Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Mannréttindi

Neytendabarátta í 70 ár

Neytendasamtökin eru 70 ára gömul baráttusamtök fyrir bættum hag neytenda. Barátta Neytendasamtakanna mótast af þeim þjóðfélagsaðstæðum sem við búum við hverju sinni. Samt eru alltaf ákveðnir hlutir sem breytast ekki. Það þarf að gæta að því að samkeppni sé virk og vöruvöndun og verðlag sé eðlilegt. 

Það voru tímamót í baráttu neytenda þegar John F.Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti hélt ræðu á Bandaríkjaþingi árið 1962 og sagði þá: 

"Við erum öll neytendur. Þeir eru stærsti hagsmunahópurinn í landinu og þeir hafa áhirf á og verða fyrir áhrifum af næstum sérhverri efnahagsákvörðun opinberra aðila og einkaaðila. En þeir eru eini stóri hópurinn í efnahagslífi okkar, sem ekki getur komið fram sjónarmiðum sínum. Réttur neytenda felur í sér þessi atriði: Réttinn til öryggis. Réttinn til upplýsingar. Réttinn til að velja. Réttinn til að hlustað sé á sjónarmið þeirra."

Víða um heim hafa neytendur ekki enn náð fyrsta markmiðinu, en í okkar heimshluta hefur orðið mjög jákvæð þróun til hagsbóta fyrir neytendur. 

Fyrir um hálfri öld hóf ég starf í Neytendasamtökunum. Ástæða þess var raunar nokkuð skondinn. Ágætur vinur minn og mikill vinstri maður taldi nauðsynlegt að allt pólitíska litrófið ætti sér málsvara innan Neytendasamtakanna og fékk mig til starfa í samtökunum. Mér fannst þessi barátta bæði mikilvæg og nauðsynleg og enn frekar eftir því sem árin liðu. 

Ég var formaður Neytendasamtakanna þegar samtökin áttu 30 ára afmæli. Þá var aðstaða neytenda önnur en nú. Víðtæk ríkiseinokun var til staðar og ríkiseinokunarfyrirtækin voru oft í fararbroddi þeirra fyrirtækja, sem neytendur þurftu að eiga viðskipti við, sem tóku lítið tillit til óska og krafna neytenda. Síbrotafyrirtæki ríksins eins og við kölluðum það á þeim tíma tóku mikinn tíma í neytendastarfi. 

Á þeim tíma vantaði líka nánast alla löggjöf til að standa vörð um hagsmuni neyenda og eðlilegar umferðarreglur í viðskiptalífinu með tilliti til neytenda. Við borðumst í áratugi fyrir að ná fram sama lagaumhverfi og annarsstaðar í Evrópu, en tregðulögmál íslenskra stjórnmála og varðstaða um hagsmuni einokunarfyirtækja gerði þá baráttu erfiða. 

Það var ekki fyrr en við gengum í Evrópusambandið, sem að augu íslenskra stjórnmálamanna opnuðust fyrir því, að allt sem við höfðum sagt og barist fyrir var rétt og við höfðum dregist aftur úr á sviði varðstöðu um hagsmuni neytenda. 

Eitt lítið dæmi má nefna. Við börðumst fyrir því að sett yrði löggjöf um greiðsluaðlögun í tæp 30 ár áður en sú löggjöf varð að veruleika og þá í hruninu sem neyðarlöggjöf. Hefði verið hlustað á okkur á þeim tíma, hefði staðan verið betri og við betur undirbúin til að takast á við hamfarir hrunsins. 

Við þurftum að berjast fyrir mannsæmandi viðskiptaháttum varðandi landbúnaðarafurðir m.a. eina algengustu neysluvöruna, kartöflur, en netyendum var iðulega boðið upp á óæta og heilsuspillandi vöru þ.á.m. kartöflur og það þýddi ekkert að eiga við stjórnvöld. Þau stóðu með einokunarfyrirtækinu gegn neytendum. En svo fór að með samtakamætti höfðu neytendur sigur. 

Því miður hafa Neytendasamtökin ekki náð því að íslenskur lánamarkaður yrði sambærilegur og hann er í okkar nágrannalöndum. En þar er um áratugabaráttu að ræða. Sigur mun vinnast í því líka. En því miður hefur það gengið allt of hægt. 

Samtökin hafa eflst og dafnað. Að sjálfsögðu eru hæðir og lægðir í félagsstarfi frjálsra félagasamtaka og nú virðist vel staðið að málum í Neytendasamtökunum. Það eru hagsmunir íslenskra neytenda og meginforsenda öflugra samtaka er að sem flestir gerist félagar í Neytendasamtökunum. 

Neytendabarátta er spurning um mátt fjöldans til að gæta hagsmuna sinna og réttinda. Við skulum berjast fyrir þeim rétti hvar í flokki sem við stöndum. Því þó að neytendabarátta sé pólitísk barátta þá gengur hún þvert á flokkakerfið og við eigum öll að taka höndum saman um baráttu fyrir þessa hagsmuni okkar allra íslenskir neytendur. 


Valdstjórnin hlustar ekki á þá, sem fordjörfuðu fullveldinu.

Nýr flokkur í Hollandi, Bændaflokkurinn vann stórsigur í þingkosningunum í síðustu viku. Flokkurinn fékk um 20% atkvæða og er stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum Hollands. Það sýnir að flokkurinn höfðar ekki síður til borgarbúa en bænda.

Formaður flokksins Caroline van der Plas, segir að velgengni flokksins sé vegna þess að kjósendur séu að gera byltingu gegn ofurvaldi Evrópusambandsins (ES) og hvernig bandalagið beitir sér andstætt hagmunum fólks. Kjósendur í Hollandi voru að mótmæla reglum um loftslags- og umhverfismál, sem Evrópusambandið dælir út í meira mæli en nokkru sinni fyrr.

Engu skipti þó að ríkisstjórn Hollands hefði beðið ES um að draga úr kröfum á hendur Hollandi varðandi notkun nítrógens (tilbúins áburðar). Valdstjórn ES í Brussel fór sínu fram, sem fyrr gagnvart minni ríkjum bandalagsins.

Afleiðing þessara reglna ES varð sú að hætta varð framleiðslu á mörgum búum á kostnað skattgreiðenda. Þar er ekki verið að tala um smápeninga. Áætlaður kostnaður er um 25 þúsund milljónir Evra vegna loftslagstrúarbragðana bara vegna þessra reglna.

ES puðrar út fleiri nýjum reglum í umhverfismálum en nokkru sinni fyrr og andstaðan fer vaxandi. Úrslitin í Hollandi sýna vaxandi vantrú á loftslagspólitík EU. Þrátt fyrir að fleiri greiddu atkvæði í kosningunum nú en síðustu 30 árin og úrslitin séu skýr,telja hollensk stjórnvöld sig ekki geta breytt reglum um notkun nítrógen nema með leyfi frá Brussel.

Svona fer þegar þjóðríki tapa fullveldi sínu til báknsins í Brussel.

Evrópusinnar hér á landi ættu að horfa til þess sem er að gerast í ES og hvernig valdstjórnin í Brussel hagar sér gagnvart aðildarríkjunum.

Það er raunar merkilegt miðað við þá breytingu sem hefur orðið á ES að nokkur maður skuli telja það fýsilegt lengur fyrir íslenska þjóð að segja sig til sveitar í Evrópusambandinu.


Samtökin sem brugðust

Litið var á Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) sem virðingaverðustu stofnun heims árið 1945 eftir að sigurvegarar síðara heimsstríðs, Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin stóðu að stofnun SÞ. Væntingar til þessa nýja þjóðabandalags þjóða heims voru miklar.

Framan af stóðu SÞ sig að mörgu leyti vel. Í dag eru þær klúbbur 193 þjóðrikja, sem hópa sig saman í mismunandi hópa til að koma á framfæri eða ýta undir mismunandi skaðlega hagsmuni.Allt í nafni friðar og mannréttinda.

Stórþjóðirnar fara samt sínu fram og hafa alltaf gert með neitunarvald að vopni ef annað bregst.  

Þrátt fyrir að Sameinuðu Þjóðirnar hafi haft þá ímynd að vera fjölþjóðleg stofnun, sem sinnti siðrænum verkefnum og viðhorfum þá hefur það breyst. Ágætur maður orðaði það svo, að SÞ væri bandalag verstu ríkja heims, sem ættu það sameiginlegt að vera andstæðingar Vesturlanda og semja endalausar ályktanir um minnsta bleðilinn fyrir botni Miðjarðarhafsins, Ísrael. 

Mannréttindi hjá SÞ. eru ekki algild heldur gilda aðrar reglur fyrir Íslömsku ríkin. Mannréttindaráð SÞ er síðan sér kapítuli, en þar sitja m.a. Kína, Venesúela, Pakistan, Sómalía og Eritrea flottur félagsskapur það. 

SÞ. skiptir sér ekki af því að mannréttindi kvenna séu fyrir borð borin í stórum hlutum heimsins og hafa ekki skoðun SÞ. á beinu og óbeinu þrælahaldi í Saudi Arabíu og Flóaríkjunum. 

Því miður eru SÞ í dag dæmi um von, sem brást og samtökin geta ekki komist upp úr því hjólfari meðan hnignun Vesturlanda er slík, að þau eru ekki tilbúin til að standa vörð um þau gildi, grunnhugsjónir og framtíðarsýn framfara og hagsældar. Slíka yfirsýn höfðu þeir gerðu Churchill forsætisráðherra Breta og Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti á þeim tíma sem síðara heimsstríð var háð sem harðast fyrir tæpum 100 árum. 

Meðan innihaldið skortir verða SÞ. aldrei annað en vondar umbúðir allt of oft til hagsbóta fyrir þá sem síst skyldi. 


Hinn glöggskyggni framkvæmdastjóri

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna(SÞ), öfgasósíalistinn Antonio Guterres, sem setti fjárhag Portúgal á hausinn sem forsætisráðherra skrifaði furðulegan samsetning á alþjóðlega baráttudegi kvenna fyrir nokkru. 

Hann sagði: að það tæki 300 ár að ná fullu jafnrétti kynjana.(en láðist að segja hvort það yrði fyrir eða eftir hádegi þann dag) Þá talaði hann um ginnungagap  milli kynjana í vísinda og tæknigreinum. "Kísildalir heimsins ættu ekki að verða dauðadalir kvennréttinda" Síðan sagði frkv.stjórinn að konur á netinu  sættu kynferðislegri orðræðu og árásum. 

Athyglisvert að frkv.stjórinn skuli nefna tækningreinar sem helsta vandamál varðandi kvennabaráttu, þar sem hennar verður hvað síst vart. Hann nefnir ekki stöðu kvenna í Íslamska heiminum, þar sem konum er iðulega meinað að vinna og  sækja sér menntun. Hann nefnir ekki stöðu kvenna víða um Afríku og Asíu þar sem réttindi þeirra eru einskis metin og víðtækt mannsal og nánast þrælahald á sér stað. 

Miðað við aðstæður eru þessi orð aðalframkvæmdastjórans algert bull en honum ekki til mikillar skammar umfram það sem hann hefur þegar áunnið sér. 

Við hverju er að búast af manni, sem er búin á embættisferli sínum að gera eitt land nánast gjaldþrota. Hefur leitt algjöra hnignun SÞ á sínum embættisferli og gerði barnið Grétu Túnberg að leiðtoga lífs síns og helsta vísindagúru í loftslagsmálum. 

Einu baráttumála þessa manns er að vandræðast við Vesturlönd,að þau dragi ekki nógu mikið úr kolefnislosun og borgi ekki nógu mikla peninga til þróunarlandanna eins og t.d. Kína.

Þá hamast hann á því að reyna að troða sem flestum svonefndum hælisleitendum inn í Evrópu, en fer ekki fram á að löndin sem taka ekki við neinum slíkum eins og t.d. Saudi Arabía, Japan og Kína sýni einhvern lit. 

Það er ekki hægt að bjóða upp á það að frkv.stj. SÞ bulli um málefnin eins og hann gerir. En af því að bullið er svo augljóst varðandi orð hans um réttindabaráttu kvenna, þá er nauðsynlegt að vekja athygli á þeim til að fólk sjái hvað lítið þessi maður hefur í raun fram að færa. 

 


Hver gaf þeim umboð ?

Hópur fólks, sem segist tala fyrir hönd fólks frá Asíu mótmælir þeim rasisma, að leikendur í óperunni Madama Butterfly séu farðaðir, svo þeir líktust fólki af Japönsku bergi brotið.

Sviðslistafólk hefur um árahundruð notað gervi og farða við sýningar og ekki þótt tiltökumál eða bera vott um illar kenndir. Það er reynt að líkja eftir því sögusviði sem um er að ræða. 

Listamaðurinn Al Jolson, sem var hvítur á hörund farðaði andlit sitt dökkt á sýningum og hefur verið kallaður "the king of blackface performers" (eða konungur listamanna með dökkt andlit) Aldrei var það talið rasismi enda var woke(bull)fræðin hlegin í hel á þeim tíma. Nú er þessi bullfræði hér undir handleiðslu háskólafólks. 

En hverjir eru að mótmæla meintum rasisma við sýningar á Madame Butterfly? Fólk sem er sjálfskipaðir en algerlega umboðslausir fulltrúar Asíufólks á Íslandi. Til hverra sækir þetta fólk umboð sitt? Ekki til neinna. Umboðsleysið kom berlega í ljós, þegar um 20 manns af nokkur þúsund fólks af Asískum uppruna, sem hér býr mættu til að mótmæla hinum meinta rasisma. 

Þetta sýnir við hverju má búast hjá þjóð, sem er með stjórnlausan innflutning útlendinga, sem segjast vera hælisleitendur. Hætt er við að þjóðleg eining og samstaða verði þá ekki lengur fyrir hendi og allskyns fyrirbrigði komi fram og tali umboðslausir í nafni þessa eða hins hópsins og geri bull kröfur eins og í gær á grundvelli þess, að viðkomandi sé svo óskaplega móðgaður yfir því sem ekkert er nema tilbúningur. 

En þó umboðsleysið sé algjört og kröfurnar fáránlegar þá eru hefðbundnir fjölmiðlar tilibúnir til að færa bullið til almennings í landinu eins og þar fari einhver mektar hreyfing, sem nauðsynlegt sé að taka tillit til, þegar viðkomandi tala venjulega bara í nafni sjálfs sín.


mbl.is Mótmæltu er gestir gengu inn í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og lautinant Þorgerður vitnar

Í bókinni 1984 er greint frá því hvernig stjórnvöld reyndu að ná öllum tökum á hugsun tjáningu og hegðun fólks. Pólitískt nýmál var tekið upp til að auðvelda stjórnun á hugsun og tjáningu fólksins. Höfundur bókarinnar George Orwell hafði ekki hugmyndaflug til að setja inn í pólitíkst nýyrðasafn einræðisvaldsins, að tjáningarfrelsi væri hatursorðræða. Úr þessu hefur Katrín Jakobsdóttir bætt með þingsályktunartillögu um hatursorðræðu.

Tillagan gerir ráð fyrir viðamiklum ráðstöfunum til að koma í veg fyrir "hatursorðræðu" sem þó hefur ekki fengið viðhlítandi skilgreiningu. Menntun og fræðsla ríkisstarfsmanna og annara sem vilja ganga undir ok ritskoðunarinnar verður væntanlega á höndum lautinanta úr Vinstri grænum. Með því kemur vinnumáladeild VG sennilega þeim flokksmönnum, sem hafa ekki enn fengið vinnu hjá ríkinu í þægilega vellaunaða innivinnu við að fylgjast með hugsunum fólks með sama hætti og var í skáldverkinu 1984.

Í umræðum um málið á þingi nýverið lýstu þingkonur úr Pírötum og Samfylkingu fögnuði með þessa tilraun Katrínar til að vega að  tjáningarfrelsinu.

Þingkonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem undanfarið hefur samsamað sig með vinstrinu í íslenskri pólitík, Pírötum og Samfylkingunni skyldi lýsa yfir sérstökum fögnuði með þetta dáðríka framtak forsætisráðherra. 

Þorgerður ræddi um þá hættu sem fólki stafaði af hatursorðræðu hægri manna og lofaði framtak forsætisráðherra. Hún sagðist nálgast þetta mál frá "hægri". En þau orð í ræðu Þorgerðar sýna í raun ekkert annað en að flokksformaður Viðreisnar sér ekki handa sinna skil í pólitíska litrófinu.

Engin þingmaður tók til varna fyrir tjáningarfrelsið í umræðunni eða gerði athugasemdir.

Vonandi er til fólk á Alþingi, sem lætur ekki þessa "woke"(bull) hugmyndafræði forsætisráðherra ná fram að ganga. 


Jafnstaða kynjanna eru grundvallarmannréttindi

Þau lönd sem virða jafnstöðu karla og kvenna hafa það best stjórnarfarslega, efnahagslega. Þau lönd sem takmarka réttindi kvenna og meina þeim jafnvel að læra eða vinna hafa það verst stjórnarfarslega og efnahagslega.

Þessar staðreyndir eru kunnar, en þær þjóðir sem eru þjakaðar af hugmyndafræði Íslam, búa undantekningarlítið við þessar mannréttindaskerðingar, skort á lýðræði og efnahagsleg bágindi nema í þeim undantekningartilfellum, þar sem náttúruauðlindir hafa skapað drottnandi auð einræðisherra þeirra landa.

Í janúar var Mursal Nabizada fyrrverandi þingmaður í Afganistan, skotin til bana á heimili sínu í Kabúl. Mursal var baráttukona fyrir réttindum kvenna og ákvað að vera áfram í landinu eftir að Talibanar tóku völdin 2021. Ríkisstjórnin hefur stöðugt þrengt að réttindum kvenna í landinu og reyna að koma í veg fyrir að konur sæki skóla. 

Sama er uppi á teningnum í þursaveldinu Íran. Eitrað hefur verið fyrir konum, sem sækja skóla. Ung kona var tekin af lífi af lögreglunni í Íran fyrir að hylja ekki hár sitt og neita að bera ímynd karlakúgunarinnar og réttleysis kvenna blæjuna og handklæðið.

Að sjálfsögðu eigum við að berjast fyrir jafnstöðu karla og kvenna. Kynin eru tvö og það er ekkert sem réttlætir að annað kynið hafi réttindi umfram hitt. Á sama tíma og við virðum mismun kynjana, þá ber að virða jafnstöðu þeirra.

Sótt hefur verið að réttindum kvenna í nokkrum vestrænum löndum að undanförnu með næsta sérkennilegum hætti. Lög um svonefnt kynbundið sjálfræði hafa verið lögfest og hafa haft slæm áhrif varðandi réttindi kvenna og valdið því að konur hafa verið beittar kynbundnu ofbeldi af þeim sem hafa skráð sig sem konur án þess að vera það.

Þessa löggjöf fáránleikans verður að afnema. 

Á undanförnum árum hafa ýmsir stjórmálamenn bullhugmyndafræðinnar átt erfitt með að skilgreina hvað felst í orðinu "kona". Það þurfti heimsfrægan barnabókarhöfund til að benda á einfaldar líffræðilegar staðreyndir varðandi kynin tvö,  svo hluti stjórnmálastéttarinnar þyrði að koma fram og viðurkenna staðreyndir og hafna bullfræðunum. 

Hluti af réttindabaráttu kvenna á Vesturlöndum er því og verður fólgið í því að augljósar staðreyndir varðandi kynin séu viðurkennd og bullfræðinni hafnað. Jafnframt því að við sækjum fram til að tryggja kynjunum aukna jafnstöðu og eyðum öllum kynbundnum mun í löggjöf og launakjörum. 

Það er verk að vinna og mikilvægast er að berjast af hörku fyrir því að málssvarar þursaveldanna geti ekki haldið áfram að meina konum að njóta lágmarksmannréttinda á við karla og réttindi kvenna verði ekki skert með ruglhugmyndafræði varðandi kynin.

 

 


Lindarhvoll

Af hverju má ekki birta skýrslu Sigurðar Þórðarsonar fyrrum ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols. Því hefur verið haldið fram, að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuplagg, en það skiptir í sjálfu sér engu máli.

Hvaða hagsmuni er verið að vernda með leyndarhyggjunni? Eðlilega verður fólk tortryggið þegar málefni Lindarhvols fást ekki rædd með eðlilegum hætti.

Ef engar markveðar upplýsingar eru í skýrslu Sigurðar, þá þarf ekki að ræða það frekar eftir að hún hefur verið birt. Ekki ætti þá að vera ástæða til að birta ekki skýrsluna. Séu hinsvegar mikilsverðar upplýsingar í skýrslunni þá er eðlilegt að um það verði rætt á lýðræðislegum vettvangi. Skýrslan á erindi til fólks í lýðræðisríki. 

Lindarhvoll hefur og er að sýsla með gríðarlega fjármuni og eignir  ríkisins. Ekki hefur verið gerð grein fyrir hvaða ráðstafanir voru gerðar varðandi sölu eigna, hvernig kaupendur voru valdir. Hvort þess hafi verið gætt að hámarka verð hins selda og þá með hvaða hætti. Einnig hvaða þóknanir voru greiddar og hverjum. 

Öll þessi atriði þarf að upplýsa. 

Sjálfstæðisflokkurinn á að vera og þarf að vera í fararbroddi um upplýsingagjöf og opið lýðræðislegt þjóðfélag.  Flokkurinn má ekki takmarka upplýsingagjöf til almennings og standa vörð um leyndarhyggju hvorki varðandi Lindarhvolsmálið né önnur mikilsverð mál sem varða stjórnsýslu ríkisins eða henni tengt. 

  


Hræðum alla upp úr skónum

Enski heilbrigðisráðherrann í byrjun Kóvíd vildi hræða almenning upp úr skónum til að geta beitt fólk hvaða harðræði sem hann teldi nauðsynlegt (frighten the pants of everyone-hræða alla úr buxunum). 

Heilbrigðisráðherrann og aðgerðarhópur hans,vildi hræða fólk til hlýðni við yfirvöld. Hann var líka með ráðagerðir um að reka vísindamenn sem töldu Kóvíd ekki svo ýkja hættulegt almennri lýðheilsu. 

Til viðbótar þessu var rætt um að tilkynna um ný Kóvíd afbrigði þegar á þyrfti að halda til að halda óttanum við og gera yfirvöldum kleyft að svipta borgarana grundvallarmannréttindum. 

Stórblaðið Daily Telegraph(DT)upplýsir á degi hverjum, hvernig var unnið markvisst af yfirvöldum, að magna upp ótta og dreifa falsfréttum til að tryggja,að yfirvöld gætu farið sínu fram og meirihluti fólks mundi samþykkja og styðja afnám mannréttinda. 

Vonandi verður svona úttekt unnin hér á landi. Veirutríóið okkar kom fram á degi hverjum í áróðursþætti í sjónvarpi, sem var á þeim tíma það vinsælasta. Það  boðaði þann heina sannleik, sem heimilaður var á þeim tíma. Í dag vitum við,  að þar var ekki alltaf settar fram vísindalegar staðreyndir heldur iðulega getgátur, sem voru ætlaðar til að fá fram ákveðin viðbrögð almennings og yfirvalda. 

Alþingi var tilbúið að dansa eftir pípu sóttvarnarlæknis og breyta lögum í samræmi við það sem hann óskaði vegna þess að hér eins og í Bretlandi hafði boðskapur óttans tekið völdin. Mannréttindi fólks mátti skerða "í þágu vísindana" sem reyndust síðan vera engin vísindi eða jafnvel vafasöm. Engin stjórnarandstaða var til í málinu sem spurði krefjandi eða óþægilegra spurninga.

Það skiptir máli í  lýðræðislegu  þjóðfélagi að fá allar upplýsingar sem máli skipta hvort sem er í þessu máli eða máli Lindarhvols. Leyndarhyggja á ekki að líðast í samfélagi sem byggir á því að teknar séu upplýstar ákvarðanir á lýðræðislegan hátt.

Aðgerðir sem gripið var til vegna ráðlegginga heilbrigðisyfirvalda kostuðu þjóðarbúið hundruð milljarða.

Þær aðgerðir yfirvalda er ekki hægt að réttlæta lengur í Bretlandi. 

Hvernig ætlum við að tryggja það í framtíðinni, að mannréttindi verði virt og stjórnmálamenn og almenningur fái réttar upplýsingar frá yfirvöldum en verði ekki hræddur upp úr skónum með falsfréttum, af því að yfirvöld vilja afnema mannréttindi og beita borgarana því harðræði sem þeir vilja ná fram.

Það er mikilvægasta spurningin.


Auðvaldið og formaður Eflingar.

Í gær hélt formaður Eflingar fund í Iðnó, þar sem ýmis orð féllu um baráttuna gegn "auðvaldinu." Af ýmsu má ráða ekki síst orðum formannsins Sólveigar Önnu, að baráttan nú sé barátta gegn "auðvaldinu." 

Í kjölfar mótmælafundarins í Iðnó gegn "auðvaldinu" hélt Sólveig Anna með halarófuna í eftirdragi til að mótmæla fyrst við Alþingishúsið og síðan við stjórnarráðið þar sem formaður VG hefur skrifstofur og er e.t.v. að mati Sólveigar Önnu fulltrúi og holdgervingur "auðvaldsins."

Verður helst ráðið að Sólveig Anna og halarófan telji auðvaldið sitji helst í fleti fyrir á Alþingi og stjórnarráði, sem löggjafarvald og framkvæmdavald, þar sem þessir aðilar eiga enga aðild að yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og SA

Ef til vill væri rétt að settur ríkissáttasemjari, sá ágæti maður, gerði formanni Eflingar grein fyrir því um hvað kjaradeila snýst og við hverja er að semja fyrst hún virðist komin út um víðan völl í baráttu gegn "auðvaldinu" frekar en bættum kjörum eigin félagsmanna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 123
  • Sl. sólarhring: 164
  • Sl. viku: 3165
  • Frá upphafi: 2511908

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 2944
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband