Leita í fréttum mbl.is

Geðþóttaákvarðanir seðlabankastjóra víkja ekki til hliðar almennum stjórnvaldsfyrirmælum.

Mál Sigríðar Benediktsdóttur bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem sat í Rannsóknarnefnd Alþingis vindur upp á sig og nú er komið fram til viðbótar við það sem lá fyrir í gær þegar ég ritaði pistilinn "Vegin og léttvæg fundin"

að  Sigríður Benediktsdóttir greindi Morgunblaðinu ranglega frá þeirri fjárhæð gjaldeyris sem hún nýtti til að kaupa íslenskar krónur á verulegum afslætti. Nú segir Sigríður að fjárhæðin hafi verið rúmlega þrisvar sinnum hærri en hún greindi upphaflega frá. Hagnaður Sigríðar skv. eigin sögn voru um tvær milljónir króna.

Af hálfu Sigríðar er nú veifað til réttlætingar ólögmætri sölu hennar á gjaldeyri á yfirverði til Seðlabankans, ákvörðun Seðlabankastjóra nr. 1220  sem sögð er vera frá 9.2.2012, en þar segir að Sigríður sé undanþegin ákvæðum reglna nr. 831/2002 sbr. reglur nr. 118/2012 sem fjalla m.a. um gjaldeyrisviðskipti starfsmanna Seðlabankans. 

Vandinn við þessa yfirlýsingu Seðlabankastjóra er sá, að þessa ákvörðun gat Seðlabankastjóri ekki tekið og undanþegið starfsmanninn Sigríði Benediktsdóttur frá relgum skv. almennum stjórnvaldsfyrirmælum með eigin ákvörðun. Þetta átti og mátti Sigríði Benediktsdóttur og Má Guðmundssyni vera ljóst, þegar þessi ólögmætu gjaldeyrisviðskipti Sigríðar Benediktsdóttur áttu sér stað og leiddu til ólögmæts hagnaðar hennar um kr. 2.000.000.- Engin gat verið í vafa um að engin undanþáguheimild var frá ákvæðum 118/2012 hvað þetta varðar.

Óneitanlega hlýtur fólk að velta fyrir sér hæfi Sigríðar Bendiktsdóttur sem bankaráðsmanns í Landsbankanum þegar fyrir liggur að hún sýnir ítrekað dómgreindarleysi og gefur fjölmiðlum rangar upplýsingar um mál sem hana varða persónulega. 


Bloggfærslur 1. ágúst 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 168
  • Sl. viku: 3068
  • Frá upphafi: 2294746

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2797
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband