Leita í fréttum mbl.is

Verst fyrir Bretland

Ólíkt því sem ég hafði spáð þá náði Íhaldsflokkurinn ekki hreinum meirihluta í þingkosningunum í Bretlandi í gær. Það var þvert á það sem lagt var upp með þegar þing var rofið og efnt til nýrra kosninga.

Íhaldsflokkurinn á þó þess kost að leita eftir stuðningi norður írska hægri flokksins, sem mér virðist ef eitthvað er til hægri við Íhaldsflokkinn.

Theresa May og ráðgjafar hennar virðst hafa gert nokkur reginmistök. Í fyrsta lagi tókst þeim að ýta frá sér atkvæðum eldri borgara í nokkrum mæli. Í öðru lagi þá var það ekki viturlegt af Theresu May að vera með drottningarstæla og neita sjónvarpskappræðum við leiðtoga annarra flokka. Í þriðja lagi þá var spurningaþáttur leiðtoga bresku stjórnmálaflokkanna það versta sem flokkur sem hugsa um hag skattgreiðenda getur farið út í þar sem spurningarnar eru nánast allar "Hvað ætlar þú að gera fyrir mig á kostnað skattgreiðenda"

Í fjórða lagi þá virðist áætlun May um áherslur hvað varðar kjördæmi hafa verið jafnrangar og áherslur Trump voru réttar í forsetakosningnunum í Bandaríkjunum síðasta haust.

Ólíkt því sem gerðist í frönsku forsetakosningunum þar sem unga fólkið kaus til hægri þá kaus unga fólkið í Bretlandi til vinstri.

Eftir stendur að það er með ólíkindum að Íhaldsflokkurinn skuli hafa klúðrað unninni stöðu, sem leiðir til þess að Theresa May mun þurfa á öllu sínu að halda til að halda leiðtogasæti í Íhaldsflokknum. Þar í landi verða stjórnmálamenn nefnilega ólíkt því sem gerist hér, að bera nokkra ábyrgð á verkum sínum og gengi og gengisleysi flokka sinna.

Þessi úrslit eru þó augljóslega það versta fyrir Bretland vegna fyrirhugaðra Brexit viðræðna. Vinstri sinnaðisti foringi Verkamannaflokksins í langa hríð leiddi flokkinn til aukins vegs í breskum stjórnmálum á sama tíma og íhaldsflokkurinn með eina frjálslyndustu stefnuskrá sem hann hefur haft hafði samt ekki erindi sem erfiði. 

Eftir að Brexit var samþykkt taldi ég að Íhaldsmenn gerðu best í því að kjósa Boris Johnson sem formann sinn. Ég er enn þeirrar skounar. En sennilega getur flokksvél Íhaldsflokksins illa sætt sig við það, vegna þess að Boris er öðruvísi.


Bloggfærslur 9. júní 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 3064
  • Frá upphafi: 2294742

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2793
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband