Leita í fréttum mbl.is

Að axla ábyrgð

Katrín Jakobsdóttir segir að Íslendingar sem NATO þjóð þurfi að axla ábyrgð á málum í Afganistan. Það þýðir,að við eigum að taka við fjölda flóttamanna þaðan. En berum við einhverja ábyrgð? Nei enga. Við höfum hvorki verið gerendur né tekið ákvarðanir að einu eða neinu leyti varðandi Afganistan. 

Svo allri sanngirni sé fullnægt og komið til móts við Katrínu, sem ætlar skattgreiðendum að greiða fyrir góðmennsku sína í þessum efnum sem öðrum, þá legg ég til, að við bjóðum alþjóðasamfélaginu og Katrínu, að við tökum hlutfallslega við jafn mörgum afgönskum flóttamönnum og Saudi Arabía að frádregnum þeim fjölda sýrlenskra flóttamanna sem við höfum þegar tekið við umfram Saudi Arabíu ,en þeir hafa ekki tekið við einum einasta flóttamanni þaðan. 

Það ætti að standa Saudi Aröbum nær að taka við sínum múslimsku bræðrum og systrum, heldur en okkur og þar fyrir utan hafa þeir blandað sér bæði í sýrlensku borgarastyrjöldina og stríðið í Afganistan með gríðarlegum fjárframlögum til uppreisnarmanna í Sýrlandi og Talibana í Afganistan. Það ætti því að standa þeim mun nær en okkur að axla ábyrgð á því sem nú er að gerast í Afganistan. Því þeir bera óneitanlega ábyrgð.


Stórslys bandarískrar utanríkisstefnu

Nú þegar soldátar Talibana marséra syngjandi inn í Kabúl 10 dögum eftir að sókn þeirra hófst, þá er um leið staðfest mesta stórslys bandarískrar utanríkisstefnu síðan Víetnam.

Innrás Bandaríkjanna í Afganistan fyrir 20 árum, til að steypa þáverandi stjórn Talibana var í sjálfu sér rökrétt, eftir árás Al Kaída á tvíburaturnana o.fl. en þeir störfuðu í skjóli Talibananna. En það sem eftir hefur fylgt er það ekki. 

Það er ekki hlutverk Bandaríkjanna eða NATO að berjast gegn spillingu í Afganistan eða reyna að koma á lýðræði að vestrænni fyrirmynd. Þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Donald Rumsfeld sagði  "They are not our broken societies to fix." og það átti að gefa auga leið. 

Á þeim 20 árum sem liðin eru síðan er áætlað að Vesturlönd aðallega Bandaríkin hafi eytt 2 trilljónum Bandaríkjadala í að byggja upp Afganistan þ.á.m. 300 þúsund manna herlið sem er hvergi sýnilegt, þegar 80 þúsund manna herlið Talibana lætur til sín taka og leggur undir sig landið á 10 dögum. 

Niðurlæging utanríkisstefnu Bandaríkjanna er því algjör og nokkuð ljóst að Talibanar sem og margir aðrir eru sannfærðir um að þeir geti farið sínu fram, þar sem núverandi Bandaríkjaforseti Joe Biden, sé hvorki til stórræðana né annarra ræðanna.

 

 


Bloggfærslur 15. ágúst 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1079
  • Sl. sólarhring: 1145
  • Sl. viku: 8533
  • Frá upphafi: 2312794

Annað

  • Innlit í dag: 1009
  • Innlit sl. viku: 7899
  • Gestir í dag: 965
  • IP-tölur í dag: 928

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband