Færsluflokkur: Mannréttindi
11.6.2013 | 16:44
Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna I.
Forsætisráðherra hefur kynnt tímasetta aðgerðaráætlun um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þær hugmyndir lofa góðu og tímamörk sem einstökum ráðherrum eru sett til að ljúka vinnunni.
Miðað er við það í tillögu forsætisráðherra að ná fram leiðréttingu verðtryggðra höfuðstóla lána vegna verðbólguskots áranna 2007-2010. Verðbólguskotið sem talað er um hófst raunar ekki að marki fyrr en í janúar árið 2008 og var komið niður í þokkalega ástættanleg mörk í júní árið 2010. Annað verðbólguskot kom frá júlí 2011 til júlí 2012.
Viðmiðun forsætisráðherra er að leiðrétta verðtryggða höfuðstóla á ákveðnu tímabili. Einfaldasta leiðin, sem tryggir fullt jafnræði, er sú að taka vísitölu verðtryggingar úr sambandi frá því í janúar 2008 til júní 2010. Höfuðstóll lánanna yrði þá óbreyttur að frádregnum greiðslum inn á höfuðstól frá 1.1.2008 til 1.6.2010. Höfuðstólshækkun mundi þá ekki reiknast fyrr en í júní 2010 af höfuðstólnum 1. janúar 2008 miðað við vísitöluhækkun m.v. næsta mánuð á undan. Uppfærður höfuðstóll miðað við þennan útreikning mundu skuldarar síðan geta breytt í óverðtryggð lán með 2% hærri ársvöxtum en verðtryggðu lánin bera frá og með 1.1.2014.
Þessi leið sem hér er bent á er einföld, sanngjörn og mismunar ekki skuldurum. Varla er hægt að ganga skemur í leiðréttingu stökkbreyttra höfuðstóla verðtryggðu lánanna. Vissulega kostar þessi leið, en sá kostnaður er fyrst og fremst því að kenna að stjórnmálamenn neituðu að taka á þessum vanda þegar átti að taka á honum í október 2008 og vandinn varð verri og verri í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur.
Forsætisráðherra hefur með framsetningu sinni hvað varðar niðurfærslu stökkbreyttra verðtryggðra höfuðstóla stigið jákvæðasta skrefið sem ráðamaður í landinu hefur stigið frá bankahruni og fram til þessa.
Þessa vinnu verður að vinna hratt vegna þess að hver mánuður sem líður er dýr.
6.6.2013 | 17:06
Þegar ríkið stal gjaldeyrinum.
Ástmundur hefur lengi verið skrifstofustjóri á ríkisstofnun. Hann segir farir sínar ekki sléttar. Hann sagði að vegna tíðra utanlandsferða fyrir ríkið, hafi hann jafnan fengið farareyri, en þar sem hann er maður sparsamur hafi hann alltaf átt fyrningar og lagt afganginn inn á gjaldeyrisreikninga í Evrum og Bandaríkjadölum. Sama sagðist Ástmundur hafa gert með annan erlendan gjaldeyri sem hann fékk.
Ástmundur á rúmlega 100 þúsund Evrur á gjaldeyrisreikningnum og álíka mikið í Bandaríkjadölum. Fyrir nokkru afréð Ástmundur að festa kaup á íbúð á Costa del Sol. Vegna íbúðarkaupanna ætlaði Ástmundur að millifæra af gjaldeyrisreikningunum sínum en þá kom babb í bátinn.
Ástmundur segir að bankafólkið hans hafi sagt að hann ætti engan gjaldeyri. Þessir reikningar hans væru reikningseiningar í erlendum gjaldmiðli en hann ætti hvorki Evrur né Bandaríkjadali. Ástmundur segist hafa hváð og fengið þetta ítrekað þrátt fyrir að hann hafi alltaf lagt inn gjaldeyri á reikningana.
Ríkið plataði Ástmund til að leggja inn gjaldeyri og stal honum síðan og býður honum að fá greitt í íslenskum krónum. Ástmundi finnst að þessi þjófnaður á gjaldeyrinum hans jaðri við hegningarlög.
Nú krefst Ástmundur þess að hann sitji við sama borð og erlendir kröfurhafar í bankana. Fái kröfuhafarnir greitt í gjaldeyri þá ætlar Ástmundur að krefjast þess á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að hann fái líka greitt af gjaldeyrisreikningunum sínum í gjaldeyri. Ástmundur skilur hreint ekki að annað eigi að gilda fyrir hann en erlendu kröfuhafana.
22.5.2013 | 21:52
Stjórnarsáttmáli og verðtrygging
Það er röng staðhæfing í stjórnarsáttmálanum að skuldavandi heimila sé tilkominn "vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins."
Höfuðstólshækkanir verðtryggðu lánanna voru að öllu leyti fyrirsjáanlegar og á það benti ég í þingræðu sama dag og neyðarlögin svokölluðu voru samþykkt í október 2008 og krafðist að sett yrðu neyðarlög fyrir heimilin í landinu þar sem verðtryggingin yrði tekin úr sambandi þá strax.
Það þurfti engan spámann til að sjá fyrir höfuðstólshækkanir verðtryggðra lána, lækkun fasteignaverðs og lækkun launa við hrun fjármálafyrirtækjanna. Það gerist alls staðar á öllum tímum þegar slík kreppa dynur yfir.
Norræna velferðarstjórnin gerði ekkert af viti varðandi skuldavanda heimilanna og þess vegna er sá skuldavandi eitt brýnasta vandamálið að leysa til að stuðla að jafnræði neytenda og fjármagnseigenda sem og koma hjólum efnahagslífsins í gang.
Brýnast er að afnema verðtryggingu á neytendalánum þegar í stað. Ekki bíða til áramóta og láta málið þæfast í nefnd. Það er ekki flókin lagabreyting að afnema verðtryggingu á neytendalánum.
Hitt er flóknara að færa niður höfuðstóla og í þá vegferð verður að fara af mikilli varfærni og nákvæmni til að hún nýtist sem best og kosti skattgreiðendur sem minnst.
Það er hins vegar ekki ásættanlegt að leiðrétting verðtryggðu höfuðstólanna sé miðuð við árin 2007-2010. Væri ekki rétt að taka líka höfuðstólshækkunina á verðtryggðu lánunum frá því að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti árið 2011 að afnema verðtryggingu á neytendalánum og færa niður höfuðstóla. Frá þeim tíma hafa höfuðstólar verðtryggðu lánanna hækkað meir en 100 milljarða.
Það er alltaf dýrt að vera vitur eftir á. Það er gæfa þjóða að eiga stjórnmálaleiðtoga sem eru vitrir þegar á þarf að halda og hafa þekkingu og menntun til að takast á við verkefnin af skynsemi strax.
Vonandi erum við að fá slíka leiðtoga.
28.4.2013 | 21:16
Þorvaldur og þjóðarviljinn.
Þorvaldur Gylfason hefur um nokkurt skeið talið sig hafa sérstakt umboð frá þjóðinni til að tala í nafni hennar. Sérstaklega varð þetta áberandi eftir að Þorvaldur var valinn í Stjórnlagaráð og freistaði þess að eyðileggja stjórnarskrá lýðveldisins.
Þar sem Þorvaldur taldi að enginn stjórnmálaflokkur gæti flutt boðskap þjóðarinnar jafn hreinan og tæran og hann sjálfur stofnaði hann sérstakan flokk ásamt skoðanasystkinum sínum úr Stjórnlagaráðinu til að slá hinn eina sanna tón í íslenskum þjóðmálum. Þorvaldur hélt því ítrekað fram að stjórnmálastéttin í heild sinni hundsaði þjóðarviljann sem hann einn er umkominn að túlka hver er.
Í nótt fékk Þorvaldur og þjóðin raunsanna mælingu á þeim þjóðarvilja sem Þorvaldur talar fyrir og styður aðför stjórnlagaráðsins að stjórnarskránni. Þegar upp var staðið var stuðningur við flokk Þorvaldar og félaga 2.5%. Snöggtum minni en Dögunar sem Þorvaldur klauf sig frá vegna þess að þar á bæ misskildi fólk þjóðarviljann og Flokks heimilanna sem Þovaldur og félagar töldu ekki nógu fínt fólk til að fara í framboð fyrir fína framboð túlkenda þjóðarviljans.
Niðurstaða kosningana er samt ljós. Þjóðin hafnar Þorvaldi, stjórnarskrárdrögum hans og túlkunum hans á þjóðarviljanum.
Nú getur Þorvaldur sagt eins og séra Sigvaldi forðum: "Nú er víst best að biðja Guð að hjálpa sér. Eva Joly kann þó að standa Þorvaldi nær hvað ákall varðar eins og dæmi sannar.
18.4.2013 | 10:45
Ránsfeng verðtryggingarokursins verður að skila.
Ítrekað hefur verið sýnt fram á að dýrustu og óhagkvæmustu lánin eru verðtryggð lán til húsnæðiskaupa fyrir neytendur. Krafan um að afnema verðtryggð neytendalán er því að vonum sterk. Allir sjá óréttlætið sem fellst í verðtryggingarokrin nema þeir sem fá ránsfenginn og stjórnmála- og fræðimenn sem eru á mála hjá þeim.
Margir halda því fram að verðtryggð lán til neytenda séu ólögleg. Ég efast um það miðað við þá óslitnu framkvæmd sem verið hefur hér í áratugi. Verðtryggð neytendaán eru hins vegar óréttlát og við eigum að koma í veg fyrir óréttlæti. Það þjóðfélag sem ekki gætir réttlætis fær ekki staðist sagði Leo Tolstoy og ég sammála.
Ég krafðist þess 6. október 2008 að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi með nýjum neyðarlögum. Því miður komu Gylfi Arnbjörnsson, Jóhanna Sigurðardóttir og þeir sem þurftu að blása út höfuðstóla sína eftir 600 milljarða tap í hruninu í veg fyrir það. Afleiðingin er sú að 350 milljarðar hafa verið færðir frá neytendum til lífeyrissjóða, hrægammabanka og annarra fjármálafyrirtækja. Hefði tillaga mín verið samþykkt þyrfti ekki að tala um skuldavanda heimila í þessum kosningum og almenn velmegun væri
350 milljarðar hafa verið teknir af neytendum með verðtryggingunni vegna verðlagsbreytinga á sama tíma og húsnæði lækkar í verði, laun lækka og það er engin virðistauki í þjóðfélaginu. Hækkun höfuðstóla verðtryggðra lána við þessar aðstæður er því ekkert annað en ránsfengur. Ránsfeng ber að skila.
Það er ekki sama með hvaða hætti ránsfeng er skilað. Það gengur ekki að skila ránsfeng til eins með því að ræna annan eins og Framsóknarmenn og fleiri leggja til, sem ætla að færa fjármagnseigendum rúma hundrað milljarða á kostnað skattgreiðenda vegna lækkunar óinnheimtanlegra ónýtra skulda. Það er til betri leið og hana verður að fara.
15.4.2013 | 23:00
Bara nokkrir blóðdropar
Össur Skarphéðinsson virðist vera að búa sig undir að taka við starfi blaðafulltrúa kínverska alþýðulýðveldisins.
Í viðtölum vegna viðskiptasamningsi Íslands og Kína lýsti Össur því yfir að ekkert sé við mannréttindabrot Kínversku kommúnistastjórnarinnar að athuga og nýir menn séu komnir að og allt í besta lagi í alþýðulýðveldinu. Bara nokkrir blóðdropar sem er úthellt úr andófsmönnum, Tíbetum og öðrum misjöfnum sauðum. Það finnst ráðherra Samfylkingarinnar afsakanlegt og allt í lagi.
Össur Skarphéðinsson hefur tileinkað sér þá túlkun kommúnistaleiðtoganna í Kína að mannréttindi séu ekki algildog gildi alla vega ekki fyrir óvini ríkisins og alÞýðubyltingarinnar.
Same eru flestar dauðarefsingar í Kína. Andófsmenn í Kína eru sviptir frelsi til langframa eða teknir af lífi. Ógnarstjórnin í Tíbet er sú sama og verið hefur. Hægt er að bæta við löngum lista um vafasamar aðgerðir kínversku valdhafanna í mörgum löndum Afríku og víðar þar sem þeir hafa keypt land eða náttúrugæði.
Þetta truflar Össur ekkert. Honum finnst þetta allt í lagi.
Össur afsakar allt enda er Ísland eina Evrópulandið sem hefur gert fínan fríverslunarsamning við Kína þó við megum hvorki kaupa af þeim hrísgrjón né aðrar landbúnaðarvörur skv. samningnum.
Mannréttindi eru samt algild og loddarar eins og Össur sem samsamar sig með mannréttindabrotum kínversku kommúnistana á ekkert erindi í íslenska pólitík meir.
Skyldi forsætisráðherrahafa haft dug í sér til að tala um réttindi samkynhneigðra í Kína? Ef ekki þá er greinilegt að hún samþykkir túlkun og viðhorf væntanlegs blaðafulltrúa kínversk alþýðulýðveldisins.
27.2.2013 | 21:02
Hækkaði höfuðstóll lánsins þíns um 340 þúsund?
Verðbólga mælist 4.6%. Frá því var sagt að meðal verðtryggt lán fjölskyldna í landinu væri um 22 milljónir og höfuðstóll þess mundi hækka um 340 þúsund um þessi mánaðarmót.
Eignir fólksins í landinu eru étnar upp af verðtryggingunni. 22 milljóna lánið verður 1.mars 22.340.000 og þann 1.apríl haldi fram sem horfir 22.700.000.- Þetta er glórulaus vitleysa og rán frá fólkinu.
Á 4 árum hefur verðtryggingin hækkað lánin um 400 milljarða. Verðmæti alls fiskafla landsins í á þeim tíma eru um 500 milljarðar. Fiskurinn er helsta auðlind okka. Þetta sýnir að það er engin virðisauki í þjóðfélaginu sem stendur undir þessu eða réttlætir þetta lánaokur.
Fólkið tapar eignum sínum. Greiðsluvandi verður meiri. Eignastaða banka og lífeyrissjóða uppfærist en það eru falskar eignir sem eru ekki til. Gjaldþrota Íbúðalánasjóður ætti að segja verðtryggingarblindingjunum að þetta gengur ekki þetta er ekki hægt. Verðtryggingin er þjóðhættulegt fyrirbæri og fjandsamleg eðlilegri efnahagsstarfsemi og gerir fólk að öreigum.
Meðan verðtryggingarruglinu er haldið áfram þá er ekki hægt að koma hér á eðlilegri þjóðfélagsstarfsemi. Útilokað að það verði kaupmáttur eða fjármagn sem geti komið okkur út úr sívaxandi og harðnandi kreppu með auknum fólksflótta.
Verðtryggingarfurstarnir verða að skila ránsfengnum til fólksins. Annars er hætt við því að þeir tapi á endanum öllu sínu sínu eins og fólkið í landinu.
25.2.2013 | 13:26
Sjálfstæðisflokkurinn á móti verðtryggingu?
Ýmsir lásu það út úr lokaafgreiðslu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins að við andstæðingar verðtryggingarinnar hefðum ekki haft neina eftirtekju af baráttunni gegn verðtryggingu og fyrir sambærilegu lánakerfi og í nágrannalöndum okkar. Þetta er hins vegar nokkur misskilningur. Þó ég hefði persónulega kosið ákveðnari ályktun gegn verðtryggingunni, þá felst samt í ályktun Landsfundar sem samþykkt var með nánast öllum greiddum atkvæðum að verðtrygging verði lögð af og skuldavandi heimilanna verði leystur með almennum aðgerðum, en ekki sértækum. Þannig segir í ályktun Landsfundar:
"Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar verði markvissar aðgerðir til að bregðast við greiðslu- og skuldavanda heimilanna með almennum aðgerðum Þessi aðgerð er mikilvæg forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags. Framtíðarskipan húsnæðis- og neytendalána þarf að taka mið af ríkjandi neytendaverndarreglum innan EES sem Ísland hefur þegar lögleitt. Tryggja verður virka samkeppni á lánamarkaði vegna húsnæðikaupa sem getur leitt til þess að vextir og gjaldtaka lánastofnana verði með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar."
Meginatriðin sem þarna koma fram er í samræmi við ályktunartillögu sem við lögðum fram og þýðir að stefna Sjálfstæðisflokksins í málinu er þessi m.a. 1. Miðað er við sambærilegt lánakerfi og í nágrannalöndum okkar. 2. Almennar aðgerðir til lausnar skuldavanda heimilanna. 3. Afnám verðtryggingar, en neytendareglur EES mundu ekki heimila verðtryggð lán með þeim hætti sem nú er gert.
Þessi atriði eru mikilvæg auk þess að skoða önnur ákvæði svo sem ákvæði í stjórnmálaályktun og víðar um að verðtrygging verði ekki almenn regla í lánaviðskiptum við neytendur.
Með þessu er í raun verið að segja að verðtryggingin verði ekki lengur valkostur í neytendalánum eins og við vildum að yrði sagt beinum orðum en ekki með hringleiðum.
En dropinn holar steininn og nú hefur forusta Sjálfstæðisflokksins skuldbundið sig með því að flytja þá málamiðlunartillögu sem þýðir afnám verðtryggingar í raun, til þess að vinna að hagsmunamálum heimilanna og til að leysa skuldavandann með þeim hætti að verðtrygging verði afnumin og skuldavandinn leystur með almennum aðgerðum.
Það er bara til ein almenn aðgerð í þessum málum og hún er að færa niður höfuðstóla innheimtanlegra skulda þannig að þær verði viðráðanlegar fyrir venjulegt fólk og verðtryggða ránsfengnum verði skilað til baka.
Sjálfstæðiflokkurinn afgreiddi ályktun með loðnu orðalagi sem verður ekki skýrð með öðrum hætti en þeim þegar hún er lesin í heild en að verðtrygging verði afnumin og almenn niðurfærsla skulda eigi sér stað.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu því að geta myndað velferðar- og viðreisnarstjórn til að afnema verðtrygginguna og leiðrétta skuldir heimilanna með almennri niðurfærslu svo fremi þeir fái fylgi til þess. Þeir eru skuldbundnir kjósendum að gera það.
21.2.2013 | 16:20
Hvað þýðir að draga úr vægi verðtryggingar?
Öðru hvoru reyna stjórnmálamenn sem hafa svikið loforð sín um að afnema verðtryggingu á neytendalánum að klóra í bakkann og segjast vilja draga úr vægi verðtryggingar. Í dag sagði Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra þetta. Þetta hjal hefur enga merkingu í raun.
Dregið hefur úr verulega úr vægi verðtryggingar á þessu kjörtímabili ekki vegna þess að stjórnmálamenn hafi gert neitt heldur vegna þess að neytendur vilja ekki taka verðtryggð lán. Þeir vita að það eru dýrustu og verstu lán í heimi. Spurningin er að afnema verðtrygginguna á neytendalánum. Annað hefur ekki merkingu.
Verðtryggð lán til neytenda samrýmist ekki leikreglum þess fjármálakerfis sem við erum aðilar að. Ætlum við samt að halda í verðtrygginguna? Verðtryggð lán mundu ekki fást samþykkt ef setja ætti þau á í dag. Þau eru ósamrýmanleg reglum um neytendavernd á Evrópska efnahagssvæðinu. Ætla menn samt að halda þessu áfram?
Eitt er að afnema og annað að leiðrétta stökkbreytta höfuðstóla. Þeir sem á annað borð vilja gæta hagsmuna neytenda ættu að sameinast um það að afnema verðtryggingu á neytendalánum strax. Svo er það flóknara úrlausnarefni að færa niður stökkbreytta höfuðstóla en það verður samt að gera til að Ísland komist sem fyrst út úr kreppunni.
Verðtrygging eykur verðbólgu og étur upp eignir fólks. Verðtrygging er óréttlát gagnvart lántakendum og þess vegna getur hún ekki verið valkostur í þjóðfélagi sem vill gæta réttlætis, sanngirni og jafnréttis borgaranna.
20.2.2013 | 21:52
Aðförin að stjórnarskránni misheppnast.
Aðförin sem gerð hefur verið að stjórnarskránni á þessu kjörtímabili er nú endanlega runnin út í sandinn. Þór Saari sækist eftir því að flytja líkræðuna til að ná forskoti fyrir Dögun á Lýðræðisvaktina eða hvað þeir nú heita nýjustu skemmtikraftarnir með formanninn sem klæðir sig til höfuðsins sem kúreki norðursins.
Aðförin hófst með því að hópur fólks með viðskiptafræðiprófessor í broddi fylkingar hrópaði að Hrunið væri stjórnarskránni að kenna. Á þeim tíma var þessi prófessor í nokkrum metum. Nú sjá fleiri og fleiri að þessir menn eru naktir vitrænt eins og keisarinn í Nýju fötin keisarans eftir H.C. Andersen. Rök þeirra halda ekki.
Við erum með góða stjórnarskrá. Sambærilega þeim sem eru í nágrannalöndum okkar. Nauðsyn ber til að skoða nokkur ákvæði hennar t.d. varðandi þjóðaratkvæði, eignarráð og ráðstöfun auðlinda, en engin þörf var á að umbylta stjórnarskránni. Slík aðför hefði haft slæmar afleiðingar hefðu bestu menn ekki komið í veg fyrir það.
Eftir að álit Feneyjarnefndarinnar lá fyrir og allir málsmetandi lögfræðingar landsins höfðu varað við samþykkt stjórnlagafrumvarpsins sem Valgerður og Jóhanna rembast enn við að styðja varð ljóst að Alþingi mundi ekki samþykkja þetta ólánsfrumvarp.
Athyglisvert er, að helsta stuðningsfólk aðfararinnar að stjórnarskránni var líka stuðningsfólk Icesave landráðasamninganna. Ef til vill segir það einhverja sögu.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 671
- Sl. sólarhring: 690
- Sl. viku: 3047
- Frá upphafi: 2517233
Annað
- Innlit í dag: 638
- Innlit sl. viku: 2813
- Gestir í dag: 606
- IP-tölur í dag: 593
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson