Færsluflokkur: Mannréttindi
18.1.2024 | 11:06
Hversu langt skal haldið áfram út í foraðið
Í Morgunblaðinu er frétt, sem sýnir hversu glórulaust vitlaus hælisleitendastefna íslenskra stjórnvalda er. Við erum að taka við hlutfallslega margfalt fleiri hælisleitendum enn allar okkar nágrannaþjóðir. Hvernig á fámenn þjóð að geta staðið undir slíkri vitleysu.
Reyndar er það svo, að við stöndum ekki undir þessu. Ríkissjóður er rekinn með botnlausu tapi og hver króna sem rétt er til hælisleitenda er tekin að láni og það kemur í hlut barna okkar og barnabarna að greiða skuldina.
Svo langt er seilst af hálfu stjórnvalda í hælisleitendamálum að búið er að tæma neyðarsjóði, sem nú þarf að grípa til, en þá er gripið í tómt. Ríkisstjórnin stal peningunum til að þjónusta hælisleitendur. Arnar Þór Jónsson frambjóðandi til forseta lýsir þessu vel í bloggfærslu sem hann skrifar í dag, þar sem hann spyr hvort við viljum búa í draumaveröld eða raunheimum.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður skrifaði góða grein í Morgunblaðið í fyrradag, þar sem hann bendir á hversu glórulaus hælisleitendastefna stjórnvalda er. Hann vísar líka til þess, að frá því að hann byrjaði að berjast fyrir íslensk gildi, íslenska menningu og íslenska tungu og andæfa gegn stefnu stjórnvalda í hælisleitendamálum, þá var hann hliðsettur í eigin flokki og fjölmiðlar sniðgengu hann.
Sú lýsing sem Ásmundur gefur er raunar það, sem þeir sem standa vörð um það sem íslenskt er en hafna gervifjölmenningu, hafa mátt reyna. Þeir eru óhreinu börnin hennar Evu þó þeir séu að segja sannleikann en stjórnmálaelítan og fréttaelítan að ljúga.
Hvað þarf að gera til að stjórnmálaelítan vakni og átti sig á hvað er að gerast í landinu. Vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í hælisleitendamálum er öngþveiti í skólamálum, íbúðamálum, heilbrigðismálum og öryggismálum. Hreyfir það virkilega ekki við þessu fólki. Alla vega ekki þeim sem vilja heimila að hingað komi hundrað eða hundruð múslima á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Reynsla Norðurlanda af slíkri vitleysu ætti að vera íslenskum stjórnvöldum víti til að varast.
Hvernig stendur á því að íslensk yfirvöld láta það viðgangast, að fáni hryðjuverkasamtaka Hamas blakti við Alþingishúsið og ráðhús Reykjavíkur og frekjuhópur svokallaðra Palestínskra hælisleitenda hefur reist tjaldbúðir á Austurvelli og fái að vera þar. Í tjaldbúðunum eru menn, sem hafna grunngildum íslensku stjórnarskrárinnar og þaðan af verra.
Nú er deilt um það í ríkisstjórninni hversu margir Arabar skuli koma til landsins skv. kröfu frekjuliðsins í tjaldbúðunum á Austurvelli. Miðað við þær aðstæður sem íslenska þjóðin býr við í dag, þá væru það svik við þjóðina að heimila komu tuga eða hundruða hælisleitenda til viðbótar við það fár, sem ríkisstjórnin hefur þegar skapað með andvaraleysi sínu, dug og dáðleysi. Það væru griðrof við íslensku þjóðina, miðað við það ástand sem við búum við í dag.
Lengra verður ekki haldið áfram í draumheimum stjórnmála- og fréttaelítunnar.
Forusta Sjálfstæðisflokksins verður að gera sér grein fyrir því að hún hefur þegar gert of mörg axarsköft varðandi málefni hælisleitenda.
Fleiri verða ekki liðin.
14.1.2024 | 14:22
Skelfilegt
Það er skelfilegt að verða vitni að því, að náttúruhamfarir ógni Grindavík. Á þessari stundu vitum við ekki hvaða tjón verður af eldgosinu sem hófst í morgun. Vonandi verður það sem minnst og vonandi rís Grindavík fljótlega við eins og Vestmannaeyjar gerðu þegar gosinu þar lauk.
Samfélaginu ber að koma til liðs við íbúa Grindavíkur og gera þá jafnsetta og hefðu þesar náttúruhamfarir ekki lent á þeim. Að sjálfssögðu hlíst verulegur kostnaður af því, en það sér enginn eftir því að greiða það sem til þarf, þannig að fólkinu, sem verður nú að flýja heimili sín geti liðið vel og notið þess sama og aðrir borgarar þessa lands.
Ríkisstjórnin þarf að bjóða Grindvíkingum að kaupa húsin þeirra sem vilja selja á markaðsvirði og ganga frá samningum um forkaupsrétt þeirra til að kaupa eignir sínar aftur af ríkinu vilji þeir það þegar núverandi ástandi lýkur. Það er um margt skynsamlegri ráðstöfun en að kaupa húseignir fyrir Grindvíkinga annarsstaðar á sama tíma og fólkið verður í óþolandi ástandi gagnvart lánastofnunum og lífeyrissjóðum.
Álag á alla innviði mun aukast verulega vegna náttúruhamfaranna. Þeir innviðir eru því miður margir þandir til hins ítrasta vegna þjóðfjandsamlegrar stefnu ríkisstjórnar í hælisleitendamálum undanfarin ár.
Nú er mál að linni. Við berum ábyrgð á því fólki sem er í landinu og við eigum að gera okkar besta hvað það varðar. Meira álag er ekki hægt að leggja á heilbrigðisþjónustu, íbúðamarkaðinn eða skólakerfið. Við getum því ekki verið að bruðla með fé, sem ekki er til, en ríkissjóður er rekinn með miklum halla. Við verðum að loka landinu alla vega tímabundið gagnvart svokölluðum hælisleitendum og allt tal um að flytja eitthvað fólk, sem hér á ekki heima og aðlagast ekki samfélaginu frá Gasa yrði griðrof af hálfu stjórnvalda gagnvart hagsmunum fólksins í landinu.
Búum vel að okkar og gætum þess, að fólk sem verður fyrir tímabundnu tjóni geti búið við góð lífskjör eins og við hin.
![]() |
Maður horfir bara á húsið sitt í bakgrunninum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2024 | 16:11
Betra að veifa röngu tré en öngvu
Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í dag, að geþóttaákvörðun Svandíar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar 1. júní s.l. bryti í bága við lög um hvalveiðar. Þá segir einnig í áliti hans að útgáfa reglugerðar Svandísar í því sambandi samrýmdist ekki kröfum um meðalhóf og þ.a.l. ekki verið í samræmi við lög að þessu leyti.
Svandís gerðist því sek um valdníðslu með því að brjóta gegn 4.gr.l. um hvalveiðar og reglum um meðalhóf. Þessi brot ráðherra munu kosta skattgreiðendur hundruði milljóna.
Svandísi mátti vera ljóst, að hún var að brjóta lög þegar hún setti reglugerð um tímabundið bann við hvalveiðum. Þá hlaut henni líka að vera ljóst, að með því mundi það kosta skattgreiðendur þ.e. ríkissjóð verulegar fjárhæðir.
En hún gerði það samt og situr nú uppi með það að hafa brotið alvarlega af sér í starfi sem ráðherra.
Svandísi finnst það allt í lagi miðað við kjafthátt í bloggfærslu hennar í dag og finnst greinilega betra að veifa röngu tré en öngvu. Hún er einfaldlega sek um lagabrot.
Krafist hefur verið afsagnar ráðherra af minna tilefni. Skyldi nú einhver döngun vera í Katrínu Jakobsdóttur til að segja Svandísi vinkonu sinni að þetta þýði að hún verði að axla ábyrgð og víkja sem ráðherra. Skal ekki það sama yfir alla ganga?
![]() |
Kveðst ekki hafa átt annan kost |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2023 | 16:10
Var virkilega nauðsyn á þessu
Svo virðist sem verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins séu um það bil að ná hófstilltum langtímasamningum. Það er að sjálfsögðu gleðiefni og er mikilvægt innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni.
Því miður hefur ríkisstjórnin ekki gætt sín nægjanlega vel og hækkar gjöld um þessi áramót og rekur síðan ríkisstjórn með halla sem er ekkert annað en ávísun á verðmæti sem ekki eru til sem leiðir til verðbólgu.
Þegar Kjararáð úrskurðaði árið 2017, að æðstu embættismenn ríkisins og stjórnmálamenn skyldu hækka verulega í launum og umfram aðra launþega, þá var það ávísun á óróa á vinnumarkaðnum. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur náðu þá að sýna meiri ábyrgð en ríkisstjórn þess tíma og hvað þá Kjararáð, sem kvað upp úrskurð án nokkurs haldbærs rökstuðnings. Þetta rugl hefur síðan þvælst fyrir og á því bera þeir stjórnmálamenn ábyrgð, sem að létu galinn úrskurð Kjararáðs verða að veruleika.
Eins og nú árar er vægast sagt óheppilegt að þeir launþegar sem hvað hæstar hafa tekjurna skuli ekki sætta sig við örlitla leiðréttingu á því sem hefði aldrei átt að koma til framkvæmda. En svo virðist sem hálaunaaðallinn ætli sér hvað mest um þessar mundir á meðan verkalýðshreyfingin ásamt atvinnurekendum virðist ætla að sýna fulla gát og huga að þjóðarhag. En það getur aldrei orðið þannig til langframa, að láglaunafólkið sýni meiri ábyrgð en ríkisstjórn og þeir sem hæst hafa launin.
En ábyrgðina bera umfram aðra þeir sem létu úrskurð Kjararáðs koma til framkvæmda á sínum tíma,hvað þá það lánlausa Kjararáð, sem úrskurðaði gjörsamlega út í bláinn árið 2017.
Það verður að bregðast við og endurskoða allt launakerfi ríkisins frá grunni. Ríkið á ekki að vera leiðandi í launahækkunum og það umfram getu og þjóðarhag.
![]() |
Vonbrigði að dómarar áskilji sér rétt á ofgreiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2023 | 18:46
Gleðileg jól í Grindavík en gætum að okkur
Miklar gleðifregnir, að yfirvöld almannavarna skuli hafa heimilað Grindvíkingum að halda jólin heima hjá sér. Það hlítur að vera mikill léttir fyrir marga Grindvíkinga. Fyrir nokkrum dögum virtist það fjarri lagi.
Grindvíkingar sem aðrir gera sér grein fyrir því, að náttúruvá þarf ekki að vera langt frá Grindavík og þeir sem ákveða að halda jól og áramót í Grindavík eru meðvitaðir um það.
En þannig er það víða í heiminum, að fólk kýs að vera í heimabyggð jafnvel þó að hættur geti steðjað að. Það er enginn sem getur búið sig svo að umhverfi hans sé algerlega hættulaust.
Við höldum jól og reynum að hafa þau sem gleðilegust og öruggust fyrir okkur öll og vonandi verða jólin góð og kærkomin fyrir þá Grindvíkinga sem eiga þess kost að halda þau heima hjá sér. Til hamingju með það Grindvíkingar.
Það eru fleiri váboðar en þeir náttúrulegu, sem gæta verður að. Meira áfengi selst í desember en í nokkrum öðrum mánuði ársins. Á mörgum heimilum missa jólin glit, sitt hamingju og helgi vegna þess að einhver úr fjölskyldunni slasast vegna ölvunnar, verður sér til skammar eða kemur í veg fyrir að aðrir geti notið jólanna. Gætum að okkur, hugsum um hvort annað og látum ekki Bakkus eyðileggja það sem annars hefði getað verið svo gott og gleðilegt.
![]() |
Grindvíkingar fá að halda jólin heima hjá sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2023 | 21:38
Hver gætti hagsmuna sr. Friðriks?
Stjórn KFUM og K hafa auglýst í dagblöðum, að þau telji hafið yfir skynsamlegan vafa, að ásakanir um kynferðislegt ofbeldi af hálfu sr. Friðriks Friðrikssonar séu réttar. Í framhaldi af því ákvað stjórn Vals að taka niður styttu af sr. Friðrik og væntanlega verður kapellan sem kennd er við hann endurskírð.
Athyglisvert var að fylgjast með Kastljósi í kvöld og fá upplýsingar um á hvaða grundvelli niðurstaða stjórnar KFUM og K er grunduð. Tveir einstaklingar voru fengnir, til að fara yfir einhverjar ekki er vitað hvað margar meintar ávirðingar í garð sr. Friðriks, sem auglýst hafði verið eftir, það var nú öll rannsóknin.
Í pistli sem ég skrifaði 28.október s.l. benti ég á, að sósíalistar og margt annað vinstra fólk, hefði þegar fellt sinn dóm yfir sr. Friðrik og dæmt hann sekan. Vinstri sósíalistinn Bjarni Karlsson fyrrum prestur var því vanhæfur til setu í þessum tveggja manna dómi. Bjarni Karlsson stóð og öskraði í héraðsdómi Reykjavíkur til að mótmæla því að réttað væri yfir fólki sem réðist á Alþingi á sínum tíma. Slíkur maður dæmir sig úr leik til að geta talist hlutlægur dómari í svona máli.
Hinn fulltrúinn í dómnefndinni,Sigrún Júlíusdóttir, taldi að bækur og annað sem sr. Friðrik hafði skrifað hefði gefið mikilvægar upplýsingar og þá þar af leiðandi haft áhrif á niðurstöðuna. Þetta er vægast sagt ófaglegt. Þá var hafnað að gefa upp fjölda þeirra sem hefðu haft samband eða með hvaða hætti þeir voru spurðir og gengið úr skugga um aðkomu viðkomandi. Þó var upplýst að þetta hefðu almennt ekki verið meintir þolendur heldur einhverjir aðrir m.a. afkomendur fyrir þeirra hönd. Einnig var vísað til ummæla Drífu Snædal um að þetta hafi verið altalað um miðja síðustu. Ummæli sem eru algjörlega úr lausu lofti gripin og röng. Allt er þetta einkar ófaglegt og andstætt eðlilegri nálgun að máli sem þessu.
Við búum í réttarríki og erum með mannréttindalög. Þar segir í 6.gr. 3.mgr.tl.c að það sé réttur þess sem sakaður er, að fá að halda uppi vörnum, sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Í tl. d í sömu mgr. 6.gr. segir að sakaður maður fái að spyrja vitni eða láta spyrja vitni. Í 7.gr. er talað um þann rétt sakaðs manns, að það megi ekki dæma hann til refsingar án laga og í 2.mgr. að maður skuli talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð.
Sr. Friðrik var ekki skipaður verjandi eða talsmaður, sem ætti þess kost að spyrja meinta þolendur og aðra sem að málinu komu. Í þessum hráskinnaleik var enginn sem gætti hagsmuna og mannorðs sr. Friðriks. Af ummælum í Kastljósi er ljóst, að ekki var fylgt reglum réttarríkisins við rannsókn eða niðurstöðu í málinu. Því miður þeim merka félagsskap KFUM og K til skammar og það finnst mér sárara en tárum taki.
Við megum aldrei bregðast grunnreglum réttarríkisins og taka fólk og fella dóma á grundvelli vinstri hugmyndafræði wokeismans hvort heldur það er lífs eða liðið.
Edward Heath var ásakaður um kynferðisglæpi gagnvart börnum og fleirum. Það var réttað í málinu. Heath fékk verjanda og á endanum kom í ljós að það stóð ekki steinn yfir steini ásökunum þeirra sem töldu sig eiga sökótt við Heath þar var að hluta um pólitískan hráskinnaleik að ræða eins og etv. líka í máli sr. Friðriks.
Þegar Brett Kavanaugh Hæstaréttardómari í Bandaríkjunum hafði verið tilefndur af þáverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump fóru Demókratar offari og fram kom kona sem bar að Kavanaugh hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi og í framhaldi af því 3 aðrar. Bjarnar Karlssynir Bandaríkjanna héldu því þá fram, að fyrst svona margar konur kæmu fram þá hlyti þetta að vera rétt. En hvað kom í ljós. Ekki stóð steinn yfir steini hjá þessum ákærendum og Kavanaugh hafði aldrei hitt þær hvað þá heldur.
Við skulum dæma réttláta dóma grundaða á því að aðferðarfræði réttarríkisins sé beitt, þannig að sakaðar maður hvort heldur hann er lífs eða liðinn fái notið þeirra mannréttinda sem mannréttindasamþykkt Sameinuðu þjóðanna og íslensk lög um mannréttindi kveða á um. Þegar sérstaklega er auglýst eftir fórnarlömbum í svona máli verður auk heldur að hafa sérstaka gát en hrapa ekki að niðurstöðu svo sem gert var.
Þar sem ekki var farið að lögum við þessa rannsókn um meint atferli sakaðs manns og mannréttindi hans og/eða minningar hans ekki gætt, verður að gera þá kröfu, að fram fari fullnægjandi skoðun og málsmeðferð í málinu og sr. Friðrik verði skipaður hæfur málsvari eða verjandi svo lágmarks mannréttinda hans verði gætt. Ég er tilbúinn til að taka þau störf að mér með glöðu geði KFUM og K og öðrum að kostnaðarlausu.
Með sama hætti ætti stjórn Vals að draga til baka ákvörðun um að taka niður styttuna af sr. Friðrik Friðrikssyni og halda uppteknum hætti hvað varðar að heiðra minningu hans.
16.12.2023 | 09:12
Gjörðu svo vel
Í gær var frétt í sjónvarpinu um myndarlegan styrk hins opinbera til að viðhalda listsköpun í Tjarnarbíó. Í dag er fjallað um víðtækar styrkveitingar Reykjavíkurborgar til ýmissa einkafyrirtækja á sviði "menningar og listsköpunar".
Menntamálaráðherra réttir einkafyrirtækjum í fjölmiðlun myndarlega styrki og þá er ótalinn heimsmethafinn í opinberum fjárstuðningi Ríkisútvarpið.Engu máli skiptir hve illa RÚV er rekið alltaf skulu fjárhirslur ríkisins opnaðar fyrir RÚV.
Allt er þetta gott og blessað í Ráðstjórnarríki, þar sem miðað er við að hið opinbera hafi með listsköpun, félagsstarfsemi og fjölmiðlun að gera. En í ríki sem byggir á frjálsri samkeppni og framtaki einstaklingsins, þá er verið að gefa vitlaust. Þóknanlegir aðilar njóta styrkja á meðan aðrir, sem gætu jafnvel gert enn betur hafa ekki samkeppnishæfan grundvöll til að starfa á vegna styrkja hins opinbera til samkeppnisaðila.
Í frjálsu ríki er viðmiðunin að skattar séu lágir og fólkið ákveði sjálft hvað það vill gera við peningana sína í stað þess að stjórnmálamenn taki þá af þeim og ráðskist með þá.
Eðlilega krafan er að lækka skatta til að fólk ráði meira hvernig það vill verja peningunum sínum þ.á.m. hvort það vill vera áskrifandi að RÚV eða ekki. Það er ósamrýmanlegt ríki einstaklingsfrelsisins og frelsi borgaranna, að þvinga fólk til að vera áskrifandi að fjölmiðli og taka peninga fólksins til að halda sumri starfsemi gangandi á kostnað frjálsrar samkeppni.
Hvernig væri að leyfa einstaklingnum að ráða og lækka skatta svo einstaklingurinn gæti valið hvaða fjölmiðil eða listsköpun sem hann vill? Fyrsta skrefið er að losa þá sem það vilja undan oki RÚV.
Hvernig væri að Sjálfstæðisflokkurinn raungerði þá stefnu sína að stuðla að einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi.
7.12.2023 | 10:14
Fyrirmyndarríkið sem hvarf
Fyrir nokkrum áratugum var Svþjóð í hópi ríkustu þjóða heims.
Þegar mín kynslóð var að alast upp var vísað til Svíþjóðar sem fyrirmyndarríkisins, þar sem jöfnuður væri mikill, réttindi karla og kvenna þau sömu og talað var um sænska gæðframleiðslu og gæðavörur hvort heldur bílar, skyrtur og allt þar á milli.
Glæpatíðni var lág og fátítt að konum væri nauðgað. Svo breyttist þetta. Svíþjóð hvarf úr hópi fyrirmyndarríkisins og það mátti ekki tala um orsökina, stefnu Svía í málum innflytjenda. Mikilli fjöldi innflytjenda frá múslimaríkjum breytti þessari paradís í það sem Svíþjóð er núna.
Í dag eru flestar nauðganir á konum í Evrópu í Svíþjóð. Framleiðsla dregst saman og um daginn var talað um að Svíar væru að dragast aftur úr efnahagslega. Gengjastríð geisa á götum í Gautaborg og Stokkhólmi og í hverfum þar sem mikið af múslimum búa er árviss viðburður að farið er með eldi um bílaflota hverfisbúa. Velferðarfarþegar múslimska samfélagsins taka síðan sinn toll.
Sum hverfi í Stokkhólmi og víðar eru þannig, að lögregla eða sjúkralið fer ekki inn í þau nema með aðstoð þungvopnaðs herliðs.
Svona hefur stefna góða fólksis í Svíþjóð leikið landið. Svona vill góða fólkið á Íslandi líka leika Ísland með fréttastofu Ríkisútvarpsins í broddi fylkingar.
En við skulum ekki láta það gerast. Við skulum tala um vandamálin og bregðast við þeim. Lokum landinu á þessa hlaupastráka og mótum löggjöfina í innflytjendamálum miðað við hagsmuni íslensku þjóðarinnar en ekki gerviflóttamanna.
Við ætlum okkur að standa vörð um íslenska tungu, íslensk gildi og menningararf það er skylda okkar við börnin okkar og framtíðina
1.12.2023 | 09:14
Fullveldi í 105 ár
Helsti hátíðisdagur þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga er í dag. 105 ár eru liðin frá því að þjóðin fékk fullveldi.
Oft hefur verið auðvelt að glata fullveldinu á þessum 105 árum eða gera samninga við erlendar þjóðir sem gerðu það hjóm eitt. Sem betur fer hefur okkur borið gæfa til að gæta fullveldisins og það fjöregg megum við ekki brjóta.
Með breytingum á regluverki Evrópusambandsins hefur EES samningurinn verið túlkaður þannig, að í mörgum greinum er sótt að fullveldi þjóðarinnar. Þar verður að sporna við og taka samninginn til endurskoðunar svo að fullveldið verði tryggt.
Við vorum lánsöm, að heyra undir Dani. Hefði svo ekki verið er næsta víst, að við hefðum orðið bresk nýlenda og værum ekki frjáls og fullvalda þjóð heldur hluti Stóra Bretlands og algjör útnári. Íslenskan væri þá ekki lifandi tungumál.
Viðskilnaður Íslands og Danmörku varð í fullum friði með samkomulagi landanna fyrir 105 árum,slíkt er fáheyrt í sögunni um nýlendu og herraþjóð.
Á þessum tímamótum ættum við að minnast þeirra sem börðust fyrir íslensku fullveldi. Þar var jafnan sótt með rökum og fullri einurð, en á sama tíma af kurteisi og virðingu fyrir Dönum.
Við eigum að strengja þess heit á þessum degi, að Ísland skuli ávallt vera frjálst og fullvalda. Að því ber okkur að vinna.
27.11.2023 | 09:00
Hvernig lifðum við þetta af?
Ég velti fyrir mér hvernig stendur á því, að nokkur skuli vera eftirlifandi af minni kynslóð og þeim sem að undan gengu.
Þegar við vorum að alast upp voru engar reglur um hámarkstíma, sem börn og unglingar máttu vinna. Við fórum í sveit og keyrðum dráttarvélar og hestvagna langt fyrir 12 ára aldur. Spiluðum fótbolta á malarvöllum og komum stundum heim blóðrisa á fótleggjum allt upp undir nára. Við fórum um allt og söfnuðum í áramótabrennur, sem nú er á verksviði borgarstarfsmanna
Það vantaði flestar bann- og varúðarreglur, sem nú stjórna lífi ungs fólks. Ofstjórnar- og hræðsluþjóðfélagið var þá ekki orðið til í þeirri mynd sem það er í dag.
Við fengum kristilegt uppeldi þó það væri mismunandi hvað fólk tók með sér af því. Okkar kynslóð var ekki búin að glata kristinni trú eins og núkynslóðin sem hefur yfirfært trúna frá Guði og til lækna- og heilbrigðisstéttarinnar.
Það voru engar gular eða rauðar veðurviðvaranir og við hefðum hlegið að því sem krakkar að það væri vont veður sem nú telst útheimta gula veðurviðvörun. Það hefði verið talið veður til að hafa gaman að vera úti að leika.
En tímarnir breytast og mennirnir með og nú eru börn og unglingar bundnir við reglur um boð en þó sérstaklega bönn og andlega heilbrigt fólk vel af Guði gert fær ekki að stjórna eigin lífi og taka meðvitaða áhættu ef það vill gera það.
Þetta hefur komið berlega í ljós varðandi hamfararáðstafanir almannavarna varðandi Grindavík, sem hafa verið svo fjarri meðalhófi og almennri skynsemi. Væri ekki rétt að skipa valinkunnugt sæmdarfólk til að fara yfir þetta allt til að koma í veg fyrir ofstjórnun óttans taki strax völdin um leið og eitthvað óvenjulegt ber að dyrum.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 674
- Sl. sólarhring: 707
- Sl. viku: 2161
- Frá upphafi: 2504808
Annað
- Innlit í dag: 644
- Innlit sl. viku: 2035
- Gestir í dag: 617
- IP-tölur í dag: 605
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson