Leita í fréttum mbl.is

Úrslit forsetakosninga. Hafa skal það sem er rétt.

Hvort fékk Guðni forseti stuðning 92% þjóðarinnar eða 59%. Það fer eftir því við hvað er miðað. Af þeim sem eru á kjörskrá fékk Guðni 59% stuðning og Guðmundur 5%.

Fjölmiðlar virðast sammála um, að ekki eigi að taka mark á þeim sem vildu hvorugan frambjóðandann kjósa, en höfðu samt fyrir því að mæta á kjörstað til að skila auðu. Auð atvkæði eru hluti kosningaúrslita og við útreikning á hlutfallstölu, þá er það rangur útreikningur að taka ekki tillit til þeirra sem skiluðu auðu og lítilsvirðing við vilja þeirra kjósenda. 

Réttur útreikningur á fylgi frambjóðenda hlutfallslega miðað við þá sem kusu,  þegar tekið er tillit til þeirra sem skiluðu auðu er nokkur annar en fjölmiðlar nefna, en þá er Guðni með rúm 89% atkvæða en ekki rúm 92 og Guðmundur er með stuðning rúmra 7.5%, en rúm 3% kjósenda vildi hvorugan þeirra kjósa.  Það eru hin réttu hlutfallslegu úrslit kosninganna miðað við þá sem kusu.

Annað er fölsun á hlutfallslegri niðurstöðu kosninganna. 


Bloggfærslur 28. júní 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 374
  • Sl. viku: 4213
  • Frá upphafi: 2296003

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 3859
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband