þessa fjölmiðils að skipta frambjóðendunum upp í hópa. Eðlilega létu sumir frambjóðendur ekki bjóða sér slíkan dónaskap og þeir sem eftir stóðu hefðu átt að mótmæla andlýðræðislegu fyrirkomulagi sem Stöð 2 hafði ákveðið.
Stöð 2 ætlaði aldrei að leyfa frambjóðendum að tjá sig á jafnræðisgrundvelli og það ber að fordæma.
Þeir sem bjóða sig fram til æðstu embætta í þjóðfélaginu verða að vera tilbúin til að bjóða ofurvaldi fjölmiðils byrginn þegar fjölmiðillinn misvirðir jafnræði frambjóðenda til að tjá sig.
Í forkosningum í Bandaríkjunum dettur alvöru fréttamiðlum sérstaklega sjónvarpsstöðvum ekki í hug að hafa umræður frambjóðenda án þess að þeir fái allir sömu tækifærin til að tjá sig við kjósendur. Ekki skiptir máli hvort einhverjir mælast lítið í skoðanakönnunum. Hér eru greinilega önnur viðhorf hjá fjölmiðlafólki og það ber að fordæma.
Sama gildir að vera með neikvæðan fréttaþátt um einn frambjóðandann samhliða umræðum frambjóðenda. Hverjum datt slíkt rugl í hug.
Stöð 2 ætti að biðjast afsökunar á þeirri lítilsvirðingu sem sjónvarpsstöðin sýndi frambjóðendum og kjósendum og bjóða frambjóðendum upp á alvöru umræðuþátt í sjónvarpssal á jafnréttisgrundvelli.
Mér fannst miður að forseti lýðveldisins og forsetaframbjóðendurnir Herdís og Þóra skyldu ekki ganga á dyr með hinum eða hóta því svo fremi að jafnræðis frambjóðenda væri gætt. Virkt tjáningarfelsi er jú eitt mikilvægasta grundvallaratriði lýðræðislegrar kosningabaráttu.
25.3.2012 | 14:09
Samstaða Samfylkingarinnar gliðnar.
Árni Páll Árnason alþingismaður sagði í viðtalsþætti í Ríkissjónvarpinu í dag, að nauðsynlegt væri að samstaða og þjóðarsátt yrði um nýja stjórnarskrá. Þrátt fyrir það að í öllum þróuðum lýðræðisríkjum sé fólk sammála þessum sjónarmiðum Árna Páls, þá hefur Jóhanna Sigurðardóttir rekið stjórnarskrármálið með þeim hætti að einræði meirihlutans ætti að ráða varðandi breytingar á stjórnarskrá.
Ummæli Árna Páls sýna að samstaða innan Samfylkingarinnar um að keyra áfram breytingar á stjórnarskrá í ósætti við stóran hluta þjóðarinnar nýtur ekki lengur fulls stuðnings. Ljóst er að Jóhanna þarf því að smala köttum á sínum eigin bæ en ekki aðeins hjá Vinstri grænum ætli hún að keyra fram þá einstöku aðferðarfræði í stjórnarskrármálinu sem hún hefur fylgt fram að þessu. Þannig er raunar farið að í einræðisríkjum og aðferðarfræði þeirra ríkja eru Jóhönnu Sigurðardóttur hugleiknari en virðing fyrir eðlilegum leikreglum lýðræðisinis.
Engin furða að hinu betra og góðgjarnara fólki innan Samfylkingarinnar sé ofboðið.
Þá var athyglivert að í sama umræðuþætti skyldi varaformaður stjórnarskrárnefndar Alþingis, Álfheiður Ingadóttir halda því fram að kosning til stjórnlagaþings hefði ekki verið dæmd ógild. Hafi svo ekki verið af hverju þurfti Álfheiður Ingadóttir þá að bera fram sérstaka þingsályktunartillögu um stjórnlagaráð í stað stjórnlagaþings.
Ákvörðun Hæstaréttar Íslands þ.25.1.2011 um stjórnlagaþingskosninguna var samt sem áður þessi:
Framangreindir annmarkar á framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 verða við úrlausn málsins metnir heildstætt og er það niðurstaða Hæstaréttar að vegna þeirra verði ekki hjá því komist að ógilda hana.
Ályktarorð:
Kosning til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 er ógild.
Sérkennilegt að Álfheiði Ingadóttur skuli hafa sést yfir jafnmikilvæga staðreynd í málinu. En þessi yfirlýsing Álfheiðar vekur athygli þar sem hún hefur nýlega sent frá sér aðra yfirlýsingu vegna ummæla Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns um byltingarforingjann í Alþingishúsinu, en þar afneitaði hún að hafa haft afskipti af aðgerðum óeirðarfólks utan Alþingishússins. Skyldi minni Álfheiðar vera jafn óbrigðult um það sem um ógildingu kosninga til Stjórnlagaþings?
21.3.2012 | 23:51
Rasistaflokkur Lindu Blöndal.
Lindu Blöndal útvarpskonu á RÚV fannst viðeigandi að kalla Front National í Frakklandi rasistaflokk í síðdegisþætti rásar 2. Þeim þætti stjórnar hún ásamt Hallrgími Thorsteinsen.
Í umræddu tilviki var þessi "hlutlægi" útvarpsmaður að fjalla um umsátur lögreglu um íslamskan hermdarverkamann sem hefur myrt 7 manns í Frakklandi undanfarna daga þar af þrjú börn.
Það er ekkert nýtt að ríkisfjölmiðillinn hengi sérkennileg heiti á þá stjórnmálamenn í Evrópu sem vara við sósíalísku fjölmenningarhyggjunni. RÚV kallar þá "hægri öfgamenn". Erlendir fjölmiðar segja að þeir séu langt til hægri eða yst á hægri vængnum. Ríkisfjölmiðillinn einn notar hugtakið "hægri öfgamaður eða öfgaflokkur" eða "rasistaflokkur". Spurning er raunar um suma slíka þar á meðal Front National hvort þeir falla að skilgreiningunni um að vera hægri flokkur.
Ummæli Lindu Blöndal um Front National voru óviðurkvæmileg og röng. Hún ætti að biðjast afökunar á þeim. Útvarpsstjóri ætti líka að gera athugasemdir við framsetningu og pólitískar uppnefningar vinstri sinnaðra starfsmanna fjölmiðilsins. Ríkisfjölmiðillinn hefur ákveðnar skyldur sem honum ber að rækja.
Fölmiðlakonan Linda Blöndal er almennt að standa sig vel í starfi og þess vegna finnst manni þetta leiðinlegt. Þess vegna vona ég líka að hún þori að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar á óréttmætum staðhæfingum um rasistaflokkinn.
Sérkennilegt að RÚV skuli eingöngu taka viðtal við vinstri sinnaðasta forsetaframbjóðandann í Frakklandi sem mælist með um 1% atkvæða. Skyldu hægri menn vera á bannlista stofnunarinnar?
http://en.wikipedia.org/wiki/Marine_Le_Pen
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
7.3.2012 | 23:21
Draugurinn í Háskólanum
Fréttastofa ríkissjónvarpsins hefur vakið upp gamlan draug úr Háskóla Íslands, Gylfa Magnússon. Gylfi þessi stjórnaði atlögu að íslenska bankakerfinu í septemberlok 2008 og gerðist síðan mótmælandi á vegum Harðar Torfasonar, annars trúbadúrs. Framganga Gylfa sem mótmælanda varð síðan til þess að hann varð viðskiptaráðherra í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Margir töldu að Gylfi þessi væri happafengur í ríkisstjórnina þar sem hann væri fræðimaður, mótmælandi og eini maðurinn sem hefði stjórnað alsherjar aðför að bankakerfi lands síns. Það voru greinilega mannkostirnir sem Jóhanna Sigurðardóttir mat mest þegar hún valdi fólk til ráðherradóms.
Gylfi vann það sér síðan til frægðar sem ráðherra að vera einn verklausasti viðskiptaráðherra sem nokkru sinni hefur setið í landinu. En hitt var þó verra að upp komst um strákinn Gylfa þegar hann hagræddi sannleikanum með þeim hætti að hann sagði Alþingi vísvitandi ósatt. Þá var ljóst að dagar hans í ráðherrastól voru taldir.
Í kvöld birtist þessi draugur fortíðarinnar til að gagnrýna lánveitingu Seðlabankans til Kaupþings banka í byrjun október 2008. Eins og fyrri daginn var Gylfi með það á hreinu hverjum um væri að kenna án þess þó að hafa kynnt sér málið til hlítar.
Það vill svo til að ég sat í Viðskiptanefnd Alþingis þessa örlagaþrungnu daga í október 2008 og spurðist ítarlega fyrir um þetta lán, raunar sá eini sem það gerði. Mér er því ljóst hvað var um að ræða og það er annað en uppvakningur fréttastofu sjónvarpsins heldur fram.
Gaman væri að Gylfi Magnússon færði frekari rök fyrir þeim sjónarmiðum sem hann setti fram í kvöldfréttum sjónvarpsins ef hann hefur þá tíma til þess vegna anna við að verja verðtrygginguna.
22.1.2012 | 13:24
Á lægsta plani
Vafalaust er það vilji stjórnenda RÚV að þjóðmálaumræða í þáttum ríkissjónvarpsins sé hlutlæg og valdir séu viðmælendur sem hafa mesta eða alla vega viðunandi þekkingu á umfjöllunarefninu.
Silfur Egils er dæmi um þátt í ríkissjónvarpinu þar sem þessar meginreglur eru ítrekað brotnar.
Ákveðnir vinir og jáfólk stjórnandans Egils Helgasonar er ítrekað boðið í drottningarviðtöl iðulega til að tala um mál sem það hefur takmarkaða þekkingu á. Alla vega þar sem til er fjöldi viðmælenda sem hafa mun meiri þekkingu og vit á því sem um er að ræða en fastakúnnar Egils Helgasonar í boði ríkisfjölmiðilsins í Silfri Egils.
Sérstakir vinir Egils eins og t.d. Eva Joly, Þorvaldur Gylfason og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur koma ítrekað venjulgast til að segja það sama og þau hafa áður sagt.
Þegar Egill Helgason í Silfri Egils dagsins í dag fær sem sérstakan sérfræðing Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðing til að ræða um Landsdóm þá er seilst langt til fanga og út yfir öll fagleg mörk hvað varðar viðmælanda sem hefur faglega þekkingu á viðfangsefninu. Hvað þá að vera þannig í sveit sett að hafa burði til að fjalla um málið með hlutlægum hætti.
Óneitanlega er það ansi skondið að á sama tíma og Egill Helgason fordæmir einkavinavæðingu annarra þá skuli hann gerast sekur um augljósustu einkavinavæðinguna sem getur að líta í fjölmiðlum landsins.
Hvað skyldi útvarpsstjóri leyfa það lengi að þáttastjórnandi mikilvægasta umræðuaþáttarins um stjórnmál í sjónvarpinu gæti ekki hlutlægni og faglegra vinnubragða?
24.11.2011 | 09:28
Á Ólafur Ragnar að fagna?
Í útvarpsfréttum í morgun var sagt að mikill meiri hluti styddi sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson. Sama mátti líka lesa á vefmiðlum. En þegar að er gáð þá er þetta ekki rétt.
Miðað við upplýsingar á netmiðlum, var spurt hvort fólk gæti hugsað sér að endurkjósa forsetann í næstu forsetakosningum. Þetta er ávirk spurning og stjórnmálafræðingur eins og Ólafur Ragnar veit vel hvað það þýðir.
Af þeim sem spurðir voru sögðu 40.27% að þeir gætu hugsað sér að kjósa Ólaf, en 59.73% aðspurðra neituðu alfarið að styðja Ólaf eða tóku ekki afstöðu til þessarar ávirku spurningar.
Sínum augum lítur að sjálfsögðu hver á silfrið. Fjölmiðlamenn láta eins og forsetinn eigi að vera harla glaður og meta stöðu sína sterka út frá könnuninni. Ég fæ ekki séð að það sé rétt niðurstaða.
Hafi Ólafur Ragnar Grímsson það í huga að bjóða sig fram til forseta einu sinni enn, þá hlítur það að vera áhyggjuefni fyrir hann að tæp 60% skuli ekki lýsa yfir stuðningi við hann.
Ég man ekki eftir að sitjandi forseti hafi mælst með jafn lítið fylgi meðal kjósenda og samkvæmt þessari könnun.
20.11.2011 | 09:59
Tær snilld
Ræða Davíðs Oddssonar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær var tær snilld. Ljóðið eftir Hannes Hafstein í upphafi ræðunnar gaf henni þungan undirtón og alvöruþrunga sem hæfði vel við þann alvarlega þjóðfélagsveruleika sem ræðumaður fjallaði um. Þessi alvarlegi undirtónn í ræðunni skilaði sér vel jafnvel þó að ræðumaður færi á kostum í þeirri kímni og skemmtilegu orðavali sem fáum er eins vel lagið að beita og Davíð. Í svipinn man ég bara eftir einum stjórnmálamanni sem átti til svipaða spretti í slíku orðavali hárbeittu háði gagnvart pólitískum andstæðingum.
Ræður frambjóðenda til formanns og varaformanns ullu mér hins vegar vonbrigðum.
Á þessum lokadegi Landsfundar ræðst hvort við andstæðingar verðtryggingar og baráttumenn fyrir réttlátri niðurfærslu höfuðstóla verðtryggðra lána höfum erindi sem erfiði á Landsfundinum. Fjölmiðlar hafa engan áhuga á þvíþ Þeirra fréttaflutningur snýst eingöngu um hver verður kosinn formaður.
Nútímafjölmiðlun er svo yfirborðskennd og ómálefnaleg að efnistök lélegrar fjölmiðlunar bitnar á faglegri pólitískri umræðu.
4.10.2011 | 10:32
Hlutdræg fréttastofa RÚV
Eftir bankahrun 2008 auglýsti fréttastofa RÚV dyggilega öll fyrirhuguð mótmæli og var iðulega komin með tökulið sjónvarps á vettvang á undan óeirðarseggjum sem komu boðskap sínum venjulega á framfæri með valdbeitingu. Ríkissjónvarpið gerði vel og dyggilega grein fyrir útifundum sem haldnir voru á Austurvelli haustið 2008 og fram að kosningum 2009. Jafnvel var um beinar útsendingar að ræða. Þá töldu fréttamenn á þeim tíma fjöld mótmælenda vera mun meiri en raun bar vitni.
Annað var athyglivert við störf fréttastofu RÚV haustið 2008 og fram á 2009, að fréttamenn RÚV sóttu í valdbeitingu mótmælenda og greindu frá því í fréttum eins og hér væri um sjálfsagða og eðlilega hluti að ræða jafnvel þó að veist væri með ofbeldi að ráðherrum og þingmönnum.
Nú hefur fréttastofa RÚV breytt um áherslur enda komin önnur ríkisstjórn og þóknanlegri stjórnmálaflokkar sem að henni standa en var árið 2008. Nú gerir fréttastofa RÚV lítið úr mótmælum og segir að mun færri hafi mótmælt en raunin er. Nú auglýsir RÚV ekki mótmælafundi fyrirfram hvað þá að tökulið RÚV sjónvarpsins sé mætt tímanlega á staðinn eins og var 2008.
Hvað skildi valda þessum viðsnúningi á fréttamati RÚV?
22.5.2011 | 13:59
Hin eini þóknanlegi sannleikur
Meðan þursaveldið Sovétríkin var og hét, var haldið úti tveim opinberum dagblöðum, sem sögðu frá því sem æðsta stjórn Kommúnistaflokksins vildi að fólkið fengið að vita, til að skoðanir þess væru mótaðar í samræmi við hinn eina þóknanlega sannleika. Blæbrigðamunur var á því hvernig blöðin Isvestia og Pravda hin opinberu málgögn sögðu frá málum, en allt féll það í einn farveg að lokum sem sýndi fram á mikilleik og stjórnvisku leiðtogana.
Í gær kom fram birtingarmynd af þessari sovésku fréttamennsku þegar Isvestia Íslands, Stöð 2 talaði við Steingrím J. vegna þess sem sýnt hefur verið fram á að hann afhenti erlendum vogunarsjóðum kröfur á íslensk fyrirtæki og heimili án fyrirvara þó að kröfurnar hefðu áður verið afskrifaðar að verulegu leyti.
Fréttamaður Isvestia, Stöð 2 spurði Steingrím og hann sagði að allir þeir sem héldu því fram að hann hefði afhent kröfurnar með þeim hætti sem m.a. Ólafur Arnarson og Lilja Mósesdóttir halda fram væru að fara með rugl og fleipur. Þar með var stóri sannleikur kominn. Foringi flokksins var ekki spurður frekar og fréttamanninum fannst ekki ástæða til að tala við þessa meintu rugludalla Ólaf og Lilju. Hinn eini þóknanlegi sannleikur var kominn fram. Fréttastofan hafði gengt hlutverki sínu til að sýna fram á mikilleik stjórnvalda.
Fréttastofa ríkissjónvarpsins sem er eins og Pravda í gamla Sovét hefur ekki látið neitt frá sér heyra um málið. Alveg eins og það hafi alveg farið framhjá fréttamönnum á þeim miðli. Ef til vill er það vegna þess að þeir eru þó það vandir að virðingu sinni að þeir vilja ekki tala um það sem þeir vita að er ekki hægt að verja hjá ríkisstjórninni. Samt skal það sagt með fyrirvara og skoða hvað gerist á næstunni hvort fréttastofan þegir um málið eða segir frá því með eðlilegum hætti sem fréttastofa eða fer í sama stíl og Pravda forðum.
Í dag var Ólafur Arnarson í Silfri Egils og gerði rækilega og skilmerkilega grein fyrir hvað hér er um að ræða og hvernig íslensk stjórnvöld með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar brugðust íslenskum hagsmunum í febrúar 2009. Athyglivert var að hlusta á viðmælendur hans í kjölfar umfjöllunar Ólafs. Róbert Marshall talaði um að gera yrði eitthvað í skuldamálum fyrir næstu kosningar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins talaði í framhaldinu um skuldastöðu fyrirtækis sem missti yfirdráttinn.
Ef til vill er ekki von á því að fjölmiðlafólk átti sig á grundvallaratriðum þegar forustufólk á Alþingi sýnir jafn næman skilning og raun bar vitni í þessum Silfurþætti á aðalatriðum og aukaatriðum. Stöð 2 og fréttastofa Rúv munu því áfram komast upp með fréttamennsku í samræmi við hin þóknanlega sannleika, jafn lengi og engin vitræn viðspyrna er gegn því.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 118
- Sl. sólarhring: 298
- Sl. viku: 4226
- Frá upphafi: 2604000
Annað
- Innlit í dag: 106
- Innlit sl. viku: 3953
- Gestir í dag: 102
- IP-tölur í dag: 100
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson