Færsluflokkur: Fjármál
27.3.2014 | 12:39
Forseti ASÍ á móti skuldaleiðréttingu
Forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson ber mesta ábyrgð á því að verðtryggingin var ekki tekin úr sambandi í október 2008. Þá hamaðist hann gegn því eins og grenjandi ljón allt til að hægt væri að breiða yfir 500 milljarða tap lífeyrissjóðanna. Þessi afstaða Gylfa Arnbjörnssonar leiddi til þess að stór hluti fólks sem var að reyna að eignast eigin íbúð horfði á lánin hækka og hækka þangað til að ekkert varð eftir og eigið fé fólksins hvarf. Ranglát verðtrygging stal því í samræmi við tillögur Gylfa Arnbjörnssonar.
Gylfi Arnbjörnsson þessi helsti sporgöngumaður Jóhönnu Sigurðardóttur í öllum sýndartillögum um skuldaleiðréttingu sem síðasta ríkisstjórn kynnti ætti að kunna að skammast sín og viðurkenna að hann hefur öðrum fremur unnið fyrir fjármagnseigendur en gegn hagsmunum venjulegra Íslendinga.
Þegar ríkisstjórnin kynnir tillögur um almenna skuldaleiðréttingu vegna þess forsendubrests sem varð vegna þess að fylgt var tillögum Gylfa Arnbjörnssonar um að halda verðtryggingunni óbreytti þrátt fyrir bankahrun, telur þessi Gylfi sér sæma að hamast gegn þessum tillögum.
Garmurinn hann Ketill, Árni Páll Árnason fetar dyggilega í fótspor þessa Skugga Sveins og jarmar með sama hætti gegn tillögum ríkisstjórnarinnar. Árni Páll, þessi fyrrum félagsmálaráðherra virðist ekki muna að hann hafði það í hendi sér að koma með raunhæfar tillögur á sínum tíma en gerði það ekki.
Þeir Gylfi Arnbjörnsson og Árni Páll Árnason eiga það sameiginlegt að muna ekkert en hafa samt engu gleymt.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2014 | 17:52
Núna.
Frosti Sigurjónsson alþingismaður vill afnema verðtryggingu á neytendalánum strax. Að sjálfsögðu á að gera það sé ætlunin að afnema hana á annað borð. Þess vegna var með ólíkindum að skipuð skyldi nefnd í málið í stað þess að lagafrumvarp yrði gert um afnám verðtryggingar á neytendalánum.
Stjórnarflokkarnir höfðu báðir markað sér þá stefnu að verðtryggingu á neytendalánum bæri að afnema. Það kann því ekki góðri lukku að stýra að fá eitthvað fólk úti í bæ til að taka sér marga mánuði til að boða eitthvað allt annað en stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu.
Afskipti stjórnmálamanna af lánamálum hafa sjaldnast verið til góðs. Þó getur myndast sú staða á markaðnum að nauðsyn beri til að vernda veikari aðilann í fjármálaviðskiptum, neytandann, en það hefur heldur betur ekki verið gert. Hingað til hafa stjórnmálamenn ráðslagast í þessum málum með þeim afleiðingum að íslenskir neytendur eru í hópi skuldugusta fólks Norðan Alpafjalla.
Verðtryggðu lánin voru búin til af stjórnmálamönnum og eru óhagkvæmustu neytendalán sem þekkjast. Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna sem er gjörsamlega óraunhæf var búin til af stjórnmálamönnum og lífeyrisaðlinum. Þar var líka vegið að hagsmunum hins veikari, neytandans, í fjármálaviðskiptum og fjármálafyrirtækjum tryggðir hærri vextir en almennt gerist í okkar heimshluta.
Þrátt fyrir það er vörnin sterk fyrir þessari óhæfu og því er haldið fram m.a. af verðtryggingaraðlinum í ASÍ að með afnámi verðtryggingar yrði heldur betur vá fyrir dyrum vegna þeirra gríðarlegu vaxtahækkunar sem mundi fylgja í kjölfarið og aukinnar greiðslubyrðar í upphafi lánstíma.
En er það þannig? Ef einhver staðreynd er til varðandi peningamarkaðinn þá er hún sú að þeim mun meira framboð sem er á peningum þeim mun lægra verð er á þeim. Verðið á peningum eru vextir. Óverðtryggð húsnæðislán í nágrannalöndum okkar bera nú iðulega lægri vexti en verðtryggð íbúðarlán hér. Óhagkvæm lánakjör á Íslandi eru ekki náttúrulögmál eins og hagfræðingur ASÍ og meirihluti verðtryggingarnefndarinnar virðast telja.
Verðtryggingin og vaxtaokrið er afleiðing af mistökum stjórnmálamanna við lagasetningu til hagsbóta fyrir þá fáu á kostnað hinna mörgu.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2014 | 10:55
Átti ekki að afnema verðtryggingu á neytendalánum.
Nefndin sem átti að koma með tillögur um afnám verðtryggingar skilaði af sér í gær. Tillögur nefndarinnar eru um allt annað en þeim var falið að gera. Stundum er þetta kölluð sérfræðinganefnd. Hvaða sérfræðiþekking er það eiginlega varðandi verðtryggingu sem þetta fólk býr yfir umfram annað?
Það verður engin breyting sem nokkru máli skiptir á verðtryggingunni og óhagkvæmustu lánakjörum fyrir neytendur á Íslandi þó tillögur nefndarinnar nái fram að ganga.
Nefndin er með hræðsluáróður fyrir verðtryggingunni og segir að fasteignaverð geti lækkað um 20% verð verðtrygging afnumin.
Sé svo af hverju er húsnæðisverð allt að helmingi hærra á öllum hinum Norðurlöndunum þó þar sé engin verðtrygging?
Svo byggir þetta nefndarfólk á því að vextir muni snarhækka verði verðtrygging afnumin. Af hverju eru þeir þá ekki í þeim hæðum sem nefndin talar um á hinum Norðurlöndunum þar sem engin verðtrygging er.
Við getum ekki boðið upp á sambærileg lífskjör og annarsstaðar í okkar heimshluta nema við hættum að trúa þeim þjóðsögum að hagkerfið á Íslandi lúti sérstökum lögmálum sem réttlæti vitlausa hluti eins og verðtryggingu, örmynt og dýrustu neysluvörur í heimi.
Við erum láglaunaland, hávaxtaland og háskattaland. Er ekki kominn tími til að gera róttækar breytingar í íslensku samfélagi til að geta boðið unga fólkinu í landinu upp á von um bjartari framtíð og betri kjör?
Afnám verðtryggingarinnar á neytendalánum strax er einn áfanginn í þeirri baráttu.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.1.2014 | 17:37
Óréttlæti verðtryggingarinnar
Frá því ríkisstjórnin var mynduð hafa verðtryggð lán hækkað samkvæmt útreikningi Hagstofunnar. Þannig hafa milljarðar verið fluttir frá skuldurum til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Höfuðstóll 20 milljón króna verðtryggðs láns hefur hækkað um 440.000 krónur á þessu tímabili og sá sem skuldar það þarf að greiða vexti af 20.460.000 í stað 20 milljónanna sem hann skuldaði við myndun ríkisstjórnarinnar.
Á sama tíma og veðtryggðu lánin hækka styrkist íslenska krónan. Þess vegna hefði 20 milljón króna lánið átt að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar en ekki hækka. Evran er nú 152.06 en var við myndun ríkisstjórnarinnar 158.67. Hefði vísitalan tengst Evru hefði það því lækkað um 800 þúsund í stað þess að hækka um 440 þúsund. Innkaup á neysluvörum er mest í Evrum eða gjaldmiðlum tengdum Evru og því hefði lækkun á gengi Evrunnar átt að lækka vísitölu neysluverðs. Þú værir þá að greiða afborgun og vexti af kr. 19.200.000. Væru það ekki meiri kjarabætur en stóru samninganefndirnar hafa samið um launþegum til handa.
Verðtryggðu lánin hækka og hækka hvað sem líður styrkingu krónunnar. Þegar til langs tíma er litið þá er enginn gjaldmiðill í heimi jafn sterkur og íslenska krónan bundin vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.
Hvað á lengi enn að níðast á skuldurum með því að bjóða þeim verstu lán í heimi. Verðtrygginguna verður að afnema strax. Það er réttlætismál.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.12.2013 | 07:32
Hvað þá Katrín, Árni Páll og Steingrímur?
Skynsamlegar tillögur um niðurfærslu höfuðstóla verðtryggðra lána ásamt öðrum aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur boðað er fyrsta almenna og vitræna skuldaleiðréttingin frá Hruni.
Það er aumkunarvert að sjá ráðherra í fyrrverandi ríkisstjórn þau Steingrím J. Sigfússon, Katrínu Jakobsdóttur og Árna Pál Árnason finna tillögunum allt til foráttu og vera með úrtölur og nöldur. Þau sátu í ríkisstjórn sem gerði lítið annað en eyðileggja fullnustukerfið og standa að kostnaðarsömum og ónýtum aðgerðum.
Við Hrunið átti að taka verðtrygginguna úr sambandi. Þó það væri ekki gert voru samt betri aðstæður þá og fyrstu árin á eftir en nú til að taka á forsendubrestinum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gerði engar almennar skuldaleiðréttingar fyrir fólk sem átti eitthvað í eignum sínum. Skömm ráðherranna sem sátu í þeirri ríkisstjórn er mikil. Þau ættu því að einhenda sér í það með ríkisstjórninni að draga úr skaðanum sem þau ollu síðustu fjögur árin á fjárhagsstöðu heimilanna í landinu.
Að sjálfsögðu kosta skuldaleiðréttingar. Ríkissjóður greiðir stóran hluta af því vegna seinagangsins á að taka á málinu. Eðlilegast hefði verið að þeir sem fengu óréttmætan ávinning vegna ranglátrar verðtryggingar hefðu greitt þann kostnað, en því verður ekki viðkomið svo löngu síðar. Aftur rekum við okkur á þá hræðilegu arfleifð sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skilur eftir sig.
Þau Steingrímur, Árni Páll og Katrín Jakobs hamast nú gegn tillögum ríkisstjórnarinnar. En hvar eru þeirra úrræði? Eru þau til? Ef svo er þá er eðlilegt að þau segi fólkinu í landinu frá þeim tillögum.
Svo er að afnema verðtryggingu á neytendalánum. Það þolir enga boð.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2013 | 10:09
Skuldaniðurfærsla og réttlæti.
Tillögur um niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána, sem forsætis- og fjármálaráðherra kynntu á laugardaginn eru góðra gjalda verðar svo langt sem þær ná. Faglega eru tillögurnar vel unnar af sérfræðingahópnum. Erfitt er að ná fram réttlæti mörg ár aftur í tímann og framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið.
Niðurfærsla höfuðstóla verðtryggðra lána sem samsvarar verðbótum umfram 4.8% frá desember 2007 til ágúst 2010 skiptir mestu. Þar er þó ekki nóg að gert til að ná fram réttlæti. Á þessu tímabili voru engar almennar hækkanir eða virðisauki hér á landi, en hækkun verðtryggðra lána var vegna kyrrstöðuverðbólgu. Niðurfærsla allra verðbótanna á þessum tíma hefði því verið réttlát en því miður óframkvæmanleg svo mörgum árum síðar.
Það mátti öllum vera ljóst þegar Hrunið varð, að það varð að taka verðtrygginguna úr sambandi til að alls réttlætis yrði gætt. Það réttlæti vildu þau Jóhanna Sigurðardóttir, Gylfi Arnbjörnsson og ýmsir forustumenn í fjármálakerfinu ekki heyra minnst á. Búsáhaldabyltingin kom síðan í veg fyrir skynsamlegar aðgerðir á þeim tíma. Ábyrgða þeirra aðila sem þar stóðu svo illa að verki er því mikil.
Kyrrstöðustjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gerði ekki neitt nema að fresta fullnustuaðgerðum og bjóða upp á aðgerðir sem höfðu enga þýðingu nema að fresta vandanum. Lagðir voru milljarðar í tilgangslítið embætti umboðsmanns skuldara og gallaða greiðsluaðlögun. Þær aðgerðir voru mislukkaðar og hafa engu skilað nema samfélagslegum útgjöldum og brostnum vonum. Óneitanlega er ömurlegt að hlusta nú á forustufólk Samfylkingar og Vinstri grænna vandræðast með fyrstu raunhæfu tillögurnar í skuldamálum heimilanna sem fram hafa komið frá Hruni.
Kosturinn við tillögur ríkisstjórnarinnar nú eru að þær taka til venjulegs fólks sem var að fjárfesta í fasteignum og vill standa í skilum og hefur burði til að gera það svo fremi ástandið í þjóðfélaginu versni ekki. Leiðrétting verðtryggðu lánanna og skattleysi séreignalífeyrissparnaðar eru góð nálgun.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2013 | 12:46
Verðtrygging og verðbólguskot
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í lánamálum og skuldamálum heimilanna var vart hægt að skilja með öðrum hætti en þeim að afnema ætti verðtryggingu af neytendalánum þ.m.t. húsnæðislánum til neytenda auk einhverrar óskilgreindrar niðurfærslu.
Verðtryggingarfurstarnir hampa því mjög að fólk sækist nú frekar í verðtryggð lán en óverðtryggð. Það gerist iðulega þegar verðbólga dettur niður, en þeir hinir sömu fá að finna fyrir því síðar. Kosturinn sem fólk sér eru lágar afborganir í upphafi lánstímans. Verðtryggingarfurstarnir tala hins vegar ekki um það að ástæðan er líka sú að vextir af óverðtryggðum húsnæðislánum eru allt of háir.
Margt bendir til þess að hækkun vísitölu neysluverðs til verðtryggingar verði veruleg á næstu mánuðum. Þá munu þeir neytendur sem eru með verðtryggð lán tapa milljónum á milljónir ofan og sumir missa það litla sem þeir eiga enn í húsnæðinu sínu. Brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna var því að afnema verðtrygginguna af lánum til neytenda.
Það hefði verið hægt að standa þannig að málum að verðtrygging af neytendalánum væri afnumin með lögum sem afgreidd hefðu verið á síðasta sumarþingi. Það er engin afsökun fyrir ríkisstjórn og ríkisstjórnarflokka að afgreiða ekki strax afnmám verðtryggingar af neytendalánum.
Aðgerðir strax. Það er engin þörf að bíða eftir nýju ári og láta verðtrygginguna éta upp milljarða af eignum fólksins í landinu á næstu mánuðum. Hvað dvelur Sigmund Davíð?
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2013 | 17:30
Vondar eru nefndirnar.
Vondar eru nefndirnar þungt er þeirra hlass sagði Ægir Ó stórkaupmaður í ljóðinu "Brestir og brak" eftir Jónas Árnason. Þessi ljóðlína kom mér í hug þegar sagt var frá því í fréttum að ríkisstjórnin væri enn að vandræðast með að finna fólk í sérfræðinganefnd eða nefndir vegna afnáms verðtryggingar á neytendalánum og niðurfærslu verðtryggðra skulda.
Það er nokkuð sérstakt að það skuli vefjast fyrir ríkisstjórn að finna hæft fólk til að sitja í nefndum sem þessum og hvor ríkisstjórnarflokkur um sig hafi neitunarvald gagnvart tillögu hins ríkisstjórnarflokksins. Hætt er við að það taki þá nokkurn tíma að skipa í nefndirnar og ráðherrar geti þá dundað sér við að beita neitunarvaldi sínu eftir geðþótta ef þeim finnst þetta vera mikilvægt framlag til landsstjórnarinnar.
Ríkisstjórnin hefur mótað ákveðna stefnu í málinu og samið um hana í stjórnarsáttmála. Nefndirnar eru því ekki ákvörðunaraðilar heldur til þess að útfæra tillögur ríkisstjórnarinnar og vinna nákvæmnisvinnuna og handavinnuna við að koma stefnunni frá orðum til athafna. Þess vegna er það sérstakt að skipan í nefndina eða nefndirnar skuli vera orðið að sérstökum samkvæmisleik ríkisstjórnarinnar.
Brýna nauðsyn bar til að skipa nefndir til afnáms verðtryggingar og niðurfærslu lána strax í kjölfar myndunar ríkisstjórnarinnar. Þar sem það var ekki gert, þá er eins gott að þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben setjist niður í fyrramálið og afgreiði málið sín á milli á klukkutíma. Báðir flokkar eiga mikið af hæfileikafólki sem mundi leika sér af því að vinna þessa handavinnu fljótt og vel.
Þessi mál þola enga bið.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2013 | 11:25
Hlaðið í Hrun
Fyrirlestur Ásgeirs Jónssonar um fjórföldun peningamagns í umferð á 4 árum fyrir hrun er mjö athyglisverður. Þar kemur m.a. fram að hér á landi var beitt sömu aðferðum af hálfu Seðlabanka Íslands og annarsstaðar í okkar heimshluta. Bindisskylda var lækkuð og veðreglur Seðlabankans rýmkaðar (svokölluð ástarbréf) Við það m.a. jókst peningamagn í umferð og við erum enn að glíma við þann vanda að fjármálakerfið er fullt af peningum.
Fram kom að það séu mistök að greiða jafn háa vexti og gert er af jöklabréfainnistæðum og fjármálakerfið verði að minnka þar sem það sé allt of stórt. Þá telur hann það hafa verið önnur mistök að láta bankana í hendur erlendum kröfuhöfum eins og ríkisstjórn Jóhönnu gerði. Raunar lýsti þessi fyrirlestur vel þeim 4 árum kyrrstöðu í tíð síðustu ríkisstjórnar.
Umfjöllun um verðtrygginguna og áhrif hennar í hagkerfinu var athyglisverð. Þannig telur Ásgeir að nauðsynlegt sé að fjármálalífið færi sig úr verðtryggingu verði tekið upp fljótandi gengi og ég gat ekki skilið hann með öðrum hætti en sú aðgerð væri raunar líka nauðsynleg til að hægt yrði að aflétta gjaldeyrishömlum.
Ásgeir sagði það hafaverið mistök að taka ekki verðtrygginguna úr sambandi við hrun. Ég var eini talsmaður þess á sínum tíma því miður. Ég krafðist þess að sett yrðu önnur neyðarlög sem mundu afnema verðtrygginguna eða alla vega taka hana úr sambandi. Það lá svo ljóst fyrir að það yrði að gerast að mínu mati, en Jóhanna Sigurðardóttir og Gylfi Arnbjörnsson ásamt hagsmunaaðilum fjármálakerfisins og hinum þögla meiri hluta Alþingis komu í veg fyrir þá nauðsynlegu aðgerð.
Nú sjá fleiri og fleiri að það var fráleitt að láta verðtrygginguna æða áfram þegar fyrirsjáanlegt var að laun mundu lækka, verð fasteigna mundi lækka, skattar hækka og verðbólgan æða áfram vegna gengishruns og annarra afleiðinga fjármálakreppu. Vegna þess að ekki var farið að tillögum mínum hafa skuldir heimilanna aukist um 400 milljarða. Það er raunar sá samdráttur peningakerfisins, sem Ásgeir telur nauðsynlegan. Þeir peningar eru gervipeningar og best að horfast í augu við það strax og skila ránsfengnum þannig að það sé lífvænlegt í landinu. Þessar skuldir eru hvort eð er að mestu leyti bara til á pappír það er engin innistæða fyrir þeim og einungis lítill hluti verður greiddur.
Vandamál niðurfærslu og afnám verðtryggingar væru ekki fyrir hendi hefði verið brugðist við strax við bankahrunið eins og ég lagði til, en því miður er þetta allt saman flóknara í dag. En ekki óleysanlegt. Þeir sem nú mæla á móti eðlilegum skuldalækkunum og afnámi verðtryggingar á neytendalánum ættu að minnast þess sem skáldið Leo Tolstoy sagði forðum.
"Það þjóðfélag sem gætir ekki réttlætis fær ekki staðist."´
Óbreytt peningamálastefna með verðtrygginguna áfram að leiðarljósi hleður hratt og örugglega í nýtt Hrun. Það Hrun verður allt annars eðlis og mun alvarlegra fyrir íslenskt þjóðfélag en bankahrunið.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2013 | 15:12
Ríkisbankar og bankahrun
Margir trúa því að ríkisbankar séu þeirrar náttúru að þeir fari ekki á hausinn. Margir héldu því fram við bankahrunið, að stofna bæri ríkisbanka í stað einkabanka. Skýrsla um starfsemi Íbúðalánasjóðs var birt í dag. Staðreyndin er sú að Íbúðalánasjóður er margfalt gjaldþrota og hefur tapað yfir 370 milljörðum.
Íbúðalánasjóður sem átti að hafa með höndum einfalda og örugga banka-og fjármálastarfsemi fór samt á hausinn. Ekki var þar um að kenna græðgisvæðingu og frjálshyggju, sem fyrrum forsætisráðherra og einn helsti örlagavaldur Íbúðalánasjóðs Jóhanna Sigurðardóttir taldi orsök falls einkabanka árið 2008.
Annar hópur opinberra og hálfopinberra fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóðirnir, sem fólk verður nauðugt viljugt að borga 12% af tekjum sínum samkvæmt þrælalögum frá Alþingi hafði tapað við hrun um 600 milljörðum.
Samtals hafa þessar opinberu og hálfopinberu fjármálaaðilar tapað um 1000 milljörðum eða sem svarar til nokkrum snjóhengjum og þrefallt því sem þarf til að lagfæra verðryggingarhallann fyrir almenning með niðurfærslu höfuðstóla verðtryggðu lánanna. Enn stjórna þeir sömu og áður þessum opinberu og hálfopinberu sjóðum nema þeir hafi horfið til annarra starfa eða hætt fyrir aldurs sakir.
Versta fyrirbrigði í fjármálaheiminum eru einkabankar sem reknir eru á ábyrgð skattgreiðenda. Í ljósi þessara staðreynda er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort sé betra ríkisbankar á ábyrgð skattgreiðenda eða einkabankar á ábyrgð eigenda sinna.
Þegar öllu er á botninn hvolft er þá ekki einkareksturinn á ábyrgð eigenda besti kosturinn?
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 349
- Sl. sólarhring: 452
- Sl. viku: 4054
- Frá upphafi: 2586450
Annað
- Innlit í dag: 329
- Innlit sl. viku: 3779
- Gestir í dag: 327
- IP-tölur í dag: 317
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson