Leita í fréttum mbl.is

Lögreglan ekki óvopnuð í Víðines- No go Zone?

Á fundi í gær lýsti forsætisráðherra hversu vanhugsað það hafi verið og mikil atlaga að íslensku samfélagi og öryggi borgaranna að samþykkja Útlendingalögin og opna allar flóðgáttir fyrir svonefndum hælisleitendum. 

Forsætisráðherra upplýsti, að lögreglan færi ekki óvopnuð í Víðines, þar sem yfirvöld leigja aðstöðu fyrir hælisleitendur. Fyrst svo er komið að lögreglan telur ekki öruggt að fara í Víðines nema vopnuð er þá ekki komið sama ástand og í Rosengård hverfinu í Malmö í Svíþjóð. 

Fyrst lögreglan metur aðstæður með þessum hætti í Víðinesi hvað þá með íbúa sem búa næst þessum stað. Hvaða þýðingu hefur það fyrir öryggi íbúanna og gæti þetta haft þau áhrif að fasteignaverð í Mosfellsbæ og Kjalarnesi snarlækki í verði?

Þá nefndi forsætisráðherra sem valkost, að teknar yrðu upp vegabréfsáritanir til Íslands. Þá hljóta spurningar að vakna. Hvað með ferðamannalandið Ísland. Af hverju vegabréfsáritun. Af hverju nefnir forsætisráðherra þetta sem valkost? Hvaða vandamál er verið að leysa með því?

Ári eftir samþykkt útlendingalaganna erum við komin með No go Zone þar sem lögreglan treystir sér ekki nema vopnuð. Við erum með þvílík vandamál og kostnað vegna ólöglegra hælisleitenda að varðar sennilega um eða yfir 10 milljarða í ár auk þess vanda sem forsætisráðherra lýsti og varðar aukna ógn í samfélaginu.

Miðað við ummæli forsætisráðherra ætlar ríkisstjórnin samt að stinga höfðinu í sandinn. Ríkisstjórnin ætlar ekki að stórefla lögreglu og löggæslu í landinu til að mæta þeirri vá sem forsætisráðherra lýsir. Það á ekki að breyta útlendingalögnum, en halda áfram að bæta í með töku fleiri kvótaflóttamanna.

Engin fréttamiðill hefur birt frétt um þessi ummæli forsætisráðherra nema Morgunblaðið í almennri frásögn af fundinum. Skrýtið? 

Það er allt í stakasta lagi sagði strúturinn um leið og hann stakk höfðinu í sandinn til að sjá ekki ljónið sem kom hlaupandi á móti honum. 

 


Bloggfærslur 14. september 2017

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 124
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 3065
  • Frá upphafi: 2294684

Annað

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 2794
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 110

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband