Færsluflokkur: Fjármál
20.3.2024 | 08:50
Banki allra landsmanna
Ánægjulegt að Þórdís fjármálaráðherra skuli hafa brugðist við til að reyna að koma í veg fyrir kaup "banka allra landsmanna" Landsbankans á tryggingarfélagi. Það voru hins vegar vonbrigði að hún skyldi telja það rétt, að fjármunir til kaupanna gengju í þess stað til þess að fjármagna óhófseyðslu Ríkisins.
Af hverju ætti Landsbankinn að fjárfesta í tryggingarfélagi? Ekki getur það verið til að rekstur bankans verði betri og skilvirkari hvað þá að viðskiptavinir bankans njóti þess.
Í stað þess að Landsbankinn reki áhættusama fjárfestingastefnu að hætti íslenskra fjármálafyrirtækja fram að Hruni,þá væri eðlilegra að ríkisbankinn einbeitti sér að þjónustu við almenning í landinu m.a. með því að stuðla að betra lána- og vaxtaumhverfi fyrir viðskiptavini sína.
Taka má undir með þeim sem hafa gagnrýnt stjórnendur Landsbankans fyrir að vanrækja eðlilegt samráðsferli við hluthafa bankans, en framganga stjórenda bankans í því efni er óafsakanleg. Að sjálfsögðu bar yfirstjórn Landsbankans að greina hluthöfum og Bankasýslu með formlegum hætti um fjárfestingu í fyrirtæki á samkeppnismarkaði upp á tæpa 30 milljarða. Það hefði verið mannsbragur af því ef Kristrún Frostadóttir hefði undirstrikað það í stað þess að vera með orðhengilshátt í Kastljósi í gærvköldi.
Rétt væri að sú stefna yrði mótuð varðandi Landsbankann, að hann verði þjónustubanki fyrir viðskiptavini sína, en vogunarsjóðsdeild uppkaupa og sölu að hætti útrásarvíkinga árið 2007 ásamt yfirstjórn bankans yrði seld og/eða útvísað til þeirra sem vilja reka slíka starfsemi.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2024 | 10:39
Ábyrgð stjórnmálamanna
James Madison 4.forseti Bandaríkjanna, einn þeirra sem undirritaði sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjana sagði:
Við höfum enga engla sem stjórna okkur, heldur metnaðargjarnar konur og karla,sem hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni. Við verðum að takmarka stærð ríkisins til að hafa eftirlit með því hvernig þau beita valdi sínu. Við þurfum líka lýðræðislegt eftirlit til að kjörnir fulltrúar þurfi að sýna og axla ábyrgð gagnvart fólkinu sem þeir eiga að þjóna."
Því miður höfum við ekkert slíkt eftirlit og þessvegna fara metnaðarfullu karlarnir og konurnar sínu fram.
Var nokkru sinni borið undir kjósendur hvort rétt væri að greiða milljarða til Afganistan og Gaza þar sem í hermdarverkasamtök stjórna í báðum tilvikum. Hafa kjósendur samþykkt að greiða milljarða í loftslagsskatta.
Hafa skattgreiðendur einhverntíma samþykkt að endurgreiða 35% af öllum kostnaði við kvikmyndatökur erlendra og innlendra aðila
Síðast en ekki síst hafa skattgreiðendur samþykkt að greiða 20 milljarða vegna erlends förufólks á forsendum fáránleikans.
Svo er e.t.v.eðlilegt að spyrja hvort að ráðherrar þess flokks sem kenndi sig við frjálst framtak séu á réttri braut þegar fjármálaráðherra krefst ríkisvæðingar hluta Heimaeyjar og Góðmálaráðherrann leggur til að einkaskólar verði ríkisvæddir.
Ríkishyggja Sjálfstæðisflokksins er því miður slík, að vörn skattgreiðenda er nánast engin á Alþingi. Það er því skortur á því lýðræðislega eftirliti með störfum stjórnmálafólks, sem James Madison talar um að sé nauðsynlegt til að vernda borgara landsins og eigur þeirra fyrir metnaðargjörnum stjórnmálamönnum.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2024 | 08:03
Ábyrgðin er þín Guðrún
Guðmundur Ingi Guðmundsson varaformaður VG og félags og vinnumarkaðsdáðherra bendir réttilega á í Mbl.um helgina, að dómsmálaráðherra,sem beri ábyrgð á löggjöf um hælisleitendur. Jafnvel þó að Vinstri Grænir (VG) þvælist fyrir setningu haldbærrar löggjafar í málinu, þá er það samt fagráðherrann sem ber ábyrgðina.
Sé stefna ríkisstjórnarinnar önnur en fagráðherrans, þá á viðkomandi ráðherra þann eina kost að segja af sér og gera grein fyrir að nauðsynlegar úrbætur í málaflokknum náist ekki fram í þessari ríkisstjórn eða bera ábyrgðina á óstjórninni ella.
Þetta er sú einfalda viðmiðun og hinn járnharði veruleiki.
Nú þegar við blasir, að stjórnleysi ríkir á landamærunum og við höfum tekið við fleiri hælisleitendum frá Palestínu en öll hin Norðurlöndin til samans þá verður að bregðast strax við og loka landamærunum af því að komið er fram yfir þolmörk. Í slíku ástandi er glapræði að ætla að flytja á annað hundrað Palestínu fólks til viðbótar til landsins. Það má ekki gerast það er óásættanlegt eins og ástandið er á Íslandi í dag.
Íran er landið sem á að taka við fólki á flótta vegna aðgerða sem þeir stóðu fyrir.
Guðrún Hafsteinsdóttir sem er dugandi og vaxandi stjórnmálamaður og mikið foringjaefni,verður strax að huga að því, að það er hennar að stjórna og axla ábyrgðina á þessum málaflokki og gera þær nauðsynlegu ráðstafanir sem verður að gera, sem er að ná stjórn á landamærunum eða segja af sér ella náist ekki fram nauðsynlegar úrbætur í ríkisstjórninni þegar í stað.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2024 | 10:20
Lausatökin eru víða
Í Kastljósi í gærkveldi, þar sem Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fór á kostum, kom fram að Ísland sendir marga og mikla styrki eftirlitslaust í meinta mannúðar aðstoð á Gasa svæðinu.
Tvo milljarða hafa stjórnmálamenn tekið af íslenskum skattgreiðendum til að greiða til einhverra móttakenda á Gasa. Þessa peninga greiðum við væntanlega Hamas og e.t.v. Al Fatah og þurfum að taka þá að láni. Að Ísland skuli greiða mest allra miðað við fólksfjölda í þessa meintu mannúðaraðstoð, sýnir bruðl og óráðssíu stjórnmálastéttarinnar, sem verður að stöðva.
Íran hefur sent gríðarlega fjármuni til Hamas samtakanna undanfarinn ár í því skyni, að þeir drepi sem flesta Ísraelsmenn. Íranir viðurkenna sjálfir að greiða um 17 milljarða íslenskra króna á ári í þessu skyni. Sumir halda því fram, að stuðningur Íran við Hamas sé líklega nær 170 milljörðum.
Íran lagði á ráðin með Hamas um hryðjuverkin í Ísrael 7. október og fjármagnar Hamas, Hissbollah, Houti sem og ýmsar aðrar hryðjuverkasveitir sem hafa það meginmarkmið að strika Ísrael út af landakortinu og drepa alla Gyðinga. Er ekki rétt að þeir takist á herðar afleiðinga gerða sinna og taki við hælisleitendum frá Gasa og sinni nauðsynlegri mannúðaraðstoð.
Stóra spurningin er samt af hverju er Ísland að greiða mest allra hlutfallslega. Já meira en vellríku ólíuríkin í Arabíu.
Hver ber eiginlega ábyrgð á þessu?
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2024 | 10:50
Bruðlið gengur ekki við þessar aðstæður
Þegar þetta er skrifað liggur ekkert fyrir um að stefnumótun sé í gangi hjá ríkisstjórninni og til hvaða ráða skuli grípa, til að gera Grindvíkinga jafnsetta og hefðu þeim ekki verið gert að yfirgefa hús og heimili vegna náttúruhamfara.
Í pistli mínum fyrir nokkru kom fram sú hugmynd, að ríkissjóður kaupi á markaðsverði, húseignir þeirra Grindvíkinga sem vilja selja. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þegar tekið undir þá hugmynd.
En það er ekki nóg að bæta íbúum Grindavíkur efnahagslegt tjón, það verður líka að gæta þess, að þeir njóti þeirra kosta, sem aðrir íbúar þessa lands njóta m.a. varðandi nám,atvinnu, heilbrigðisþjónustu og annað sem gerir velferðarþjóðfélag að velferðarþjóðfélagi.
Allt kostar þetta mikið fé og hvar á að taka þá fjármuni þegar óráðsstjórnin sem nú situr hefur rekið ríkissjóð með bullandi halla undanfarin ár auk þess að stela peningum og tæma þá hamfara- og neyðarsjóði sem ákveðnar og jafnvel markaðar skatttekjur hafa runnið til. Þeir sem þannig hafa ráðslagað verða að taka út sína refsingu í næstu kosningum, en nú er verkefnið að gæta þess að ríða ekki hagkerfinu á slig vegna þess mikla kostnaðar sem nauðsynlegt er að mæta vegna náttúruhamfarana við Grindavík.
Þá er fyrst til að taka að við verðum að taka fyrir bruðl og óráðssíu og fresta því sem litla og jafnvel enga þýðingu hefur eða er óðs manns æði að sinna meðan ástandið er með þeim hætti sem það er.
Væri ekki ráð að hætta öllu fjasi um langstærsta draum Dags borgarstjóra, Borgarlínuna, sem ekki verður séð að leysi neitt á næstu árum. Þarf að eyða peningum í skoðun á flugvelli við Hvassahraun? Er ekki nauðsyn að loka landinu fyrir hælisleitendum meðan þetta ásand varir og milljarðar sparaðir með því? Er afsakanlegt að við greiðum milljarða vegna meintrar hlýnunar jarðar á þessum tímum? Hvað með utanríkisþjónustunni eða ósiðleg sjálftöku stjórnmálaflokkana á styrkjum til sín úr ríkissjóði og ofurlaun stjórnmálamanna, þarf ekki að spara þar?
Þegar við grípum til aðgerða eins og nauðsynlegar eru við þessar aðstæður þá kosta þær mikla fjármuni. Við eigum ekki að láta morgundaginn greiða kostnaðinn fyrir okkur í núinu eins og ríkisstjórnin hefur gert til þessa í algjöru hagfræðilegu glóruleysi sem hefur orsakað verðbólgu og ástand sem er að ríða bæði fasteignamarkaðnum og fjárhag heimilanna á slig.
Lengra verður ekki gengið í ábyrgðarleysinu. Það verður að bregðast við af ábyrgð og festu og aldrei gleyma því að okkar eigin landsmenn sem verða fyrir hnjaski af völdum óblíðrar náttúru eiga að fá að njóta kosta velferðarsamfélagsins, en hlaupastrákar og gæluverkefni verða að bíða meðan leyst er úr bráðavanda þeirra sem bæði eiga það skilið og þjóðfélaginu ber skylda til að standa við bakið á.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2023 | 11:29
Hótel fyrir heiminn
Svo virðist, sem íslensk stjórnvöld telji eðlilegt að Ísland verði hótel fyrir allan heiminn.
Laugardaginn 16.des.s.l. samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust, að veita 20 manns þar af 16 múslimum ríkisborgararétt, sem áttu ekki rétt á því skv. almennum reglum og hafði verið hafnað. Slíkar geðþóttaákvarðanir stjórnmálamanna eru ólíðandi og ósiðlegar. Engin rök voru færð fyrir því að ógilda niðurstöðu stjórnsýslunnar með þessum hætti.
Fjöldi fólks af erlendum uppruna hefur vaxið gríðarlega hratt undanfarin ár og fólk af erlendu bergi brotið er nú álíka margt og í Svíþjóð og þykir það ærinn fjöldi þar og skapar margvíslegan vanda, en hér má ekki tala um það.
Við erum fá og það er ljóst að þegar í stað verður að sporna við þessari óheillastefnu ef íslenska þjóðin á ekki að glata menningu sinni, tungu og gildum sem sérstök sjálfstæð þjóð.
Hótelið sem íslenska ríkið rekur í hælisleitendamálum er sérstakt að því leyti að þar þurfa gestirnir ekki að borga heldur fá borgað auk ríflegra vasapeninga, læknisaðstoðar o.s.frv. Sé hótelgestunum vísað burtu eru þeir iðulega komnir aftur nokkrum dögum seinna í áframhaldandi hóteldvöl.
Íslenskir skattgreiðendur borga allan kostnað af rekstri hótelsins. En þar sem óábyrg ríkisstjórn afgreiðir fjárlög ár eftir ár með methalla, þá kemur það í hlut barnanna okkar að greiða þennan hótelkostnað og kostnað af fjölda fólks á ríkisframfæri, sem er reynsla nágrannaríkjanna af allt of mörgum múslimskum innflytjendum og íbúum.
Þjóðvinir geta ekki horft upp á þetta aðgerðarlausir heldur verða að bregðast við. Atkvæðagreiðslan á Alþingi 16.des.s.l. sýnir að við erum með óábyrga stjórnmálastétt, sem hugar ekki að þjóðarhag heldur dansar þann hrunadans sem Svíar þekkja orðið svo vel. Vítin eru til að forðast þau en ekki til að falla lóðbeint ofan í þau eins og íslensk stjórnvöld stefna að.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2023 | 09:12
Gjörðu svo vel
Í gær var frétt í sjónvarpinu um myndarlegan styrk hins opinbera til að viðhalda listsköpun í Tjarnarbíó. Í dag er fjallað um víðtækar styrkveitingar Reykjavíkurborgar til ýmissa einkafyrirtækja á sviði "menningar og listsköpunar".
Menntamálaráðherra réttir einkafyrirtækjum í fjölmiðlun myndarlega styrki og þá er ótalinn heimsmethafinn í opinberum fjárstuðningi Ríkisútvarpið.Engu máli skiptir hve illa RÚV er rekið alltaf skulu fjárhirslur ríkisins opnaðar fyrir RÚV.
Allt er þetta gott og blessað í Ráðstjórnarríki, þar sem miðað er við að hið opinbera hafi með listsköpun, félagsstarfsemi og fjölmiðlun að gera. En í ríki sem byggir á frjálsri samkeppni og framtaki einstaklingsins, þá er verið að gefa vitlaust. Þóknanlegir aðilar njóta styrkja á meðan aðrir, sem gætu jafnvel gert enn betur hafa ekki samkeppnishæfan grundvöll til að starfa á vegna styrkja hins opinbera til samkeppnisaðila.
Í frjálsu ríki er viðmiðunin að skattar séu lágir og fólkið ákveði sjálft hvað það vill gera við peningana sína í stað þess að stjórnmálamenn taki þá af þeim og ráðskist með þá.
Eðlilega krafan er að lækka skatta til að fólk ráði meira hvernig það vill verja peningunum sínum þ.á.m. hvort það vill vera áskrifandi að RÚV eða ekki. Það er ósamrýmanlegt ríki einstaklingsfrelsisins og frelsi borgaranna, að þvinga fólk til að vera áskrifandi að fjölmiðli og taka peninga fólksins til að halda sumri starfsemi gangandi á kostnað frjálsrar samkeppni.
Hvernig væri að leyfa einstaklingnum að ráða og lækka skatta svo einstaklingurinn gæti valið hvaða fjölmiðil eða listsköpun sem hann vill? Fyrsta skrefið er að losa þá sem það vilja undan oki RÚV.
Hvernig væri að Sjálfstæðisflokkurinn raungerði þá stefnu sína að stuðla að einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2023 | 09:38
Engir peningar í bankanum
Fyrir margt löngu tók ég út gjaldeyri þegar ferð var heitið til Kanaríeyja. Hluta gjaldeyrisins var ekki eytt og því settur í geymslu til magrari ára þ.á.m. 500 evru seðill.
Ég tók þennan sparnað með mér til Spánar í haust. Almennir viðskiptaaðilar vildu ekkert hafa með seðilinn að sýsla enda um háa fjárhæð að ræða.
Ég fór því næsta banka á Spáni, en þar var mér sagt að þar á bæ sýslaði fólk ekki með peninga það væri gert í útibúi í miðbænum.
Þegar ég kom í nefnt útibú í miðbænum og bað um að 500 evru seðlinum mínum væri skipt í 50 evru seðla, sagði starfsmaður að ekki væri sýslað með peninga eftir kl. 11 þar á bæ og þar sem klukkan var rúmlega eitt, varð ekkert við því gert.
Óneitanlega skondið að fara milli bankaútibúa og upplifa að peningaviðskiptum eða fyrirgreiðslu sé hafnað þar sem ekki væri sýslað með peninga í bankanum.
Ég tók því peningaseðilinn víðförla með mér heim og fékk honum greiðlega skipt í Íslandsbanka.
Mér datt af gefnu tilefni í hug sagan af milljón dollara manninum, sem hafði ávísun upp á slíkt og það opnaði honum allar dyr til lánsviðskipta annað en ég með 500 evru seðilinn minn, sem engin vildi líta við, en ekki reyndi á möguleika til lánsviðskipta á grundvelli eignarhaldsins á seðlinum.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.11.2023 | 11:41
Bankarnir, ráðherrann og lausnirnar.
Húseigendur í Grindavík eru tryggðir fyrir tjóni vegna jarðskjálfta og eldgosa skv. lögum nr. 55/1992 um Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Þrátt fyrir það reynir bankamálaráðherra að slá pólitískar keilur á Alþingi með óræðum kröfum á hendur lánastofnana um aðgerðir þegar boltinn er hjá henni um að móta tillögur um lausn vandans í núinu.
Á endanum þarf Náttúruhamfaratrygging Íslands að greiða húseigendum í Grindavík nánast fullar bætur vegna þess tjóns sem þeir kunna að verða fyrir.
En þá er spurningin um millibilsástandið? Eðlilegast er að ráðherra bankamála komi með tillögur í því efni, það er hennar hlutverk og hún verður að gera sér það ljóst. Lánastofnanirnar ættu hins vegar þegar í stað að gera samninga við húseigendur í Grindavík um að ekki verði innheimtar afborganir og vextir af húsnæðislánum í Grindavík meðan óvissuástandið er Aðkoma að því samkomulagi þarf bankamálaráðherra og stjórn Náttúruhamfaratrygginga að eiga.
Það er ljótt að hræða fólk í vanda. Grindvíkingar eru núna í miklum og margvíslegum vanda og stjórnvöld sem og aðrir eiga að vinna að eðlilegum jákvæðum lausnum í stað þess að bulla á Alþingi. Það ber alltaf að leysa málin á grundvelli þess velferðar- og tryggingarkerfis sem er fyrir hendi annað væri ósæmilegt.
Ræða eftirgjöf og niðurfellingu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.11.2023 | 09:05
Hvergi skal undan látið
Ríkisstarfsmönnum hefur fjölgað um meir en 20% í tíð ríkisstjórnarinnar. Vandséð er að aðrir flokkar hefðu getað staðið verr að málum varðandi útþennslu ríkisbáknsins og aukningu opinberra skulda, en þeir sem skipa ríkisstjórnina.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá meginstefnu að draga úr ríkisumsvifum og ríkisútgjöldum, en auka athafnafrelsi einstaklingsins til að tryggja sem besta lífsafkomu í landinu.
Þrátt fyrir þessa stefnu Sjálfstæðisflokksins hafa ríkisútgjöld aukist gríðarlega og umsvif ríkisins í tíð ríkisstjórnarinnar. Ekki tjóir að kenna samstarfsflokkunum um, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með fjármálastjórnina allan tímann með formann sinn sem fjármálaráðherra og nú varaformann, sem á þó eftir að láta til sín taka og sýna hvað í henni býr.
Sú hugsun virðist gleymd að stjórnmálamenn eru alltaf að fara með fjármuni annars fólks og þeim ber skylda til að gæta þess vandlega. Hvað skýrast kom þessi gleymska fram í viðhorfi formanns BSRB fyrir nokkru þegar hún sagði, að ríkissjóður væri ekkert heimilisbókhald og því væru engin tormerki á því að auka enn hallarekstur ríkissjóðs með myndarlegri framlögum til tekjuauka fyrir hálaunafólk í röðum félags hennar.
Samband íslenskra samvinnufélaga var stærsta fyrirtæki landsins og þar var ekki fylgt lögmálum heimilisbókhaldsins. SÍS fór í raun á hausinn vegna þess að grundvallarreglur heimilisbókhalds eru alltaf til staðar. Sama var um Baug, umsvifamesta fyrirtækis landsins um árabil, sem endaði með þúsund milljarða gjaldþroti.
Ríkissjóður lítur sömu lögmálum þegar upp er staðið. Auknar lántökur og hallarekstur ríkissjóðs í núinu leiða til hækkunar skatta í framtíðinni. Þetta eru óumflýjanlegu efnahagslömál, sem aldrei er hægt að komast framhjá.
Það er heldur ekki hægt að komast framhjá því óumflýjanlega að mikill hallarekstur ríkisins, sem fjármagnaðar eru með lántökum leiðir til verðbólgu.
Spurningin fyrir forustu Sjálfstæðisflokksins núna er hvaða leið hún vill fara. Vill hún fylgja stefnu flokksins um að takmarka ríkisútgjöld og auka svigrúm og athafnafrelsi einstaklinganna? Eða ætlar hún að halda áfram þeirri stefnu sem nánast öll stjórnmálastéttin virðist sammála um, að dansa sem lengst í kringum gervi gullkálf sýndarveruleikans?
Sé svo, þá þarf Sjálfstæðisflokkurinn annað hvort að breyta um grundvallarstefnu eða um forustu.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 102
- Sl. sólarhring: 1282
- Sl. viku: 5244
- Frá upphafi: 2469628
Annað
- Innlit í dag: 95
- Innlit sl. viku: 4803
- Gestir í dag: 95
- IP-tölur í dag: 95
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson