Færsluflokkur: Mannréttindi
30.6.2023 | 23:07
Ekki öll vitleysan eins
Lífsskoðunarfélagið Samtökin 78, hafa hert sókn sína gegn móðurmálinu og segjast nú vera að leita að kynhlutlausu orði yfir foreldra þ.e. pabba og mömmu. Raunar væru pabbi og mamma ekki til ef þau væru kynhlutlaus. Samtökin vilja e.t.v. ekki hafa með slíkt fólk að gera.
Það sama gildir um afa og ömmur. Hefðu þau verið kynhlutlaus þá væru þau ekki afar eða ömmur.
Það gildir nefnilega enn það sem menntaskólakennarinn í MR sagði fyrir margt löngu, aðspurður hvort hómósexúalismi væri arfgengur. "Ekki ef hann er praktíseraður eingöngu."
Þessar tilraunir samtakanna 78 væru broslegar og til aðhláturs, ef þau væru ekki með sérstaka samnninga við mörg sveitarfélög um að útbreiða hugmyndafræði, sem á heima víðast annarsstaðar en í skólum landsins. En þar er jafnvel ókynþroska börnum kennd þau bullfræði m.a. að kynin telji marga tugi, þó það sé líffræðilega rangt. Auk heldur nýyrðamálstefna samtakanna.
Merkilegt og til marks um vaxandi ruglanda í þjóðfélaginu, að kristinfræðslu skyldi vera úthýst og kynfræðsla á grundvelli transfræðanna tekinn inn í skólana í staðinn. Með sömu rökum og kristinfræðslu í skólum var útvísað ætti að útvísa fræðslu lífsskoðunarfélagsins Samtakanna 78 úr skólum landsins.
Forsætisráðherra Ítala vísaði ítrekað til þess í síðustu kosningabaráttu, að hún væri kona og móðir eitthvað sem ætti ekki að þurfa að taka fram varðandi "svona" fólk, en samt er svo komið í Vesturlöndum, þar sem furðuveröldin er stöðugt að ná aukinni fótfestu á kostnað líffræðilegra staðreynda, sem helst má ekki nefna að viðlagðri ábyrgð að lögum.
En það er nú einu sinni svo, að mannréttindi eru ekki bara fyrir minnihlutahópa.
![]() |
Leita að kynhlutlausu amma og afi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2023 | 17:26
Ekki hægt að þola svindlið og svínaríið lengur.
Lestur sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er dapurleg lesning. Stjórn Íslandsbanka hefur viðurkennt það sem kemur fram í skýrslu Seðlabankans, þannig að ekki er deilt um málsatvik. Það liggur því fyrir að Íslandsbanki veitti viðskiptavinum rangar upplýsingar, fylgdi ekki skilyrðum við mat á upplýsingum, var að hygla eigin starfsmönnum á kostnað viðskiptavina sinna auk margra annarra lagabrota. Eitt er m.a. að hafa gefið Bankasýslu ríkisins rangar upplýsingar.
Það er af mörgu að taka, en eitt er ljóst, að stjórn Íslandsbanka og helstu lykilstarfsmenn þ.á.m. bankastjórinn og innra eftirlit bankans hafa algerlega brugðist.
Hvað á þá að gera? Stærsti hluthafi bankans er Íslenska ríkið og aðrir helstu eigendur bankans eru lífeyrissjóðir. Geta þessir aðilar sætt sig við að þeir sem ábyrgð bera á þeim lagabrotum og rangfærslum sem viðurkennt er að hafi verið gerð sitji áfram og véli um málefni bankans eins og ekkert hafi í skorist?
Hvernig í ósköpunum á að vera hægt eða samþykkja það, að þetta fólk, sem hefur orðið bert að jafn alvarlegum brotum og misferli leiði viðræður við Kviku banka um sameiningu. Hvaða fiskar munu þá liggja undir steini þegar upp verður staðið.
Af fréttum að dæma þá boðaði stjórn Bankasýslu ríkisins stjórn Íslandsbanka á fund, en ekki var annað að skilja, en það yrði ósköp þægilegur kaffifundur, þar sem farið yrði yfir málin. Það þarf í raun ekkert að fara yfir nein mál. Brotin liggja fyrir. Þau eru auk heldur samþykkt af stjórn og starfsmönnum Íslandsbanka. Raunar er Bankasýslan stofnun, sem að fram kemur í sáttinni, að starfsfólk Íslandsbanka gaf rangar og villandi upplýsingar.
En hvað sem kaffisamsæti stjórnar Bankasýslu ríkisins og stjórnenda Íslandsbanka varðar, þá má e.t.v. minna á, að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra sögðu fyrir um 9 mánuðum að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður þegar gagnrýni beindist að henni. Hvernig skyldi nú standa á því að það hefur ekki verið gert? Er ekkert að marka þetta fólk eða hefur ný ákvörðun verið tekin?
Þessir vondu hlutir sem hafa verið afhjúpaðir hvað Íslandsbanka varðar eru þess eðlis, að það gengur ekki að hluthafar og viðskiptavinir bankans eigi að bera þær sektir sem að einstakir starfsmenn bankans bera ábyrgð á.
Stjórn bankans hefði átt að sjá sóma sinn í að boða til hluthafafundar sem allra fyrst og segja af sér. Bankastjóri Íslandsbanka ætti líka að sjá sóma sinn í að gera slíkt hið sama.
Hvað svo sem þetta fólk varðar, þá er það íslenska ríkisins stærsta hluthafans, að leiða nú það ferli sem er óhjákvæmilegt að skipta um stjórn og þá starfsmenn í bankanum, sem ábyrgð bera á þessu hneyksli og fá starfsfólk, sem virðir lög og reglur.
Það er ekki hægt að þola það að þeir sem eru brotlegir við þær starfsreglur sem þeir eiga að vinna eftir haldi áfram störfum eins og ekkert hafi í skorist.
Það stendur nú upp á fjármálaráðherra fulltrúa stærsta eiganda bankans, að láta hendur standa fram úr ermum og grípa til viðeigandi ráðstafana svo að almenningur í landinu eigi þess kost að öðlast einhverja trú á fjármálakerfi landsins og það sé verið að leika og verði leikið eftir leikreglum réttarríkisins.
Svona óskapnað má ekki líða.
![]() |
Samkomulagið birt alvarleg brot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2023 | 08:29
Góð störf ber að þakka
Það er sjaldgæft í seinni tíð, að stórum hópi fólks þyki miður að ráðherra láti af störfum. En þannig er það með Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem hefur staðið sig einstaklega vel sem ráðherra dómsmála þann tíma sem hann hefur gengt því starfi.
Það hefur oft gustað um Jón í þessu embætti og þannig er það oftast með þá stjórnmálamenn sem láta til sín taka. Því miður gat hann ekki gengið eins langt og hann hefði viljað til að takmarka fjölda meintra hælisleitenda, sem hingað komu, en ljóst má vera að hann gerði það sem hann gat í þessari fjölflokkastjórn, þar sem VG reyndi að sporna á móti sjálfsögðum lagabreytingum og Jón fékk iðulega allt of lítinn stuðning forustufólks í eigin flokki hvað það varðar.
Jón ávann sér traust og stuðning þorra Sjálfstæðisfólks, sem þykir miður og raunar fráleitt að hann skuli nú hverfa úr ríkisstjórn.
Á sama tíma og Sjálfstæðisfólk almennt telur slæmt að missa Jón úr ráðherrastól, þá þarf ekki að efa, að eftirmaður hans Guðrún Hafsteinsdóttir er vel hæf til að takast á við krefjandi verkefni og er henni hér með óskað alls velfarnaðar í því vandasama starfi sem hún mun taka við í dag.
Á sama tíma og ég þakka Jóni Gunnarssyni vel unnin störf, þá vænti ég þess, að hann muni láta að sér kveða í þjóðmálum í auknum mæli og takast á við ný og krefjandi verkefni á því sviði. Jón Gunnarsson hefur það alla vega sem veganesti úr dómsmálaráðuneytinu, að þorri Sjálfstæðisfólks treystir honum best og telur hann best dugandi til að takast á við erfiðustu verkefnin í pólitíkinni sem Sjálfstæðismaður.
![]() |
Málefni útlendinga vega þyngst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2023 | 08:29
Til varnar frelsinu
Tjáningarfrelsi er grundvöllur lýðræðislegs stjórnskipulags. Málfrelsið er markaðstorg hugmynda og ólíkra skoðana.
Heimspekingar upplýsingaaldarinnar, sem börðust fyrir breyttum stjórnarháttum og lýðræði var ljóst að málfrelsið voru brýnustu og nauðsynlegustu mannréttindin til að koma í kring breytingum á stjórnarháttum og koma í veg fyrir að ofbeldið gæti farið sínu fram.
Frá byrjun aldarinnar hefur verið þrengt að tjáningarfrelsinu. Sett hafa verið ákvæði í refsilög þar sem bann er lagt við því að viðlagðri refsingu að talað sé óvirðulega um ákveðna, á sama tíma og ákvæði um guðlast voru afnumin. Í hinum kristna heimi má skattyrðast út í kristna trú og níðast á trúarkenningum kristins fólks, en það má ekki orðinu halla á múslima eða lífsskoðunarhóp transara.
Haft er eftir heimspekingnum Voltaire, sem barðist hatrammlega fyrir tjáningarfrelsi sú gullvæga setning, einkennisorð þeirra sem hafna helsi en verja frelsi: "Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég er tilbúinn að leggja mikið í sölurnar til að þú fáir að halda þeim fram." (sumir segja lífið í sölurnar)
En það er vegið að tjáningarfrelsinu og forsætisráherra þjóðarinnar ætlar sér að fá samþykkt ákvæði um svonefnda hatursorðræðu og skikka fólk til að sæta innrætingu um það sem má ekki segja og hvað má. Hversu mikið hyldýpis djúp er á milli hugmynda heimspekingsins Voltaire og Katrínar Jakobsdóttur.
Það er kreppt að tjáningarfrelsinu með ýmsum hætti. Nýverið var vinstri sinnaður kennari við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands Kristján Hreinsson rekinn fyrir að setja fram skoðanir um transara. Fólk á hægri væng stjórnmálanna brást almennt við og fordæmdu þessa gerræðislegu lýðræðisfjandsamlegu ákvörðun Endurmenntunarstofnunar, en vinstri menn með Egil Helgason í broddi fylkingar réttlættu ofbeldið og mæltu köpuryrði í garð Kristjáns. Lítið lagðist þá fyrir þessa kappa.
Ofstopinn gagnvart Kristjáni og starfsbann (berufsverbot) í garð fólks sem setur fram aðrar skoðanir en þær viðurkenndu hefur því miður fest ákveðnar rætur hér á landi. Fórnarlömb rétthugsunarinnar hafa m.a.verið Kristinn Sigurjónsson, sem var gert að láta af störfum við Háskólanun í Reykjavík og Snorri kenndur við Betel, sem fékk ekki heldur að stunda kennslu vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Akureyrar, en Snorri hafði unnið það sér til saka að vísa til ákveðinna ritningarorða Biblíunar á fésbókarvef sínum.
Þessir hlutir voru fordæmanlegir, en því miður áttu þeir Kristinn og Snorri sér allt of fáa formælendur á sínum tíma þó fólk fordæmi ritskoðun HR og Akureyrarbæjar í dag.
Þessi dæmi sýna okkur að við verðum stöðugt að vera á verði gagnvart ófrelsinu og lýðræðisfjandsamlegum aðgerðum.
Því miður eru dæmin mörg þar sem fólk þarf í dag að líða fyrir skoðanir sínar. En það versta sem er að gerast í núinu er að stórir hópar fólks, einkum ungt fólk, veigrar sér við að setja fram skoðanir sínar af því að það sér hvaða afleiðingar það getur haft.
6.5.2023 | 08:44
Barátta fyrir aukinni fátækt og fækkun valkosta.
Hvað varð um baráttu stjórnmálamanna fyrir bættum lífskjörum fólks. Af hverju hafa t.d. sósíalistar snúið við blaðinu í þessum efnum ef undan eru skilin vígorð þ.1.maí. Sósíalistar ásamt og umfram flesta stjórnmálamenn á Vesturlöndum berjast nú hatrammri baráttu fyrir að gera fólk fátækara, fækka valkostum og tækifærum. Allt á grundvelli pólitísku veðurfræðinnar um kolefnisjöfnuð.
Róttækt vinstra fólk í VG og Samfylkingunni segir í öðru orðinu að vinnandi fólk fái of lítil laun, en á sama tíma berjast þau gegn því að verkalýður og neytendur geti notið lífsgæða, sem fram að þessu hafa verið talin sjálfsögð og segja að fólk geti veitt sér of mikið og þessvegna verði að leggja sérstaka skatta á lífsgæði sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð.
Því miður er Sjálfstæðisflokkurinn heltekinn af þessum ruglanda í stað þess að standa fast á þeim grundvallarskoðunum sínum, að fólk beri sem mest úr bítum fyrir vinnu sína og geti ráðstafað sem mestu af launum sínum án þess að kreppt sé að því með ofurskattheimtu eða neyslustýringu.
Barátta vinstri manna gegn því að fólk geti notið lífsgæða og því verði kaldara vegna hækkunar á orkuverði og geti ekki farið til heitari landa þegar norðangarrinn hamast á hurðum,gluggum og veggjum í hamfarahlýnuninni er ótrúleg og gjörsamlega fráleit. Almenningur á að finna afsökun eða þola refsingu, fyrir að hita heimili sín, kaupa bensín á bílinn hvað þá að fara í flugferðir.
Á sama tíma og meginhluti stjórnmálaelítunnar berst fyrir minni lífsþægindum borgaranna, þá er bent á einhverja draumaveröld orkuskipta, þar sem öll óleysanleg vandamál verða leyst. Þetta er gert jafnvel þó að allt hugsandi fólk viti að hagkvæmir kolefnissnauðir orkugjafar verða ekki til á næstu áraum eða áratugum.
Það er lyginni líkast að stjórnmálastéttin og fréttaelítan skuli hafa snúist gegn eigin þjóðfélögum velmegun og framleiðslu. Nú skal framleiðsla eyðilögð vegna þess að hún er ekki nógu vistvæn og helst ber líka að senda nútíma landbúnað sömu leiðina.
Stjórnmálastéttin hfur gert og er að gera mikil mistök með því að brjóta niður og setja í höft framtak, framsýni og dugnað fólksins á þeim forsendum að það sé allt af hinu illa þrátt fyrir að einmitt þeir hlutir hafi orðið til þess að stuðla að aukinni velmegun og jafnari tekjuskiptingu í landinu. Já og draga úr mengun.
Athyglisvert, en kemur í sjálfu sér ekki á óvart, að nú eru það stjórnmálamenn sem sagðir eru yst til hægri á vettvangi stjórnmálanna, sem berjast fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu, aukinni velmegun almennings, frelsi fólks til orðs og athafna og fjölbreyttu gróskumiklu atvinnu- og þjóðlífi?
6.4.2023 | 09:25
Bara Íslam
Sameinuðu þjóðirnar (S.Þ.)hafa helgað ákveðna daga í baráttu fyrir eða gegn því sem samtökin telja mikilvægast. Þannig er 18. júní alþjóðadagur í baráttu gegn hatursorðræðu og 19. nóvember alþjóðlegi klósettdagurinn svo dæmi séu tekin.
Gegn Íslamfóbíu eða andúð á Íslam er helgaður 18.júní. Ekki er að finna sambærilega daga hjá S.Þ., sem vísa til Kristni andúðar eða gegn Gyðingahatri. Samt er það kristið fólk sem þarf að sæta mestu ofsóknum í dag. Engin trúarhópur hefur sætt eins miklum ofsóknum öldum saman og Gyðingar.
Eðlilegt hefði verið til samræmis, að til væri hjá S.Þ dagur gegn hatri á Kristni og gegn hatri á Gyðingum. Svo ekki sé minnst á Hindúa, sem sæta sérstaklega ofsóknum af hálfu Íslamista eins og raunar kristið fólk og Gyðingar í dag.
Virkastir í hatri á kristni og Gyðingum og fylgja því iðulega eftir með hryðjuverkum og morðum eru Íslamistarnir.
Íslamandúð er það iðulega nefnt þegar sannleikurinn er sagður um Íslam. Það þola ýmsir trúarhópar Íslam ekki sbr. bók Salman Rushdie um söngva Satans. Þá sameinuðust Íslamistar í Salman Rushdie hatri, en S.Þ hafa ekki enn tileinkað dag gegn Rushdieandúð og munu ekki gera.
3.4.2023 | 16:06
Útskúfaður um eilífð
Á ýmsu átti ég frekar von, en að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum færi að argaþrasast út í skipan Karls Gauta Hjaltasonar í embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Sér í lagi þar sem fyrir liggur, að farið var að öllum reglum varðandi vandaða úrvinnslu umsókna um embættið.
Þrátt fyrir þetta telur bæjarstjórinn að útskúfa beri Karli Gauta um alla eilífð úr samfélagi siðaðra manna fyrir að hafa setið hljóður þegar tveir menn úr 6 manna hópi urðu sér til skammar á Klausturbar um árið. Bæjarstjórinn telur að fyrir þá "synd" hafi Karl Gauti unnið sér til eilífrar óhelgi.
Heimspekingurinn og lögfræðingurinn Thomas More, sem rekinn var sem kanslari Hinriks 8 Bretakonungs fyrir að neita að samþykkja að hjónaband hans við Katrínu af Aragon væri ógilt, sagði ekki eitt aukatekið orð um málið eftir það og sagði að þögnin væri sín vörn, því engin gæti sótt að sér eða lögsótt sig eða átalið fyrir það að þegja.
Það var þó ekki nóg fyrir Hinrik 8 og hann lét hneppa Thomas More í fangelsi og taka hann af lífi. Réttlæti Írisar Róbertsdóttur virðist af sama meiði. Fyrir þá sök að Karl Gauti Hjaltason sagði ekki eitt styggðaryrði um einn eða neinn á Klausturbar um árið skal honum úthýst og engin staður heimill nema helvíti.
Frá því að Hinrik 8 vélaði um líf og dauða fólks, en hann lét taka a.m.k. tvær af eiginkonum sínum 8 af lífi hafa mannréttindi þróast mjög til batnaðar, en það virðist hafa farið framhjá bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum.
![]() |
Hann var fríaður af öllum áburði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2023 | 09:25
Í stríði við söguna
Tepruskapurinn og rétthugsunarstefna ráðandi menntastéttar í Vestur Evrópu og Norður Ameríku hefur leitt til þess, að verið er að endurskrifa skáldsögur til að þær falli að hugmyndafræði harðlífisstefnu rétthugsunar hinna syndlausu. Reynt er að endurskrifa söguna á sömu forsendum.
Morðgátur Agötu Christie hafa verið aðlagaðar rétthugsuninni sem og bækur Ian Flemming um ofurhetjuna og kvennagullið James Bond. Bækurnar verða tæpast samrýmdar kvikmynunum um James Bond, sem framleiddar voru á síðustu öld.
Í kvikmyndunum sýndi Bond af sér takta gagnvart hinu "veikara kyni" eins og mátti kalla það á þeim tíma, sem falla ekki að andatlotafræði nútímans, sem m.a. hefur fundið sér stað í íslenskum hegningarlögum. Tepruskapur rétthugsunarinnar mun sennilega sjá til þess að þessar myndir verði bannaðar.
Nú hafa sérfræðingar rétthugsunarinnar í Bandaríkjunum fundið það út, að sagan "Gone with the wind" sem skrifuð var fyrir tæpri öld og fjallar m.a um ástandið eins og það var á þeim tíma í Suðrinu, verði að endurskrifa, þannig að saga borgarastyrjaldarinnar verði fölsuð.
Allt er gert til að gera fólk í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum sakbitið yfir fortíð sinni. Þess vegna eru talsmenn rétthugsunarinnar í stríði við söguna, af því að saga Vesturlanda er saga framfara, auðsköpunar og sigurs í mannréttindabaráttu, sem varð til þess, að Vesturlönd urðu forustuþjóðir á öllum þessum sviðum.
Af hverju má ekki segja sigursögu Vesturlanda hindrunar og teprulaust til þess að fólk geti gert sér grein fyrir því að stórkostlegustu framfarir og sigur mannréttinda áttu sér einmitt stað á síðustu öldum í hinum kristnu Vesturlöndum.
Þar með er ekki sagt að allt hafi verið í himnasælu og engir vondir hlutir hafi gerst. En vondir hlutir hafa gerst í öllum mannlegum samfélögum, ef eitthvað er síður hjá okkur en ýmsum öðrum. Til þess að fólk geri sér grein fyrir því og geti lært, af sögunni, verður að segja hana eins og hún var. Bæði það góða og það vonda.
1.4.2023 | 09:41
Þannig fór um sjóferð þá
Þegar stjórn Fréttablaðsins ákvað að hætta að bera það út, var ljóst, að það mundi ekki lifa mikið lengur. Það hefur komið á daginn. Tapið undanfarin ár hefur verið gríðarlegt og spurningin var bara hvað lengi auðmaðurinn sem henti peningunum sínum í þessa hít mundi endast getan og viljinn lengi. Svo hlaut að fara, að hann segði nú er nóg komið og það þó fyrr hefði verið.
Fyrstu viðbrögð blaðamálaráðherrans Lilju Alfreðsdóttur við þessum fréttum, var að nauðsynlegt væri að sækja meira fé í vasa skattgreiðenda til að styrkja svokallaða frjálsa fjölmiðla.
Sérkennileg þessi hugmyndafræði í kapítalísku landi, að það eigi að sækja peninga til skattgreiðenda svo að auðmenn, samtök þeirra sem og aðrir sem standa að miðli eins og Heimildinni sem nánast engin nennir að glugga í skuli samt troðið ofan í mannskapinn með því að skattleggja fólk ennþá meira.
Væri ekki frekar ráð að breyta kerfinu og koma á aðhaldi á Ríkisútvarpið með því t.d. að hætta að skattleggja lögaðila með útvarpsgjaldi. Lögaðilar nýta þjónustu RÚV hvort sem er ekki neitt.
Síðan væri hægt að veita fólki það frelsi, sem er eðlilegast í lýðræðislandi. Í fyrsta lagi að fólk gæti ráðið hvort það greiddi fjölmiðlagjald(útvarpsgjald) eða ekki. Í öðru lagi að greiddi það fjölmiðlagjald, þá gæti það sagt sig í sveit með hvaða miðli sem er, RÚV, Mogganum, Heimildinni o.s.frv. eða skipta greiðslunni á milli þeirra.
Skattheimtan á fólk vegna gæluverkefna ríkisstjórnarinnar er þegar orðin allt of mikil. Við skulum ekki bæta því við í pilsfaldakapítalismann, að skattgreiðendur verði látnir borga bæði fyrir RÚV og til þeirra, sem vilja reka fjölmiðla, sem engin eða örfáir nýta sér.
Af hverju má almenningur ekki hafa frelsi til að velja á fjölmiðlamarkaði í stað þess að vera undirkomin ofurvaldi sósíalismans með RÚV sem flaggskipið.
30.3.2023 | 09:12
Ys og þys út af engu.
Fjórflokkur fáránlegra tiltækja á Alþingi, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins standa að kjánalegri aðför að dómsmálaráðherra út af lítilfjörlegu máli.
Guðfaðir aðfararinnar er hugmyndafræðingur og andlegur leiðtogi Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson. Hann hefur enda hæfileika og langtíma reynslu í að búa til ekki fréttir og fréttir úr engu og nýtir þá reynslu nú á Alþingi.
Vantrauststillagan er á grundvelli meintrar vanrækslu við upplýsingagjöf um umsóknir um ríkisborgararétt, vegna breyttra reglna sem dómsmálaráðuneytið beitti sér fyrir til að fara að tilmælum umboðsmanns Alþingis á sínum tíma.
Þessi fjórflokkur fáránleikans hefur það helst á stefnuskrá sinni að skipta um þjóð í landinu, að Flokki fólksins undanskildum. Vera þess flokks í þessu násamneyti byggist á þeirri skoðun formanns flokksins, að hanng geti verið eins og púkinn á fjósbitanum og fitnað við það að stríða ríkisstjórninni jafnvel þó engar málefnalegar forsendur séu fyrir hendi.
Sú var tíðin að menn sögðu, að við værum ekki með nógu góða þingmenn, vegna þess hve þeir væru illa launaðir. Það hefur heldur betur breyst, en þinginu hrakar samt ef eitthvað er.
Þjóðin á rétt á því að þingmenn taki störf sín alvarlega og vinni að hagsmunum þjóðarinnar, en standi ekki að stöðugum uppákomum og sýndarveruleika út af engu.
Þó svo að hugmyndafræðingur Viðreisnar telji sig eiga harma að hefna eftir hraklega útreið í umræðum um Útlendingafrumvarpið, þá getur það ekki verið afsökun fyrir því að bera fram vantrausttillögu á dómsmálaráðherra.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 53
- Sl. sólarhring: 1170
- Sl. viku: 3311
- Frá upphafi: 2508304
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 3095
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson