Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Mannréttindi

Máttur myrkursins og afl ljóssins.

Biskupinn yfir Íslandi hefur tilkynnt,að helgihald falli niður um áramótin, kirkjurnar loka. Af því tilefni datt mér í hug myndband, sem var á samfélagsmiðlum af enskum presti og Douglas Murray gerði að umtalsefni í grein í DT þ.23 desember s.l.

Enski presturinn talaði til safnaðar síns fyrir framan jólatré og sagði m.a. "Við erum ekki kvikmyndahús eða fótboltavöllur, við erum fjölskylda bræður og systur sem komum saman á helgidögum til að sýna trú okkar og lotningu á hinum lifandi Jesú. Ég mun ekki loka á mína þjónustu nema mér verði meinað það skv. lögum, en þá mun ég berjast gegn lokun af öllum mætti og þeim krafti sem ég hef.

Kristin trú gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu, en yfirvöld kirkjunnar ná ekki að fóta sig í núinu  og koma fram í auknum mæli sem baráttusamtök fyrir vinstri sinnaðri félagshyggju, baráttu gegn meintri loftslagsvá og fyrir því að skattgreiðendur taki við fleiri ólöglegum flóttamönnum og furðuveröld transhugmyndafræðinnar.

Þegar stofnun missir sýn á meginmarkmiði sínu, þá þarf engan að undra, að fólk hverfi frá enda skilið eftir vegalaust og án þess sem skiptir máli varðandi kristilega boðun. Í nýrri skoðanakönnun kom fram,að 73% fólks 15-21 árs telur sig ekki trúað og 76% þeirra sem eru 25-40 ára. Þetta eru uggvænlegar tölur. 

Þegar kirkjunnar yfirvöld horfa stöðugt á skuggahliðar og meinta ógn í stað þess að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og ljósið sem þeirri boðun fylgir í ópólitískri skírskotun án vísindahyggju heldur þeirri einlægu trú og von að hjálpræðið hlotnist fyrir trúna eins og Jesú boðaði. Þá er illt í efni. En slíka boðun geta þeir einir fært, sem eru brennandi í andanum og tilbúnir til að berjast fyrir að kirkjur séu opnar og kristið fólk veiti hvort öðru þann styrk og hjálp sem trúin ein getur fært fólki á erfileikatímum.

Fréttir berast af gríðarlega aukinni sjálfsmorðstíðni og auknum erfiðleikum fjölda einstaklinga vegna lokana og hamfaraboðskapar heilbrigðisyfirvalda sem og fleiri. Þá er mikilvægt að kristið fólk átti sig á því að það er meiri þörf fyrir það en á öðrum tímum og einstaklingarnir verða að geta fundið griðarstað fyrir trúna.   


Máttur myrkursins og afl ljóssins.

Biskupinn yfir Íslandi hefur tilkynnt,að helgihald falli niður um áramótin, kirkjurnar loka. Af því tilefni datt mér í hug myndband, sem var á samfélagsmiðlum af enskum presti og Douglas Murray gerði að umtalsefni í grein í DT þ.23 desember s.l.

Enski presturinn talaði til safnaðar síns fyrir framan jólatré og sagði m.a. "Við erum ekki kvikmyndahús eða fótboltavöllur, við erum fjölskylda bræður og systur sem komum saman á helgidögum til að sýna trú okkar og lotningu á hinum lifandi Jesú. Ég mun ekki loka á mína þjónustu nema mér verði meinað það skv. lögum, en þá mun ég berjast gegn lokun af öllum mætti og þeim krafti sem ég hef.

Kristin trú gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu, en yfirvöld kirkjunnar ná ekki að fóta sig í núinu  og koma fram í auknum mæli sem baráttusamtök fyrir vinstri sinnaðri félagshyggju, baráttu gegn meintri loftslagsvá og fyrir því að skattgreiðendur taki við fleiri ólöglegum flóttamönnum og furðuveröld transhugmyndafræðinnar.

Þegar stofnun missir sýn á meginmarkmiði sínu, þá þarf engan að undra, að fólk hverfi frá enda skilið eftir vegalaust og án þess sem skiptir máli varðandi kristilega boðun. Í nýrri skoðanakönnun kom fram,að 73% fólks 15-21 árs telur sig ekki trúað og 76% þeirra sem eru 25-40 ára. Þetta eru uggvænlegar tölur. 

Þegar kirkjunnar yfirvöld horfa stöðugt á skuggahliðar og meinta ógn í stað þess að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og ljósið sem þeirri boðun fylgir í ópólitískri skírskotun án vísindahyggju heldur þeirri einlægu trú og von að hjálpræðið hlotnist fyrir trúna eins og Jesú boðaði. Þá er illt í efni. En slíka boðun geta þeir einir fært, sem eru brennandi í andanum og tilbúnir til að berjast fyrir að kirkjur séu opnar og kristið fólk veiti hvort öðru þann styrk og hjálp sem trúin ein getur fært fólki á erfileikatímum.

Fréttir berast af gríðarlega aukinni sjálfsmorðstíðni og auknum erfiðleikum fjölda einstaklinga vegna lokana og hamfaraboðskapar heilbrigðisyfirvalda sem og fleiri. Þá er mikilvægt að kristið fólk átti sig á því að það er meiri þörf fyrir það en á öðrum tímum og einstaklingarnir verða að geta fundið griðarstað fyrir trúna.   


Vér einir vitum, en vitum samt ekki neitt.

Hvað á nú að gera tæpum 2 árum eftir að baráttan gegn Kóvíd hófst. Sumir leggja til, að enn á ný verði gripið til hertra takmarkana. Í Bretlandi, sagði David Frost einn besti maður ríkisstjórnarinnar af sér og neitar að taka  þátt í lokunarstefnunni lengur.

Smittíðni er í hámarki. Ríkið borgar þúsundir hraðprófa um hverja helgi til að fólk geti farið í leikhús,bíó eða á djammið. Þrátt fyrir hraðprófin þá fjölgar smitum. Hvaða gildi hafa þau?

Þjóðin er tvíbólusett eða þríbólusett, en ekkert gengur. Þá á að að bólusetja börn allt niður í 5 ára án þess að þau séu í hættu.

Er þá ekki eðlilegt að spyrja: 

Er líklegt þegar tvær bólusetningar duga ekki til að koma í veg fyrir smit eða að fólk smitist, að sú þriðja geri gagn?

Er skynsamlegt að bólusetja börn með bóluefni á tilraunastigi, sem hefur alvarlegar aukaverkanir.

Af hverju að útiloka óbólusetta þegar bóluefnið hefur þá annmarka sem liggja fyrir. 

Ef yfirvöld teldu að bólusetningarnar virkuðu svo sem þau segja, þyrfti þá að grípa til hertra aðgerða núna?

Þýða ekki hertar aðgerðir, að stjórnvöld hafa ekki trú á bóluefnunum og hraðprófunum.

Nýja afbrigðið Ómíkrónið æðir um veröldina og verður ekki stöðvað. Niðurstöður rannsókna sýna að um milt afbrigði er að ræða. Hvaða nauðsyn er þá að skella öllu í lás?

Af hverju hefur eðlileg umræða vísindamanna um gagnsemi og gagnsleysi aðgerða og hvaða aðgerðum skuli beitt, ekki fengið að eiga sér stað? 

Einu leyfðu vísindin verða að fá framgang hversu órökrétt, gagnlaus og vitlaus, sem þau kunna að vera. Þetta láta hræddir úrræðalausir stjórnmálamenn yfir sig ganga. Þá er spurning hvort að einhver sambærilegur David Frost er í íslensku ríkisstjórninni ef nú á að skella í lás eins og í Bretlandi.


Nú er nóg komið.

Prófessor í smitsjúkdómafræði við HÍ segir, erfitt að yfirfæra rannsókn í S-Afríku á Omicron,sem sýndi væg veikindi yfir á Ísland. Margar fleiri rannsóknir og gangurinn í Evrópu benda til hins sama. Mjög lítil veikindi. Samt skal herða agerðir. 

Nú gildir sú regla, að frelsi borgaranna skal skerða þegar nýtt afbrigði af kórónuveirunni hversu veikt sem það er verður til. Það sýnir taugaveiklun á hæsta stigi. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir talar um, að af því að eitthvað geti verið ef til vill og kanski, beri að bólusetja börn allt niður í 5 ára aldur og segir:

"Ávinningurinn sé líklega meiri en áhættan." 

Er afsakanlegt að tefla í tvísýnu líkamlegu heilbrigði ungu kynslóðarinnar við þessar aðstæður? Dæla tilraunalyfi inn í börn? 

Samt vitum við að fólk sem er þríbólusett deyr úr Kóvíd. Það smitar og það smitast. Er ekki rétt að doka við og leyfa tilraunatímanum að líða áður en þessu tilraunalyfi er dælt í börnin okkar?


Vont er þeirra ranglæti

Í íslenskum hjúskaparlögum segir, að brúðhjón þurfi að vera orðin 18 ára og þau séu í hvívetna jafnrétthá í hjúskap. Mannréttindabarátta fyrir jafnstöðu kvenna og karla hefur haft gríðarleg áhrif í okkar heimshluta og sem betur fer náð að tryggja lagalega að konur hafi sama rétt en karlar, en séu ekki þjónar þeirra og háðar duttlungum þeirra. 

Þrátt fyrir sambærileg lagaákvæði á hinum Norðurlöndunum,hefur það ítrekað gerst, að ólöglegir innflytjendur og ákveðinn hluti aðfluttra karla kynni stúlkubörn allt niður í 12 ára sem eiginkonur sínar og þessi 12 ára stúlkubörn eru jafnvel barnshafandi. Samræði við stúlkur undir lögaldri er refsiverð skv. okkar lögum, en það virðist ekki gilda þegar um þennan þjóðfélagshóp er að ræða. 

Danskur ráðherra Inger Stöjberg vildi stemma stigu við þessum ófögnuði,barnabrúðkaup stúlkubarna. Stúlkur undir lögaldri voru látnar ganga í hjónaband. Um var að ræða þvingunarhjónabönd og brotið var gegn ákvæðum hegningarlaga varðandi kynmök við börn. Ef til vill fór Inger ekki rétt að, en ljóst er að hún var með aðgerðum sínum að berjast fyrir hagsmunum stúlkubarna og það hefði heldur betur átt að vera herhvöt fyrir baráttusamtök kvenna fyrir jafnrétti og jafnstöðu kvenna og gegn kynferðislegri misnotkun á konum. 

Í gær var Inger Stöjberg dæmd af Landsrétti Dana í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa vörð um þau gildi sem hjúskaparlög og refsilög kveða á um. Reglu- og formfesta danska Landsréttarins ber greinilega skynsemina og virðingu fyrir kvenréttindum og jafnstöðu borgaranna ofurliði. 

Við á Norðurlöndunum megum ekki glata tengslum við grundvallarmannréttindi þ.á.m. jafnstöðu kynjanna. Við getum ekki samþykkt það að ein lög gildi fyrir þá sem búa í landinu en önnur lög skuli gilda fyrir ólöglega innflytjendur og ákveðna aðflutta þjóðfélagshópa og þeim skuli heimilt að hafa samræði við stúlkubörn, eiga börn með stúlkunum og giftast þeim í þvinguðum hjónaböndum, þar sem ekkert jafnrétti ríkir milli  aðila en konan er gjörsamlega undirokuð undir vilja mannsins. 

Gott væri ef samtök kvenna sýndu það nú, að þau berjast almennt fyrri rétti kvenna og styðja baráttuna gegn þessum ófögnuði.

Inger Stöjberg á þakkir skilið fyrir að standa í báðar fætur fyrir réttindum kvenna og almennum mannréttindum í Danmörku. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn á Norðurlöndum geri það almennt sem og hefðbundnir fréttamenn, en dansi ekki í kringum lögbrot innflytjenda og stingi höfðinu í sandin þó verið sé að misnota stúlkubörn kynferðislega. 

Þvingunarhjónabönd og kynferðisleg misnotkun stúlkubarna undir lögaldri er glæpur. Að reyna að sporna við glæpum á ekki að vera refsivert. Sé svo eins og kom í ljós í Danmörku í gær, þá gildir sennilega það sama og Jón Hreggviðsson sagði á sínum tíma um réttlætið hjá danskinum.

"Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti."  


Vont er þeirra ranglæti

Í íslenskum hjúskaparlögum segir, að brúðhjón þurfi að vera orðin 18 ára og þau séu í hvívetna jafnrétthá í hjúskap. Mannréttindabarátta fyrir jafnstöðu kvenna og karla hefur haft gríðarleg áhrif í okkar heimshluta og sem betur fer náð að tryggja lagalega að konur hafi sama rétt en karlar, en séu ekki þjónar þeirra og háðar duttlungum þeirra. 

Þrátt fyrir sambærileg lagaákvæði á hinum Norðurlöndunum,hefur það ítrekað gerst, að ólöglegir innflytjendur og ákveðinn hluti aðfluttra karla kynni stúlkubörn allt niður í 12 ára sem eiginkonur sínar og þessi 12 ára stúlkubörn eru jafnvel barnshafandi. Samræði við stúlkur undir lögaldri er refsiverð skv. okkar lögum, en það virðist ekki gilda þegar um þennan þjóðfélagshóp er að ræða. 

Danskur ráðherra Inger Stöjberg vildi stemma stigu við þessum ófögnuði,barnabrúðkaup stúlkubarna. Stúlkur undir lögaldri voru látnar ganga í hjónaband. Um var að ræða þvingunarhjónabönd og brotið var gegn ákvæðum hegningarlaga varðandi kynmök við börn. Ef til vill fór Inger ekki rétt að, en ljóst er að hún var með aðgerðum sínum að berjast fyrir hagsmunum stúlkubarna og það hefði heldur betur átt að vera herhvöt fyrir baráttusamtök kvenna fyrir jafnrétti og jafnstöðu kvenna og gegn kynferðislegri misnotkun á konum. 

Í gær var Inger Stöjberg dæmd af Landsrétti Dana í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa vörð um þau gildi sem hjúskaparlög og refsilög kveða á um. Reglu- og formfesta danska Landsréttarins ber greinilega skynsemina og virðingu fyrir kvenréttindum og jafnstöðu borgaranna ofurliði. 

Við á Norðurlöndunum megum ekki glata tengslum við grundvallarmannréttindi þ.á.m. jafnstöðu kynjanna. Við getum ekki samþykkt það að ein lög gildi fyrir þá sem búa í landinu en önnur lög skuli gilda fyrir ólöglega innflytjendur og ákveðna aðflutta þjóðfélagshópa og þeim skuli heimilt að hafa samræði við stúlkubörn, eiga börn með stúlkunum og giftast þeim í þvinguðum hjónaböndum, þar sem ekkert jafnrétti ríkir milli  aðila en konan er gjörsamlega undirokuð undir vilja mannsins. 

Gott væri ef samtök kvenna sýndu það nú, að þau berjast almennt fyrri rétti kvenna og styðja baráttuna gegn þessum ófögnuði.

Inger Stöjberg á þakkir skilið fyrir að standa í báðar fætur fyrir réttindum kvenna og almennum mannréttindum í Danmörku. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn á Norðurlöndum geri það almennt sem og hefðbundnir fréttamenn, en dansi ekki í kringum lögbrot innflytjenda og stingi höfðinu í sandin þó verið sé að misnota stúlkubörn kynferðislega. 

Þvingunarhjónabönd og kynferðisleg misnotkun stúlkubarna undir lögaldri er glæpur. Að reyna að sporna við glæpum á ekki að vera refsivert. Sé svo eins og kom í ljós í Danmörku í gær, þá gildir sennilega það sama og Jón Hreggviðsson sagði á sínum tíma um réttlætið hjá danskinum.

"Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti."  


Ný málið sem Evrópusambandið heimilar.

Fyrir nokkrum dögum gaf Evrópusambandið út 32 síðna leiðbeiningareglur um hvaða orð skyldi nota og hver ekki. Óneitanlega minnir þetta á kerfið sem George Orwell lýsir í bókinni 1984, þar sem til var pólitískt ný mál, til að tryggja að fólk héldi sig innan kerfislægrar rétthugsunar. 

Sama virðist vera upp á tengingnum hjá valdaklíkunni í Brussel, sem amast m.a. við því að fólk noti orðið "jól" eða Christmas yfir hátíðarnar. Það á að nota "human induced" í staðinn fyrir "man made" svo dæmi sé tekið."

Það er sjálfsagt að hneykslast á þessu rugli. Þau eru að vega að Evrópskum gildum og viðmiðunum. E.t.v. vegna þess að fólkið í kanselíinu í Brussel telur að evrópskt orðfæri geti sært aðkomufólk og rótað upp fjölmenningunni.

Stóra spurningin er hvernig dettur möppudýrunum í Brussel í hug, að setja út samevrópskar leiðbeiningarreglur um hvaða orð má nota og hver ekki í daglegu máli. Einvaldskonungum fortíðar í Evrópu létu sér aldrei detta slíkt og þvílíkt í hug. Valdhroki hinnar nýju stéttar Brussel valdsins kemur stöðugt sífellt meira á óvart. 


Undir smitvarnargrímunni

Grundvallareglum í frjálsum menningar- og lýðræðissamfélögum hefur ítrekað verið ýtt til hliðar vegna ofsahræðslu við Kóvíd smit. Bent er á þá óbólusettu eins og þeir hafi gerst sekir um hræðilegt afbrot gegn almenningi. Þeir hafa verið sviptir borgaralegum réttindum í löndum eins og Austurríki, Ítalíu og Hollandi og stjórnmálamenn í fleiri ríkjum sitja á rökstólum til að ákveða hvaða tökum óbólusettir skuli teknir annars vegar til að knýja þá til að láta bólusetja sig og hinsvegar að útiloka þá frá samfélagi hinn útvöldu og margbólusettu.

Stjórnendur heilbrigðismála og stjórnmálamenn grípa til örþrifaráða, til að reyna að telja almenningi trú um, að þeir geti ráðið við vandann og neita að viðurkenna getuleysi sitt gagnvart farsótt eins og Kóvíd. Þessvegna er gripið til að gera einhverja vitleysu til að láta líta út fyrir að yfirvöld hafi ráð undir rifi hverju sem þau raunar hafa ekki. Fyrst ein bólusetning, síðan tvær og loks örvunarbólusetningar þriðja eða fjórða eftir atvikum.

Í Evrópu og á Íslandi hefur verið gripið til ýmissa ráða víða hefur langvarandi útgöngubönnum verið beitt, fyrirtæki hafa orðið að loka eða draga úr starfsemi, grímuskylda, fjarlægðarmörk og takmörk á því hve margir mega koma saman o.s.frv. Alltaf hafa ráðstafanirnar verið kynntar sem tímabundnar. Þær hafa líka verið það, en verið beitt aftur og aftur.

Samt sem áður eru flestar þjóðir Evrópu að glíma við fimmtu eða sjöttu bylgju. Þessar ráðstafanir fresta í besta falli smitum en koma ekki í veg fyrir þau. Ný bylgja fer af stað eftir að takmörkunum er aflétt.

Stjórnvöld stjórnmálamenn og yfirmenn sóttvarna eru í vanda. Þess vegna voru bóluefnin, kærkomið vopn til að telja fólki trú um, að ríkisvaldið mundi leysa vandann með að bólusetja alla heimsbyggðina. Hversu skynsamlegt sem það er eða óskynsamlegt fyrir fullorðið fólk að láta bólusetja sig skal ósagt látið og hér skal ekki gert lítið úr gildi bólusetninga. Samt sem áður hefur komið í ljós að bólusetning hefur ekki áhrif til að koma í veg fyrir smit eða að bólusettir smiti.

Heilbrigðisyfirvöld segja nú, að bólusetning dragi úr alvarlegum einkennum og það virðist þá vera það eina sem bólusetningar gera, sé sú staðhæfing rétt. Bólusettir eru þá ekki minni ógn en óbólusettir varðandi það að dreifa smitum eða hvað?

Þegar fokið er í flest skjól hjá sumu fólki þá leiðast margir út í það að kenna öðrum um. Stjórnmálamenn samtímans hafa gert það að listgrein. Þess vegna kenna stjórnmálamenn óbólusettum um í stað þess að viðurkenna eigið getuleysi gagnvart náttúrulegu fyrirbrigði eins og farsótt.

Þessvegna hika þeir heldur ekki við að grípa til gerræðislegra ráðstafana, sem ganga gegn borgaralegum réttindum fólks. Fólk má ekki hafa aðrar skoðanir en stjórnvöld og það má ekki leita eftir læknislyfjum öðrum en þeim sem eru viðurkennd. Fyrir löngu sá fjölmiðlaelítan fyrir því, að talsmenn annarra skoðana en þeirra viðteknu í samfélagi óttans, fengju ekki að koma sínum skoðunum að með sama hætti og talsmenn óttans.

Óvinir valdstjórnarinnar í dag eru þeir, sem ekki láta bólusetja sig, en það munu vera tæpur fjórðungur eða 23% fólks í Evrópu. Ástæður þess geta verið margvíslegar. Fólk er eðlilega hrætt við að láta dæla tilraunabóluefni,sem framleiðendur taka ekki ábyrgð á, inn í líkama sinn.

Eigum við að svipta fólk þeim rétti, að ráða yfir líkama sínum. Þá skín heldur betur í einræðið undir smitvarnargrímunni. Það er ekki mikið eftir af frelsinu ef fólki fær ekki að ráða því hvaða lyf það tekur eða hafnar eða hvort það lætur dæla einhverju efni inn í líkama sinn eða ekki.

Það skelfilegasta við allt þetta er að horfa á hvað langt óttaslegnir getulausir stjórnmálamenn gagnvart aðsteðjandi vanda geta og eru tilbúnir til vegna tilbúinnar ofsahræðslu í samfélaginu að snúa frá frjálslyndu umburðarlyndu lýðræðisþjóðfélagi og koma á vísi að ofbeldisstjórn og jafnvel ógnarstjórn á grundvelli óttans. Gegn því verður allt frelsisunnandi fólk að rísa hvort heldur það telur skynsamlegt að láta bólusetja sig eða ekki.

Það er dapurlegt að sjá, að þorri stjórnmálamanna í vestrænum lýðræðisríkjum skorti rótfestu hugmyndafræðilegrar grundvallarstefnu sem mótast af frjálslyndum viðhofum um sjálfsákvörðunarrétt borgaranna og grundvallar mannréttindi þeirra.


Hinir landflótta

Í Eþíópíu hefur verið grimmileg styrjöld. Forseti landsins og friðarverðlaunahafi Nóbels ákvað að fara með hernaði á hendur Tigray þjóðarinnar í landinu. Her Eþíópíu og Erítreu réðust inn í hérað Tigray þjóðarinnar, frömdu þar mörg illvirki og hermdarverk og stökktu tugum þúsunda fólks á flótta. 

Aldrei sá nokkur hér á landi ástæðu til að mótmæla harðneskjulegum hernaðaraðgerðum og illvirkjum stjórnarhersins gagnvart Tigray þjóðinni. En svo kom að því að Tigray þjóðin snéri vörn í sókn og sækir nú að höfuðborg Eþíópíu, Addis Abeba.

Þá bregður svo við skv. frétt og forsíðumynd Fréttablaðsins í dag, að á þriðja tug Eþíópíubúa, sem margir hafa komið hingað til að fá alþjóðlega vernd frá vondum stjórnvöldum í Eþíópíu safnast saman á Skólavörðuholti í Reykjavík til að styðja stjórnina í Addis Abeba, sem þeir sögðust þurfa að flýja frá ættu þeir að halda lífi og limum þegar þeir sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi.

Svona er nú ruglið, en svo einsdæmi, að flóttamenn undan meintum ógnarstjórnum mótmæli ef að þeim er sótt. Hvað voru þeir þá að flýja?

Það er vafalaust margt skrýtið í kýrhausnum, en það er enþá  fleira skrýtið í höfðinu á hefðbundnum stjórnmálamönnum, sem hafa búið til glórulaust kerfi, fyrir flóttamannaiðnaðinn í veröldinni. Útlendingalögin íslensku bera þess glöggt vitni.


Frelsi til að sýkja aðra er vafasamur réttur

Forseti lýðveldisins segði í setningarræðu Alþingis, að frelsi til að sýkja aðra væri vafaasmur réttur.

En hvaða réttur er það. Hefur einhver gefið einhverjum þann rétt. Eru einhversstaðar lagaákvæði eða önnur fyrirmæli sem mælir fyrir um það að fólk eigi þann vafasama rétt.

Raunar alls ekki. Samkvæmt íslenskum rétti hefur engin rétt til að sýkja aðra það er bannað. Það er beinlínis refsivert sbr.175.gr. almennra hegningarlaga 175  sem mælir fyrir um refsingu, fangelsi allt að þrem árum fyrir að valda því að næmur sjúkdómur berist út meðal manna. Einnig mætti vísa í sóttvarnarlög. 

Frelsi til að smita aðra er því ekki fyrir hendi í íslensku samfélagi. Það á engin þann rétt. Það er beinlínis refsivert.

Frelsi borgaranna eru mikilvæg undirstaða siðaðra samfélaga og það er mikilvægt að æðstu stjórnendur ríkja og alþjóðlegra stofnana gæti þess að skilgreina það með réttum hætti og gæta þess, að setja frelsið ekki í spennitreyju valdsins. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 143
  • Sl. sólarhring: 511
  • Sl. viku: 3323
  • Frá upphafi: 2513823

Annað

  • Innlit í dag: 136
  • Innlit sl. viku: 3106
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 135

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband