Færsluflokkur: Mannréttindi
4.8.2022 | 10:56
Til hvers var barist?
Í fyrradag myrtu Bandaríkjamenn leiðtoga Al Kaída með því að gera drónaárás á heimili hans í Kabúl í Afganistan.
Þ.11.september 2001 fyrir rúmum 20 árum skipulögðu Al Kaída samtökin hryðjuverk í Bandaríkjunum undir forustu Osama bin Laden með því að ræna flugvélum og fljúga þeim á tvíburaturnana í New York og á Pentagon bygginguna í Washington DC. Osama bin Laden skipulagði þessar árásir frá Kabúl í skjóli Talibana.
Bandaríkjamenn réðust á Afganistan vegna þessa og komu Talibönunum frá völdum. Lengsta stríð sem Bandaríkjamenn hafa háð var síðan í Afganistan gríðarlegt fé rann til Afganistan frá Vesturlöndum í þessi 20 ár til að uppfræða fólkið og tryggja stöðu kvenna og treysta innviði í landinu.
Talibandar tóku völdin þegar Bandaríkjamenn nenntu ekki að stríða lengur án takmarks eða tilgangs og buðu leiðtoga Al Kaída að vera með bækistöðvar í Kabúl skjóli þeirra eins og Osama bin Laden naut fyrir 20 árum.
Konurnar eru reknar aftur í búrkurnar,stúlknaskólum er lokað og harðræði öfgafyllstu túlkunar sharia laga hafa tekið gildi með opinberum aftökum m.a. með því að konur eru grýttar til bana.
Bandaríkjamenn og önnur NATO ríki hljóta að velta fyrir sér til hvers var barist. Hver varð árangurinn af herförinni?
Sennilega verðru heifúðug borgarastyrjöld í Afganistan innan skamms, en það var aldrei markmiðið með afskiptum NATO og þúsunda milljarða fjárgjöfum Vesturlanda.
Íslenska ríkisstjórnin ákvað í tilefni dagsins og þess að Al Kaída hefur á ný hreiðrað um sig í Kabúl, að senda Talibana stjórninni fjárstuðning frá íslenskum skattgreiðendum án þess að spyrja þá um leyfi.
Var virkilega ekki hægt að ráðstafa því fé betur?
3.8.2022 | 09:24
Hver á að stjórna ferðinni?
Rishi Sunnak keppir um formannsstólinn í Íhaldsflokknum breska við Liz Truss. Bæði hafa lýst svipuðum sjónarmiðum varðandi hælisleitendur og nauðsyn aðgerða og breyttra vinnubragða. Þau eru sammála um að Bretar verði að stjórna ferðinni en ekki utanaðkomandi aðilar eða stofnanir af því að Bretar séu fullvalda ríki sem beri að taka ákvarðanir á þeim grundvelli.
Fjölskylda Rishi Sunnak flutti til Bretlands fyrir 60 árum og þekkir hvað það er að vera innflytjandi. Sunnak setti fram greinargóða stefnu í þessum málum fyrir nokkru.
Við verðum að stjórna landamærununum segir Rishi Sunnak og takast á við flóð ólöglegra innflytjenda það er eitt mikilvægasta málið. Núverandi kerfi er ónothæft.
Ég mun koma á grundvallarbreytingum og þrengja skilgreiningu á því hverjir þurfa á alþjóðlegri vernd að halda í samræmi við samþykkt um flóttafólk frekar en skilgreiningar ECHR (Mannréttindadómstóll Evrópu). Þær breytingar munu koma í veg fyrir að hver sem kemur til landsins geti dvalið hér.
Mannréttindadómstóllinn er hindrun sem ég mun takast á við. Við ákváðum að fara úr Evrópusambandinu svo við yrðum fullvalda ríki. Mannréttindadómstóllinn getur ekki takmarkað möguleika okkar á að hafa fulla stjórn á landamærunum og við eigum ekki að leyfa honum það. Við þurfum að setja inn góðan skammt af heilbrigðri skynsemi inn í þetta flóttamannakerfi. /(Greinilegt að hann telur (og það með réttu) slíka skynsemi ekki að finna í úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu)
Ég er sammála þeirri leið sem var valin af ríkisstjórninni með því að senda hælisleitendur til Rúanda meðan fjallað er um mál þeirra segir Sunnak, en sú leið verður að virka. Það gengur ekki að við eyðum peningum skattgreiðenda til að hýsa ólöglega innflytjendur á hótelum. Við verðum að hafa frelsi til að senda erlenda glæpamenn og þá sem uppfylla ekki skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd heim til sín.
But basic human decency must be accompanied with hard-headed common sense. (Grundvallar mannlegu velsæmi verður að fylgja rökföst almenn skynsemi).
Sérkennilegt að engin íslenskur þingmaður (e.t.v. þrjár undantekningar) skuli tala með þessum hætti eða ljá þessum þanka lið eða gera sér grein fyrir að hér er um mikilvægt alvörumál að ræða, sem takast verður á við. Íslenska stjórnmálastéttin neitar að taka þessi mál til skynsamlegrar skoðunar og hefur nánast öll tekið upp Píratíska hugmyndafræði varðandi þessi mál þ.á.m. því miður stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Þessvegna m.a. flæða milljarðarnir stjórnlaust úr íslensku ríkisfjárhirslunni.
28.7.2022 | 11:22
Baráttan um bréfalúguna
Það er fyrst núna, sem það opinberast fyrir mér hvursu vanmáttugur einstaklingurinn er og ofurseldur ofbeldinu.
Ég er áskrifandi að Morgunblaðinu í netúgáfu, þar sem að ég vil ekki eyða pappír og orkuforða þegar þess er ekki þörf. Morgunblaðið er ekki að þvinga sér upp á fólk eins og kynferðisafbrotamaður, en annað gildir um Fréttablaðið.
Ég hef ítrekað freistað þess að vera laus við þá áþján að fá Fréttablaðið inn um bréfalúguna mína, en án árangurs. blaðberin sagði að honum væri skipað að troða blaðinu inn um allar bréfalúgur í sínu umdæmi með illu eða góðu.
Þegar ég hringdi í útgáfu blaðsins var mér bent á sérstaka miða, þar sem blaðið væri afþakkað. Ég vonaðist til að verða þá laus við áþjánina af þessu blaði, hvers útgefandi telur eðlilegt að eyða hundruðum milljóna árlega í að útbreiða fagnaðarerindið um Evrópusambandið, ásamt sagnfræðilegum fölsunum og woke skoðunum ritstjórans og fyrrum framkvæmdastýru Pírata.
En allt kom fyrir ekki. Nokkru eftir að miðarnir voru settir upp var aftur byrjað að troða Fréttablaðinu inn í póstlúguna mína og mér var þá ljóst að svo yrði áfram nema frumskógarlögmálið yrði virkjað og þessi ofbeldisaðili yrði hrakinn burtu með sambærulegu ofbeldi.
Svo vanmáttugur er einstaklingurinn að hann ræður ekki yfir eigin bréfalúgu.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2022 | 15:02
Kvenréttindabarátta
Fyrir nokkru var 20 ára kona í Súdan dæmd til að vera grýtt til bana fyrir hjúskaparbrot. Þessi dómur sýnir e.t.v. að réttindi og staða kvenna er víða verri í dag en hann var.
Þursaríkin, Saudi Arabíu, Brunei, Íran og Afganistan, hafa öll lög um að konur skuli grýttar ef svo ber undir. Þungun er iðulega talin sanna afbrot konu og konur sem tilkynna nauðgun í þursaríkjunum lenda stundum í því að vera ákærðar í stað þess að þær njóti stöðu brotaþola eða fórnarlambs.
Talibanar í Afganistan hafa lögfest að nýju margt sem þrengir að réttindum kvenna m.a. möguleikua til náms og starfa. Á Indónesíu eru konur víða þvingaðar til að vera með blæju jafnvel þær sem eru ekki múslimar.
Kvenréttindasamtök hér á landi þurfa að taka upp baráttu fyrir réttindum kynsystra sinna í þursaríkjunum og þar sem konur njóta ekki grundvallarmannréttinda.
Allir sem berjast fyrir mannréttindum og jöfnum rétti borgaranna hlítur að renna það til rifja að horfa upp á þessa gegndarlausu kvennakúgun og brot á grundvallarmannréttindum. Við eigum ekki að láta það viðgangast.
21.7.2022 | 11:11
Aðgöngumiðinn að NATO
Í nótt gerði NATO ríkið Tyrkland loftárás á annað ríki, Kúrda héruð í Írak og drápu 8 ferðamenn. Tyrknesku sprengjunum var að sjálfsögðu ætlað að drepa sem felsta Kúrda en hæfðu aðra.
Tyrkir hafa um árabil beitt Kúrda í Tyrklandi miklu harðræði og svipt fjölda þeirra mikilvægum mannréttindum og fangelsað fjölda þeirra. Þeir hafa ráðist á Kúrda bæði í Írak og Sýrlandi og studdu Íslamska ríkið með ýmsu móti til að þeir næðu að drepa sem flesta Kúrda,kristið fólk og Yasida.
Tyrkland bandalagsríki okkar í NATO neitar hluta borgara sinna að njóta grundvallarmannréttindi og neitar að viðurkenna sök sína á þjóðarmorði á Armennum á síðustu öld og drepur Kúrda í nágrannaríkjum Tyrklands eftir hentugleikum.
Fyrir skömmu sóttu Finnland og Svíþjóð um aðild að NATO. Því var tekið fagnandi af öllum þjóðum nema Tyrklandi og eins og alltaf í samskiptum hvort heldur við Evrópusambandið eða NATO setur Erdogan Tyrkjasoldán skilyrði.
Svíar mega ekki vera í NATO nema þau svipti Kúrda sem flúið hafa undan ofsóknum Tyrkja þeirri vernd sem Svíar hafa veitt þeim og framselji þá til Tyrklands. Svíar eiga að framselja 75 einstaklinga til Tyrklands og þeirra bíða ógnvænlegri örlög en allra þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi undanfarin ár.
Sagt var frá því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands hefði haft aðkomu að því að samningar náðust við þursaríkið Tyrkland um að Svíar og Finnar kæmust inn í NATO og 75 einstaklingar í neyð yrðu sviptir alþjóðlegri vernd í Svíþjóð. Það var heldur betur illa gert af þeim sem að þessum samningum stóðu eða komu nálægt þeim.
Það er fordæmanlegt að NATO ríkin skuli heimila þursaríkin Tyrklandi að vera í NATO hvað þá að láta sem þau sjái ekki mannréttindabrot Tyrkja gagnvart eigin borgurum og árásarstríð þeirra gegn Kúrdum og til að bíta höfuðið af skömminni að samþykkja að aðgöngumiði Svía og Finna í NATO sé að þeir framselji fólk sem hefur hlotið alþjóðlega vernd í þessum löndum. Yfir það blessar síðan íslenski forsætisráðherrann.
Forustumenn NATO ríkjanna mega skammast sín sem og ráðamenn í Svíþjóð að gangast undir þetta ómannúðlega ok Erdogan. Í hverskonar veruleika lifir er þetta fólk.
Á sama tíma brosir Erdogan breitt á leiðtogafundi með Pútín og erkiklerknum í Íran. Sá veruleiki fer sennilega líka framhjá leiðtogum annarra NATO ríkja.
26.6.2022 | 23:08
Hæstiréttur Bandaríkjanna og fóstureyðingar
Fólk hefur mismunandi skoðanir varðandi fóstureyðingar og það er eðlilegt í lýðræðisríki. Í Evrópu og víða annarsstaðar hefur verið samþykkt misfrjálslynd lög um fóstureyðingu, sem nú kallast þungunarrof. Í Bandaríkjunum dæmdi Hæstiréttur Bandaríkjanna árið 1973 í því fræga máli Roe v. Wade að kona hefði stjórnarskrárvarin rétt til að velja að láta eyða fóstri innan ákveðins tíma frá þungun.
Þeim dómi hefur Hæstiréttur Bandaríkjanna nú hnekkt á þeim grundvelli, að það fóstureyðing sé ekki réttur sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Raunar kemst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu, að stjórnarskráin hvorki heimili né banni fóstureyðingar og þessvegna sé það löggjafans bæði einstakra fylkja og alríkisins að ákveða hvort fóstureyðingar skuli leyfa eða þær skuli banna.
Hér á landi hefði það þótt einstaklega sérkennilegt hefði Hæstiréttur Íslands kveðið upp dóm um að fóstureyðingar væru löglegar og mannréttindi kvenna svo fremi sem fóstureyðing væri framkvæmd innan ákveðins tíma frá getnaði. Hæstiréttur hefði ekki getað kveðið upp slíkan dóm út frá stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og það eru eingöngu lög um fóstureyðingar (þungunarrof) sem mæla fyrir um það hvaða reglur skuli gilda um þessi mál, en það hefur engum hér á landi dottið það í hug að Hæstiréttur ætti í þessu efni eða öðrum slíkum, að grípa fram fyrir hendur þjóðkjörinna fulltrúa og búa til lög í landinu, en forseta Íslands og forsætisráðherra finnst að þannig eigi það að vera í Bandaríkjunum.
Stjórnmálamenn á Vesturlöndum sem og Biden forseti og hans nótar hrópa nú hátt um hverskonar ófremdarástand sé í Hæstarétti Bandaríkjanna þegar hann bendir réttilega á, að stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur ekkert með þetta að gera ekki frekar en stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Það er dapurt að þurfa að horfa upp á að bæði forseti lýðveldisins og forsætisráðherra skuli bæði falla í þá gryfju að gagnrýna og fordæma niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna án þess að hafa kynnt sér málið, sama á við um ótölulegan hóp álitsgjafa og fréttafólks.
Dómurinn bannar ekki fóstureyðingar. Hann segir einfaldlega að stjórnarskráin í Bandaríkjunum veiti ekki stjórnarskrárvarin rétt til fóstureyðingar. Hann segir líka að það sé þjóðkjörinna fulltrúa að taka ákvörðun um hvort heimila skuli fóstureyðingar og nánari reglur þar að lútandi.
Þessi niðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna breytir því ekki að fóstureyðingar eru eftir sem áður heimilar í þeim ríkjum, þar sem þær eru leyfðar en þar býr mikill meirihluti Bandaríkjamanna. Þá liggur líka fyrir að konur sem vilja fá fóstureyðingu geta farið frjálsar ferða sinna til þess og það er óheimilt að meina þeim slíka för.
Hvað sem líður mínum viðhorfum, Guðna Th. Jóhannessonar eða annarra varðandi fóstureyðingar þá verðum við að skoða hvað er um að ræða hverju sinni og við hljótum að vera sammála um það við Guðni og sjálfsagt Katrín Jakobsdóttir líka að æðsti dómstóll ríkja skuli jafnan dæma í samræmi við lögin í samræmi við heiðarlegt mat dómara sem byggist á þekkingu þeirra og dómgreind. Þess verðum við að krefjast en við getum ekki krafist þess að dómarar dæmi í samræmi við það sem við vildum svo gjarnan að hefði átt að vera til staðar en var það ekki.
Nú reynir á Biden forseta að gangast fyrir löggjöf í Bandaríkjunum, sem tryggir ákveðinn lágmarksrétt varðandi réttindi kvenna til fóstureyðinga. Það er hans og löggjafans þ.e. þings Bandaríkjanna (Fulltrúadeildarinnar og Öldungadeildarinnar) að ákveða framgang málsins. Það átti alltaf að vera á þeirra könnu líka fyrir 50 árum, en því miður kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna þá upp rangan dóm að mínu mati, sem hefur komið í veg fyrir að Bandaríkin færu í gegn um þá umræðu og lýðræððislega lagasetningu, sem hefur verið í Evrópu og vafalaust hefði löggjöfin í Bandaríkjunum verið önnur í dag hefði sá dómur ekki verið kveðinn upp.
Mér finnast ummæli Kavanaugh dómara við Hæstarétt í Bandaríkjunum vera þau bestu varðandi skýringar á niðurstöðu meirihlutans hvað varðar þetta mál og set hér að neðan allt sem máli skiptir í því sem hann setur fram varðandi dóminn.
JUSTICE KAVANAUGH, concurring.
Abortion is a profoundly difficult and contentious issue because it presents an irreconcilable conflict between the interests of a pregnant woman who seeks an abortion and the interests in protecting fetal life. The interests on both sides of the abortion issue are extraordinarily weighty. On the one side, many pro-choice advocates forcefully argue that the ability to obtain an abortion is critically important for womens personal and professional lives, and for womens health. They contend that the widespread availability of abortion has been essential for women to advance in society and to achieve greater equality over the last 50 years. And they maintain that women must have the freedom to choose for themselves whether to have an abortion. On the other side, many pro-life advocates forcefully argue that a fetus is a human life. They contend that all human life should be protected as a matter of human dignity and fundamental morality. And they stress that a significant percentage of Americans with pro-life views are women. When it comes to abortion, one interest must prevail over the other at any given point in a pregnancy. Many Americans of good faith would prioritize the interests of the pregnant woman. Many other Americans of good faith instead would prioritize the interests in protecting fetal lifeat least unless, for example, an abortion is necessary to save the life of the mother. Of course, many Americans are conflicted or have nuanced views that may vary depending on the particular time in pregnancy, or the particular circumstances of a pregnancy. The issue before this Court, however, is not the policy or morality of abortion. The issue before this Court is what the Constitution says about abortion. The Constitution does not take sides on the issue of abortion. The text of the Constitution does not refer to or encompass abortion. To be sure, this Court has held that the Constitution protects unenumerated rights that are deeply rooted in this Nations history and tradition, and implicit in the concept of ordered liberty. But a right to abortion is not deeply rooted in American history and tradition, as the Court today thoroughly explains.1 On the question of abortion, the Constitution is therefore neither pro-life nor pro-choice. The Constitution is neutral and leaves the issue for the people and their elected representatives to resolve through the democratic process in the States or Congresslike the numerous other difficult questions of American social and economic policy that the Constitution does not address. Because the Constitution is neutral on the issue of abortion, this Court also must be scrupulously neutral. The nine unelected Members of this Court do not possess the constitutional authority to override the democratic process and to decree either a pro-life or a pro-choice abortion policy for all 330 million people in the United States. Instead of adhering to the Constitutions neutrality, the Court in Roe took sides on the issue and unilaterally decreed that abortion was legal throughout the United States up to the point of viability (about 24 weeks of pregnancy). The Courts decision today properly returns the Court to a position of neutrality and restores the peoples authority to address the issue of abortion through the processes of democratic self-government established by the Constitution. Some amicus briefs argue that the Court today should not only overrule Roe and return to a position of judicial neutrality on abortion, but should go further and hold that the Constitution outlaws abortion throughout the United States. No Justice of this Court has ever advanced that position. I respect those who advocate for that position, just as I respect those who argue that this Court should hold that the Constitution legalizes pre-viability abortion throughout the United States. But both positions are wrong as a constitutional matter, in my view. The Constitution neither outlaws abortion nor legalizes abortion. To be clear, then, the Courts decision today does not outlaw abortion throughout the United States. On the contrary, the Courts decision properly leaves the question of abortion for the people and their elected representatives in the democratic process. Through that democratic process, the people and their representatives may decide to allow or limit abortion. As Justice Scalia stated, the States may, if they wish, permit abortion on demand, but the Constitution does not require them to do so. Planned Parenthood of Southeastern Pa. v. Casey, 505 U. S. 833, 979 (1992) (opin ion concurring in judgment in part and dissenting in part). Todays decision therefore does not prevent the numerous States that readily allow abortion from continuing to readily allow abortion. That includes, if they choose, the amici States supporting the plaintiff in this Court: New York, California, Illinois, Maine, Massachusetts, Rhode Island, Vermont, Connecticut, New Jersey, Pennsylvania, Delaware, Maryland, Michigan, Wisconsin, Minnesota, New Mexico, Colorado, Nevada, Oregon, Washington, and Hawaii. By contrast, other States may maintain laws that more strictly limit abortion. After todays decision, all of the States may evaluate the competing interests and decide how to address this consequential issue.2 In arguing for a constitutional right to abortion that would override the peoples choices in the democratic process, the plaintiff Jackson Womens Health Organization and its amici emphasize that the Constitution does not freeze the American peoples rights as of 1791 or 1868. I fully agree. To begin, I agree that constitutional rights apply to situations that were unforeseen in 1791 or 1868 such as applying the First Amendment to the Internet or the Fourth Amendment to cars. Moreover, the Constitution authorizes the creation of new rightsstate and federal, statutory and constitutional. But when it comes to creating new rights, the Constitution directs the people to the various processes of democratic self-government contemplated by the Constitutionstate legislation, state constitutional amendments, federal legislation, and federal constitutional The Constitution does not grant the nine unelected Members of this Court the unilateral authority to rewrite the Constitution to create new rights and liberties based on our own moral or policy views.
III After todays decision, the nine Members of this Court will no longer decide the basic legality of pre-viability abortion for all 330 million Americans. That issue will be resolved by the people and their representatives in the democratic process in the States or Congress. But the parties arguments have raised other related questions, and I address some of them here. First is the question of how this decision will affect other precedents involving issues such as contraception and marriagein particular. I emphasize what the Court today states: Overruling Roe does not mean the overruling of those precedents, and does not threaten or cast doubt on those precedents. Second, as I see it, some of the other abortion-related legal questions raised by todays decision are not especially difficult as a constitutional matter. For example, may a State bar a resident of that State from traveling to another State to obtain an abortion? In my view, the answer is no based on the constitutional right to interstate travel. May a State retroactively impose liability or punishment for an abortion that occurred before todays decision takes effect? In my view, the answer is no based on the Due Process Clause or the Ex Post Facto Clause. But this Court will no longer decide the fundamental question of whether abortion must be allowed throughout the United States through 6 weeks, or 12 weeks, or 15 weeks, or 24 weeks, or some other line. The Court will no longer decide how to evaluate the interests of the pregnant woman and the interests in protecting fetal life throughout pregnancy. Instead, those difficult moral and policy questions will be decided, as the Constitution dictates, by the people and their elected representatives through the constitutional processes of democratic self-government. The Roe Court took sides on a consequential moral and policy issue that this Court had no constitutional authority to decide. By taking sides, the Roe Court distorted the Nations understanding of this Courts proper role in the American constitutional system and thereby damaged the Court as an institution. As Justice Scalia explained, Roe destroyed the compromises of the past, rendered compromise impossible for the future, and required the entire issue to be resolved uniformly, at the national level. Casey, 505 U. S., at 995 (opinion concurring in judgment in part and dissenting in part). The Courts decision today properly returns the Court to a position of judicial neutrality on the issue of abortion, and properly restores the peoples authority to resolve the issue of abortion through the processes of democratic self government established by the Constitution. To be sure, many Americans will disagree with the Courts decision today. That would be true no matter how the Court decided this case. Both sides on the abortion issue believe sincerely and passionately in the rightness of their cause. Especially in those difficult and fraught circumstances, the Court must scrupulously adhere to the Constitutions neutral position on the issue of abortion.
31.5.2022 | 08:37
Hörundsdökki guðfræðingurinn
Calvin Robinson er hörundsdökkur guðfræðingur í Bretlandi. Yfirstjórn bresku Biskupakirkjunnar er ósátt við skoðanir hans og þess vegna fær hann ekki embætti. Calvin er sagður mjög hæfileikaríkur og svari til þess besta sem þekkist að öllu leyti nema einu. Hann er ekki með réttar skoðanir að mati þeirra sem ráða.
Calvin hafnar því að hann sé kúgaður og segir að um leið og hann segi að hann sé ekki kúgaður þá sé eins og hann tapi húðlitnum sínum og öllu því tilheyrandi vegna rangra skoðana.
Calvin er andvígur bull-rugl hugmyndafræðinn (woke)og mótmælir því að Bretland sé land þar sem rasismi sé allsráðandi. Hann mótmælir því að um sé að ræða stofnanalegur rasismi innan biskupakirkjunnar og bendir á að helstu yfirmenn kirkjunnar eins og Wellby erkibiskup eigi þá að segja af sér fyrst hann haldi þessum kenningum á lofti því að það þýði þá að hann sé sjálfur hluti af vandanum, vanhæfur ófær um að leysa hann.
Calvin bendir á að þetta bull-rugl sé ekki bara bundið við kirkjuna heldur hafi það sýkt allar stofnanir í landinu, sem sé stjórnað af vinstra liðinu, sem vilji gera sem minnst úr eigin menningu og arfleifð. Athugið að guðspjallið skv. bull-rugl stefnunni ætlast til þess að fólk sem er ljóst á hörund segi mér höfundsdökkum manni hvað rasismi sé og krossfesti mig þegar ég er ekki sammála því segir Calvin.
Sjálfshirtingarstefna vinstri manna nær greinilega inn í kirkjuna á Bretlandi ekkert síður en hér. Verst er hvað hún er fasísk í eðli sínu og hafnar eðlilegum skoðanaskiptum og gerir kröfu til þess, að þeir sem hafa aðrar skoðanir en viðteknar vinstri bull-rugl skoðanir fái ekki embætti eða verði reknir úr þeim hafi þeir fengið þau.
Er ekki kominn tími til að snúa vörn í sókn og andæfa af fullum þunga gegn vinstra ruglinu. Calvin hefur heldur betur gert það og stendur við skoðanir sínar þó það valdi honum tímabundnum vandræðum.
Far þú og gjör slíkt hið sama.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2022 | 08:55
Viðskiptaþvinganir og mannréttindabrot.
Viðskiptaþvinganir eru slæmar og bitna bæði á þeim beita þeim og eru beittir þeim. Við höfum reynsluna með því að beita Rússa viðskiptaþvingunum,sem hafa eingöngu skaðað okkur.
En Vesturlönd hafa tekið það ráð að beta Rússa viðskiptaþvingunum og hertum viðskiptaþvingunum og enn hertari viðskiptaþvingunum. Þessar aðgerðir bitna á Rússum, en einnig á þjóðum Evrópu þannig að alvarlega horfir á sumum sviðum.
Sú var tíðin um nokkur hundruð ára skeið í Evrópu, að styrjaldir voru milli herja á vígvelli, en viðskipti borgaranna gengu fyrir sig eins og venjulega. Þegar Þjóðverjar settust um París í september 1870 þótti það brot á þeim óskráðu reglum í styrjöld að styrjaldarrekstur ætti ekki að bitna á óbreyttum borgurum
Nú þykir það því miður ekki tiltökumál þó að stríðsrekstur bitni á óbreyttum borgurum eignir þeirra eyðilagðir og þeir drepnir.
Í þrjátíu ár hafa Evrópubúar getað ferðast landa á milli með tilltölulega litlum takmörkunum og fólk hefur sótt sér vinnu í ýmsum þjóðlöndum. Þannig hafa þjóðir Austur Evrópu sótt til Vesturlanda eftir að þeir losuðu sig við ok kommúnismans. Í þessum hópi hafa verið rússneskir ríkisborgarar eins og Úkraínskir, litháískir eða pólskir o.fl. o.fl. Umtalsverður fjöldi vinnandi fólks af þessum þjóðernum hefur því búið og starfað um alla Evrópu undanfarna áratugi.
Nú bregður svo við, að Vesturlönd ákveða að fólki með rússneskt ríkisfang á Vesturlöndum skuli refsað sérstaklega m.a. með því að takmarka ferðafrelsi, skrá ekki eigur þeirra og takmarka eða loka á bankaviðskipti. Í flestum tilvikum er ekki verið að tala um ólígarka eða ofurríka einstaklinga heldur venjulegt vinnandi fólk, sem hefur ekki önnur samskipti við Rússland en í gegnum ættingja og vini og ræður engu um innanlandsstjórnmál þar í landi. Hvað réttlætir þá að beita fólk af rússnesku bergi brotið víðsvegar í Evrópu sérstökum refsiaðgerðum þó það hafi ekkert til saka unnið og hafi ekkert með stríð við Úkraínu að gera.
Finnst okkur réttlætanlegt að mismuna fólki í okkar landi eftir þjóðerni? Finnst okkur rétt að starfsfólk og annað venjulegt fólk af rússnesku bergi brotið njóti ekki sömu mannréttinda og aðrir í okkar landi og geti notið atvinnufrelsis og átt eðlileg bankaviðskipti óháð því að ríkisfangið sé rússneskt.
Hvernig verður það réttlætt, að við mismunum fólki á grundvelli þjóðernis þegar í íslensku stjórnarskránni 65.gr. segir:
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Er ekki rétt að íslenska ríkisstjórnin skoði þessi mál í þaula og gangi ekki á mannréttindi fólks vegna þjóðernis.
28.5.2022 | 09:32
R in þrjú og minnislausu alþingismennirnir
Ríkisútvarpið, Ríkiskirkjan og Rauði krossinn (R in þrjú) hafa hamast að dómsmálaráðherra fyrir að framfylgja Útlendingalögum sem Alþingi setti í sátt árið 2016 og tóku gildi árið 2017.
Samfylkingin og Píratar tóku fullan þátt í þeirri lagasetningu. Nú krefjaset alþingismenn úr þeim flokkum, að ekki skuli farið að lögunum, sem þeir sjálfir sömdu og greiddu atkvæði með.
Ríkisútvarpið hefur í umfjöllun um málið birt einhliða og jafnvel rangar fréttir og einhliða fréttaskýringar auk þess að bregða sér í kufl ákæranda yfir ráðherranum fyrir að framfylgja lögum settum af Alþingi.
Yfirmaður Ríkiskirkjunnar tekur undir sem ákærandi og Rauði krossinn, sem fær gríðarlega styrki og hefur rekið stærstu lögfræðistofu landsins, sem vinnur eingöngu að þessum málum á kostnað ríkisins tekur undir alla gagnrýni og bregður sér líka í hlutverk ákæranda. Rauði krossinn sem framkvæmdaaðili og umsjónaraðili ákærir líka þrátt fyrir að Rauði krossinn hafi átt ríkan þátt í að móta þá löggjöf sem um ræðir. Nokkuð sérstakt og vekur upp spurningar um hvort ekki sé eðlilegt að fela öðrum aðilum meðferð þessara mála alla vega auk Rauða krossins.
Minnislausir alþingismenn í Samfylkingunni og Pírötum hamast að ráðherra fyrir að framfylgja lögunum sem þeir settu sjálfir.
Allt er þetta með miklum eindæmum og þeim til skammar sem hafa staðið að samræmdri herferð um að ekki skuli farið að lögum.
Þegar upplýsingar berast síðan af samsetningu þess hóps, sem hefur verið vísað úr landi og hvert þeir fara, þá kemur enn betur ljós að málflutningur ofangreindra aðila er í grundvallaratriðum rangur og algert lýðskrum.
Af þeim 197 sem gert er að fara héðan nú (ekki 300) fara meira en helmingur til síns heima, þar sem ekkert af því sem þeir báru fyrir sig stóðst við skoðun og 51 fara til annars Evrópuríkis sem þeir höfðu áður fengið samþykkta dvöl í svo dæmi séu tekin.
Löggjöf Íslands varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttamenn er allt of rúm og vilhöll þeim sem koma hingað á höfrungahlaupi með aðstoð alþjóðlegra smyglhringja, fram fyrir fólk í raunverulegri neyð. Þessir strákar (en yfir 90% af þeim sem þannig koma eru ungir karlmenn) eru síðan eftir höfrungahlaupið og háar greiðslur til smyglarana teknir í náðarfaðm ríkisstyrktu lögfræðiskrifstofu Rauða krossins, sem neytir allra bragða til að nýta alla fresti og veifa þessvegna frekar röngu tré en öngvu til að koma sem lengst í veg fyrir að þessum hlaupastrákum verði vísað úr landi.
Mikilvægt er að breyta lögum um útlendinga til að takmarka möguleika þessa hóps til að misnota góðsemi,greiðasemi og velvild íslensku þjóðarinnar.
Ábyrgðarlaus framganga Ríkiskirkjunnar, Rauða krossins og þá sér í lagi Ríkisútvarpsins hlítur að vekja upp spurningar um það hvað þeim finnist rangt í þeim lögum sem um þessi málefni gilda og hvað afsaki þetta upphlaup þeirra.
Þá hlítur þjóðin að krefjast þess, að Samfylkingin og Píratar leggi fram þær breytingatillögur í þessum málaflokki,sem þeir telja nauðsynlegar á lögum sem þeir sjálfir sömdu. Það hafa þeir ekki gert til þessa og framganga þeirra verður því ekki flokkuð með öðrum hætti,en sem rangfærslur og ómerkilegt lýðskrum.
27.5.2022 | 10:52
Hefði
Það er gaman að láta hugann reika og velta fyrir sér hvað hefði getað gerst í stað þess sem gerðist.
Vegna Kóvíd beittu stjórnvöld víða innilokunum, ferðabanni, lokunum landamæra o.s.frv. Hvað hefði gerst ef sömu stjórntæki hefðu verið tiltæk þegar alnæmi kom upp á sínum tíma. Þá var engum landamærum lokað og engin almenn sóttkví,innilokun eða samkomubann. Samt hafa um 37 milljónir manna dáið úr alnæmi frá því að sá sjúkdómur fór að herja á mannkynið.
Talið er að um 6.3 milljónir hafi dáið úr Kóvíd til.22.maí 2022, þó að smittíðnin sé margfalt meiri hvað Kóvíd varðar en alnæmi. Miðað við þann samanburð má segja að viðbrögðin við Kóvíd hafi verið gjörsamlega úr samhengi við það sem stjórnvöld hafa áður gert varðandi smitsjúkdóma. Af hverju var það svo? Getur verið að það sé vegna þess, að stjórnvöld búa nú yfir tækni sem gerir víðtæk afskipti af borgurunum mun einfaldari en áður var. Hvers er þá að vænta í framtíðinni?
Sýnt hefur verið fram á, að aðgerðir stjórnvalda höfðu takmörkuð áhrif til að hefta útbreiðslu Kóvíd, samt sem áður er ferðatakmörkunum til sumra ríkja viðhaldið, jafnvel grímuskyldu við ákveðnar aðstæður og ferðatakmarkanir sérstaklega ef fólk er óbólusett.
Hvaða þýðingu hefur bólusetningin? Það er óljóst hvað þessi tilraunabóluefni hafa mikil áhrif. Það sem þó liggur fyrir er að fólk smitast þó það hafi verið bólusett og það smitar og það veikist ekkert síður en aðrir. Hvaða máli skiptir þá að fólk hafi verið bólusett eða ekki.
Það sannast aftur og aftur að það er auðvelt að koma á höftum og svipta fólk frelsi og mannréttindum, en stjórnvöld eru ekki eins reiðubúin til að aflétta óskapnaðinum jafnvel þó að tilefnið sé löngu liðið hjá.
Lýðræðissinnar verða því stöðugt að halda vöku sinni og bregðast ókvæða við þegar haftastefna ríkishyggjufólksins knýr dyra.
Það versta í því sambandi er að horfa upp á þá sem eiga að vera gæslufólk almannahagsmuna, lýðræðis og mannréttinda bregðast á ögurstundu og samsama sig með stjórnlyndisöflunum án takmarks eða tilgangs.
Í gær sá ég mann á reiðhjóli fjarri alfaraleið með grímu fyrir vitum sér. Margir kílómetrar voru í næstu mannveru. En gríman var samt fyrir vitunum, sem sýnir að þegar ótti almennings hefur verið vakin þá verður honum ekki eytt á svipstundu. Stjórnmálamenn ættu að athuga það þegar þeir setja frá sér glórulausar fullyrðingar um endalok jarðlífs vegna aðgerða okkar mannfólksins.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 363
- Sl. sólarhring: 364
- Sl. viku: 3864
- Frá upphafi: 2513668
Annað
- Innlit í dag: 337
- Innlit sl. viku: 3614
- Gestir í dag: 315
- IP-tölur í dag: 311
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson