Leita í fréttum mbl.is

Sjáandi sjá þeir ekki

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest dóm æðsta dómstóls Austurríkis þess efnis, að það sé ekki brot á 10.gr. mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi, að dæma konu sem sagði að Múhameð hefði verið barnaníðingur til sektar fyrir þau ummæli, sem voru túlkuð sem hatursorðræða. 

Konan flutti fyrirlestur um Íslam haustið 2009, þar sem hún fjallaði um hjónaband Múhameðs spámanns Allah og stúlkunnar Aishu, sem var sex ára þegar Múhameð þá 56 ára giftist henni og hafði fyrst við hana samfarir þegar hún var níu ára og hann þá 59 ára.

Fyrirlesarinn konan E.S. sem býr í Vín í Austurríki spurði "hvað köllum við svona háttalag annað en barnaníð". 

Frú E.S. var dæmd af æðsta dómstól Austurríkis fyrir að kalla framferði Múhameðs barnaníð og dæmd til að greiða 480 Evrur í sekt fyrir að vanvirða trúarkenningar.

Frú E.S vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu og taldi dóm æðsta dómstóls Austurríkis vera brot á tjáningarfrelsi. Á fimmtudaginn var kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp þann dóm, að sektardómurinn yfir E.S væri ekki brot á 10.gr. mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi.

Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er vikið að því að fólk eigi rétt á því að trúarskoðanir þeirra séu verndaðar og dómur æðsta dómstóls Austurríkis væri til þess fallinn að viðhalda friði milli trúarbragða í Austurríki og ummæli frú E.S væru umfram það sem væri leyfilegt í málefnalegri umræðu og taldi þau niðrandi ummæli um spámanninn Múhameð, sem gæti leitt til fordóma og ógnað friði milli trúarbragða.

Hvað nefnum við sextugan mann, sem hefur samræði við níu ára stúlku? Barnaníðing. Í öllum tilvikum nema um sé að ræða Múhameð spámann af því það geta ógnað friði í samfélaginu. Hvers konar samfélag er það þá eiginlega?

Í hinni vestrænu Evrópu má ekki segja sannleikann um Múhameð spámann að viðlögðum sektum. 

Hversu langt á læpuskapur og aumingjadómur Evrópskra stofnana og stjórnvalda að ganga áður en fólk hristir af sér þessa hlekki fáránleikans. 

Dómur Mannréttindadómstólsins  í Evrópu í máli frú  E.S hefur ekkert með mannréttindi eða lögfræði að gera heldur er hann dæmigerður fyrir dómstól, sem sveiflast eftir almenningsáliti og tekur afstöðu á ómálefnalegum grundvelli. 

Mannréttindi þ.á.m. tjáningarfrelsi eru algild. Það má aldrei gefa afslátt af því eins og því miður er gert í þessum dómi.


Bloggfærslur 27. október 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 123
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 3064
  • Frá upphafi: 2294683

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 2793
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 109

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband