Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingunni óskađ til hamingju međ skýrsluna "Ábyrg efnahagsstefna"

Samfylkingin á heiđur skiliđ fyrir ađ hafa fengiđ Jón Sigurđsson fyrrverandi ráđherra, seđlabankastjóra og bankastjóra í Nordiska Investeringsbanken til ađ taka saman og gefa álit á stöđu og framţróun íslenskra efnahagsmála. Jón Sigurđsson er glöggur hćfileikamađur og hefur svo víđtćka reynslu ađ eđlilega skođa menn ţađ međ athygli sem hann hefur fram ađ fćra.  

Í íslenskum stjónrmálum er algengt ađ bullukollast sé međ mál í stađ ţess ađ renna vitrćnum stođum undir stađhćfingar og stefnu. Međ ţessum vinnubrögđum er Samfylkingin ađ sýna virđingarverđ vinnubrögđ sem ađrir flokkar ćttu ađ taka til eftirbreytni eftir getu.

Margt af ţví sem fram kemur í skýrslunni er athyglivert og fróđlegt vćri fyrir Landsfundarfulltrúa Sjálfstćđisflokksins sem veltast um á Landsfundi flokksins ţessa dagana ađ lesa skýrsluna og sjá hvađ Sjálfstćđisflokkurinn hefur stýrt efnahagsmálunum víđs fjarri ţeim markmiđum sem flokkurinn segist helst berjast fyrir í pólitík. Ţannig hefur skattheimta af vergri ţjóđarframleiđslu aukist frá 1994 úr 32% í 41%. Sjálfstćđismenn eru löngu hćttir ađ tala um sparsemi og ráđdeild í ríkisrekstri hvađ ţá um bákniđ burt ekki einu sinni ađ megra ţurfi bákniđ.


Stuđningur viđ Frjálslynda er forsenda breytinga

Ég tek undir ţađ međ Magnúsi Ţór Hafsteinssyni varaformanni Frjálslynda flokksins ađ lykillinn ađ breytingum í stjórnumálum á Íslandi er gott gengi Frjálslynda flokksins í kosningunum eftir mánuđ. Framsókn og Sjálfstćđifslokkurinn munu starfa saman áfram og ţađ breytist ekkert nema til hins verra á kjörtímabilinu nái ţeir flokkar áfram meirihluta. Til ţess ađ koma á breytingum fyrir fólk. Burt međ lánaokriđ. Burt međ okriđ á nauđsynjavörum. Burt međ skattaokriđ. Burt međ kvótann. Burt međ bákniđ.  Frjálslyndi flokkurinn er lykillinn ađ ţví ađ venjulegt fólk fái raunverulegar kjarabćtur. Ţađ er nauđsynlegt ađ styrkja Frjálslyndan flokk gegn  afturhaldi, sérhagsmunum og sósíalisma.
mbl.is Magnús Ţór: Erum lykillinn ađ falli ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er Sjálfstćđisflokkurinn á batavegi eđa er ţetta vćntanlegt svikiđ kosningaloforđ

Í rćđu formanns Sjálfstćđisflokksins viđ setningu Landsfundar í gćr talađi hann um breytta stefnu Sjálfstćđisflokksins í málum aldrađra og öryrkja. Svo virđist miđađ viđ rćđu formanns Sjálfstćđisflokksins ađ ţeir Sjálfstćđismenn hafi áttađ sig á ađ stefnumörkun Frjálslynda flokksins í ţessum málaflokki er sú rétta og til bestra hagsbóta fyrir ţá sem eiga erfiđast í ţjóđfélaginu. Vonandi hefur Sjálfstćđisflokkurinn séđ ljósiđ og áttađ sig á ađ nauđsynlegt er ađ vinna fyrir alla landsmenn en ekki eingöngu fyrir forréttindaađalinn.

Samt sem áđur ţá spyr mađur sjálfan sig hvađ hafa menn veriđ ađ gera í rúman áratug. Af hverju létu ţeir skattleysismörkin dragast aftur úr. Af hverju hafa ţeir skattlagt ţá tekjuminnstu hlutfallslega af síauknum ţunga. Er ţađ trúverđugt ađ koma  međ hugmyndir um breytingu á ţessu tćpum mánuđi fyriri kosningar.

En sé Sjálfstćđisflokkurinn ađ breytast ţá sér hann e.t.v. líka ljósiđ í kvótamálinu og getur orđiđ samstarfshćfur.


Ţegar vel gengur.

Frjálslyndi flokkurinn er hástökkvari ţessarar skođanakönnunar og ţá eiga varnađarorđ ef til vill betur viđ en ella. Um er ađ rćđa lítiđ úrtak og lágt svarhlutfall. Skekkjumörk eru ţví veruleg. Skođanakannanir eru skođanamótandi oft á fölskum forsendum. Hvađ sem ţví líđur ţá er ţađ ánćgjulegt ađ Frjálslyndi flokkurinn skuli mćlast međ 9% fylgi en viđ stefnum hćrra.


mbl.is Dregur úr fylgi VG samkvćmt könnun Blađsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Glćsilegur fundur um sjávarútvegsmál.

Ţađ var góđur fundur og velsóttur í kosningamiđstöđinni okkar ađ Skeifunni 7 í Reykjavík í gćr. Frjálslyndi flokkurinn mun ekki kvika í baráttunni gegn gjafakvótakerfinu.

Ég lít á ţađ sem mikilvćgasta  byggđamáliđ ađ breyta fiskveiđistjórnarkerfinu. Sú stefna Frjálslynda flokksins ađ berjast fyrir ţví ađ einstaklingarnir fái aukiđ frelsi til ađ bjarga sér og setja undir sig fćturnar viđ fiskveiđar er stefna einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis.

Sjálfstćđismenn sem nú sitja á Landsfundi ćttu ađ athuga ţađ ađ á sama tíma og flokkur ţeirra er búinn ađ koma upp sósíalísku kvótakerfi í landbúnađi og sjávarútvegi ţá berst Frjálslyndi flokkurinn fyrir einstaklings- og athafnafrelsinu í ţessum greinum.

Kvótakerfi er óvinur bygđanna hvort heldur í landbúnađi eđa fiskveiđum.


Bloggfćrslur 13. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 124
  • Sl. sólarhring: 793
  • Sl. viku: 3714
  • Frá upphafi: 2560584

Annađ

  • Innlit í dag: 120
  • Innlit sl. viku: 3494
  • Gestir í dag: 119
  • IP-tölur í dag: 117

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband