Leita í fréttum mbl.is

Verðtrygging og verðbólguskot

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í lánamálum og skuldamálum heimilanna var vart hægt að skilja með öðrum hætti en þeim að afnema ætti verðtryggingu af neytendalánum þ.m.t. húsnæðislánum til neytenda auk einhverrar óskilgreindrar niðurfærslu.

Verðtryggingarfurstarnir hampa því mjög að fólk sækist nú frekar í verðtryggð lán en óverðtryggð. Það gerist iðulega þegar verðbólga dettur niður, en þeir hinir sömu fá að finna fyrir því síðar. Kosturinn sem fólk sér eru lágar afborganir í upphafi lánstímans. Verðtryggingarfurstarnir tala hins vegar ekki um það að ástæðan er líka sú að vextir af óverðtryggðum húsnæðislánum eru allt of háir.

Margt bendir til þess að hækkun vísitölu neysluverðs til verðtryggingar verði veruleg á næstu mánuðum. Þá munu þeir neytendur sem eru með verðtryggð lán tapa milljónum á milljónir ofan og sumir missa það litla sem þeir eiga enn í húsnæðinu sínu. Brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna var því að afnema verðtrygginguna af lánum til neytenda.

Það hefði verið hægt að standa þannig að málum að verðtrygging af neytendalánum væri afnumin með lögum sem afgreidd hefðu verið á síðasta sumarþingi. Það er engin afsökun fyrir ríkisstjórn og ríkisstjórnarflokka að afgreiða ekki strax afnmám verðtryggingar af neytendalánum.

Aðgerðir strax. Það er engin þörf að bíða eftir nýju ári og láta verðtrygginguna éta upp milljarða af eignum fólksins í landinu á næstu mánuðum. Hvað dvelur Sigmund Davíð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég er sannarlega sammála því sem hér er sagt. Við erum margir sem höfum áratugum saman lagt til að afnema verðtrygginguna með lögum.

Til viðbótar þá hefi ég lagt það til, að öll verðtryggð lán verði bakreiknuð frá 1, nóvember 2007 og að allir peningar sem voru ofgreiddir, frá þeim degi, verði endurgreiddir til lántakandans.

Tryggvi Helgason, 6.11.2013 kl. 15:41

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Tryggvi og þetta varðar miklu til að koma á eðlilegu þjóðfélagi og láta stjórnmálamenn bera ábyrgð á því sem þeir eru að gera.

Jón Magnússon, 6.11.2013 kl. 16:15

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Þessi grein þín sýnir svo ekki verður um villst að þú hefur mjög takmarkaða þekkingu á eðli verðtryggingar og fjármálamarkaða.

Það er reyndar alveg rétt hjá þér að lægri greiðslubyrð í upphafi lánstímans er meginástæðan fyrir því að fólk tekur erðtryggð lán frekar en óverðtryggð sem eru óhjákvæmilega með hærri raunvöxtum en verðtryggð lán enda eru það raunvextirnir sem skipta máli fyrir lánveitanda en ekki nafnvextirnir. En það eru fleiri ástæðúr. Ein af þeim er sú að sveiflur í greiðslubyrði eru mun meiri í óverðtryggðum lánum með breytiegum vöxtum en verðtrygðgum lánum.

Það er því það versta sem lántakar geta gert að taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum ef hætta er á mikilli verðbólgu á næstunni eins og þú segir. Það getur hæglega leitt til gjaldþrots og er alveg á hreinu að ef slíkt gerist þá munu gjaldþrot verðr mun tíðari hjá þeim sem tekið hafa óverðtryggð lán en hjá þeim sem tekið hafa verðtryggð lán. Það stafar einfaldlea af því að greiðslubyrði lána þeirra mun hækka mun meira en greiðslubyrði verðtryggðu lánanna. Það væri því mikill bjarnargreiði við lántaka að banna verðtryggð lán.

Þú talar um að fólk með verðtryggð lán muni missa það sem það á vegna verðbólgu næstu árin. Staðreyndin er hins vegar sú að lántakar sem hafa tekið verðtryggð lán til húsnæðiskaupa tapa aðeins hluta eigna sinna ef vísitala lána þeirra hækkar meira en húsnæðisverð. Það hefur ekki verið að gerast seinustu árin heldur þvert á móti og hafa því húsnæðiskaupendur verið að auka við eignarhlut sinn þó lánin séu verðtrggð.

Húsnæðisverð hér á landi hefur alltaf hækkað meira en verðlag seinustu áratuti til lengri tíma litið. Þegar skoðaðir eru tveir tímapunktar með tíu ára millibili seinustu áratugi þá finnast engin dæmi þess að vístala neysluverðs hafi hækkað minna en vístala húsnæðisverðs. Húsnæðiskaupendur hafa því ekki verið að missa hluta eignarhluta síns í íbuðahúsnæði sínu vegna verðtryggingar til lengrio tíma litið. Það er meira að segja þannig núna eftir versta hrun sem yfir okkar þjóðfélag hefur dunið að það þarf ekki að fara nema átta ár aftur í tíman til að finna tíma þar sem húsnæðisverð hefur hækkað meira en verðlag. Í dag er húsnæðisverð að raunvirið það sama og árið 2005. Maður sem keypti íbúðahúsnæði árið 2005 hefur því ekki tapað eignarhlut í íbúð sinni frá því sem hann var þegar hann keypti sína íbúð. Þeir sek keyptu fyrir þann tíma eru í gróða.

Hitt er annað mál að það er rétt hjá þér að hér eru vextir allt of háir. Raunvextir eru þó ekki hærri á óverðtryggðum lánum heldu8r en á verðtryggðum lánum svo neinu nemi að minnsta kosti. Það er raunávöxtunarkrafan sem er allt of há. Hún er vandamálið en ekki verðtryggingin.

En nú taka flestir húsnæðískaupendur verðtryggð lán þó þeir geti tekið óverðtsyggð lán einfaldlega vegna þess að verðtryggðu lánin eru hagkvæmari fyrir þá. Þeirra hafur mun þvi ekki batna við það að sá valkostur sé tekin af þeim.

Það mun því ekki leysa nein vandamál að banna verðtryggingu en það mun skapa ýmis vandamál.

Sigurður M Grétarsson, 6.11.2013 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 3078
  • Frá upphafi: 2294756

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 2807
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband