Færsluflokkur: Íþróttir
27.6.2016 | 10:04
Lífið er fótbolti
Ég hef ekki þorað að þvo landsliðsbúninginn minn frá því að EM byrjaði af ótta við að það muni breyta öllu til hins verra fyrir landsliðið. Það skiptir vissulega máli hvernig við á hliðarlínunni og/eða sjónvarpið undirbúum okkur fyrir leikinn. Ef svo heldur fram sem ég vona að íslenska landsliðið spili til úrslita á EM má búast við því að þeir sem næst mér standa þoli illa við í návist óþvegins landsliðsbúnings sem tekið hefur í sig og á öll geðhrif og spenning, gleði og sorg en þó aðallega gleði frá því að mótið byrjaði.
Landsliðsþjálfarinn sagði að úrslitin í leiknum í dag mörkuðu tímamót og mundi breyta einhverjum hlutum í ensku og íslensku þjóðfélagi til frambúðar. Ekki veit ég það svo gjörla en hitt veit ég að það hefði góð áhrif fyrir þjóðernistaugina ef við mundum vinna Breta. Jafnvel stagneraðir alþjóðahyggjukratar og kommar mundu þá ekki komast hjá því að viðurkenna að í þeim blundaði þjóðernissinni.
Hvað sem þessu öllu líður þá stöndum við með okkar mönnum hvernig sem fer og gleymum því ekki að þeir eru alltaf strákarnir okkar sem eru að gera sitt besta og þeir hafa verið og eru landi og þjóð til sóma. Þetta er besta knattspyrnulandslið sem við höfum nokkru sinni átt og vonandi tekst þeim það illmögulega í kvöld. Að vinna Breta.
Áfram Ísland.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2015 | 17:41
Tvískinnungur?
Fyrir nokkrum dögum gengu ýmsir þjóðarleiðtogar í skrúðgöngu um götur Parísar til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása vígamanna sem kenna sig bæði við Al Kaída og ISIS. Í dag er setningarhátíð handboltamóts í Quatar, ríkisins sem tengist peningalega hvað mest fyrrnefndum hryðjuverkasamtökum.
Engin þjóðarleiðtogana sem héldust í hendur og grétu krókódílatárum í Parísargöngunni sá ástæðu til að gera athugasemd við að Quatar skuli halda þetta alþjóðlega handboltamót. Engin þeirra hefur hreyft athugsemd við að Quatar haldi næsta heimsmeistaramót í fótbolta. Þeim gæti sennilega ekki verið meira slétt sama.
Þegar æðsti fursti einræðisríkisins Quatar kom til fundar við Cameroun forsætisráðherra Breta sagðist Cameroun ætla að gera alvarlegar athugasemdir við stuðning Quatara við hryðjuverkasamtök. Blaðið Daily Telegraph sagði að það hefði Cameroun ekki gert heldur hvatt einvaldinn í Quatar til að fjárfesta meira í Bretlandi.
Einræðisríkið Quatar hefur fjárfest mikið á Vesturlöndum og á verslanir eins og Harrods í London. Mótmælahópar í Evrópu m.a. hér á landi hafa farið mikinn og krafist þess að fólk kaupi ekki vörur frá Ísrael eða versli í verslunum í eigu Gyðinga. En það hvarflar ekki að þessu vinstrisinnaða mótmælafólki að mælast til þess að fólk versli ekki í verslunum í eigu Qutara þrátt fyrir að þeir beri mikla ábyrgð á morðum, ráunum,mannsali og nauðgunum í Írak og Sýrlandi með stuðningi sínum við ISIS. Tvískinnungur?
Þjóðarleitogarnir sem marséruðu um götur Parísar eru sjálfsagt ekki búnir að þrífa skítinn af götum Parísar undan skónum sínum. Þeir eru samt búnir að gleyma að það þarf meira en skrúðgöngur til að taka á hryðjuverkaógninni. Eitt af því er að hafa ekki samskipti við ríki eins og Quatar, sem styðja með virkum hætti hryðjuverkasamtök. Væri þeim einhver alvara þá gerðu þeir eitthvað í þeim málum í stað þess að telja hópgöngutúra virkasta aflið gegn illsku alheimsins. Fyrsta skrefið hefði verið að flytja handboltamótið í Quatar frá landinu eða kalla lið úr handboltakeppninni í Quatar og flytja heimsmeistarakeppnina í fótbolta frá Quatar.
En það er e.t.v. of mikið. Tvískinnungurinn verður að vera allsráðandi og Merkel og Hollande geta þá e.t.v. setið saman og fylgst með úrslitaleik keppninnar og hvatt sína menn til dáða á meðan peningarnir streyma frá gestgjöfunum til hryðjuvekasamtaka sem undirbúa næsta hildarleikinn í löndum þeirra .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2014 | 09:58
Hryðjuverk og heimsmeistarakeppni.
Á sama tíma og vestræn ríki beita viðskiptaþvingunum gegn Rússum fyrir að styðja landa sína í Úkraínu þá finnst þeim sjálfsagt að ríkið sem styður hryðjuverk og uppreisnir í fjölmörgum löndum haldi heimsmeistaramót í knattspyrnu árið 2022.
Bandaríkjamenn vildu fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022 og sendu fyrrverandi forseta sinn Bill Clinton til að vinna að því. Sagt er að þegar hann heyrði að af öllum ríkjum hafi Quatar verið tilnefnt hafi hann gjörsamlega misst stjórn á skapi sínu farið úr salnum og upp á hótelherbergið sitt og grýtt þar styttu í spegil með þeim afleiðingum sem jafnan verða þegar slíkt gerist.
Hitastig í Quatar í júní og júlí er milli 40 og 50 stig. Flott að keppa í fótbolta við slíkar aðtæður.
Quatar lætur peningana vinna og þeir fengu meirihluta gjörspilltra stjórnenda FIFA á sitt band. Quatar eru helstu stuðningsaðilar veðreiða og þess vegna er emírnum í Quatar boðið að fara í útreiðatúr með bresku konungsfjölskyldunni. Það er ein hliðin á krónunni en hin er dekkri sem varðar samskipti Quatar og alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka.
Quatar er eina landið sem enn styður hryðjuverkasamtökin Hamas og leiðtogi þeirra Khaled Meshaal lifir þar í vellystingum á kostnað Quataríska ríkisins. Þar er líka einn helsti leiðtogi fjármögnunaraðili hryðjuverkasamtakanna Al Kaída, Omeir al-Naimi fyrrum forseti knattspyrnusambands Quatar. Quatarar borga fyrir flugskeytin sem Hamas liðar skjóta á Ísrael. Quatarar hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi víðtækan stuðning. Í dag er Quatar helsti stuðningsaðili hryðjuverkasamtaka í heiminum.
Þó íslendingar séu lítils megnugir á alþjóðavettvangi þá gæti íslenska knattspyrnusambandið tekið þetta mál upp og krafist þess að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði ekki haldið í landi þar sem blóð og spillingarfnykur drýpur af gríðalegum fjárframlögum landsins til hryðjuverka og gagnslausu stéttanna í Evrópu, sem voru því miður ekki settar endanlega til hliðar með frönsku byltingunni. Með því mundum við leggja góðum málstað lið auk þess að sýna siðræna reisn. Vilji FIFA ekki láta segjast þá eigum við að gangast fyrir því að evrópsk knattspyrnusambönd tilkynni að þau muni ekki taka þátt í heimsmeistarakeppni í landi sem styður alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2013 | 15:39
Í skugga hommahaturs
Hópur fólks berst fyrir því að þjóðir sniðgangi vetrarolympíuleikana sem eiga að vera í Rússlandi eftir 6 mánuði vegna afstöðu þarlendra til samkynhneigðra. Í fylkingarbrjóst hefur skipað sér frábær leikari Stehpen Fry. Sniðgöngutillögurnar fá dræmar undirtektir og bæði Obama Bandaríkjaforseti og Cameron forsætisráðherra Breta hafa hafnað þeim með öllu.
Það hefur komið fyrir að þjóðir hafa sniðgengið Olympíuleika vegna stjórnarfars í viðkomandi löndum. Þá kom upp krafa um að sniðganga Evrópusöngvakeppnina í Aserbadjan s.l. vetur vegna harðýðgi, en af því varð ekki. Í þeim tilvikum þar sem þjóðir hafa sniðgengið Olympíuleika hefur það fyrst og fremst bitnað á þeim sem sniðgengu og íþróttamönnum þeirra.
Hætt er við að fljótt taki fyrir alþjóðleg samskipti ef fólk vill beita þeim reglum út í hörgul að koma hvergi þar sem því mislíkar eitthvað í stjórnarfari, siðum eða trúarbrögðum þjóða. Samkynhneigðir mundu þannig berjast gegn því að nokkur alþjóðleg mót eða samskipti færu fram í Íslamska heiminum þar sem afstaðan til samkynhneigðra er mun harðari en í Rússlandi auk margra annarra landa.
Barátta samkynhneigðra fyrir eigin mannréttindum verður ekki aðskilinn frá mannréttindabaráttu almennt. Þess vegna er spurningin hvaða þjóðir uppfylla ekki þau skilyrði sem menn vilja setja varðandi mannréttindi. Þar koma til skoðunar þjóðir sem virða ekki réttindi þjóðfélagshópa í eigin landi og réttindi minnihlutahópa.
Svo má velta því fyrir sér hvort það er til þess fallið að koma á umbótum í mannréttindamálum að útiloka þá sem okkur finnst ekki þóknanlegir í þeim efnum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það horfi frekar til bóta til að koma á mannréttindum að hafa sem mest samskipti við þá sem brotlegir eru og láta þá heyra það sem okkur mislíkar.
26.7.2012 | 18:50
Fer ekki á Olympíuleika vegna rasískra ummæla á Twitter.?
Unga gríska konan og þrístökkvarinn Voula Papachristou, sem átti að fara á Olympíuleikana í London hefur verið meinað að taka þátt í leikunum vegna ummæla um afríska innflytjendur á Twitter. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem fær refsingu á Olympíuleikum fyrir meinta móðgun á samskiptavef.
Það sem Papachristou sagði var eftirfarandi:
"Af því að það eru svo margir frá Afríku í Grikklandi, verða moskító flugurnar við Vestur Níl að borða heimagerðan mat."
Þrátt fyrir að Papachristou bæðist afsökunar og segðist aldrei hafa ætlað að móðga neinn eða skerða mannréttindi einhverja þá dugar það ekki til.
Rowan Atkinson sem leikur Mr. Bean m.a. hefur iðulega gagnrýnt takmarkanir á tjáningafrelsi og möguleikum fólks til að setja fram grín jafnvel þó það snerti ákveðna hópa.
Þegar þessi ummæli Papachristou valda brottrekstri frá Olympíuleikum þá er vandlifað í honum heimi. Það gleymist iðulega að mannréttindi eru fyrir einstaklinga og hugsuð sem slík, en ekki hópa eða þjóðir.
Í gamla daga mátti tala um svertingja, gult fólk, rauðskinna og hvítt fólk. Leyfir pólitísk rétthugsun það í dag? Í mörg ár gaf kona í Bandaríkjunum út bókina "Truly tasteless jokes" þar sem gert er grín af svörtu fólki, Pólverjum, Gyðingum, hvítu fólki, Engilsöxum m.a. Ætla má miðað við pólitísku rétthugsun að það sé búið að handtaka hana og banna útgáfuna.
Mikið skelfing er lífið miklu erfiðara og leiðinlegra undir svona pólitískri rétthugsun þar sem m.a. ungt fólk sem er að gera að gamni sínu má búast við þungum viðurlögum og aðkasti vegna græskulausra kersknisummæla.
Svo virðist sem Political Newspeak sem George Orwell talaði um í bókinni 1984 sé að verða að veruleika. Það má e.t.v. minna á að það leiddi til raunverulegrar frelsisskerðingar og glataðra mannréttinda einstaklinga.
26.3.2012 | 17:32
Kynþáttaníð og kennimannleg dómharka.
Sá leiði atburður varð fyrir skömmu að unglingspiltum lenti saman í knattspyrnuleik. Annar mun hafa haft niðrandi orð og vísað til kynþáttar hins en sá lét hendur skipta. Báðir hafa fengið agaviðurlög frá KSÍ og beðist afsökunar á þessu leiða atviki eftir því sem ég fregna best.
Þeir sem hafa tekið þátt í hópíþrótt eins og knattspyrnu þekkja það að iðulega verður leikmönnum sundurorða og láta þá orð falla sem betur hefðu verið ósögð. Þetta gerist jafnvel í hópi þeirra bestu, jafnvel í úrslitaleik um heimsmeistaratitil í knattspyrnu eins og dæmin sanna.
Heimssamband knattspyrnumanna hafa sem einkenni að knattspyrna sé leikur án fordóma. Þess er jafnan getið í upphafi knattspyrnuleikja þar sem fólk greiðir aðgangseyri. Þeir sem leika knattspyrnu þekkja þetta og játast undir þessi einkunarorð. Samt sem áður geta menn látið óheppileg orð falla, en það er þá gert í stundarreiði og venjulegast er óþarfi að leggja mjög djúpa merkinu í slíka stundarreiði.
Flestir sem til þekkja og hafa vit á reyna að gera sem minnst úr svona tilvikum. En það er ekki öllum þannig farið.
Í samræmi við kristilegan kærleiksanda þá sýna þeir sem þá trú játa yfirleitt kristilegt umburðarlyndi og fyrirgefa í samræmi við kenningu Jesú.
Baldur Kristjánsson prestur þjóðkirkjunnar, virðist ekki átta sig á inntaki kristinnar trúar um umburðarlyndi og fyrirgefningu og veður fram vegna þessa leiðindatilviks af óheyrilegri dómhörku. Hann krefst þess að sá sem vísaði til litarháttar hins leikmannsins verði beittur þungum refsingum. Baldur telur sig vera sérfræðing í öllum málum sem lúta að kynþátattamálum af því að hann var endur fyrir löngu kosin í nefnd sem fjallar um málið. Sérfræði hans virðist þó af skornum skammti.
Mér er sagt að báðir leikmennirnir hafi beðist afsökunar á því leiðindatilviki sem um ræðir. Þá er spurning hvort ekki sé tímabært að Baldur Kristjánsson prestur biðjist velvirðingar á fráleitum ummælum sínum í málinu og refsikröfum, sem eiga meira skylt við Íranska múlla og þeirra málstað, en presta þjóðkirkjunnar og trúarviðhorf kristins fólks.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.6.2011 | 23:14
Þarf að hengja einhvern?
Leikmenn landsliða Írans og Norður Kóreu eru hræddir við afleiðingar þess að tapa landsleik enda bíða þeirra refsingar. Sumir virðast telja að við eigum að tileinka okkur sama siðferðisstig gagnvart þeim sem leika fyrir Íslands hönd.
Ég fór og sá leik Íslands og Danmerkur í gær og vonaði að sjálfsögðu að loksins mundum við sigra Dani. Því miður fór það ekki svo. Danir unnu eins og venjulega. Leikur landsliðsins var því þó til sóma og hver einasti leikmaður gerði sitt besta. Við getum því bæði verið stolt af strákunum okkar og þjálfara liðsins.
Það virðist vera sem margir gleymi því að við erum ekki meðal sterkustu knattspyrnuþjóða heims en það eru Danir. Hvað þá heldur að menn minnist ófarana þegar við töpuðum landsleik við Dani 14-2.
Eftir 14-2 leikinn varaði Albert Guðmundsson sá mikli knattspyrnukappi og síðar formaður KSÍ við öllum fordæmingum því þær ættu ekki rétt á sér.
Strákarnir okkar stóðu sig vel í gær en danska liðið var betra. Þó einhver leikmaður telji sig eiga sök á einhverju þá verður að líta á heildarframmistöðuna og það skiluðu allir leikmenn og þjálfari sínu með prýði. Það er hins vegar þannig og það þekkja þeir sem hafa keppt í fótbolta að engin fer í gegn um heilan fótboltaleik án þess að gera einhver mistök.
Miðað við frammistöðu strákanna okkar í gær eigum við að vera þakklát þeim fyrir að leggja sig fram fyrir Íslands hönd og gera sitt besta. Gagnrýni er góð en tilefnislaust nöldur út í þjálfara og einstaka leikmenn er óneitanlega þreytandi og niðurdrepandi fyrir alla.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 10:39
Ráðdeild og sparnaður.
Flestir muna eftir helsta efnahagsúrræði forsætisráðherra sem hann setti fram í sumar að fólk ætti að spara m.a. fá sér sparneytnari bíla auk annars sparnaðar. Þessi ráðgjöf virðist bara eiga við almenning. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins á undan Davíð og Geir lögðu mikla áherslu á sparnað og ráðdeild í ríkisrekstri og töldu það aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins að standa þannig að landsstjórninni að fyllsta aðhalds og sparnaðar væri gætt.
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn skipt um stefnu. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra lætur sig ekki muna um að fara til Kína með ráðuneytisstjóra sínum og mökum þeirra til að horfa á handboltaleik. Vissulega mikilvægan handboltaleik þar sem spurning var um gull eða silfur á Olympíuleikum. Ferðin kostaði skattgreiðendur 2.090.000 eða tæplega tværmilljónir og eitt hundrað þúsund eða 35.000 á hverja mínútu leiksins.
Ljóst er að fjármunir eru afstæðir og nauðsynlegt er að eyða ríkisins fé til brýnna hluta. Spurningin er hins vegar hvort þessi útgjöld eru afsakanleg. Þurfti menntamálaráðherra, ráðuneytisstjóri og makar að fara? Þau höfðu ekkert með gengi eða gengisleysi landsliðsins að gera. Menntamálaráðherra tók ákvörðun um að fara vegna þess að hana langaði til að horfa á handboltaleik. Vissulega má hana langa til þess en þá er líka eðlilegt að hún og föruneyti hennar borgi fyrir sig. Það var engin þjónustu við skattgreiðendur að fara þessa ferð.
Ég velti fyrir mér hvort starfsþunginn í menntamálaráðuneytinu sé svona lítill við upphaf skólaárs að menntamálaráðherra og ráðuneytisstjóri geti fyrirvaralaust tekið ákvörðun um að hlaupa í burtu í viku að eigin geðþótta.
Nú geta einhverjir reiðst og sagt að eðlilegt hafi verið að menntamálaráðherra sem líka er íþróttamálaráðherra væri viðstödd þennan mikilvæga leik. Þannig er það bara ekki. Það bar enga nauðsyn til og hvernig sem bullinu er á botnin hvolft þá liggur það fyrir að það var engin þörf á þessari ferð. Það væri mannsbragur að því að menntamálaráðherra og föruneyti borguðu fyrir sig en létu skattgreiðendur ekki sitja uppi með kostnaðinn af bruðli og óráðssíu fyrirfólksins í þjóðfélaginu.
Hvað skyldi þurfa skatta margra láglaunafjölskyldna til að borga fyrir íslenska aðalinn í Peking?
24.8.2008 | 12:08
Til hamingju Ísland.
Það var mikil stemmning þar sem ég horfði á úrslitaleikinn við Frakka. Flestir sem vit hafa á handbolta (ég er ekki einn þeirra) vissu að Frakkar eru með firnasterkt lið og Ísland yrði að gera betur en það besta til að eiga möguleika á að vinna gullið. Það tókst ekki. Samt sem áður þá hefur íslenska liðið staðið sig betur en nokkur þorði að vona fyrirfram og við erum öll stolt af afreksmönnunum okkar í handboltalandsliðinu.
Mér finnst það samt ekki ásættanlegt að það skuli líða meir en hálf öld á milli þess að við vinnum silfur á Olympíuleikum. En við gerum bara betur og þessi árangur handboltalandsliðsins sýnir hvað hægt er að gera og hvað það er hægt að komast langt með einbeittum vilja og hörku. Ég er einn þeirra sem hef verið og er einlægur aðdáandi Ólafs Stefánssonar sem mér finnst alltaf skila sínu og rúmlega það. Mér finnst hann vara stóri pabbinn í landsliðshópnum.
Við getum verið stolt af landsliðsstrákunum okkar í Peking. Til hamingju Ísland að eiga þá.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.5.2008 | 09:58
Flott Félagskvöld Fylkis
Húsfyllir var á félagskvöldi Fylkis í gærkvöldi þar sem meistaraflokkur kvenna og karla voru m.a. kynnt til leiks. Verði árangur Fylkis í samræmi við það þann áhuga sem var í gærkvöldi og breiðum stuðningi við liðin þá ætti Fylkisfólk að vera í góðum málum. Ég veit ekki hvort það eru margar knattspyrnudeildir sem státa af því að hafa konu sem formann en knattspyrnudeild Fylkis nýtur dugnaðar og atorku Sigrúnar Jónssonar formanns knattspyrnudeildarinnar. Þar er rétt kona á réttum stað.
Ég vonast til að fara sem oftast ánægður af vellinum í sumar eftir sigur Fylkis.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 295
- Sl. sólarhring: 703
- Sl. viku: 4116
- Frá upphafi: 2427916
Annað
- Innlit í dag: 271
- Innlit sl. viku: 3807
- Gestir í dag: 263
- IP-tölur í dag: 252
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson