Færsluflokkur: Mannréttindi
25.5.2022 | 09:28
Að dæma lifendur og dauða
Skv. kristinni trú er Jesú falið allt vald af Guði til að dæma lifendur og dauða. Prestlingurinn Davíð Þór Jónsson telur sig þó líka hafa þetta vald og hefur dæmt Vinstri græna til ævarandi helvítisvistar. Hvaðan skyldi Davíð Þór hafa þegið sitt vald?
Lögregla mundi rannsaka orð Davíðs Þórs sem hatursorðræðu, hefði hann beint orðum sínum t.d. að transfólki eða múslimum. Sennilega gildir ekki það sama um Vinstri græna þó að þeir séu í meiri útrýmingarhættu en hinir hóparnir.
Öfgafull orðræða prestlingsins í Laugarnessókn er vegna þess, að ríkisstjórnin hyggst framfylgja lögum og senda þá sem hafa dvalið hér ranglega á kostnað skattgreiðenda aftur til þess lands þar sem þeir eiga rétt á að vera skv. þeim lögum sem að t.d. Samfylkingin og Píratar komu að því að semja.
Af hverju er prestlingnum svona uppsigað við Vinstri græna? Hvaða stað eiga þá Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn að mati klerksins, fyrst Vinstri grænir fara lóðbeint til helvítis.
Dante vísaði til þess í bók sinni "Hinn guðdómlegi gleðileikur" (La Divina Comedia)að ákveðnir liðnir einstaklingar væru í helvíti en dæmdi engan þá lifandi, en það hefur páfinn gert á stundum og e.t.v telur Davíð Þór að hann hafi sama vald og páfinn og Jesús.
Allt er þetta með miklum ólíkindum. Samfylkingin hamast við að berjast gegn því að framfylgt sé Evrópureglum varðandi hælisleitendum á sama tíma og flokkurinn berst fyrir því að þjóðin afsali sér fullveldi sínu og gangi í Evrópusambandið.
En það er ekki bara Davíð Þór Jónsson sem missir sig í þessari umræðu. Í gær var dapurlegt að horfa á ofurfréttakonuna Sigríði Dögg Auðunsdóttur stjórna umræðuþætti þar sem Jón Gunnarsson ráðherra og Helga Vala Helgadóttir áttu að ræðast við. Það fór þó ekki svo. Sigríður Dögg Auðunsdóttir þáttastjórnandi fór mikinn og í hvert skipti sem hún hafði borið fram spurningu til ráðherra þá gat hún ekki unnt honum að svara, heldur greip stöðugt fram í og hélt orðinu og kom í veg fyrir að vitrænar umræður gætu átt sér stað.
Dapur dagur fyrir annars ágæta fréttakonu, sem hefur margt gert vel. Dómsmálaráðherra lét þetta ekki valda sér hugaræsingi, en fór fram af stakri prúðmennsku eins og honum er lagið.
Ef til vill finnst prestlingnum Davíð Þór rétt að dæma ráðherrann til helvítisvistar fyrir prúðmennsku og málefnalega orðræðu. Fróðlegt væri líka að fá upplýsingar um það hjá biskupi hinnar furðulegu þjóðkirkju hvort hún hafi fært Davíð Þór vald til að dæma lifendur og dauða og hvort hún telji sig yfirhöfuð hafa eitthvað með slíka dóma að gera eða framsal slíks valds.
Er ekki kominn tími til að Biskupinn, RÚV, Samfylkingin, Rauði Krossinn og Davíð Þór ræddu þessi mál af skynsemi og án upphrópana eða helvítisprédikunar. Það færi þeim öllum betur.
23.5.2022 | 08:37
Eigi skal farið að lögum
Ríkisútvarpið, Rauði krossinn og Píratar hafa hafið samræmda herferð fyrir því að ekki skuli farið að lögum varðandi útlendinga og öllum sem koma á fölskum forsendum andstætt útlendingalögum til landsins skuli umsvifalaust veitt svonefnd "alþjóðleg vernd" þó þeir eigi engan rétt til þess.
Raunar þá barátta fyrir opnum landamærum.
Gríðarlegur fjöldi svonefndra hælisleitenda hafa komið til Evrópu undanfarin ár. Meginhluti þeirra eru ungir karlmenn, sem hafa borgað smyglurum mikla peninga til að þeir geti farið á höfrungahlaupi til þess lands í Evrópu sem þeir vilja koma til. Raunar komast þeir þannig fram fyrir aðra sem eru í meiri þörf. Þeir eyðileggja vegabréf sín og önnur skilríki að ráði smyglarana og reyna síðan að fá hæli með því að segja skröksögur.
Eftir Kóvíd er staðan sú á Íslandi að tæplega 300 hlaupastrákar sem áttu aldrei rétt á að fá alþjóðlega vernd eru í landinu og bíða brottflutnings á kostnað skattgreiðenda. Skattgreiðendur hafa greitt fyrir hvern þeirra um hálfa milljón á mánuði þann tíma sem þeir hafa verið í landinu ólöglega og það líka eftir að lokaniðurstaða réttarkerfisins lá fyrir að þeir ættu engan rétt á að vera hér.
Verri meðferð á opinberu fé er vandfundin.
Stríðið í Úkraínu hefur leitt til mikils flóttamannastraums frá Úkraínu til annarra landa Evrópu. Yfir 90% flóttamanna frá þessu raunverulega stríðshrjáða landi eru konur, börn og gamalmenni. Þegar hlaupastrákarnir eiga í hlut, þá er samsetningin heldur betur önnur, yfir 90% ungir karlmenn og örfáar konur og börn. Sýnir betur en nokkuð annað hverskonar bull og rugl er í gangi.
Þrátt fyrir að ljóst sé, að Evrópa verði að einbeita sér að því að taka við raunverulegu flóttafólki frá Úkraínu og eigi lítið eða ekkert aflögu fyrir aðra, þá lætur talsmaður Sameinuðu þjóðanna sér sæma að gagnrýna Evrópuríki og saka þau um rasisma fyrir að mismuna rauverulegu flóttafólki og hlaupastrákunum.
Það er annars merkilegt með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hann hamast alltaf á Evrópuríkjum að taka við fleiri meintum flóttamönnum, en víkur aldrei orðum að Kína, Japan, Saudi Arabíu eða Flóaríkjunum. Hvað skyldu þessi ríki annars taka á móti mörgum flóttamönnum meintum eða raunverulegum. Svarið er einfalt Engum. Það er Evrópa sem á að vera gististaður,hótel og griðastaður fyrir allan heiminn.
Skyldi einhverjum detta í hug, að biðja Saudi Arabíu, Japan eða Kína að taka við flóttamönnum frá Úkraínu. Engum. Það er bara Evrópa sem er opin fyrir þá. Kveðjur framkvæmdastjóra SÞ. eru því ósæmilegar. Hann ætti að snúa sér að ríku löndunum í hinum Íslamska heimshluta, sem vilja ekki taka við einum einasta af sínum trúbræðrum og ypta öxlum og segja,"ekki við það mundi valda of mikilli röskun".
Nú þurfum við að einbeita okkur að því að sýna mannúð þeim sem á þurfa að halda en víkja þeim burt, sem eru hér á fölskum forsendum.
12.5.2022 | 09:19
Kannski hræddur við að segja sannleikann.
Deildarstjóri ökuprófa hjá Frumherja greinir frá því í frétt í Fréttablaðinu í dag, að prófdómurum á ökuprófum, sem séu aðallega konur, sé ógnað og þær þurfi að vera með öryggishnappa og kalla hafi þurft á lögreglu vegna ógnana í þeirra garð.
Deildarstjórinn segist kannski vera hræddur við að segja það, en ógnanirnar stafi að mestu frá útlendingum, sem gengur illa á ökuprófi og komi frá löndum þar sem konur séu settar skör lægri en hér.
Af hverju er deildarstjórinn hræddur við að segja sannleikann? Vegna þess, að hann veit, að þá á hann á hættu að vera sakaður um rasisma. Þessvegna gætir hann þess líka að segja ekki alveg frá því hverjir beita þessum ógnunum.
Þegar fréttin er skoðuð nánar verður ekki annað séð, en að þeir sem deildarstjórinn er að tala um, séu þeir sem tala arabísku og koma frá þeim svæðum jarðarinnar þar sem kvennakúgun Íslams er ríkjandi. Deildarstjórinn hefði getað sagt allan sannleikann, en kýs að gera það ekki nema að litlum hluta. Hann veit að það er hættulegt að segja sannleika sem snýr að raunveruleikanum varðandi Íslam.
Allsstaðar í Evrópu forðast yfirvöld að segja sannleikann um þá ógn sem Evrópu stafar af þeirri fornaldarmenningu sem hlaupastrákar frá Íslamska hluta heimsins hafa fært yfir Evrópu.
Í Bretlandi komst upp um svívirðilega glæpi manna sem játa Íslam gagnvart ungum stúlkum í mörgum borgum. Lögreglan lét eins og hún sæi þetta ekki árum saman af ótta við að vera sökuð um rasisma, þó um væri að ræða að ungar stúlkur væru í raun hnepptar í ánauð sem kynlífsþrælar. Þegar hún neyddist loks til að taka á málinu var talað um að glæpamennirnir væru af asísku bergi brotni. Asískubúar? Lögreglan vissi að þetta voru ekki menn af japönsku bergi eða kínversku heldur múslimskir karlmenn, sem koma frá þeim menningarheimi sem deildarstjórinn talar um.
Sama var þegar fjöldanauðganirnar áttu sér stað í Köln í Þýskalandi á nýársnótt fyrir nokkrum árum. Borgarstjórinn neitaði að þetta hefði átt sér stað, lögreglan neitaði og sjálfur kanslarinn snéri sér undan. En alþýðufjölmiðlarnir höfðu betur þannig að yfirvöld urðu að taka á málinu, en þá var reynt að fela það hverjir þarna voru að verki þ.e. karlmenn frá sama menningarheimi og þeir sem brutu af sér í Bretlandi og ógna nú prófdómendum á ökuprófum á Íslandi.
Fólk óttast að segja sannleikann, þegar viðurkenndir fjölmiðlar ganga á undan og reyna að fela sannleikann um syni Allah, með öllum ráðum sem og sá furðulegi Mannréttindadómstóll Evrópu, sem taldi rétt að kona sem var kennari í Austurríki fengi refsingu fyrir að segja skólabörnum sannleikann um spámanninn Múhameð.
Þar birtist sennilega hámark meðvirkninar og afskræmingar mannréttinda sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið sér sæmandi að taka undir. Erdogan Tyrkjasoldán fagnaði síðan og sæmdi forseta réttarins orðu fyrir tilþrif dómstólsins.
Aumingjadómi Evrópu verður allt að vopni hvað þetta varðar því miður, en við því verður að bregðast.
29.4.2022 | 09:32
Þursaveldið
Í síðustu viku hitti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ráðamann frá Saudi Arabíu og sagðist hafa rætt við hann um mannréttindi. Gaman hefði verið að vera fluga á vegg og hlusta á samtalið. Mannréttindi hafa nefnilega ekki þvælst fyrir þessu þursaveldi þar sem öfgafyllsta útfærsla af Íslam ræður ríkjum.
Baráttukonur í Saudi Arabíu gerðu kröfu um að þeim og öðrum konum í landinu yrði leyft að aka bifreið. Þegar ríkisstjórnin í þursaríkinu gat ekki lengur staðið gegn þeirri kröfu var það leyft, en síðan heimsótti lögreglan í fyllingu tímans baráttukonurnar og handtóku þær og margar sitja enn í fangelsi. Þursar bíða nefnilega síns tíma.
Nokkrum mánuðum áður en fjármálaráðherra hitti fulltrúa þursaveldisins voru framkvæmdar fjöldaaftökur í þursaríkinu þar sem 81 maður var tekinn af lífi fyrir ýmsar sakir m.a. að hafa afbrigðilegar trúarskoðanir og ríkissjónvarpið sagði að þeir sem hefðu verið teknir af lífi hefðu gengið erinda Djöfulsins.
Fróðlegt hefði verið að heyra hvort fjármálaráðherra hafi tekið upp mál manns að nafni Badawi, sem hefur verið bannað að fara úr þursaríkinu til konu sinnar og þriggja barna sem búa í Kanada, en þau neyddust til að flýja eftir að Badawi hafði verið dæmdur til að þola 1000 vandarhög opinberlega, 50 á viku í 20 vikur og tíu ára fangelsi að auki. Þegar hann var leystur úr haldi var sett á hann 10 ára ferðabann. Badawi fékk nýlega Sakharov verðlaunin fyrir hugsanafrelsi.
Badawi sem er bloggari hafði unnið sér það til sakar að gagnrýna Trúarbragðalögreglu þursaveldisins. Lögregluna sem bannaði að ungar stúlkur sem voru í brennandi húsi fengju að fara úr húsinu af því að þær voru ekki sómasamlega klæddar að mati lögreglunnar Þær brunnu allar inni. Ótrúlegt en svona ógeð gerist í þursaríkjum. Þessa lögreglu sem ber konur ef þær eru ekki í fylgd karlmanns eða það sést í öklana á þeim eða hárið leyfði Badawi sér að gagnrýna og hefur þurft að þola fangelsi og vandarhögg og nú ferðabann í 10 ár fyrir.
Við fulltrúa þessa þursaríkis sagðist íslenski fjármálaráðherrann hafa talað um mannréttindi. Það hafa raunar ýmsir aðrir vestrænir stjórnmálamenn sagst hafa gert. En þeir hafa annaðhvort ekki tjáð sig nægjanlega skírt eða þursaveldið tekur ekki neitt mark á þeim. Mér er næst að halda að hvorutveggja eigi við.
Þursaveldið fer sínu fram vitandi að Vesturlönd gera ekki neitt þrátt fyrir glæpi þess innanlands sem erlendis eins og m.a. kemur fram í bókinni "Sleeping with the Devil" sem fyrrum háttsettur embættismaður í Bandaríkjunum skrifaði um samskipti ríkjanna.
Badawi hefur nú fengið Sakharov verðlaunin vegna baráttu fyrir hugsanafrelsi og ber að þakka það. En baráttan gegn þursaveldinu þarf að taka aðra stefnu en vinsamleg orð um mannréttindi þar í land sem útúrdúr frá raunverulegu umræðuefni. Af hverju eru þeir ekki beittir sama harðræði og Rússar t.d. og eignir Saudi Arabískra auðmanna frystar? Það gæti haft áhrif.
27.4.2022 | 20:49
Evrópusambandið og fjölmiðlaelítan óttast tjáningarfrelsið.
Elon Musk, sem ku vera ríkasti maður í heimi, hefur keypt Twitter og segist ætla að tryggja tjáningarfrelsi. Hann gagnrýnir að Twitter hafi m.a. lokað á dagblaðið New York Post, sem var Joe Biden Bandaríkjaforseta mótdrægt í aðdraganda forsetakosningana í Bandaríkjunum. Blaðið hafði m.a. komist yfir ýmis gögn varðandi son Biden sem voru síður en svo þeim feðgum til framdráttar. Þetta mátti ekki sjást þó ekki væri farið með rangt mál. Enda grétu þeir starfsmenn Twitter sem höfðu staðið fyrir ritskoðunarstefnu og útilokunarstefnu á sumt fólk og skoðanir þegar fréttist að Musk hefði keypt fjölmiðilinn.
Musk sagði í þessu sambandi: "Free speech is the bedrock of functioning democracy." (tjáningarfrelsi er undirstaða þess að lýðræðið sé virkt) Hann spyr hvort þeir sem andæfa gegn kaupum hans á Twitter séu á móti tjáningarfrelsi. Verðug spurning.
Athyglisvert er að skoða hverjir hafa goldið varhug við og jafnvel andæft kaupum Musk á Twitter og því sem hann hefur sagt um frelsi fólks til tjáningar.
Alþjóðasamtök blaðamanna bregðast illa við þegar Musk segir að fjölmiðillinn eigi að tryggja tjáningarfrelsi en ekki hefta það.
Evrópusambandið bregst illa við þegar maður kaupir fjölmiðil og segist ætla að tryggja tjáningarfrelsið.
Lögfræðingur fjölmiðilsins sem Musk keypti fór að gráta þegar hann hafði keypt fjölmiðilinn og tilkynnti að bann sem hún hafði sett á ákveðna fjölmiðla yrði aflétt þar sem nú mundi fjölmiðillinn starfa á grundvelli tjáningarfrelsis.
Sérkennilegt að ofangreindir lyklaverðir hins eina sannleika sem má heyrast m.a.að skipt skuli um þjóðir í Evrópu og Bandaríkjunum, kynferðislegu sjálfræði og banni við því að orðinu megi halla gagnvart múslimum eða transfólki, nauðsyn skyldubólusetninga ggn Cóvíd o.fl. o.fl., skuli bregðast svona illa við því, að nú skuli eiga að leiða tjáningarfrelsið á ný til öndvegis hjá fjölmiðlinum Twitter.
Þolir vinstri sinnaða fjölmiðlaelítan og kassafólkið og möppudýrin hjá Evrópusambandinu ekki frjáls skoðanaskipti og tjáningarfrelsi allra. Mega bara þau þóknanlegu sem hafa "réttar skoðanir" að mati kassafólksins og möppudýrana fá að tjá sig og breikka enn meira gjána sem er á milli vinstri fjölmiðla- og stjórnmálaelítunar og almennings í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum.
4.4.2022 | 21:01
Homage to Catalonia.
Á Spáni tala menn um, að það sé vetur þó það eigi að vera komið vor. Bændur eru uggandi vegna mikilla kulda.
Í gær fór ég til Alicante í rysjóttu veðri og sá þar bókina Homage to Catalonia eftir George Orwell. Þar fjallar hann um þáttöku sína sem sjálfboðaliði í borgarastyrjöldinni á Spáni 1937. En þá hafði hann aðsetur í Katalóníu aðallega í Barcelona.
Þar sem veðrið var öllu verra í dag en í gær, fór svo að ég kláraði bókina. Hún er mjög vel skrifuð og blaðamannshæfileikar Orwell leyna sér ekki. Aðrar bækur eftir hann eru m.a. Animal Farm og 1984. Hann var sannfærður vinstri maður við getum sagt kommúnisti og fór þessvegna til að berjast á Spáni.
Lýsingar hans eru eftirtektarverðar um margt m.a. hvernig kommúnistarnir brutu niður kirkjur og áttu í stöðugum innbyrðis átökum sín á milli þ.e. Trotskíistar gegn Sovét kommúnistum og allir gegn Anarkistunum o.s.frv.. Niðurstaða Orwell þessa þá sanntrúaða kommúnista var sú eftir að hafa barist á vígvellinum í hernum gegn Franco,að sú stjórn sem tæki við á Spáni hvort heldur Franco mundi vinna sigur eða kommúnistarnir, að það tæki við fasistastjórn í einvherri mynd.
Uppgjör hans við kommúnísku hugmyndafræðina birtist síðan þegar hann skrifaði bækurnar Animal Farm og 1984. Hugleiðingar um þjóðfélag þar sem maðurinn er ekki frjáls heldur verður að lúta ofurveldi kerfisins og engin hugsun eða skoðun má komast að önnur en ríkishyggja stjórnvalda.
Við ættum að huga að þessu í fimbulkuldanum, þegar við borgum háar fjárhæðir af hverjum bensínlítra vegna hjátrúarinnar um hamfarahlýnun af okkar völdum.
George Orwell dó fyrir 72 árum, en boðskapur hans á enn erindi við okkur og við eigum ekki að sætta okkur við kúgun hins opinbera af því að stjórnmálamenn í auknum mæli eru þeirrar skoðunar að þeir eigi ekki að þjóna okkur, en telja sig eiga þess í stað að breyta okkur og aðlaga allt í samræmið við það sem Orwell lýsti í bók sinni 1984
9.3.2022 | 09:56
Alþjóðadagur kvenna
Í gær var alþjóðadagur kvenna og ástæða til að óska konum til hamingju með daginn og ýmsa góða áfanga í réttindabaráttunni.
Sumir telja þó að nú gangi ekki eins vel og meðal þeirra er baráttukonan Suzanne Moore dálkahöfundur o.fl. Hún skrifaði grein í DT í gær undir heitinu "International Womens day. We have gone backwards not forwards." Suzanne telur að nú miði baráttu kvenna aftur á bak en ekki nokkuð á leið.
Í því sambandi vísar hún til ruglandans í kynjaumræðunni og nýju kynjaskilgreiningartrúarbragðanna. Hún bendir á að þau trúarbrögð afneiti í raun reynsluheimi kvenna og amist við hefðbundnum kynjaskilgreiningum um konur og karla.
Í greininni segir hún:"Það eru konur sem fara á túr, fæða börn, gefa brjóst og upplifa tíðahvörf. Þetta er ekki hugarburður heldur hlutir sem gerast í raunverulegum kvenlíkama."
Þessi orð í einfaldleika sínum sýna fáránleika umræðunnar um kynrænt sjálfræði og afneitun náttúrulegra staðreynda sem vestræna stjórnmálastéttin er haldin. Í því sambandi er vert að minna á, að Alþingi samþykkti bull sem heitir "lög um kynrænt sjálfræði" samhljóða fyrir nokkrum árum.
Þegar Alþingi Íslands afneitaði staðreyndum lífsins með samþykkt ofangreinds lagafrumvarps, þá var líka verið að leggja stein í götu hefðbundinnar kvennabaráttu og sérkennilegt að helstu sporgönguaðilar þessa rugls Vinstri græn skuli vera svona umhugað að vinna gegn þeim sannleika sem blasa við.
Enn furðulegra er að VG skyldi takast að leiða alla þingmenn landsins með sér inn í þennan fáránleika afneitunar líffræðilegra staðreynda.
Það er Alþingi til ævarandi skammar að hafa samþykkt lög um kynrænt sjálfræði og til viðvarandi skammar að afnema þau ekki.
8.3.2022 | 09:58
Þegar þörfin er mest.
Fjöldi Úkraínumanna flýr stríðsátök þessa dagana. Þar er ljóst, að um brýna neyð er að ræða og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða flóttafólkið. Við vitum að þar er brýn þörf. Við vitum líka að flest vilja fara aftur heim til sín þegar ófriðnum lýkur. En nú er þörfin og okkur ber að aðstoða eins vel og við framast getum.
Myndir af flóttafólki frá Úkraínu, sýna aðra mynd en þá, sem hingað til hafa birst af svokölluðum hælisleitendum frá múslimalöndunum. Þær myndir sýna 90% unga karlmenn, en frá Úkraínu er rúmlega 90% konur og börn. Þannig er það þegar um raunverulegt flóttafólk er að ræða.
Myndirnar af íslömsku hlaupastrákunum sýna yfir 90% fólks í leit að velferðarvist á Vesturlöndum. Svo illa hafa Vesturlönd gætt að þessum málum þ.á.m. við, að þeim hlaupastrákum, sem vísað hefur verið úr landi eftir kostnaðarsama lögfræðimeðferð á vegum Rauða Krossins eða annarra ríkisstyrktra lögmanna, neita að fara og íslenska ríkið heldur áfram að borga þeim dagpeninga, húsnæði og uppihald.
Svona er ekki hægt að reka velferðarþjónustu og það gengur ekki að láta Vinstri Græna komast upp með að viðhalda bullinu í kringum hlaupastrákana, sem gerir það að verkum, að við höfum ekki sama kraft og fjármuni til að taka við þeim sem raunverulega þurfa á alþjóðlegri vernd að halda.
Nú verður að koma viti í meðferð mála varðandi hælisleitendur, það eru öryggishagsmunir og gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir íslenska skattgreiðendur. Ef VG hafnar því að taka á þessum málum með skynsemi þá á það eitt með öðru að leiða til þess, að öðrum flokki verður boðið til stjórnarsamstarfsins í stað VG.
20.2.2022 | 13:15
Sei sei jú mikil ósköp
Í gær héldu ungliðadeildir vinstri flokkana og Viðreisnar fundi til að mótmæla því að lögregla leitaði upplýsinga vegna meints þjófnaðar á síma,ólöglegt niðurhald og/eða afritun af gögnum í símanum. Sérkennilegt að málefnasnauðar ungliðahreyfingar skuli finna það helst til varnar sínum sóma, að vandræðast út í lögreglurannsókn.
Af gefnu þessu tilefni komu mér í hug orð Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, úr greininni "Sei sei jú mikil ósköp. Nýtt setumannaævintýri", en þar segir:
"Skapbrestir þessarar kæru þjóðar virðast einatt vera helsti erfiðir til þess að hún fái haldið uppi lögríki og siðuðuðu mannfélagi svo í lagi sé."
Maður kærði þjófnað á síma sínum og að gögn úr símanum hefðu verið afrituð án leyfis og síðan birt opinberlega. Ekki á að vera ágreiningur um það, að hér er um alvarlegt mál að ræða. Finnst ungliðum vinstri flokkana og Viðreisnar virkilega óeðlilegt að slík mál séu rannsökuð?
Árið 2005 hóf breska lögreglan rannsókn á fréttamiðlinum News International sem var í eigu auðkýfingsins Robert Murdoch. Ástæða rannsóknarinnar var grunur um símhleranir og ólöglegt niðurhal úr símum ákveðinna einstaklinga. Nokkrum árum síðar voru útgefendur og ýmsir starfsmenn fréttamiðilsins sakaður um að hafa staðið að því ólöglega athæfi, sem rannsókn lögreglu beindist að og fjöldi fjölmiðlafólks þurfti í framhaldinu bæði hjá News of the World og blaðinu "The Sun" að segja af sér.
Almenn reiði var í Bretlandi vegna þessa athæfis fjölmiðlafólksins og fleiri þurftu að taka pokann sinn vegna þess, að þeim var ekki vært. News International var lagt niður eftir að hafa verið gefið út í 168 ár. Ekki datt nokkrum manni eða samtökum í samanlögðu Bretaveldi að mótmæla því að lögreglan rannsakaði þetta eðlislíka mál og ólíkt vinstri ungliðunum hér, þá fordæmdi ungliðadeild stærsta vinstri flokks í Bretlandi meint athæfi og krafðist þess að lögreglan legði sig alla fram um að hið sanna yrði leitt í ljós og lögum komið yfir blaðamenn, stjórnendur og útgefendur.
Hvað veldur því að viðhorfin til eðlislíkra afbrota eru jafn ólík hjá vitifirrta vinstrinu á Íslandi og vinstri ungliðum í Bretlandi? Hvað þá með Viðreisn? Vilja ungliðar þar sverja sig í fóstbræðralag með vitifirrta vinstrinu?
Ef til vill var það rétt ályktað að hjá Nóbelsskáldinu að skapbrestir þessarar þjóðar sérstaklega vinstri elítunar í landinu gerir það á stundum erfitt að halda uppi lögríki og siðuðu samfélagi.
6.2.2022 | 11:22
Mun einhver viðurkenna mistök?
Vísindamenn við einn fremsta háskóla í Bandaríkjunum "John Hopkins háskólann í Maryland" í samvinnu við vísindamenn í Danmörku og Svíþjóð hafa komist að þeirri niðurstöðu að samkomutakmarkanir, skólalokanir og aðrar harðar aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við Kóvíd höfðu ekki tilætluð áhrif. Niðurstaðan kom vísindamönnunum á óvart, en hún var að e.t.v. hafi harðar aðgerðir stjórnvalda dregið úr dánartíðni um 0.2% í mesta lagi. Þá er ekki tekið með í reikninginn hvað ráðstafanir stjórnvalda ollu mörgum dauðsföllum. En þegar allt er tekið til alls er líklegt að aðgerðirnar hafi ekki bara verið unnar fyrir gýg heldur valdið meira tjóni en ávinningi.
Niðurstaða ofangreindrar rannsóknar sýnir líka að í þjóðfélagi sem býr við hátt menntunarstig og gott upplýsingastig, þá er hægt að treysta fólki til að meta áhættuna og haga sér samkvæmt því. Leið lýðræðis og upplýsinga er fær og það er ekki þörf á að svipta brorgarana grundvallarmannréttindum eins og gert hefur verið.
Í gær mældust fleiri Kóvíd smit á Íslandi en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir stjórnvalda. Frá því í nóvember hefur engu skipt hvort sóttvarnarráðstafanir væru hertar eða slakað á þeim. Smitin eru samt í hæstu hæðum. Sú staðreynd ein og sér sýnir að sóttvarnarstefan ríkisstjórnarinnar er mistök og þessi mistök kostar þjóðfélagið milljarða. Þessi staða rennir auk heldur stöðum undir meginniðurstöðun vísindarannsókna John Hopkins háskóla o.fl.
Vísindamenn og stjórnmálamenn, sem hafa beitt sér fyrir ströngum sóttvarnarráðstöfunum vegna Kóvíd munu rembast við að segja okkur að þetta sé allt saman tóm vitleysa, að þær fórnir sem færðar hafi verið á altari sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra í samtaka ríkisstjórn með stjórnarandstöðu, sem krafðist enn harðari ráðstafana, að segja okkur að þrátt fyrir að vísindin segi að þetta hafi allt verið mistök, að þá séu það ekki mistök heldur hafi haft stórkostlega þýðingu.
Á sama tíma berast fregnir frá Ísrael, sem er leiðandi í bólusetningum og búið að bólusetja flesta með fjórða skammtinum, að dauðsföllum þar fjölgi þrátt fyrir þetta.
Hver er þá niðurstaðan?
Gripið var til frelsissviptingar fólks af því að tæknin leyfði það. Þessar frelsissviptingar reynast hafa verið óþarfar, það mátti treysta fólkinu til að gæta sín. Aðgerðirnar hafa kostað gríðarlega fjármuni, sem munu rýra lífskjör á komandi árum og auka fátækt. Engin mun bera ábyrgð á þessum geigvænlegu mistökum.
Þegar allt kemur til alls þá var þetta alltaf spurning um pólitík, en ekki vísindi eins og ritstjóri enska blaðsins "The Spectator" Fraser Nelson segir í grein sinni "The lockdown estapblishment will never accept that its disastrous policy failed".
Þeir sem hingað til hafa gert hróp að okkur, sem höfum viljað ræða meint vísindi sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra og sagt að frjálsar umræður í frjálsu þjóðfélagi væru óvinafagnaður, ættu nú að viðurkenna, að óvinafagnaðurinn er sá mestur þegar stjórnmálastéttin, fjölmiðlaelítan og meintu vísindi þeirra sem ráða með ofurþunga ríkisfjölmiðila og annarra útiloka að eðlileg skoðanaskipti og gagnrýni eigi sér stað.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 27
- Sl. sólarhring: 401
- Sl. viku: 3207
- Frá upphafi: 2513707
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2995
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson