Leita í fréttum mbl.is

Combó Þórðar Hall

Á sjöunda áratug síðustu aldar kom fram gjörningahljómsveitin Combó Þórðar Hall. Þórður Hall hætti fljótlega, en nafni hélst. 

Nú er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur í svipaðri stöðu og Combóið fyrir hálfri öld. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur án Katrínar. 

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir er prinsíplausasta ríkisstjórn lýðveldisins Íslands og á margt sameiginlegt með combóinu.

Engin grundvallaratriði sem stjórnarflokkarnir segjast berjast fyrir skipta þá máli og eina stefnan er að halda prinsíplausu ríkisstjórninni saman og eyða peningum langt um efni fram.

Katrín er á móti NATO en mætir jafnan fyrst allra á NATO fundi. Sjálfstæðisflokkurinn segist vera á móti ríkisbákninu en aldrei hefur ríkisbáknið vaxið sem nú. Það er einna helst Framsókn sem fer ekki gegn grundvallarstefnu sinni af því að hún er engin. Flokkurinn ber þó höfuð og herðar yfir samstarfsflokkana varðandi gegndarlausa sóun á ríkisins fé.

Combó Katrínar Jakobsdóttur ætlar sér að leika áfram gjörningarlögin og nú eins og Combó Þórðar Hall forðum, án Katrínar. Vonandi þrýtur þetta Combó fljótt örendið, vegna þess að því fyrr sem ábyrg fjármálastjórn tekur völdin þeim mun betra


Bloggfærslur 8. apríl 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 106
  • Sl. sólarhring: 148
  • Sl. viku: 4289
  • Frá upphafi: 2296079

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 3928
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband