Leita í fréttum mbl.is

Fagnaðarboðskapur?

Um áramótin var því fagnað, að bóluefni vegna Kóvid væri að koma á markað. Fólk horfði fram á grímulausa framtíð, þar sem hægt yrði að faðmast, kyssast og knúsast ferðast og annað sem var í gamla daga. Gleðin var eðlilega mikil. Loksins hyllti undir það, að við værum að vera frjáls á nýjan leik. 

Eftir því sem dagarnir hafa liðið, hefur komið í ljós, að þessi lyf eru ekki endilega ljósið við enda ganganna eða fagnaðarboðskapurinn um Kóvíd lausan heim.

Samkvæmt grein sem ég las í Daily Telegraph í morgun, þá er talað um að ónæmi verði 3 vikum eftir að fólk hefur fengið síðari sprautu miðað við lyf Moderna, Astra-Zeneca eða Pfizer. Samt sem áður er mögulegt að fólk geti smitast og ekkert bóluefni býður upp á 100% vörn. 

Það sem kom mér meira á óvart var að það er ekki vitað, hvort að fólk sem fær sprauturnar geti smitað eftir sem áður eða ekki og því er ráðlagt að halda sig við grímur, fjarlægðarmörk, handþvotta o.s.frv.

Þá er ekki vitað hvað ónæmi eftir sprautn varir lengi talað er um allavega 5 mánuði. En hvað svo? Þarf e.t.v. að bólusetja alla aftur að liðnu hálfu ári?

Loks er ekki vitað hvað gerist nákvæmlega eftir að þú hefur fengið Kóvíd sprauturnar og hvaða langtímaáhrif bóluefnið hefur. 

Loksins er ekki hættulaust fyrir fólk að fá bóluefnið og í Noregi eru 23 dánir skömmu eftir að hafa fengið sprautuna og 7 hér á landi. Haldið er fram, að tengsl milli dauðsfallanna og Kóvíd sprautu séu ósönnuð. Samt eru þau staðreynd og heilbrigðisyfirvöld í Noregi tala um að það geti verið of mikil áhætta fyrir eldri borgara með undirliggjandi sjúkdóma að láta sprauta sig. En það er einmitt sá hópur sem er í mestri hættu vegna Cóvíd.

Svo virðist, sem heilbrigðisyfirvöld hér á landi upplýsi fólk ekki með viðeigandi hætti um áhættuna á því að fá sprautuna eða viðurkenni að ekkert sé vitað um mögleg skaðleg langtímaáhrif af bólusetningunni. Það er því spurning hvort verið er að fara að með réttum og löglegum hætti. 

Þegar þessar staðreyndir og/eða skortur á staðreyndum eru vegnar og metnar, er þá ekki full ástæða til að flýta sér hægt þar sem að það liggur hvort sem er ekki fyrir hvort Kóvíd sprautuarnar leysa mikil vandamál miðað við það sem nú liggur fyrir.


Bloggfærslur 16. janúar 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 166
  • Sl. sólarhring: 205
  • Sl. viku: 3107
  • Frá upphafi: 2294726

Annað

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 2834
  • Gestir í dag: 142
  • IP-tölur í dag: 141

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband