Færsluflokkur: Fjármál
8.9.2014 | 21:53
Rafræn auðkenni og einstaklingsfrelsi.
Fjármálaráðherra hefur ákveðið að þeir sem vilji njóta skuldaleiðréttingar verði að fá sér rafræn auðkenni frá fyrirtækinu Auðkenni. Þetta er gert til að valdstjórnin og kaupahéðnar geti fylgst vel með því sem borgararnir aðhafast. Í bók sinni 1984 um ofurríkið hefði George Orwell talið að þetta væri dæmi um byrjun endaloka einstaklingsfrelsisins.
Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum fjármálaráðherra og þeir meðreiðasveinar hans úr ríkiskerfinu, sem tala fyrir þessu byggja þessa kröfu. Eftir því sem best verður séð er engin lagaheimild fyrir þessari kröfu.
Hvergi er talað um rafræn auðkenni sem skilyrði skuldaleiðréttingar í lögunum um skuldaleiðréttinguna. Einstakir ráðherrar eða jafnvel ríkisstjórnin öll geta ekki tekið slíkar ákvarðanir án þess að stoð sé fyrir þeim í lögum. Þetta skilyrði fyrir skuldaleiðréttingunni er því ekki marktækt nema stjórnvöld telji að við séum komin það langt inn í sovétið að ekki þurfi að spyrja þingið fyrirfram og jafnvel ekki nema í besta falli eftir á.
Óneitanlega er það kaldhæðni örlaganna og nálegt fyrir formann Sjálfstæðisflokksins, að nú skuli upp rísa Ögmundur Jónasson úr vinstri grænum, fyrrum ráðherra til varnar einstaklingsfrelsinu og má þá segja að römm sé sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Ögmundur er sonur þess mæta Sjálfstæðismanns Jónasar B. Jónssonar heitins.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.8.2014 | 10:27
Virðisaukaskattur
Hafi ríkisstjórnin döngun í sér til að hafa eitt virðiaukaskattþrep þá vinnur hún af skynsemi. Afnemi hún allar undanþágur frá virðisaukaksatti vinnur hún þrekvirki. Taki hún þá áhættu að lækka síðan virðisaukaskattinn niður í 15% þá vinnur hún enn meira þrekvirki. ´
Eitt virðisaukaskattsþrep og engar undanþágur eru sanngirnismál. Það er út í hött að þeir sem selja aðgang að laxveiðiám skuli ekki borga virðisaukaskatt og þeir sem selja útlendingum ákveðna þjónustu skuli borga lægri virðisaukaskatt en aðrir. Þá er sælgæti og tengdar vörur ekki heilagri en annað.
Sé virðisaukaskattur þungbær fyrir ákveðna þjónustu þá getur ríkisvaldið komið á móts við þá aðila með öðrum hætti en rugla skattkerfinu. Svo er alltaf rétt á sér hvort þjónusta á rétt á sér sem þolir ekki að starfa á sama samkeppnisgrundvelli og aðrir þurfa að gera.
Virðisaukaskattur er allt of hár og hvatinn til að skjóta honum undan er því mikill. Fyrir nokkrum árum las ég lærða úttekt á því hvar brotalína undanskota væri og þar var niðurstaðan sú að þegar virðisaukaskattur færi yfir 15% ykjust undanskot gríðarlega.
Sú staða er því líkleg að með því að afnema allar undanþágur, hafa eitt skattþrep og lækka virðisaukaskatt niður í 15% að þá mundi ríkið ekki verða af miklum tekjum en jafnvel auka þær.
Með því að lækka virðisaukaskatt verulega lækka verðtryggðu lánin vegna þess að vörur lækka í verði. Það er ekkert sem getur stuðlað eins að auknum hagvexti eins og slík skattalækkun. Það er því þess virði fyrir ríkisstjórnina að taka þetta djarfa skref.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.7.2014 | 20:34
Már kemur ekki til greina.
Tveir þekktir baráttumenn fyrir sósíalisma þeir Úlfar Þormóðsson, sem hefur alltaf verið heiðarlegur vinstri maður, og Stefán Ólafsson prófessor, sporgöngumaður Jóhönnu Sigurðardóttur og leigupenni, vandræðast með það að Sjálfstæðismenn ætli sér að nýta sér hlutdeild Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra í umboðssvikum þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans til að koma í veg fyrir að hann verði endurráðinn.
Hugleiðingar þessara annars dómhörðu vinstri manna sýnir vel hversu lágt siðferðisstuðull þessara manna er stilltur, þegar kemur að því að meta brot þeirra sem standa þeim nærri í pólitík.
Hvað sem líður hæfni eða vanhæfni Más Guðmundssonar þá kemur ekki til geina að endurráða mann sem hefur verið gripinn með báða hrammana ofan í hunangskrukkunni við að ná til sín peningum í leyndum, í samvinnu við þáverandi formann Bankaráðisins, með þeim hætti sem aðrir í bankaráðinu máttu ekki vita af. Venjulegur Már væri þegar til rannsóknar hjá Sérstökum ásamt bankaráðsformanninum fyrir þetta athæfi.
Ég er hræddur um að hljóðið í þessum vindbelgjum þeim Stefáni og Úlfari væri með öðrum hætti ef sá sem í hlut ætti héti Davíð og væri Oddsson, Sjálfstæðismaður en ekki Már Guðmundsson fyrrverandi kommi.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.7.2014 | 12:48
Hvað gerir Sérstakur í Seðlabankamálinu?
Fyrri nokkru ákvað þáverandi bankaráðsformaður Seðlabanka Íslands í samráði við bankastjórann,að greiða bankastjóranum kostnað hans vegna málaferla sem hann fór í á hendur Seðlabankanum og tapaði. Þannig greiddi Seðlabankinn samkvæmt laumuspili bankaráðsformannsins þáverandi og bankastjórans allan kostnað vegna málsins líka málskostnaðinn sem bankastjórinn var dæmdur til að greiða Seðlabankanum.
Þegar þetta lá fyrir var ljóst að um mál var að ræða sem vísa átti til Sérstakt saksóknara og/eða Sérstakur að taka upp og rannsaka af eigin frumkvæði samanber starfshætti hans í málum annarra fjármálafyrirtækja. En hér sannast enn hið nýkveðna úr "Animal Farml" að öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur. Þess vegna hefur Sérstakur ekkert gert. Bankaráð Seðlabankans tók síðan þá röngu ákvörðun að vísa málinu til Ríkisendurskoðunar. Nú hefur ríkisendurskoðun kynnt þá niðurstöðu sína að:
"útgjöld í tilefni tengslum við fjárhagslega hagsmuni seðlabankastjóra verði að bera upp í bankaráðinu til samþykktar áður en greiðsla er innt af hendi eða að bankaráðið veiti formanni þess formlega heimild til þess að stofna til þeirra."
Nú er spurning hvað Óli Sérstaki gerir.
Er betra að greiða án umboðs frá bankaráði SÍ en lánanefnd í viðskiptabanka? Þá hefur jafnvel verið talið að eftir á samþykki lánanefndar sé ekki nóg.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2014 | 15:27
Ef, þá
Ef þú hefur ekki fjármálastarfsemi þá hefur þú ekki kreppu sagði hagfræðingurinn Jón Daníelsson einu sinni, en hann vinnur m.a. við það að uppfræða aðra um hagfræði. Þetta þýðir m.a. að það kemur aldrei til þess að það verði kreppa í Norður Kóreu af því að þar er ekki fjármálakerfi. Semsagt engin kreppa þó fólk hafi það hræðilega skítt.
Samkvæmt þessari kenningu getur verið kreppa í Suður Kóreu með tífalt meiri landframleiðslu og lífsgæði, en í Norður Kóreu af því að í Suður Kóreu er fjármálakerfi en ekki í Norður Kóreu.
Með sama hætti hafa hagfræðingar fundið út fyrirbrigðið hlutfallslega fátækt. Miðað við það getur fólk verið hlutfallslega fátækt þó það hafi allt til alls, af því að aðrir í þjóðfélaginu hafa það mjög gott. Vinstri sósíalistinn Stefán Ólafsson prófessor við HÍ hefur t.d. mikið byggt á slíkum pælingum við að fá út þá niðurstöðu, að við höfum það helvíti skítt þó að við höfum það mjög gott.
Miðað við kenningu Stefáns þá eykst hlutfallseg fátækt í landinu ef fleiri verða ríkir og velmegun eykst ef hærra hlutfall þjóðarinnar hefur það ekki ofurgott.
Skólaspekin á 21.öldinni lætur greinilega ekki frekar að sér hæða en sú sem sligaði hinar myrku miðaldir. En sem betur fer tekur fólk minna mark á henni núna.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2014 | 11:38
ASÍ og danska íbúðalánakerfið
Eftir að forusta ASÍ var komin út í horn í vörn sinni fyrir verðtrygginguna. Beruð að því að hafa svikið launþega í landinu í skuldafjötra verðtryggingar, vegna hagsmuna lífeyrissjóða, þá kom ASÍ forustan með þá snilldarlausn að við ættum að taka upp danska húsnæðislánakerfið.
Gylfi Arnbjörnsson og valdaklíka hans, sem kom í veg fyrir það að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi við Hrunið, ber ábyrgð á því að stjórnvöld freista nú með að leiðrétta geigvænlega hækkun sem varð á verðtryggðu lánunum vegna Hrunsins allt að 80 milljarða á kostnað skattgreiðenda.
ASÍ forustan hefur haldið kynningarfund um kosti danska húsnæðislánakerfisins og lagt til að það yrði tekið upp. Þrátt fyrir að það virðist margt gullið sem glóir í því útlandinu þá getur samt verið um ómerkilega glitsteina að ræða en ekki eðalmálm.
Í grein í Economist 19-25.apríl segir um kerfið að það sé eitthvað rotið í Danmörku og "Denmark´s property market is built on rickety foundation" eða Danska íbúðakerfið er byggt á óstöðugum grunni. og danskar fjölskyldur séu með hæstu skuldir miðað við tekjur allra 34 ríkja OECD og eyðsla Dana líti út fyrir að vera álíka slæm og ábyrgðarlausra Suður-Evrópu búa.
Danska íbúðalánakerfið er því ekki endilega það besta sem hægt er að taka upp þó að ákveðin atriði væru kærkomin fyrir íslenska íbúðakaupendur og nauðsynlegt að innleiða. Vextir af veðlánum í Danmörku eru með því lægsta sem þekkist í heiminum vegna gagnsæis og mikillar samkeppni á lánamarkaðnum. Íslenskir neytendur þyrftu heldur betur að geta notið slíkra hluta án þess að taka upp danska kerfið að öðru leyti.
Hér erum við með hæsta lánakostnað á húsnæðislánum sem þekkist í heiminum vegna verðtryggingar. Það væri því nauðsynlegt að fá alvöru samkeppni á lánamarkaðinn sem tryggðu íslenskum neytendum lága vexti og góð lánakjör. Þá mundi velmegun í landinu aukast til muna.
En það sem skiptir mestu máli það er bann við verðtryggingu á neytendalán strax.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2014 | 09:47
Fall sparisjóðanna. Athyglisverð skýrsla
Eftir hraðlestur í gegn um ákveðna kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna þá má sjá að efnistök og vinnubrögð eru fagleg og betri en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall viðskiptabankanna. Sú skýrsla var stemmningsskýrsla skrifuð af fólki með takmarkaða þekkingu á viðfangsefninu og nefndarmenn gættu ekki að grundvallarreglum m.a. varðandi andmælarétt.
Viðtöl við nefndarmenn í sparisjóðanefndinni eru líka athyglisverð. Þar eru ekki gífuryrði eða hæpnar fullyrðingar heldur málflutningnum hófstillt. Að svo komnu máli sýnist mér því að nefndin hafi skilað góðu dagsverki ólíkt fyrri rannsóknarnefndum Alþingis í kjölfar bankahrunsins 2008.
Varðandi viðbrögð stjórnvalda vegna sparisjóðanna má sjá þá niðurstöðu nefndarinnar að ráðleysi hafi verið hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir varðandi málið þar segir rannsóknarnefndin m.a.
" Það er mat rannsóknarnefndarinnar að á árunum 20082011 hafi ríkt sérstakar aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði og því hafi fjármálafyrirtækjum réttilega verið veittur viðbótarfrestur til að koma eiginfjárgrunni sínum í lögmælt horf samkvæmt 2. málsl. 4. mgr. 86. gr. laga nr. 161/2002. Það vitnar þó um óskýra lagaframkvæmd að þrír sparisjóðir hafi starfað lengur en í 12 mánuði eftir að ljóst varð að eiginfjárhlutfall þeirra væri undir lögbundnu lágmarki."
Hér er vikið að tilraunum Steingríms J. Sigfússonar þáverandi fjármálaráðherra til að halda lífi í ákveðnum Sparisjóðum. Þær aðgerðir ráðherrans með tilstyrk og tilstuðlan þáverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins Gunnars Andersen kostuðu skattgreiðendur meira en skuldaleiðréttingin sem fjármálaráðherra leggur til að eigi sér stað mun kosta.
Málatilbúnaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á síðasta kjörtímabili er staðfestur, þegar hann gagnrýndi Steingrím J. Sigfússon og Gunnar Andersen fyrir fara ekki að lögum varðandi eiginfjárhlutfall sparisjóða. Gunnar Andersen sagði það rangt hjá þingmanninum og lagðist í hatursherferð gegn honum fyrir að segja satt um lagabrot Gunnars Andersen og Steingríms J. Sigfússonar.
Fróðlegt verður að fylgjast með umræðum um sparisjóðaskýrsluna á Alþingi og sjá hvort að samhljómur verður með þeim flokksbrærunum Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem stóð vaktina af mikilli prýði á síðasta kjörtímabili og Vilhjálmi Bjarnasyni samflokksmanni hans sem var einn helsti sporgöngumaður Gunnars Andersen þáverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins á sama tíma.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2014 | 21:34
Skuldaleiðrétting, stjórnarsáttmáli og undanhlaupsmenn
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá 22.5.2013 segir m.a.
" Ríkisstjórnin mun með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er til kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 20072010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði. Beita má fjárhæðartakmörkum vegna hæstu lána og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða.
Í ljósi þess að verðtryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði, m.a. vegna áhrifa af gjaldþroti fjármálafyrirtækja og áhættusækni þeirra í aðdraganda hrunsins, er rétt að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín, rétt eins og neyðarlögin tryggðu að eignir þrotabúanna nýttust til að verja peningalegar eignir og endurreisa innlenda bankastarfsemi. Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná markmiðum sínum."
Stjórnarsáttmálinn var samþykktur af flokksráði Sjálfstæðisflokksins nokkru síðar. Ekki minnist ég þess að nokkur þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði neitt við stjórnarsáttmálann að athuga en hafi allir fúslega greitt atkvæði með honum.
Það skýtur því skökku við þegar formaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram stjórnarfrumvarp um leiðréttingu verðtryggðra skulda í samræmi við stjórnarsáttmálann að þá skulu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þeir Pétur Blöndal og Vilhjálmur Bjarnason hlaupast undan merkjum og hafa allt á hornum sér varðandi frumvarp formannsins sem er þó í fullu samræmi við stjórnarsáttmálann.
Þó vissulega beri að virða rétt þingmanna til að hafa sínar sérskoðanir og þjóna lund sinni eftir atvikum þá verður samt að gera þá kröfu í borgaralegum flokki að menn standi við samninga og fylgi því sem þeir hafa skuldbundið sig til að gera á kjörtímabilinu.
Það skiptir máli að vel takist til um skuldaleiðréttingu fyrir heimilin í landinu. En það er ekki nóg. Það verður að taka verðtrygginguna af eldri lánum sem allra fyrst. Annars mun nýtt verðbólguskot kaffæra heimilin á nýjan leik og færa fjármálastofnunum eignir fólksins á verðtryggingarfatinu eins og svo oft áður.
Jafnræði og réttlæti í þjóðfélaginu byggist ekki á einhliða rétti fjármálastofnana til að arðræna fólkið í landinu.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2014 | 14:44
Ég líka fá
Börn gera oft kröfu til að fá það sama og aðrir hvort sem þau þurfa eða þurfa ekki. Þannig horfir barnið á systkini sitt sem hefur meitt sig og fær plástur á meiddið og krefst þess að fá plástur líka þó ekkert sé meiddið.
Gylfi Arnbjörnsson, Árni Páll Árnason og fleiri "spekingar" eru eins og barnið sem krefst þess að fá plástur þó ekkert sé meiddið. Þeir vandræðast yfir því að ákveðnir þeim handgengnir hópar skul ekkert fá í skuldaleiðréttingartillögu ríkisstjórnarinnar jafnvel þó engin sé skuldin.
Þessum mönnum yfirsést grundvallaratriðið sem er að það er verið að bæta þeim sem urðu fyrir óréttmætri hækkun lána vegna heljartaka verðtryggingar að litlu leyti það tjón sem þeir urðu fyrir m.a. vegna stefnu forseta ASÍ um að taka ekki verðtrygginguna úr sambandi við bankahrun.
Í kjölfar bankahrunsins var engin virðisauki í þjóðfélaginu en verðtryggð lán hækkuðu og hækkuðu vegna gengishruns krónunnar. Þeir sem höfðu keypt íbúð árin 2007-2008 urðu fyrir því að fasteignir lækkuðu allt að 2/3 í Evrum talið á sama tíma og lánin hækkuðu og hækkuðu vegna ranglátrar verðtryggingar. Hugmyndin og hvatin að skuldaleiðréttingunni er að koma til móts við þá sem sættu óréttmætri hækkun lána í því skyni að koma á örlítið meira þjóðfélagslegu réttlæti. Það þýðir ekki að einhverjir aðrir eigi tilkall til einhvers.
Sá kostnaður sem ríkissjóður verður fyrir vegna skuldaleiðréttingarinnar er vegna skammsýni Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ, Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og annarra pótintáta sem sinntu ekki þeirri grundvallarskyldu stjórnenda í lýðræðisþjóðfélagi sem er að virða rétt neytenda þannig að fjármálastofnanir og fyrirtæki geti ekki verið á skefjalausri beit í buddu neytenda og geri eignir þeirra upptækar vegna rangláts lánakerfis verðtryggingar sem er einstakt í öllum heiminum hvað varðar lán til neytenda.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2014 | 18:07
Efndir og vanefndir ríkisstjórnar
Svo virðist sem tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu geti á endanum litið út eins og svissneskur ostur þ.e. með fleiri götum en mat.
Allir útreikningar á grundvelli þess frumvarps sem lagt hefur verið fram á Alþingi þskj. nr. 837 eru getgátur eins og frumvarpið lítur út. Miðað er við að færa niður höfuðstól verðtryggðra lána á tímabilinu 1.janúar 2008 til 31.desember 2009 þannig að í stað neysluverðsvísitölunnar á því tímabili komi "viðmiðunarvísitala" eins og segir í 7.gr. frumvarpsins. Allt þetta gæti verið gott og blessað ef einhver vissi hver þessi "viðmiðunarvísitala" væri.
Í lagafrumvarpinu er þess vandlega gætt að nefna ekki hver "viðmiðunarvísitalan" á að verða. Eðlilegt hefði verið að "viðmiðunarvísitalan" væri ákveðin í lögunum og raunar óskiljanlegt að það skuli ekki vera gert. Svo virðist því sem að ríkisstjórnin ætli sér að ákveða "viðmiðunarvísitöluna" eftir hentugleikum síðar.
Meðan "viðmiðunarvístalan" er ekki ákveðin getur engin sagt til um það hvað verðtryggðu lánin lækka mikið. Þess vegna eru yfirlýsingar forsætisráðherra á kynningarfundinum um frumvarpið innihaldslaust hjóm því miður.
Þess vegna gæti svo farið að það væru fleiri göt en matur á þessari velferðarstefnu ríkisstjórnarinnar.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 167
- Sl. sólarhring: 989
- Sl. viku: 3319
- Frá upphafi: 2512912
Annað
- Innlit í dag: 141
- Innlit sl. viku: 3084
- Gestir í dag: 140
- IP-tölur í dag: 140
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson