Leita í fréttum mbl.is

Postulinn Páll og Þjóðkirkjan

Frumvarp um að banna limlestingu á getnaðarlim nýfæddra sveinbarna hefur valdið meiri ólgu og tilfinningaóreiðu en önnur lagafrumvörp sem lögð hafa verið fram á þessu þingi. 

Íslenska þjóðkirkjan hefur blandað sér í málið og telur yfirmaður þeirrar kirkjudeildar að leyfa beri áfram að höggva forhúð af getnaðarlim ómálga sveinbarna, að því er virðist til að komast hjá því að móðga þá sem vilja halda þeim fornaldarsið áfram.

Með þessu neitar þjóðkirkjan sér um að hafa aðra skoðun en þá sem er þóknanleg öðrum trúarhópum. Spurning er hvaða gildi slík kirkjudeild hefur sem sviptir sig heimild til að taka afstöðu, ef það getur valdið því að einhver sé ósáttur við afstöðuna. 

Í frumkristni var umskurnin töluvert til umræðu og postulinn Páll tók mjög eindregna afstöðu gegn því að hún væri eitthvað sem máli skipti og taldi að óumskornir gætu orðið hólpnir í náðarfaðmi Guðs ekkert síður en umskornir. 

Þannig segir Páll postuli í I. Korintubréfi 7.kap 18-19. versi "Sá sem var óumskorinn, láti ekki umskera sig. Umskurnin er ekkert og yfirhúðin ekkert, heldur það að halda boðorð Guðs."

Biskupinn yfir Íslandi gat ekki tekið undir með Páli postula ef til vill vegna trúfræðilegrar vanþekkingar og e.t.v. vegna vilja til að sýna hversu undansláttarstefna og hugmyndasneyð hinnar evangelísku Lúthersku kirkju er algjör. 

Er ekki rétt að standa með réttindum ungbarna og boðun Páls Postula og leyfa þeim sem vilja láta limlesta kynfæri sín með umskurði að gera það þegar þeir hafa vit á að taka sjálfir þá ákvörðun. 

Þeir sem halda því fram að sú ákvörðun að banna umskurn ungbarna á Íslandi sé móðgun við fornaldarhugsun ákveðinna trúarbragða geta í sjálfu sér gert það, en það má ekki breyta því að við tökum rétta ákvörðun gegn hjátrú og hindurvitnum. Jafnvel þó það séu valdamikil öfl sem styðji ofbeldið. 


Bloggfærslur 28. febrúar 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 441
  • Sl. sólarhring: 479
  • Sl. viku: 4231
  • Frá upphafi: 2295966

Annað

  • Innlit í dag: 413
  • Innlit sl. viku: 3879
  • Gestir í dag: 387
  • IP-tölur í dag: 381

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband