Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn "sjokkerar og hræðir"

Samfylkingarkonan Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti noti alþekkta aðferð sem fólgin sé í því að "sjokkera og hræða" Hún segir að þetta sé þrælhugsuð og skipulögð "strategía" hjá forsetanum.

Sigurbjörg segir að ofannefnd bellibrögð forsetans setji spyrla og fjölmiðlamenn í óþægilega stöðu og þetta geri forsetinn meðvitað sem þaulvanur stjórnmálamaður, stjórnmálafræðingur o.s.frv.

Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur er ásamt nokkru öðru Samfylkingarfólki og Vinstri grænum fastur viðmælandi svonefnds fréttaskýringaþáttar sem nefnist Spegillinn. Þessi vinstri Spegill er nánast eini þjóðmálaþátturinn í ríkisútvarpinu. Í gær fékk Sigurbjörg rúmar 15 mínútur til að bullukollast um Ólafs Ragnars Grímssonar.

Það er sérkennilegt hvað RÚV tekur endurkjöri Óalfs Ragnars Grímssonar illa og leyfir sér að fara oft yfir mörk eðlilegrar hlutlægrar umfjöllunar í þeim efnum sem öðrum. Af sjálfu leiðir að ljóst má vera að Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur og hlutlæg umfjöllun um menn og málefni eiga fátt sameiginlegt. Það sást m.a. þegar Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur skrifaði í erlenda fjölmiðla eins og franska blaðið Le Monde til að gera lítið úr íslenskri þjóð. 

Hvort sem Samfylkingunni og Sigurbjörgu stjórnsýslufræðingi líkar betur eða verr þá var Ólafur Ragnar endurkjörinn forseti og tilraunir stjörnulögmanns villta vinstrisins Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til að fá kosningarnar ógiltar munu ekki bera árangur.

Samfylkingarfólki virðist því miður um megn að virða niðurstöður kosninga í orði þegar þær eru því ekki að skapi.

Væri ekki rétt að Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur og nýr lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands reyndi að skilgreina það í næsta pistli sínum hvað veldur því að lýðræðisleg vitund vinstra fólks á Íslandi er jafn takmörkuð og raun ber vitni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gat ekki annað en brosað þegar Þórhildur Þorleifsdóttir hellti sér yfir ómenntaða láglaunakarla og sjálfstæðismenn, sem hún taldi meðal annarra bera sök á kosningunni.  

Sigurður Þórðarson, 4.7.2012 kl. 14:31

2 identicon

Mig langar til að benda á nokkur atriði.Nú í fjölmörg ár hefur ólafur Ragnar leikið þann leik að slá fréttamenn út af laginu. Það á jafnt við um erlenda sem innlenda fréttamenn. Aðferðin sem hann notar er að segja að viðkomandi fréttamaður hafi ekki skilið ummæli Ólafs eða einfaldað þau. Þessi aðferð er nokkuð algeng. Svo dæmi sé tekið af þýskum stjórnmálamönnum þá má nefna að H Schmidt og F J Strauss beittu henni oft.Í þættinum á Sprengisandi réðst ólafur á fréttamann og ásakaði hann um að spinna upp fréttir.(Sannanlega er þetta rangt). Í annan stað ræðst hann á fréttastofu rúv. Óbein skilaboð eru alveg skýr eins og Sigurbjörg benti á. Sigurbjörg hefur skrifað fjölmargar fræðigreinar og greinar í virt erlend dagblöð.Hún hefur aldrei gert lítið úr íslenskri þjóð en gagnrýnt harðlega nokkra stjórnmálamenn.Þar má nefna Davíð Oddson en hann er auðvitað ekki íslensk þjóð.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 16:37

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hallærisbragur á Samfylkingarfólkinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.7.2012 kl. 17:41

4 Smámynd: Elle_

Hárréttar lýsingar á ólýðræðislegum Jóhönnuflokkinum og fylgimönnum í RUV og Jón.  Nema ég vissi ekki að Ragnar Aðalsteinsson væri í þeim hópi.  Koma á fréttastjóra RUV út ekki seinna en núna.  Við fáum ekki einu sinni að kjósa okkur forseta í friði, svo ég sleppi nú öllu hinu.

Elle_, 4.7.2012 kl. 18:03

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þórhildur er náttúrulega miklu merkilegri en pöpullinn Sigurður hefur hún ekki alltaf verið sannfærð um það?

Jón Magnússon, 4.7.2012 kl. 20:19

6 Smámynd: Jón Magnússon

Grein Sigurbjargar stjórnsýslufræðings í Le Monde var jafnvel henni til skammar. Ég ætlaði á sínum tíma að vekja sérstaka athygli á henni, en mér vannst ekki tími til þess Hrafn. En þú ættir að lesa hana þér til upplýsingar. Ef þú ert að tala um Helmut Schimdt sósíaldemókrata og fyrrum kanslara Vestur Þýskalands þá er hann með allra merkilegustu stjórnmálamönnum á síðari hluta síðustu aldar. Hann vann með Willy Brandt varðandi þánefnda Ost Politik.  Frans Josef Strauss sem þú ert sennilega líka að tala um var mjög merkilegur stjórnmálamaður og vann iðulega meirihlutafylgi og mig minnir að hann hafi einu sinni náð 2/3 atkvæða í Bayern. Ég átti þess kost að hitta báða þessa menn og hlusta á þá bæði fyrirlestra og í fjölmiðlum og þeir voru fyrst og fremst með sína hluti á hreinu og létu fjölmiðlamenn ekki vaða ofan í sig.  Ef fréttamenn eru svo miklir aumingjar að þeir geta ekki tekið á móti ef þeir telja á sig hallað þá eiga þeir að velja sér annað starf Hrafn. Þeir geta ekki verið eins og vælukjóar. Ég ætla ekkert að fjalla um fræðimennsku Sigurbjargar af því að hún hefur alla vega sér það til ágætis að vera frá Litlu Fellsöxl í Skilamannahreppi í Borgarfjarðarsýslu.

Jón Magnússon, 4.7.2012 kl. 20:28

7 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður Heimir þá er það rétt.

Jón Magnússon, 4.7.2012 kl. 20:29

8 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður fáum við ekki heldur að kjósa okkur útvarp í friði. Við verðum að borga RÚV hvort sem okkur líkar betur eða verr. Mér finnst það brot á mannréttindum.

Jón Magnússon, 4.7.2012 kl. 20:30

9 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Hlustaði á Sigurbjörgu og gæti ekki verið meira sammála varðandi viðtalið.  Einnig hjartanlega sammála þessu með RUV, það á að einkavæða þessa stofnun og lofa okkur að velja sjálf hvað við viljum horfa og hlusta á. Þar að auki á RUV á örugglega heimsmet í leiðinlegri sjónvarpsdagskrá!

Edda Karlsdóttir, 4.7.2012 kl. 23:58

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Edda. Ég er ekki viss um að þeir eigi heimsmet í leiðindum. En þetta gæti verið svo miklu betra.

Jón Magnússon, 5.7.2012 kl. 21:56

11 identicon

Sæll.

Þessi ágæta kona er fyrir löngu búin að tala frá sér þá virðingu sem hún einhvern tímann naut.

Var það ekki þessi sami stjórnsýslufræðingur sem komst að því fyrir nokkru síðan að mynd af stúlku nokkurri sem var að auglýsa fermingarföt væri kynferðisleg?

Helgi (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 76
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 4259
  • Frá upphafi: 2296049

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 3903
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband