Leita í fréttum mbl.is

Röng viđbrögđ ekki gćtt međalhófs.

Sá sem jafnan skrifar af mestu viti í Fréttablađiđ fyrir utan Óttar Guđmundsson lćkni, er ritstjóri blađsins Jón Ţórisson. Jón hefur veriđ óhrćddur viđ ađ andćfa viđteknum skođunum hins alvalda ţríeykis í Covid frćđum. Jón bendir réttilega á, ađ viđ ţessar ađstćđur sé ţetta sá tími sem mikilvćgt sé ađ rćđa um frelsi, mannréttindi og vernd stjórnarskrárinnar gegn handahófskenndum frelsissviptingum sóttvarnarlćkns sem ríkisstjórnin samţykkir jafnan. 

Jón bendir á, ađ margfalt fleiri hafi falliđ fyrir eigin hendi á ţessu ári en Covid, samt er ríkisvaldiđ ekki ađ beina sérstökum sjónum ađ slíkum hörmungum. Óttar Guđmundsson gerđi ţeim málum góđ skil fyrir nokkrum árum, en ekki hefur veriđ brugđist viđ. 

Ţó nokkrir verđi til ţess, draga í efa heilagleika veirutríósins og ţeirra ađgerđa sem ţađ hefur gripiđ til, ţá er hrćđsluáróđurinn svo mikill, ađ stór hluti landsmanna finnur til óttakenndar og takmarkar ţví samskipti sín viđ annađ fólk, sjálfum sér og öđrum til ómćldra leiđinda. 

Ţó mikilvćgt sé, ađ hver gćti ađ eigin sóttvörnum, ţá er ţađ annađ mál en handahófskennd valdbođ veirutríósins, sem oft orka tvímćlis. Sum ţessara valdbođa hafa valdiđ ţjóđinni milljarđa tjóni eins og ţađ ađ eyđileggja ferđaţjónustuna. Önnur hafa svipt einstaklinga og smáfyrirtćki lífsviđurvćri sínu. Samt er haldiđ áfram án ţess ađ gerđ sé grein fyrir hver sé tilgangurinn eđa frelsissviptingar rökstuddar. 

Ég er nýkominn frá Spáni, frá svćđi ţar sem smit eru örlítiđ fátíđari en hér miđađ viđ fólksfjölda. Samt sem áđur má fólk fara í hársnyrtingu, spila fótbolta og ađra boltaleiki jafnvel í keppnisgreinum. Vikulega er gerđ grein fyrir hvar og viđ hvađa starfsemi fólk er ađ smitast. Ţar kemur í ljós, ađ smit eru ekki ađ greinast vegna innstreymis túrista eđa ţess, ađ fólk fari í hársnyrtingu eđa geri almennt allt sem gert er í frjálsu ţjóđfélagi. Smitin eru ađallega vegna skorts á ađgćtni á áfengis- og öldrykkjustofum.

Í miđjum ágúst s.l. rofnađi samhengi vitrćnnar nálgunar og međalhófs hjá veirutríóinu og ríkisstjórninni en viđ tóku ţćr glórulausu öfgar sem fólu í sér nánast ađkomubanni til landsins. Allir skyldu skimađir ekki einu sinni heldur tvisvar og ţađ međ óundanţćgri sóttkví á milli. Ţetta hefur ekki haft neina ţýđingu viđ ađ hefta útbreiđslu C-19 en valdiđ tugum ef ekki hundruđ milljarđa tjóni, sem ríkisstjórnin ber ábyrgđ á. Reynslan hefur sýnt ađ ţessi ákvörđun var röng og hafđi ekkert í för međ sér nema tjón. Samt er vitleysunni haldiđ áfram.

Ég mćldist neikvćđur viđ skimun á landamćrunum, jafnvel ţó sýnatökukonan gerđi sitt ítrasta til ađ trođa sýnatökupinnanum í gegnum nefiđ á mér og upp í heilabúiđ. Vegna ţess ađ ég mćldist neikvćđur, fer ég í sóttkví fram á föstudag n.k.  Heil vinnuvika. Vegna ţessara reglna eiga margir í  erfiđleikum bćđi viđ ađ komast heim til sín og afla sér nauđsynja, fyrir utan ţann ömurleika sem sumir ţurfa ađ lifa viđ einir og yfirgefnir í sóttkví vegna ţess ađ ţeir mćldust ekki međ veiruna. 

Er ţađ ekki dćmalaust, ađ mađur sem mćlist neikvćđur í ţessari skimunarćđi, skuli ţessvegna ţurfa ađ halda sig frá öđru fólki og međhöndlađur eins og holdveikissjúklingur fyrr á öldum. 

Ríkisstjórnin ber ábyrgđ á ţví,ađ taka ekki alvöru umrćđu um ţađ hvađ sé líklegast til ađ hafa ţýđingu, sé vilji til ađ halda frelsissviptingum áfram, til ađ reyna ađ koma í veg fyrir Covid smit og beita ţá ţeim ađgerđum, sem taldar eru bráđnauđsynlegar en gefa fólkinu í landinu ađ öđru leyti kost á ţví ađ gćta ađ eigin smitvörnum. Ţetta hefur ríkisstjórnin ekki gert, en telur sig hćfasta til ađ vera í hlutverki jólasveinsins og fćra sumum gjafir og ţađ allt međ annarra peningum ađ sjálfsögđu skattgreiđenda.

Ţó veiritríóiđ og landsstjórinn ţekki e.t.v. ekki vel til ţess sem kallađ er međalhóf viđ beitingu stjórnvaldsađgerđa, ţá ćtti samt ađ vera ţekking á ţví fyrirbćri í ríkisstjórninni. Vćri ekki rétt ađ skođa hvađa ađgerđir koma ţá til greina og eru nauđsynlegar einnig ađ teknu tilliti til ţjóđarhags. 

 


Bloggfćrslur 25. október 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 130
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 3071
  • Frá upphafi: 2294690

Annađ

  • Innlit í dag: 122
  • Innlit sl. viku: 2800
  • Gestir í dag: 114
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband