Færsluflokkur: Matur og drykkur
27.12.2023 | 09:57
Jólin, kaupmaðurinn og lífskjörin
Oft er sagt að jólin séu hátíð kaupmanna vegna ofurneyslu og gjafaflóðs, sem fylgir jólum í okkar heimshluta. Það skiptir þá miklu að hafa góða kaupmenn, sem hafa aðhald frá öflugum samtökum neytenda.
Bent hefur verið á, að lífskjör fari að nokkru eftir því hve góða kaupmenn við eigum. Pálmi Jónsson stofnandi Hagkaupa sýndi svo sannarlega fram á það á síðustu öld, þegar lágvöruverðs verslanir Hagkaupa lækkuðu vöruverð í landinu.
Á fyrr og síðmiðöldum voru kryddvörur eftirsóttustu vörur í Evrópu. Kryddið þurfti að flytja frá Austurlöndum. Ítalskir kaupmenn fundu hagkvæmar verslunarleiðir, sem voru eyðilagðar af Mongólum og Tyrkjum um 1200.
Þá voru góð ráð dýr og góðir kaupmenn brugðust við. En verslunarleiðin var dýr, hættuleg og erfið. Sagt var að krydd sem komst fyrir á hnífsoddi í Evrópu kostaði jafn mikið og 50 kg. af sama kryddi í upprunalandinu. Það gekk að sjálfsögðu ekki og fundnar voru nýar leiðir til að ná fram verðlækkun.
Í vaxandi mæli heyrast raddir, sem hallmæla frjálsum markaði og finna honum allt til foráttu. Það er fólk, sem er haldið þeim ranghugmyndum, að með miðstýringu og ríkisvæðingu sé hægt að lækka vöruverð. Raunin er önnur. Hvarvetna sem þetta hefur verið reynt, hefur það leitt til vöruskorts og langra biðraða eins og gátan frá Sovétríkjunum sálugu lýsir vel, en hún er svona:
"Hvað er þriggja kílómetra langt og borðar kartöflur?" Svarið var: Biðröðin í Moskvu eftir að komast í kjötbúðina. Þannig var það þá. En nú er öldin önnur jafnvel þó að Rússar eigi í stríði.
Allir eru sammála um að ríkisvaldið setji ákveðnar leikreglur á markaði eins og öryggisreglur og samkeppnisreglur, sem miða að því að lögmál frjáls markaðar fái að njóta sín. En það er einmitt þessi frjálsi markaður, sem hefur tryggt neytendum á Vesturlöndum hagkvæmt vöruverð og nægt vöruframboð.
Ríkishyggjufólk skilur ekki hvernig á því stendur, að í öllu kaupæðinu fyrir jól, þá skuli alltaf vera fyllt á og þörfum neytenda svarað, þó engar aðrar reglur séu í gangi,en hin ósýnilega hönd markaðarins.
Sú reynsla sem við höfum af frelsi í verslun ætti að leiða huga stjórnmálafólks að því hvort það sé ekki hagkvæmara að útvísa fleiri verkefnum frá hinu opinbera til einstaklinga.
Ég var um langa hríð forustumaður í neytendastarfi og formaður Neytendasamtakanna um nokkurt skeið. Reynsla mín var sú, að erfiðustu fyrirtækin sem við þurftum að eiga við vegna hagsmuna neytenda á þeim tíma voru ríkisfyrirtækin, Póstur og sími, Grænmetisverslunin o.s.frv. Sú reynsla sýndi mér að þó það sé misjafn sauður í mörgu fé hvað varðar kaupmenn eins og aðrar stéttir, þá var það þó hátíð að eiga við svörtu sauðina þar miðað við einokunarstofnanir ríkisins.
Við skulum varast að láta falsspámenn eyðileggja frelsið, en sækja fram til meira frelsis á öllum sviðum þjóðlífins neytendum til hagsbóta.
23.3.2023 | 08:24
Neytendabarátta í 70 ár
Neytendasamtökin eru 70 ára gömul baráttusamtök fyrir bættum hag neytenda. Barátta Neytendasamtakanna mótast af þeim þjóðfélagsaðstæðum sem við búum við hverju sinni. Samt eru alltaf ákveðnir hlutir sem breytast ekki. Það þarf að gæta að því að samkeppni sé virk og vöruvöndun og verðlag sé eðlilegt.
Það voru tímamót í baráttu neytenda þegar John F.Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti hélt ræðu á Bandaríkjaþingi árið 1962 og sagði þá:
"Við erum öll neytendur. Þeir eru stærsti hagsmunahópurinn í landinu og þeir hafa áhirf á og verða fyrir áhrifum af næstum sérhverri efnahagsákvörðun opinberra aðila og einkaaðila. En þeir eru eini stóri hópurinn í efnahagslífi okkar, sem ekki getur komið fram sjónarmiðum sínum. Réttur neytenda felur í sér þessi atriði: Réttinn til öryggis. Réttinn til upplýsingar. Réttinn til að velja. Réttinn til að hlustað sé á sjónarmið þeirra."
Víða um heim hafa neytendur ekki enn náð fyrsta markmiðinu, en í okkar heimshluta hefur orðið mjög jákvæð þróun til hagsbóta fyrir neytendur.
Fyrir um hálfri öld hóf ég starf í Neytendasamtökunum. Ástæða þess var raunar nokkuð skondinn. Ágætur vinur minn og mikill vinstri maður taldi nauðsynlegt að allt pólitíska litrófið ætti sér málsvara innan Neytendasamtakanna og fékk mig til starfa í samtökunum. Mér fannst þessi barátta bæði mikilvæg og nauðsynleg og enn frekar eftir því sem árin liðu.
Ég var formaður Neytendasamtakanna þegar samtökin áttu 30 ára afmæli. Þá var aðstaða neytenda önnur en nú. Víðtæk ríkiseinokun var til staðar og ríkiseinokunarfyrirtækin voru oft í fararbroddi þeirra fyrirtækja, sem neytendur þurftu að eiga viðskipti við, sem tóku lítið tillit til óska og krafna neytenda. Síbrotafyrirtæki ríksins eins og við kölluðum það á þeim tíma tóku mikinn tíma í neytendastarfi.
Á þeim tíma vantaði líka nánast alla löggjöf til að standa vörð um hagsmuni neyenda og eðlilegar umferðarreglur í viðskiptalífinu með tilliti til neytenda. Við borðumst í áratugi fyrir að ná fram sama lagaumhverfi og annarsstaðar í Evrópu, en tregðulögmál íslenskra stjórnmála og varðstaða um hagsmuni einokunarfyirtækja gerði þá baráttu erfiða.
Það var ekki fyrr en við gengum í Evrópusambandið, sem að augu íslenskra stjórnmálamanna opnuðust fyrir því, að allt sem við höfðum sagt og barist fyrir var rétt og við höfðum dregist aftur úr á sviði varðstöðu um hagsmuni neytenda.
Eitt lítið dæmi má nefna. Við börðumst fyrir því að sett yrði löggjöf um greiðsluaðlögun í tæp 30 ár áður en sú löggjöf varð að veruleika og þá í hruninu sem neyðarlöggjöf. Hefði verið hlustað á okkur á þeim tíma, hefði staðan verið betri og við betur undirbúin til að takast á við hamfarir hrunsins.
Við þurftum að berjast fyrir mannsæmandi viðskiptaháttum varðandi landbúnaðarafurðir m.a. eina algengustu neysluvöruna, kartöflur, en netyendum var iðulega boðið upp á óæta og heilsuspillandi vöru þ.á.m. kartöflur og það þýddi ekkert að eiga við stjórnvöld. Þau stóðu með einokunarfyrirtækinu gegn neytendum. En svo fór að með samtakamætti höfðu neytendur sigur.
Því miður hafa Neytendasamtökin ekki náð því að íslenskur lánamarkaður yrði sambærilegur og hann er í okkar nágrannalöndum. En þar er um áratugabaráttu að ræða. Sigur mun vinnast í því líka. En því miður hefur það gengið allt of hægt.
Samtökin hafa eflst og dafnað. Að sjálfsögðu eru hæðir og lægðir í félagsstarfi frjálsra félagasamtaka og nú virðist vel staðið að málum í Neytendasamtökunum. Það eru hagsmunir íslenskra neytenda og meginforsenda öflugra samtaka er að sem flestir gerist félagar í Neytendasamtökunum.
Neytendabarátta er spurning um mátt fjöldans til að gæta hagsmuna sinna og réttinda. Við skulum berjast fyrir þeim rétti hvar í flokki sem við stöndum. Því þó að neytendabarátta sé pólitísk barátta þá gengur hún þvert á flokkakerfið og við eigum öll að taka höndum saman um baráttu fyrir þessa hagsmuni okkar allra íslenskir neytendur.
1.2.2023 | 09:30
Heróín, áfengi og sykur.
Í Vancouver í Kanada og raunar í allri bresku Kólumbíu(BK) er leyfilegt að vera með 2.5 gr. af heróíni, fentanyl, kókaíni, metaamfetamíni eða ecstasy. Fólk er hvorki handtekið né efnin tekin af því. Neysla efnana er vandalaus fyrir þau sem vilja.
Dauðsföllum vegna ofneyslu hefur fjölgað mikið í BK,en spurningin stendur um það hvort neysla þessara efna sé heilsufarslegt vandamál eða hvort glæpavæða eigi neysluna. Stóra spurningin um hvort og hvað langt ríkisvaldið eigi og megi ganga til að vernda fólk fyrir sjálfu sér og hvenær bregðast beri við og hvernig.
Á sama tíma og vinstri sinnuð stjórnvöld í BK og Kanada auðvelda og leyfa neyslu efna sem hingað til hafa verið ólögleg fíkniefni og telja það skref í frjálsræðisátt, er verið að setja tálmanir og reglur um það sem hingað til hefur verið talið sjálfsagt í lýðræðislegu þjóðfélagi.
Höft og bönn í Kanada á tímum Kóvíd voru mjög harkaleg og þá þvældist ekki fyrir hinum vinstri sinnaða forsætisráðherra Justin Trudeau að takmarka borgaraleg mannréttindi.
Á sama tíma og kókaín og heróínneysla er leyfð þá ráðleggja Kanadísk yfirvöld fólki að drekka ekki meira en tvö glös af víni á viku og frá árinu 2026 verða öll matvæli með hátt fituinnihald, sykur eða sódíum að vera merkt með varúðarmerkjum á framhlið pakninga slíkra matvæla annars má ekki selja þau. En engar varúðarmerkingar þurfa að vera á heróíninu eða kókaíninu.
Vinstri nauðhyggjan og afskiptasemi af borgurunum er aldrei langt undan þó að sum efni séu sumu fólki hugleiknari en önnur.
19.5.2020 | 09:44
Fæðuöryggi og fjármálastjórn.
Talsmenn hamfarastyrkja til vissra greina landbúnaðarins hamast nú sem sjaldan fyrr og halda því fram, að dæmalaus viðbrögð stjórnvalda vítt og breitt um veröldina við Covid veirunnar sýni ótvírætt, að gæta verði betur að fæðuöryggi þjóðarinnar með auknum styrkjum til ákveðinnar landbúnaðarframleiðslu.
Þessi hamagangur einangrunarsinnanna er byggður á fölskum forsendum. Þrátt fyrir að þjóðir í okkar heimshluta hafi dæmt sig í mismunandi stranga einangrun og útgöngubann, þá hefur fæðuframleiðslan ekki raskast og flutningar á matvælum og öðrum vörum ekki heldur. Matvælaöryggið var því aldrei í hættu þrátt fyrir óttablandin viðbrögð við veirunni
Hvað afsakar þá aðgerðir stjórnvalda til að færa meiri peninga frá skattgreiðendum til ákveðinna framleiðenda í landbúnaði og ýmsum öðrum greinum vegna Covid veirunnar, eins og landbúnaðarráðherra hreykir af?
Ekki neitt.
Hvaða þýðingu hefur það síðan, að landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnin taki peninga skattgreiðenda til að greiða aukna styrki til grænmetisframleiðenda og/eða annarra framleiðenda í landbúnaði?
Mun verð á grænmeti til neytenda lækka? Var það forsenda aukinna styrkja? Ónei.
Reynsla neytenda af auknum styrkjum og beingreiðslum til framleiðenda er sú, að þeir skila sér ekki eða þá mjög óverulega til neytenda með lægra verði.
Af hverju má ekki styðja við atvinnurekstur með almennum aðgerðum eins og t.d. skattalækkunum t.d. afnámi tryggingargjalds?
Nú skiptir máli að gæta vel að því að opinberu fé sé ekki sólundað í gæluverkefni, heldur brugðist við raunverulegan vanda vegna Covid. Of margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru því miður því marki brenndar að færa fjármuni frá skattgreiðendum til þóknanlegra aðila í atvinnurekstri.
Sýnu verra er að stjórnarandstaðan hefur ekki annað til málanna að leggja en að krefjast enn meiri útgjalda úr ríkissjóði. Pólitísk yfirboð formanns Samfylkingarinnar og helsta meðreiðarsveins hans eru með því aumkunarverðara sem heyrst hefur á Alþingi.
Skattgreiðendur eigi enn sem fyrr fáa vini á Alþingi. Ætla má, að þröngt verði í búi margra þegar þjóðin þarf að taka út timburmenn óráðssíunnar.
25.9.2018 | 10:51
Vondu kapítalistarnir og bjórinn.
Í frábærum þætti Veröld sem var sem sýndur var um helgina í sjónvarpinu var fjallað um fyrirbrigðið bjórlíki og afnám banns við bjórsölu.
Vafalaust finnst mörgum skondið í dag, að það skuli hafa verið leyft að drekka sterk vín, meðalsterk vín og létt vín, en ekki bjór. En það tók heldur betur tíma að ná meirihluta stuðningi á Alþingi við að leyfa bjórinn.
Í ofangreindum þætti var viðtal við Guðnýju Halldórsdóttur vegna bjórbannsins, en faðir hennar Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxnes var einlægur stuðningsmaður þess að bjórinn yrði leyfður. Í viðtalinu sagði Guðný að vondir kapítalistar hefðu staðið á móti því að bjórinn yrði leyfður. Það er rangt. Það voru góðir kapítalistar, sem náðu því fram.
Fyrst flutti Pétur Sigurðsson frumvarp til breytinga á áfengislögum þess efnis, að bjór yrði leyfður. Síðan flutti ég frumvarp um að bjór yrðu leyfður og það í tvígang og þeir sem voru meðflutningsmenn á frumvarpinu sem fór í gegn með breytingum voru þeir Ingi Björn Albersson og Geir H. Haarde eða allt þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þannig að fyrirstaðan var ekki hjá kapítalistunum Guðný.
Staðreyndin er líka sú að lengi vel var einn flokkur sem skar sig úr og hafði flokkslega afstöðu gegn því að bjór yrði leyfður en það var Alþýðubandalagið helsti andstöðuflokkur okkar kapítalistanna, en mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins greiddi ávallt atkvæði með því að bjór yrðu leyfður í landinu.
Það hefði því verið réttara hefði Guðný sagt að það hafi verið vondu kommarnir sem voru á móti því að fólk nyti frelsisins, en kapítalistarnir hefðu barist þá sem fyrr fyrir frelsinu.
Halldór Kiljan Laxnes, var eins og áður sagði einlægur áhugamaður um að bjórinn yrði leyfður og var að því leyti í andstöðu við flokkinn sem eignaði sér hann. Hann skrifaði ítrekað greinar í blöð því til stuðnings og hafði nokkrum sinnum samband við mig eftir að ég flutti frumvörp um að leyfa bjórinn og lagði mér margt til, sem ég notaði í framsöguræðu mína í málinu á Alþingi á sínum tíma með leyfi höfundar.
3.1.2017 | 08:06
Kaka eða faðmlag
Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa vakið athygli á því að það sé betra að fólk sem vill gera vel við samstarfsfólk sitt sýni því væntumþykju með faðmlagi eða með öðrum hætti innan siðrænna og viðurkenndra marka í stað þess að færa því kökur eða annað sætmeti,eftir komu frá útlöndum, á afmælum eða öðru tilefni.
Offita, áunnin sykursýki og vaxandi tannskemmdir eru verulegt og vaxandi heilbrigðisvandamál í Bretlandi. Þannig er það einnig hér. Nauðsynlegt er að vinna gegn sykurómenningunni.
Talið er að börn innbyrði að jafnmagni þriggja sykurmola með morgunkorninu sínu á hverjum morgni og sum mun meira. Sykur er nánast í allri tilbúinni fæðu og erfitt að varast hann. Það er heilbrigðismál að vinna gegn sykurneyslu.
Sykur er eins og hvert annað fíkniefni. Aukin sykurneysla kallar á meira magn af fíkniefninu sykri. Sykur kallar fram vellíðan hjá okkur sykurfíklunum og þess vegna sækjumst við í fíkniefnið, þrátt fyrir að vita að líkamlega er það bara vont fyrir okkur.
Á sama hátt og yfirvöld unnu gegn tóbaksreykingum ættu þau nú að setja sér markmið varðandi að draga úr sykur- og þess vegna saltneyslu þjóðarinnar. Það mundi auka vellíðan fólks þegar fram í sækir og draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins.
Hver einstaklingur ber ábyrgð á sjálfum sér, en hann verður þá að eiga þess kost að geta valið ósykraða neysluvöru í stað sykraðrar eins og morgunkorn, brauð o.s.frv. Ef til vill mætti gera eins og með sígarettupakkana að setja varúðarmerki á neysluvörur þar sem sykurmagn er umfram ákveðið viðmið t.d:
VARÚÐ: Óhófleg sykurneysla er hættuleg heilsu þinni.
8.7.2016 | 09:40
Neytandinn borgar
Samkeppnisstofnun hefur beitt Mjólkursamsöluna viðurlögum fyrir ólögmæta markaðsstarfsemi til að koma í veg fyrir samkeppni á þessum mikilvæga neytendamarkaði. Forstjóri fyrirtækisins segir að neytendur muni á endanum borga þessar sektir. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er það staðreyndin þegar markaðsráðandi fyrirtæki eru beitt slíkum viðurlögum.
Af hverju þá að leggja höfuðáherslu á það að sekta fyrirtæki?
Fyrirtæki sem slíkt brýtur ekki lög heldur þeir sem stjórna því. Það eru alltaf einstaklingar sem standa að lögbrotum -líka brotum á samkeppnislögum. Af hverju ekki að leggja höfuðáherslu á að refsa þeim seku í stað þess að refsa neytendum?
Í 41.gr.a og b samkeppnislaga er heimild til að refsa einstaklingum fyrir tiltekin brot á Samkeppnislögum. Breyta þarf samkeppnislögum á þann veg að refsing einstaklinganna sem standa að brotunum verði aðalatriðið og sektir eða stjórnvaldssektir fyrirtækja verði aukaatriði nema til að gera upptækan ólögmætan hagnað fyrirtækjann af markaðshindrandi starfsemi.
Mikilvægast fyrir neytandann í frjálsu markaðshagkerfi er að virk samkeppni sé á markaði. Virkasta leiðin til að svo geti verið er að gera einstaklingana ábyrga fyrir samkeppnisbrotum.
17.7.2015 | 08:50
Bjór á bensínstöðvar
Nú stendur til að valdar bensínstöðvar fái að selja bjór og léttvín. Vínmenningarfulltrúar veitingavalds og múgamannagæslu hafa með þessu ákveðið að bjóða upp á þessa neysluvöru í tengslum við akstur bifreiða.
Eftir einn ei aki neinn var sjálfsagt vígorð til að vara við afleiðingum þess að vera ekki alsgáður við akstur. Nú má segja að útúrsnúningurinn úr þessu vígorði hafi orðið ofan á; "fáðu þér tvo og aktu svo".
Akstur og áfengi er ekkert grín eins og ótal mörg dauðsföll og varanleg örkuml fólks sýna best. Bensínstöðvar sem eiga tilveru sína fyrst og fremst undir akstri bifreiða eru því ekki bestu útsölustaðir þessa vímugjafa og passa jafnvel saman og fiskur og reiðhjól eða eitthvað þaðan af afkáralegra.
Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp til breytinga á áfengislögum þar sem gert var ráð fyrir að selja mætti bjór og léttvín í matvöruverslunum. Margir brugðust illa við þeirri tillögu og töldu hana vera hið versta mál og færðu ýmis ágætis rök fyrir þeim sjónarmiðum sínum. Málið dagaði því uppi einu sinni enn á Alþingi
Ef til vill gæti það orðið mörgum alþingismanninum til uppljómunar að átta sig á, að láti Alþingi undir höfuð leggjast að ganga frá skynsamlegri löggjöf um mikilvæg mál þá kann svo að fara að þróunin verði enn verri en þeir sem varlega vildu fara ætluðu sér.
Nú hefur það skeð í þessu brennivínssölumáli á bensínstöðvum, illu heilli.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.1.2015 | 11:14
Markaður og neytendur
Þar sem markaðsstarfsemin er fullkomin er samkeppnin virk og upplýsingamiðlun til neytenda með þeim hætti að þeir vita hvar er hægt að gera hagkvæmustu kaupin. Þannig er það ekki hér á landi. Fákeppni, takmörkuð samkeppni eða jafnvel engin er víða á íslensum markaði.
Þegar ríkisvaldið gerir viðamiklar skattabreytingar sem eiga að leiða til verulegra breytinga á vöruverði er mikilvægt í landi fákeppninnar að vel sé fylgst með því að verðbreytingarnar leiði ekki til verulega hærra vöruverðs. Þegar tvö núll voru tekin aftan af krónunni á sínum tíma var þess ekki gætt sem skyldi sem leiddi til þess að verð hækkaði mikið á ákveðnum vöruflokkum.
Þegar ráðherra neytendamála segir að það eigi ekkert að gera vegna skattabreytinganna og markaðurinn muni sjá um þetta þá vantar stærðir í dæmið svo að þetta virki eins og neytendamálaráðherra segir að það muni gera. Í fyrsta lagi þarf að vera virk samkeppni á markaðnum og í öðru lagi þurfa neytendur að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um vöruverð.
Þegar hvorugu er til að dreifa þ.e. þær vörur sem eru að taka verðbreytingum eru flestar á fákeppnismarkaði og neytendur hafa ekki nægjanlega góðar upplýsingar um vöruverð og gæði þá er nauðsynlegt til að markaðsstarfsemin virki betur að greið og góð upplýsingamiðlun sé til neytenda.
Þess vegna ætti ráðherra neytendamála að endurskoða afstöðu sína í þessu máli og standa fyrir því að ríkisstjórnin feli þeim aðilum á markaðnum sem hafa haft virkast eftirlit með verðlagningu til neytenda, Neytendasamtökunum, ASÍ og aðilum sem halda úti upplýsingum á eigin vegum, að fylgjast vel með verðbreytingum næstu mánuði þannig að verðbreytingar skili sér með eðlilegum hætti til neytenda.
Tímabundið átak til að fylgjast með verðlagi og miðla upplýsingum til neytenda er nauðsynlegt nú og næstu mánuði til að tryggja eðlilega samkeppni og láta þá sem standa sig í verslun njóta afraksturs erfiðis síns.
16.11.2014 | 18:26
Afnemum matarskatta
Gríðarlegir skattar gjöld og kvótar eru lögð á innflutt matvæli og vörur unnar úr þeim. Þetta eru einu matarskattarnir í landinu. Þegar Frosti Sigurjónsson Framsóknarþingmaður segist vera á móti matarskatti þá mætti ætla að formaður Efnahagsnefndar Alþingis vissi hvað hann væri að tala um.
Ef matarskattarnir og innflutningshöftin yrðu afnumin þá mundi verð á matvælum lækka verulega. Með því að hætta sérstökum stuðningi við matvælaframleiðslu innanlands mætti auk heldur lækka skatta umtalsvert t.d. láta matvæli bera 0% virðisaukaskatt.
Þetta mundi bæta kjör alls almennings í landinu svo um munaði. Auk þess mundi þetta hafa þau áhrif að vísitala neysluverðs til verðtryggingar mundi lækka verulega og þar með verðtryggðu lánin. Sennilega er ekki til skynsamlegri efnahagsaðgerð en einmitt það að afnema hina raunverulegu matarskatta sem allir hafa verið settir með atkvæði Framsóknarþingmanna.
En Frosti Framsóknarmaður er að tala um annað. Frosti er að tala um örlitla breytingu á virðisaukaskatti. Sú breyting skiptir ekki nema brotabroti af því sem hagur heimilanna mundi batna um ef skattar á matvæli yrðu afnumdir þ.e. raunverulegir matarskattar.
Nú háttar svo til að fjárlagafrumvarpið var lagt fram eftir að um það hafði verið fjallað í ríkisstjórn og þingflokkum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Hefði ekki verið samstaða um meginatriði fjárlagafrumvarpsins þá hefði tillaga um breytingu á virðisaukaskatti aldrei komið fram. Fráhlaup Frosta Sigurjónssonar og ýmissa annarra Framsóknarmanna frá eigin tillögum er því ómerkilegur pópúlismi.
Formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra, getur ekki setið undir því að leggja fram sameiginlegar tillögur ríkisstjórnarinnar, en svo hoppi þingmenn Framsóknarflokksins frá eins og gaggandi hænur á túni við fyrsta goluþyt. Annað hvort styður Framsóknarflokkurinn eigin tillögur eða hann er ekki samstarfshæfur.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 16
- Sl. sólarhring: 428
- Sl. viku: 4232
- Frá upphafi: 2449930
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 3943
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson