Leita í fréttum mbl.is

100 ára Fullveldi. Þökk sé Dönum.

Til hamingju Ísland með að eiga 100 ára fullveldisafmæli. 

Við hefðum mörgum sinnum á þeim tíma getað misst fullveldið eða deilt því þannig með öðrum að lítið stæði eftir. Sem betur fer höfum við átt stjórnmálamenn, sem hafa gætt þessa fjöregg þjóðarinnar og jafnan gætt þess, að halda fram lands- og lýðréttindum þrátt fyrir að tekið væri þátt í fjölþjóðlegu samstarfi. Með EES samningnum var þó gengið að ystu mörkum. 

Fáir hafa bent á það hve lánsöm við vorum sem þjóð, að við skyldum heyra undir Dani. Hefði svo ekki verið er næsta víst, að við hefðum orðið bresk nýlenda og þá værum við ekki frjáls og fullvalda þjóð heldur hluti Stóra Bretlands og miðað við reynslu annarra þjóða, sem hafa lent í þeim hremmingum þá er ólíklegt að íslenska væri til sem lifandi tungumál.

Þrátt fyrir að íslenskir sagnritarar hafi iðulega skrifað söguna með þeim hætti, að við værum undir vondri nýlendustjórn Dana, þá er það rangt. Danir voru mildir og góðir nýlenduherrar og reyndu oftast að koma á framförum og við getum frekar sakast við íslensk yfirvöld vegna skammsýni þeirra og aumingjaskap. 

Alþýða Íslands varð ekki fyrir meiri áþján en alþýðan í Danmörku og jafnvel minni ef eitthvað var. Viðskilnaður Íslands og Danmörku varð síðan í fullum friði og með samkomulagi landanna fyrir 100 árum og slíkt er fáheyrt í mannkynssögunni um nýlendu og herraþjóð. 

Þrátt fyrir að viðskilnaður þjóðanna Danmerkur og Íslands hafi orðið stjórnarfarslega fyrir 100 árum þá hafa tengslin alltaf verið sterk sem betur fer og við megum taka Dani okkur til fyrirmyndar í mörgu og æskilegt væri að tengslin milli þjóðanna mundu vaxa frekar en minnka. 

Á þessum tímamótum ættum við að minnast þeirra íslendinga sem börðust fyrir íslensku fullveldi, en það var jafnan sótt með rökum og fullri einurð, en á sama tíma af kurteisi og virðingu fyrir Dönum. Nú á þessum tímamótum er það ánægjulegt að helsta forustufólk Dana skuli sækja okkur heim. Danir eiga að vera aufúsugestir hjá Íslendingum fyrir það að hafa í raun tryggt það að við áttum þess kost að verða sjálfstæð og fullvalda þjóð.

 


Bloggfærslur 1. desember 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 859
  • Frá upphafi: 1497171

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 776
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband