Færsluflokkur: Mannréttindi
14.2.2013 | 13:28
Aðförin að stjórnarskránni. Það liggur mikið á.
Ef til vill væri ekki úr vegi að Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnarskrárnefndar Alþingis rifjaði upp sjónarmið merkasta stjórnmálaleiðtoga Íslands á síðustu öld. Bjarna Benediktssonar fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.
Í ræðu sem Bjarni Benediktsson hélt árið 1953 um stjórnarskrármálið gerði hann grein fyrir tillögum Sjálfstæðismanna um breytingar á stjórnarskránni en sagði síðan:
"Ég legg áherslu á að stjórnarskrármálið er mál sem ekki má eingöngu, eða fyrst og fremst skoða frá flokkslegu sjónarmiði. Það er alþjóðarmál, sem meta verður með langa framtíð fyrir augum, en ekki hvað kemur tilteknum flokki að gagni um stundarsakir."
Síðar í ræðunni segir Bjarni:
"Ég hef ætíð talið að það skipti ekki öllu máli, hvort stjórnarskrárbreyting yrði afgreidd árinu fyrr eða síðar. Miklu meira máli skipti, að þjóðin áttaði sig til hlítar á, um hvað væri að ræða, og eftir ítarlegar umræður og athuganir yrðu sett þau ákvæði sem skaplegt samkomulag gæti fengist um, svo að hin nýja stjórnarskrá gæti orðið hornsteinn hins íslenska þjóðfélags um langa framtíð."
Væri ekki rétt að fylgja þessum sjónarmiðum við stjórnarskrárbreytingar nú. Einkum þegar hrákasmíð frumvarps um breytingar á stjórnarskrá, sem nú liggur fyrir Alþingi hefur fengið falleinkun bæði frá helstu fræðimönnum á Íslandi, Feneyjarnefndinni auk Umboðsmanns Alþingis.
Það verður að afstýra þessu háskalega upphlaupi sem aðförin að stjórnarskránni er.
13.2.2013 | 21:37
Sérfræði nei takk
Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sú nefnd hefur helst fjallað um tillögur til breytinga á stjórnarskránni. Í gær gaf hún lítið fyrir sérfræðilega vinnu við stjórnarskrána.
Tilefnið var að Feneyjarnefndin skilaði athugasemdum við tillögur til breytinga á stjórnarskrá. Athugasemdir Feneyjarnefndarinnar voru margar og þegar álit nefndarinnar er skoðað þá kemur í ljós að bak við kurteislegt orðfæri sem svona fjölþjóðlegar nefndir nota jafnan þá gefur Feneyjarnefndin stjórnarskrártillögunum algjöra falleinkunn.
Valgerði Bjarnadóttur þingmanni Samfylkingarinnar fannst af því tilefni rétt að taka fram sérstaklega aðspurð um álit Feneyjanefndarinnar að í nefndinni sætu lögfræðingar sem væru eins og lögfræðingar almennt en ekki væri mikið gefandi fyrir slíka pótintáta. Þeir væru sérfræðingar í lögum en töluðu ekki eins og almenningur.
Valgerður ráðleggur þá sennilega fólki í samræmi við þetta álit sitt á sérfræðingum að rétt sé að leita til pípulagningarmanna við magakveisu af því að magalæknar tali mál sem almenningur skilur ekki og fyrirtak sé að trésmiðir taki að sér lýtalækningar. Þetta er þó sagt með fullri virðingu fyrir sérfræðiþekkingu pípulagningamanna og trésmiða.
Í samræmi við þetta álit formannsins þegar um mikilvægustu löggjöf landsins stjórnarskrána er að ræða þá er rétt að leggja af allar sérfræðinefndir sem eiga að vera Alþingi til ráðuneytis um vandað löggjafarstarf og segja upp lögfræðingum sem starfa fyrir Alþingi. Þeir þvælast sennilega bara fyrir að mati formannsins.
11.2.2013 | 23:02
Pilsin þrjú og Árni Páll
Þær Jóhanna Sigurðardóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Álfheiður Ingadóttir hafa leitt aðförina að stjórnarskránni og sótt fast að óheppilegar og skaðlegar breytingartillögur stjórnlagaráðs nái fram að ganga. Svo virtist þó fyrir helgi sem nokkur flótti væri runnin á liðið.
Ætla mátti að nú væri nýr formaður Samfylkingarinnar farinn að setja að einhverju leyti vitrænt yfirbragð á stefnu Samfylkingarinnar í málinu og reyndi að hafa það vit fyrir fólki að leiða því fyrir sjónir að framkomnar tillögur til breytinga á stjórnarskránni væru ótækar.
En það þurfti ekki lengi að reyna Árna Pál. Í dag brást hann sem formaður Samfylkingarinnar og lýsti stuðningi við að atlagan gegn stjórnarskránni héldi áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þetta kom á óvart og var ekki í samræmi við það sem hann sagði í lok landsfundar Samfylkingarinnar.
Árni Páll er löglærður og gerir sér fulla grein fyrir því að það væri mikið ógæfuspor að samþykkja þau drög að stjórnarskrá sem liggja fyrir Alþingi og stafa að mestu leyti frá stjórnlagaráði. Hann veit líka að málið hefur ekki fengið eðlilega þinglega meðferð. Þá hvatti Árni Páll til átaka á grundvelli atlögu að stjórnarskránni sama dag og álit Feneyjarnefndarinnar um stjórnarskrána var að koma í Alþingishúsið og engin hafði lesið það. Maðurinn hefur greinilega lært slæmu lestina af Jóhönnu.
Árni Páll veit það jafnvel og pilsin þrjú að úr því sem komið er verða engar stjórnarskrártillögur samþykktar nema í samráði við stjórnarandstöðuna. Tíminn er einfaldlega of stuttur þannig að þó að ítrustu bolabrögðum verði áfram beitt í málinu þá er tíminn runninn út. Leikritið sem pilsin þrjú með Árna Pál lafandi í öllum pilsföldunum leika nú er því ekki annað en sjónarspil fyrir þær einföldu sálir sem enn halda að Samfylkingunni sé alvara að knýja fram ónýtar og skaðlegar breytingar á stjórnarskránni.
7.2.2013 | 22:46
Forseti ASÍ skiptir um stefnu.
Forseti ASÍ sem ber ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur hvað mesta ábyrgð á því að ekki var farið að tillögu minni við Hrunið að verðtryggingin væri tekin úr sambandi hefur nú iðrast gjörða sinna.
Í fréttum í dag sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að nauðsyn væri að taka upp danska kerfið varðandi húsnæðislán til neytenda. En ekki nóg með það. Gylfi sagði líka að verðtryggingin gengi ekki. Við sem erum á móti verðtryggingunni og höfum barist gegn henni um árabil fögnum að sjálfsögðu þessum nýja liðsmanni í baráttunni. Við tökum á móti Gylfa eins og segir í Nýja testamenntinu um fögnuð yfir einum syndara sem snýr frá villu síns vegar. Til hamingju Gylfi og vertu velkominn.
Gylfi tekur þar með undir kröfuna um sambærilegt lánakerfi og á hinum Norðurlöndunum. Nú þegar þessi öflugi liðsmaður er kominn í hóp okkar andverðtryggingarsinna fer vonandi að hrikta í máttarstoðunum sem halda þessu svívirðilega ránskerfi verðtryggingarinnar gangandi.
5.2.2013 | 23:54
Til varnar frelsi hverra?
Kona sem er fórnarlamb nauðgunar í Afganistan hefur verið neydd til að giftast kvalara sínum. Konan sem er aðeins þekkt undir nafninu Gulnaz hefur verið síðustu 13 mánuði í kvennafangabúðum. Konan var dæmd í 12 ára fangelsi fyrir svonefndan "siðferðisglæp" þegar ættingi hennar nauðgaði henni og gerði hana ófríska. Hún fæddi barnið meðan hún var í fangelsi.
Þessi kona Gulnaz var náðuð af sérstökum vini Vesturlanda og handbendi Bandaríkjanna forsetanum sjálfum Hamid Karzai í desember 2011 með því skilyrði að hún giftist árásarmanninum.
Til varnar frelsi hverra eru krakkarnir frá Bandaríkjunum og hinum Nato ríkjunum að láta drepa sig og limlesta í Afganistan?
27.1.2013 | 16:03
Jón Ásgeir fékk ekkert út út málsókninni.
Það er lærdómsríkt að fylgjast með hvernig fjölmiðlar gera grein fyrir fréttum. Þegar Hæstiréttur felldi dóm í máli Björns Bjarnasonar gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni mátti fyrirfram búast við að fjölmiðlar sem eru undir handarjaðri Jóns Ásgeirs mundu gera hlut hans sem hagfelldastan, en að hluta til var það ekki alveg rétt þó tilburðir væru í þá áttina.
Í einfaldleik sínum snérist málið um það að Jón Ásgeir Jóhannesson krafðist þess að ákveðin ummæli í bók Björns Bjarnasonar "Rosabaugur yfir Íslandi" yrðu dæmd dauð og ómerk, Björn yrði dæmdur til refsingar, til að greiða Jóni miskabætur, greiðslu til að birta dóminn og málskostnað. Af hálfu Björns var krafist sýknu og á það bent að þau ummæli sem um væri að ræða hefðu þegar verið ómerkt af Birni sjálfum þar sem hann hafði birt yfirlýsingu á netsíðu sinni og yfirlýsingu í Morgunblaðinu þar sem hann leiðrétti ummælin.
Niðurstaðan í Hæstarétti er sú að Björn var sýknaður af öllum ávirðingum Jóns Ásgeirs. Þau ummæli sem Björn hafði þegar lýst dauð og ómerk voru ómerkt. Eftir því sem næst verður komist vegna þess að eintök úr 1. prentun þar sem umrædd ritvilla sem Jón Ásgeir gerði svona mikið úr voru ekki innkölluð.
Málið er ekki flóknara. Jón Ásgeir fékk ekkert þegar upp er staðið út úr málinu. Hann var á sama stað og þegar hann lét lögmann sinn byrja málareksturinn gegn Birni. Björn hefur hins vegar fengið staðfestingu á því að afsökunarbeiðni hans á ritvillunni í bókinn var fullnægjandi og dómsvaldið gerir ekki frekari athugasemdir við það. Miðað við þá niðurstöðu hefði mátt ætla að fyrirsagnir annarra fjölmiðla en heyra undir Jón Ásgeir hefði verið eitthvað á þessa leið:
"Björn vann málið gegn Jóni Ásgeiri" "Jón Ásgeir náði engu fram í málarekstri gegn Birni Bjarnasyni" eða eitthvað ámóta.
Þess vegna er athyglisvert að sjá með hvaða hætti fréttastofa Ríkisútvarpsins sem rekið er fyrir fé skattgreiðenda greindi frá málinu en þar sagði:
"Dómur Hæstaréttar er að nokkru samhljóma niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, það er að segja að því leyti að tvenn ummæli eru ómerkt. Þau fjalla annars vegar um hvernig brot Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir í Baugsmálinu og hins vegar ummæli sem dómurinn taldi villandi um fyrir hversu marga ákæruliði hann hefði verið dæmdur. Hæstiréttur kemst hins vegar sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að greiða miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Björn til að greiða Jóni Ásgeiri 400 þúsund krónur í miskabætur auk hálfrar milljónar í lögfræðikostnað. Hæstiréttur lætur hvorn um sig, Björn og Jón Ásgeir, bera sinn málskostnað."
Fréttastofa Ríkisútvarpsins kemst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að það sé grundvallarmunur á niðurstöðu héraðsdómara og Hæstaréttar að þá sé dómur Hæstaréttar að nokkru samhljóða Héraðsdómnum. Sérkennilegt að fréttastofa allra landsmanna skuli ítrekað lesa jafnvitlaust í einföld aðalatrði einkum þegar forustumenn í Sjálfstæðisflokknum eiga í hlut.
24.1.2013 | 13:57
Prófkjör og verðtrygging
Á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins var mörkuð sú stefna að afnema verðtryggingu á neytendalánum og færa með sanngirni niður óeðlilegar hækkanir á verðtryggðum lánum. Þetta var mikilvæg samþykkt, en efnir þingflokksins hafa ekki verið í samræmi við einróma samþykki Landsfundarins.
Einn af þeim mönnum sem harðast barðist fyrir því að ná fram samþykkt Landsfundarins um afnám verðtryggingar og niðurfærslu höfuðstóla var sr. Halldór Gunnarsson. Sr. Halldór hefur verið óþreytandi bráttumaður í og fyrir Sjálfstæðisflokkinn í marga áratugi.
Sr. Halldór gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann á skilið stuðning þeirra sem vilja ná fram breytingu á lánakjörum til hagsbóta fyrir fólk og fyrirtæki í landinu.
Það skiptir máli að fá öruggan og hreinskiptinn málsvara gegn verðtryggingunni í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Andstæðingar verðtryggingarinnar eiga því kost á því að styðja sr. Halldór og ber skylda til vilji þeir leggja þessu mikilvæga málefni lið.
Auk sr Halldórs Gunnarssonar hefur Halldór B. Jóhannesson hagfræðingur tekið upp baráttuna gegn verðtryggingunni og skrifað eftirtektarverðar greinar um nauðsyn þess að verðtryggingin verði afnumin.
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eiga þess því kost að kjósa með stefnu flokksins gegn verðtryggingu og verðbólgu.
20.1.2013 | 23:36
Lánaokrið á Íslandi og lánamarkaðurinn í Englandi
Í laugardagsblaði Daily Telgraph er sagt frá því að íbúðaverð hafi lækkað í Englandi og vextir séu nálægt sögulegu lágmarki og búist við enn meiri lækkun.
Í greininni segir m.a. að Yorkshire Building Society hafi lækkað vexti nýlega á fasteignaveðlánum niður í 1.99% ársvexti og því spáð að þessir vextir geti farið niður í 1.15% ársvexti. Að sjálfsögðu óverðtryggt þó að verðbólga í Bretlandi sé um og yfir 2%
Loks er sagt frá því að meðalvaxtagjöld séu nú 3.38% ársvextir á fasteignaveðlánum.
Í Brelandi dettur engum í hug að taka upp verðtryggingu. Þar áttar fólk sig á að þegar verð á fasteignum lækkar þá verður líka að lækka vexti á fasteignaveðlánum.
Skrýtið að við hér í sérleiðunum okkar skulum ekki átta okkur á því að það er ekki hægt að misbjóða neytendum endalaust og láta þá borga langhæstu vexti í Evrópu og búa við verstu lánakjör. Við byggjum ekki upp velferðarþjóðfélag með þeim hætti.
Með verðtryggðum lánum á okurvöxtum eyðileggjum við möguleika fólks til að rísa úr fátækt til bjargálna og fleiri og fleiri fara úr landi til að sækja sér viðunandi afkomu og lífskjör.
Er ekki tími til kominn fyrir unga Ísland og framtíðna að afnema verðtryggingu á neytendalánum og taka upp sambærilega lánastarfsemi og í nágrannalöndunum?
7.1.2013 | 23:42
Afkastalítill embættismaður
Hlutverk umboðsmanns Alþingis er að efla réttaröryggi einstaklinga og fyrirtækja. Það eru réttindi borgaranna að geta leitað til umboðsmanns þegar stjórnvöld fara ekki að lögum. Almenningur á líka að geta treyst því að umboðsmaður afgreiði málin með vönduðu áliti innan hæfilegs tíma. Þannig er stjórnvöldum veitt aðhald og borgararnir ná rétti sínum gagnvart stjórnvöldum án tilkostnaðar og tíma sem fylgir dómsmálum.
Þetta er því miður ekki reyndin. Sem lögmaður verð ég ítrekað var við það að einstaklingar og fyrirtæki kvarta undan málshraða Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis. Jafnframt heyri ég kvartað undan bitlausum álitum. Ef skoðuð er heimasíða umboðsmanns þá eru afköst embættisins þannig að skipulag mála og vinnubrögð geta ekki verið í réttu og góðu horfi.
Á heimasíðu umboðsmanns er birt yfirlit yfir 10 síðustu mál afgreidd af umboðsmanni. Þar má sjá að á síðustu fjórum mánuðum ársins 2012 voru sex mál afgreidd hjá umboðsmanni. Það þýðir að eitt mál er afgreitt að meðaltali á hverjum 14 vinnudögum (112 vinnustundir fyrir einn mann). Slík afköst eru ekki boðleg hjá embætti þar sem starfa átta lögfræðingar samkvæmt upplýsingum á heimasíðu embættisins.
2.1.2013 | 00:09
Nýu fötin keisarans í útgáfu Þorvaldar Gylfasonar
Flestir þekkja söguna af Nýju fötum keisarans eftir H.C. Andersen þar sem litla barnið var eitt um það að benda á að keisarinn væri ekki í neinum fötum, eftir að loddarar og falsskraddarar höfðu talið öllum trú um að þeir hefðu gert þann mesta listvefnað sem gerður hefðu verið á byggðu bóli. Þegar barnið benti á að keisarinn væri ekki í neinum fötum þá þorðu allir að viðurkenna það og sáu ruglið.
Í nýrri útgáfu af ævintýrinu eftir Þorvald Gylfason segir: Stjórnlagaráð kom saman og leit yfir verk sitt og sagði að aldrei hefði nokkru þessu líkt verið gert. Hér er hin fullkomna stjórnarskrá. Forsætisráðherra dásamaði verkið og þjónar hennar og töldu listvefnað. En forsetinn sagði nei stjórnlagaráðið er nánast ekki í fötum. Uss sagði Þorvaldur þú átt að þegja þú kemur of seint. Falsskraddarar stjórnlagaráðsins sameinuðust síðan um að ráðast að forsetanum undir forustu Þorvaldar prófessors.
Útgáfa H.C. Andersen er betri og trú hans á að fólki átti sig á því þegar verið er að rugla það í ríminu. Hvað hefði gerst í ævintýrinu ef pabbi barnsins hefði sagt "uss þú mátt ekki segja neitt lengur."
Þá gengi keisarinn enn um nakinn eins og stjórnlagaráð og stór hluti Alþingismanna vill gera í stjórnarskrámálinu.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 145
- Sl. sólarhring: 787
- Sl. viku: 3100
- Frá upphafi: 2517435
Annað
- Innlit í dag: 131
- Innlit sl. viku: 2866
- Gestir í dag: 131
- IP-tölur í dag: 130
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson