Færsluflokkur: Mannréttindi
9.9.2012 | 22:55
Pólitískur vígamaður í kufli fræðimanns
Sú var tíðin að Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands naut álits sem fræðimaður. Nú hefur komið í ljós að Stefán Ólafsson er pólitískur vígamaður Samfylkingarinnar í kufli fræðimanns. Ætla hefði mátt að prófessorinn teldi mikilvægt að varðveita mannorð sitt sem fræðimaður og gæta þess að fara ekki yfir mörk hins siðlega í pólitískri orðræðu. Þessu er því miður ekki lengur að heilsa.
Í pistli sem Stefán prófessor skrifar á Eyjuna þ. 7.9. s.l. finnst honum sæma að samsama sig með slefberanum á DV sem tók við illa fengnum gögnum úr Landsbankanum og birti miður smekklegan leiðara hans athugasemdalaust á bloggsíðu sinni.
Við skulum athuga hvað það er sem prófessor Stefán er hér að samsama sig með en það er þetta í hnotskurn: Opinber embættismaður er sakaður um að hafa aflað gagna með ólögmætum hætti um einn þingmann þjóðarinnar í því skyni að koma höggi á þingmanninn. Hvað skýringar gaf þessi opinberi embættismaður á athæfi sínu. Jú þá að þingmaðurinn hefði gagnrýnt störf hans og stofnunarinnar og spurt spurninga varðandi þau atriði opinberlega m.a. á Alþingi.
Ekki skiptir máli hvað opinberi starfsmaðurinn heitir eða þingmaðurinn sem hér ræðir um. Það sem skiptir máli er að hér er um beina ógn við það að þingmenn sinni eftirlitsskyldu sinni og séu gagnrýnir á stjórnsýsluna. Þegar Stefán Ólafsson prófessor og raunar einnig kollegi hans Þorvaldur Gylfason samsama sig með þessum vinnubrögðum þá eru alvarlegir hlutir á ferð og sýnir að um algjört siðrof er að ræða hjá þessum einstaklingum á hinum pólitíska vígvelli.
Sú staðreynd að prófessorar við Háskóla Íslands eins og Stefán og Þorvaldur skuli afsaka það og hreinlega mæla með að opinnber embættismaður reyni með ólögmætum og refsiverðum hætti að ná sér niðri á þingmanni sem gagnrýnir embættisfærslur hans og stofnunar hans er svo alvarlegt að unnendum lýðræðis og siðlegra vinnubragða á opinberum vettvangi ætti að vera brugðið.
Hvað skyldu nú siðfræðiprófessorarnir sem unnu sérskýrslu við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segja um svona sjónarmið og vinnubrögð? Hvarf dómharkan þegar réttir menn voru komnir til valda?
Mér finnst það dapurlegt að prófessor Stefán og Þorvaldur skuli fara langt út fyrir öll eðlileg mörk í pólitískri vígamennsku og telji eðlilegt að beita öllum meðölum til að ná sér niðri á póltískum andstæðingi þar sem tilgangurinn helgi meðalið. Einkum er það dapurlegt þegar fyrir liggur að athæfið sem þeir mæla með er bæði löglaust og siðlaust.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.9.2012 | 12:53
Seðlabankastjóri reynir að hafa áhrif á ákæruvaldið
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri reynir ítrekað að hafa áhrif á ákæruvaldið og krefst þess aftur og aftur að Ríkissaksóknari ákæri í málum þar sem engar refsiheimildir eru fyrir hendi.
Í gær var illa unnin frétt á Stöð 2 hönnuð af Seðlabankastjóra, þar sem draga mátti þá ályktun að "vandaðar" rannsóknir Seðlabankans á meintum gjaldeyrisbrotum væru unnar fyrir gíg þar sem Ríkissaksóknari vildi ekki ákæra í málinu. Þessi frétt var einnig flutt af Stöð 2 í ágúst s.l.
Afstaða Ríkissaksóknara lá fyrir í mars á þessu ári. Þar kom fram að fullnægjandi refsiheimildir skorti við þeim brotum, þar sem Seðlabankastjóri vildi ákæra. Seðlabankastjóri taldi þá að ákæruvaldið ætti ekki að fara að lögum, heldur geðþóttaákvörðun hans um að fullnægjandi refsiheimildir væru samt fyrir hendi þótt Ríkissaksóknari hefði komist að annarri niðurstöðu.
Þeir sem aðhyllast hugmyndafræði Ráðstjórnar telja rétt að ákæruvald og dómsvald lúti fremur vilja þeirra en lögum. Sú er afstaða Seðlabankastjóra í þessu máli.
Fyrrverandi Ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson sagði að forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hefði ítrekað reynt að hafa áhrif á störf hans. Nú er skoðanabróðir forsætisráðherra í Ráðstjórninni, Már Guðmundsson Seðlabankastjóri beraður af því sama gagnvart Ríkissaksóknara. Þau Jóhanna og Már hafa tileinkað sér það viðhorf arfakónga frá fyrri öldum "Vér einir vitum".
Seðlabankastjóra datt ekki í hug þegar álit Ríkissaksóknara lá fyrir í mars s.l. að fara fram á það við Alþingi og ríkisstjórn að lögum yrði breytt og fullnægjandi refsiheimildir sett í lögin. Nei Ráðstjórnin átti að sjá til þess að ákært yrði, hvað svo sem liði lögum í landinu.
Þannig er málum enn háttað í landinu að hér er réttarríki. Þess vegna fer hvorki Jóhanna Sigurðardóttir eða Már Guðmundsson með ákæruvald og dómsvald í landinu þó fegin vildu.
Fréttamiðlar ættu að skoða störf Seðlabankastjóra m.a. ámælisverð vinnubrögð við sölu á Sjóvá-Almennum tryggingum sem leiddu til milljarða tjóns fyrir skattgreiðendur. Einnig klúðurslegar rannsóknir og afgreiðslu gjaldeyrismála. Það væru fréttir en ekki tilbúnar fréttir frá Seðlabankastjóra.
3.9.2012 | 20:52
Össur og Jón Gnarr í feluleik?
Fyrir nokkru mótmæltu þeir kröftuglega Össur utanríkisráðherra og fyrirbrigðið á borgarstjórastól yfir dómi vegna helgispjalla 3 meðlima söngsveitarinnar "Pussy Riot". Það athyglisverða við það mál er að meirihluti söngsveitarinnar framdi ekki helgispjöll og hefur ekki sætt ákæru. Mótmælin gegn Putin voru ekki það sem úrslitum réði heldur helgispjöllin, en við slíku liggur líka refsing hér á landi.
Þeir félagar, Gnarr og Össur fóru mikinn í mótmælum sínum vegna þessara meintu mannréttindabrota og kölluðu heimsbyggðina til aðgerða í málinu.
Búast mátti við, þar sem hugur þeirra var fanginn í ríkjum gömlu Sovétríkjanna, ekki í fyrsta skipti, að þeir mundu láta meint og raunveruleg mannréttindabrot á því svæði sig miklu varða.
Þ. 29. ágúst var Yulia Tymoshenko fyrrum forsætisráðherra Úkraínu dæmd í 7 ára fangelsi án möguleika til áfrýjunar. Meint sök að samningar sem hún gerði við Rússa um gaskaup væru óhagkvæmir. Yulia fær ólíkt stelpunum í "Pussy Riot" ekki að áfrýja málinu. Pólitískur andstæðingur Yuliu núverandi forsætisráðherra Viktor Yanukovich hefur bein afskipti af málinu. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa mótmælt aðförinni að Yuliu og krafist þess að hún væri leyst úr haldi og réttarhöldin gegn henni væru pólitísk aðför- mannréttindabrot.
Þrátt fyrir þetta þegja þeir félagar Össur og Jón Gnarr. Hvorki heyrist hósti né stuna frá þessum glaðbeittu mannkynsfrelsurum sem mótmæltu með orðum og gerðum áfrýjanlegum dómi yfir "Pussy Riot". Þeim kemur greinilega ekki við þegar stjórnmálamaður er dæmdur af pólitískum andstæðingi á pólitískum forsendum.
Óneitanlega furðulegur söfnuður þessir félagar Jón Gnarr og Össur.
2.9.2012 | 23:56
Þeir hamast að Ögmundi
Sporgöngufólk Steingríms J. Sigfússonar hamast nú að Ögmundi Jónassyni fyrir mannaráðningu í stöðu sýslumanns á Húsavík. Yfirsnati Steingríms, Björn Valur Gíslason er þarna í forustu eins og við mátti búast.
Sú niðurstaða að Ögmundur hefði brotið jafnréttislög var kærkomin fyrir Steingrím J. Sama dag tilkynnti hann ráðningu ráðuneytisstjóra í nýtt atvinnuvegaráðuneyti - án auglýsingar, á grundvelli leyndarhyggju í andstöðu við góða stjórnsýslu. Þessi geðþóttaákvörðun Steingríms J. gleymdist þegar hann atti stuðningsliði sínu á Ögmund.
Sú markvissa barátta, að skapa séraðstöðu fyrir háskólamenntaðar framagjarnar konur á grunvelli hugmynda um jafnstöðu kynjanna er nokkuð sérstök. Mannréttindi eru fyrir einstaklinga en ekki hópa. Hvað afsakar það að séu tveir umsækjendur um stöðu jafnhæfir skuli kona tekin framyfir karlinn. Baráttan hefur ekki miðað við að bæta kjör og jafnstöðu láglaunakvenna. Þær hafa orðið útundan og femínistunum koma þær takmarkað við.
Árásirnar á Ögmund sýna vel að Steingrímur og hans lið ætlar að sjá til þess að menn eins og Ögmundur og Jón Bjarnason vaði ekki upp á dekk. Svik við Flokkinn og Foringjann verða ekki liðin.
31.8.2012 | 15:35
Geðþóttaráðning Steingríms J. á ráðuneytisstjóra og umboðsmaður Alþingis
Steingrímur J. Sigfússon hefur nú ráðið ráðuneytisstjóra í hinu "nýja" atvinnuvegaráðuneyti eftir vel sviðsett leikrit með hæfnisnefnd, sem fékk að hitta þrjá núverandi ráðuneytisstjóra. Starfið var ekki auglýst, þrátt fyrir að slíkt sé meginreglan um störf hjá hinu opinbera og góðir stjórnsýsluhættir. Var við því að búast af Steingrími J. að hann virti slíkar leikreglur í lýðræðisþjóðfélagi?
Starfsauglýsingar hafa það markmið að tryggja að ráðningar hjá hinu opinbera séu gegnsæjar, gætt sé jafnræðis og hæfasti einstaklingurinn verði ráðinn. Steingrímur Sigfússon hefur ekki áhuga á slíku heldur vill gamaldags pukur og geðþóttaráðningar.
Tveir aðrir ráðherrar þau Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson brjóta jafnræðislög ef þeim þykir þess þurfa. Þannig er ráðningarferlið hjá ríkisstjórn "gagnsæis" sem sagðist vera á móti "leyndarhyggju".
Fróðlegt verður að sjá viðbrögð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis. Varla telur hann ráðningaferli Steingríms samrýmast góðum stjórnsýsluháttum. Umboðsmaður birti nýlega sérstakar ábendingar um auglýsingar á lausum störfum hjá ríkinu á vefsíðu sinni. Umboðsmaður hefur sýnt það að hann lætur slík mál til sín taka.
Umboðsmaður ákvað, að eigin frumkvæði, að ávíta Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra fyrir að auglýsa ekki ráðningu í tímabundið skrifstofustjórastarf á nýrri efnahags-og alþjóðamálaskrifstofu ráðuneytisins í miðju bankahruni. Málið gegn Geir var keyrt áfram af methraða miðað við almennan málshraða umboðsmanns, en því lauk á 2 mánuðum eða þ. 29/12/2008.
Því verður ekki trúað að málið gegn Geir H. Haarde, á viðkvæmum tíma, hafi einungis verið í vinsældarskyni og Steingrímur J. Sigfússon fái aðra meðferð hjá Umboðsmanni.
Þá er samkennd Umboðsmanns Alþingis og núverandi stjórnvalda mun meiri en álitið hefur verið.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2012 | 20:43
Er nauðgun aukaatriði?
Fróðlegt er að fylgjast með málatilbúnaði sporgöngumanna Julius Assange vegna nauðgunarákæru á hendur honum í Svíþjóð og kröfu Svía um að hann verði framseldur til að svara til saka. Vegna þeirrar kröfu var Julius handtekinn í Bretlandi, en látinn laus gegn tryggingu, sem greidd var af nokkrum vinstri sinnuðum auðmönnum. Nú hefur "sómamaðurinn" Júlíus hlaupist undan ábyrgð þrátt fyrir að hafa skriflega samþykkt að gefa sig fram yrði framsal heimilað.
Julius Assange lætur vini sína sitja uppi með greiðslu tryggingarinnar. Hann svíkur loforð sem hann gaf þegar hann var leystur úr fangelsi gegn greiðslu tryggingar. Lygi og svik Julius Assange er afsakað af sporgöngumönnum hans sem telja að hann sé hafinn yfir lög og rétt.
Af hálfu sporgöngumanna Júlíusar hefur verið gert lítið úr ákærunni og þeim konum sem kærðu Júlíus. Vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa jafnvel birt nöfn þeirra. Sjálfur hefur Júlíus neitað sök. Þrátt fyrir það hefur Júlíus verið dæmdur af þremur aðskildum óháðum dómstólum í Bretlandi til að sæta framsali til Svíþjóðar.
Nauðgun er hræðilegur glæpur sem hefur áhrif á líf brotaþola alla ævi. Með sama hætti er það hræðilegt að verða saklaus fyrir nauðgunarákæru og það hefur líka alvarleg áhrif iðulega alla ævi þess sem fyrir slíku verður. Þess vegna skiptir máli að slík mál séu afgreidd hratt og örugglega til að hið sanna sé leitt í ljós fyrir óháðum dómstól. En sporgöngumenn Assange telja hann yfir þetta hafinn.
Júlíus er þekktur fyrir að hafa verið forgöngumaður Wikileaks vefsins sem aðallega hefur birt stolin skjöl frá Bandaríkjunum. Hatursmenn Bandaríkjanna á Vesturlöndum og víðar sameinast um og gera allt til að afsaka framferði Júlíusar og búa til sögur sem eiga að afsaka gunguskap hans varðandi það að svara til saka fyrir óháðum sænskum dómstóli.
Sjálfur segir Júlíus að verði hann framseldur til Svíþjóðar muni hann verða framseldur þaðan til Bandaríkjanna og telur vafamál að hann sleppi lifandi frá því. Er það líklegt? Er einhver glóra í svona draugasögu? Eru Bretar ekki bestu vinir Bandaríkjanna? Af hverju ættu þeir þá ekki að framselja Júlíus frekar en Svíar?
Svíar hafa verið þekktir fyrir að vera skjól ýmissa flóttamanna undan réttvísinni í Bandaríkjunum t.d. liðhlaupa hermönnum. Er líklegt að þeir mundu ganga erinda Bandaríkjanna gagnvart Júlíus Assagne?
Óneitanlega er oft sérstakt að skoða út frá hvaða hugmyndaheimi róttækir vinstri menn í Evrópu og Suður Ameríku líta á málin. Meint brot gegn kynfrelsi kvenna, nauðgun, er afsökuð, af því er virðist eftir hver í hlut á.
Er þá nauðgun afsakanleg þegar sjóræningjar og meintar alþýðuhetjur og óvinir Bandaríkjanna eiga í hlut? Ríkisstjórn landsins sem veitir Júliusi hæli virðist líta svo á og margir vinir hans m.a. hér á landi.
Rafael Correa hinn vinstri sinnaði forseti Equador er sérstakur vinur Íran og Venesúela og annarra sem eru óvinir Bandaríkjanna. Þess vegna er Julius Assange velkominn á þeim grundvelli einum að "my enemy enemies are my friends" óháð því hvað hann hefur gert.
Það eru nöturleg örlög Julius Assange að verða skjólstæðingur Correa forseta, sem hefur bara á þessu ári lokað 14 fréttamiðlum af því að þeir gagnrýndu hann. Gefur Assange sig ekki út fyrir að vera málsvari tjáningafrelsis og upplýsingafrelsis. Þá er í góðu samræmi við hugsjónirnar að ganga í lið með gjörspilltum forseta sem takmarkar tjáningafrelsi og hefur verið sakaður um peningaþvætti og veita eiturlyfjahringjum skjól auk Írönskum fjármagnsflutningum og nú Assange. Flottur félagsskapur það.
Afsakanir Júlíus Assange eru óneitanlega holar og ómarktækar. Þarna er maður sem þorir ekki að bera ábyrgð á gerðum sínum og gerir allt til að þyrla upp rugli til að komast hjá því og gengur býsna vel.
Það sem kemur mest á óvart og er alvarlegt í þessu máli er að vinstri sinnaða "gáfumannasamfélagið" hér á landi og víðar sem á það helst sameiginlegt að hata Bandaríkin, skuli hafna því að nauðgunarákæra sé alvarlegt mál og konurnar sem kæra Július eigi rétt á því að málið verði leitt til lykta fyrir óháðum dómstól.
Ekki heyrist nú í feministum eða hetjunum á Alþingi sem helst hafa fjallað um kynfrelsi kvenna og fordæmt brot gegn konum. Af hverju ekki? Telja þessir aðilar eins og vinstri sinnaða "gáfumannasamfélagið" að Julius Assange sé hafin yfir lög?
Mannréttindi eru algild og það er engin undanþeginn að virða þau.
22.8.2012 | 13:37
Hvar eruð þið núna Jón Gnarr og Össur?
Fyrirbrigði á tónlistarsviðinu sem kallar sig "Pussy Riot" ákvað að vekja á sér athygli með því að litilsvirða helga dóma í höfuðkirkju rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar fyrir nokkru. Uppákoma þessara þriggja kvenna í Rússlandi leiddi til þess að þær voru handteknar og hlutu nýverið dóm fyrir athæfi sitt.
Lönd í okkar heimshluta hafa ákvæði í refsilöggjöf sinni sem varða athæfi eins og það sem þessi sönghópur í Rússlandi gerðist sekur um. Þannig er ákvæði í 125.gr almennra hegningarlaga á Íslandi sem mælir fyrir um refsingu allt að 3. mánaða fangelsi þeirra sem opinberlega draga dár að eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags. Konurnar í "Pussy Riot" hefðu því þurft að sæta ákæru og refsingu hér á landi fyrir svipað athæfi og þær gerðust sekar um í höfuðkirkjunni í Moskvu.
Allt í einu rís upp hópur hér á landi sem telur það hið alvarlegasta mannréttindabrot að dæma þessar konur í Rússlandi í fangelsi. Fyrirbrigðið í stól borgarstjóra fannst tilvalið á þeim eina vettvangi sem hann getur sinnt sæmilega að setja á sig hettu til að hylja andlit sitt og krefjast þess að félagar í "Pussy Riot" yrðu látnar lausar. Í kjölfarði fylgdi Bandalag listamanna og "garmurinn hann Ketill", Össur Skarphéðinsson sem sagði Rússa brjóta öll mannréttindi með þessu og fór mikinn eins og aðrir af hans sauðahúsi sem hafa tjáð sig um málið.
Rússnesk refsilöggjöf tekur mun harðar á brotum af þessu tagi en gert er víða á Vesturlöndum en mun vægar en gert er í mörgum öðrum löndum. Um það hefur Össur ekki séð ástæðu til að fjalla. Í Saudi Aarabíu og Pakistan hefði fólk sem hefði brotið af sér eins og konurnar í "Pussy Riot" gerðu verið teknar af lífi og það jafnvel strax.
Sunnudaginn var handtók Pakistanska lögreglan 11 ára stúlku með Downs heilkenni sem er sökuð um að hafa misfarið með síðu eða síður úr Kóraninum. Við því broti liggur lífstíðarfangelsi í Pakistan. Ekki fer sögum af því að Össuri Skarphéðinssyni hafi fundist tilefni til að fjalla um málið hvað þá fyfirbrigðinu sem situr í stóli borgarstjóra með fulltingi og í skjóli varaformanns Samfylkingarinnar. Það mál kemur þeim ekki við frekar en Bandalagi listamanna eða öðrum slíkum pótintátum.
Þá fer ekki sögum af því að það fólk sem mótmælir nú meðferðinni á "Pussy Riot" hafi látið í sér heyra vegna refsinga Julíu Timosjenko í Úkraínu eða það alvarlegasta sem nokkur ríkisstjórn getur gert gagnvart borgurum sínum að virða ekki rétt borgaranna til lífs eins og um var að ræða í Suður-Afríku fyrir skömmu og gerist í mörgum löndum nánast daglega.
Vel má fallast á að rússnesk löggjöf sem samsvarar 125.gr. almennra hegningarlaga á Íslandi sé of hörð, en það leiðir ekki sjálfkrafa til réttlætingar á ummælum utanríkisráðherra eða annarra sem sjá flísina í löggjöf Rússlands en ekki bjálkana sem eru út um allt í heiminum varðandi samsvarandi brot.
Borgarstjórinn viðhafði að venju takmörkuð ummæli um málið þegar hann fullnægði sýniþörf sinni vegna þess.
26.7.2012 | 18:50
Fer ekki á Olympíuleika vegna rasískra ummæla á Twitter.?
Unga gríska konan og þrístökkvarinn Voula Papachristou, sem átti að fara á Olympíuleikana í London hefur verið meinað að taka þátt í leikunum vegna ummæla um afríska innflytjendur á Twitter. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem fær refsingu á Olympíuleikum fyrir meinta móðgun á samskiptavef.
Það sem Papachristou sagði var eftirfarandi:
"Af því að það eru svo margir frá Afríku í Grikklandi, verða moskító flugurnar við Vestur Níl að borða heimagerðan mat."
Þrátt fyrir að Papachristou bæðist afsökunar og segðist aldrei hafa ætlað að móðga neinn eða skerða mannréttindi einhverja þá dugar það ekki til.
Rowan Atkinson sem leikur Mr. Bean m.a. hefur iðulega gagnrýnt takmarkanir á tjáningafrelsi og möguleikum fólks til að setja fram grín jafnvel þó það snerti ákveðna hópa.
Þegar þessi ummæli Papachristou valda brottrekstri frá Olympíuleikum þá er vandlifað í honum heimi. Það gleymist iðulega að mannréttindi eru fyrir einstaklinga og hugsuð sem slík, en ekki hópa eða þjóðir.
Í gamla daga mátti tala um svertingja, gult fólk, rauðskinna og hvítt fólk. Leyfir pólitísk rétthugsun það í dag? Í mörg ár gaf kona í Bandaríkjunum út bókina "Truly tasteless jokes" þar sem gert er grín af svörtu fólki, Pólverjum, Gyðingum, hvítu fólki, Engilsöxum m.a. Ætla má miðað við pólitísku rétthugsun að það sé búið að handtaka hana og banna útgáfuna.
Mikið skelfing er lífið miklu erfiðara og leiðinlegra undir svona pólitískri rétthugsun þar sem m.a. ungt fólk sem er að gera að gamni sínu má búast við þungum viðurlögum og aðkasti vegna græskulausra kersknisummæla.
Svo virðist sem Political Newspeak sem George Orwell talaði um í bókinni 1984 sé að verða að veruleika. Það má e.t.v. minna á að það leiddi til raunverulegrar frelsisskerðingar og glataðra mannréttinda einstaklinga.
19.7.2012 | 16:03
Ráðningarpukur Steingríms J. Sigfússonar.
Það er skýr meginregla og góðir stjórnsýsluhættir að auglýsa störf þegar ráðið er í stöður hjá hinu opinbera. Þetta er gert til þess að ráðningar séu gegnsæjar, gætt sé jafnræðis og hæfasti einstaklingurinn verði ráðinn í starfið. Þar sem erfitt er að segja ríkisstarfsmönnum upp er ennþá mikilvægara að ráðningar séu faglegar.
Þrátt fyrir þetta ætlar Steingrímur J. Sigfússon ekki að gæta gegnsæis, jafnræðis eða bjóða hæfileikaríku fólki að sækja um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju atvinnuvegaráðuneyti. Steingrímur ætlar að stunda pukur og geðþóttaráðningu án auglýsingar. Þessi aðferð Stengríms við ráðningu í eitt æðsta embætti ríkisins er enn eitt dæmið um atlögu ríkisstjórnarinnar að faglegri og gagnsærri stjórnsýslu.
Athyglisvert verður að sjá hvort að Umboðsmaður alþingis telji ráðningaferlið samræmast góðum stjórnsýsluháttum. Umboðsmaður ákvað, að eigin frumkvæði, að ávíta Geir Haarde, forsætisráðherra, fyrir að auglýsa ekki ráðningu í tímabundið skrifstofustjórastarf á nýrri efnahags-og alþjóðamálaskrifstofu í forsætisráðuneytinu í miðju efnahagshruni. Málið var keyrt áfram af methraða. Umboðsmaður lauk því á 2 mánuðum (29/12/2008)
enda stóðu öll spjót á Geir og auðvelt að kaupa sér vinsældir með því að hnýta í hann.
Hvað bregst Umboðsmaður Alþingis við núna?
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.7.2012 | 00:35
Trúartákn og Mannréttindadómstóll Evrópu
Nadia Eweida sem vinnur hjá British Airways var bannað að bera kross á Heathrow flugvelli árið 2006. Eweida var send heim úr vinnunni þegar hún neitaði að fjarlægja krossinn. Hún heldur því fram að flugfélagið mismuni sér og starfsfólki annarra trúarhópa þar sem Síkar geti t.d.verið með túrban og Múslimar með blæjur.
Flugfélagið hafnaði sjónarmiðum Eweida og hún fór í mál þar sem hún taldi sig hafa orðið fyrir mismunun af trúarlegum ástæðum. Hún tapaði málinu í undirrétti og áfrýjunarrétti í Englandi og hefur vísað því til Mannréttindadómstóls Evrópu.
En það hefur hins vegar áunnist að flugfélagið hefur breytt um stefnu og leyfir nú að fólk beri krossmark og Eweida vinnur enn hjá flugfélaginu.
Eweida er ekki eini einstaklingurinn sem hefur orðið fyrir harðræðí í Bretlandi vegna þess að bera krossmark. Shirley Chaplin hjúkrunarkona frá Exeter var sagt af sjúkrahússtjórninni þar sem hún vinnur að fjarlægja hálsmen með krossmarki en því neitaði hún og fór líka í mál.
Það er kaldhæðni örlaganna að það er Breska ríkið sem rekur málið gegn Eweida hjá Mannréttindadómstólnum en í fyrirspurnartíma á enska þinginu sagði David Cameron forsætisráðherra Breta að lögunum yrði breytt þannig að kristið fólk gæti borið krossmark í vinnu sinni. Cameron sagði af þessu tilefni að það væri grundvallarmannréttindi að starfsfólk hefði rétt til að bera trúartákn í vinnunni. Ef dómur Mannréttindadómstóls Evrópu yrði þannig að Eweida tapaði málinu þá yrði að breyta lögunum til að þessi mikilvægu mannréttindi yrðu virt.
Það sem er athyglivert við þetta mál er í fyrsta lagi að enska biskupakrikjan leiðir ekki baráttuna fyrir réttindum kristins fólks til að bera kristin trúartákn. Í öðru lagi að breska ríkið skuli vera sjálfu sér sundurþykkt þar sem forsætisráðherrann biður í raun um að Mannréttindadómstóll Evrópu fallist ekki á rök ríkisins heldur Eweidu.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 5
- Sl. sólarhring: 318
- Sl. viku: 2548
- Frá upphafi: 2517648
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2354
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson