Leita í fréttum mbl.is

Er þetta virkilega svona?

Í leiðara Fréttablaðsins í dag segir m.a.

"Meðalhitastig jarðar hefur aldrei mælst hærra og undanfarin ár hefur hamfaraveður ofhitað Norður-Ameríku, Evrópu, Brasilíu og Ástralíu með tilheyrandi skógareldum. Jöklar halda áfram að hopa, sjávarmál hækkar, flóð og þurrkar geisa og dýrategundir deyja út. Það er í raun óskiljanlegt að umhverfismál skuli ekki vera það eina sem við tölum um!"

Er þetta virkilega svona eins og leiðarahöfundur lýsir eða er þetta rangt. Leiðarahöfundurinn getur afsakað sig með því að í meginhluta hefðbundinna fjölmiðla má finna sambærilegar lýsingar, þó rangar séu. 

Meðalhitastig á jörðinni hefur oft verið hærra en nú er, en það er e.t.v. rétt að yfirborðshiti hafi aldrei mælst hærri þar sem að nýjum  hitamælum í borgum þar sem hitinn er nokkuð hærri en á víðavangi hefur fjölgað mikið og frávikið er svo lítið að líklegasta skýringin á niðurstöðu mælinganna er sú en ekki að um hamfarahlýnun sé að ræða. Blaðamenn og stjórnmálamenn ættu að kynna sér það sem raunverulega stendur í skýrslu alþjóða loftslagsnefndarinnar en ekki láta nægja að lesa bara yfirlit nefndarinnar á niðurstöðum vísindamanna hennar, en þar er um stórlega ýkta mynd að ræða um hamfarahlýnun sem jafnvel þeirra vísindi eru ekki að staðfesta.

Hamfaraverður hefur ekki ofhitað þau svæði jarða sem leiðarahöfundur heldur fram og t.d. í Evrópu hefur hitastig á þessu ári og því síðasta ekki verið sérlega hátt og í Norður Ameríku hefur fer fjarri að hitastig hafi verið hátt á síðustu misserum. 

Fólk ætti að skoða nærumhverfi sitt. Er eitthvað vont að gerast, sem ekki hefur gerst áður. Eru kuldarnir undanfarið og fjárfellirinn dæmi um hlýnanandi veður eða kólnandi. Raunar hvorugt heldur tilvik og veðuraðstæður sem koma öðru hvoru. 

Hefur náttúran með sínum fjölbreytileika ekki verið með þeim hætti að tegundir hafa dáið út og aðrar komið í staðinn. Er eitthvað óvenjulegt að gerast sem bendir til að við þurfum vakin og sofin að óttast hlýnun.

Þannig er það í raun og veru ekki og jafnvel þó að skýrslur Alþjóðlegu loftslagsnefndarinnar væru lagðar til grundvallar, þá er ljóst, að hækkun hitastigs á jörðinni er eftir allt saman ekki meira en það að á ævitíma barns sem fæddist í dag mundi ekkert skelfilegt gerast vegna meintrar loftslagshlýnunar. Það er nú hin raunverulega staða. Annað eru tilhæfulausar upphrópanir. 


Bloggfærslur 5. október 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 3064
  • Frá upphafi: 2294742

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2793
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband