Leita í fréttum mbl.is

Er nóg til?

Ríkasti maður heims um næstliðin aldamót John D. Rockefeller var spurður að því af blaðamanni á sjötugsafmælinu sínu hvað hann þyrfti mikið meira til að hafa nóg. Rockefeller svaraði. Bara örlítið meira "Just a little bit more" 

Forseti ASÍ telur hinsvegar að nóg sé til svo auka megi millifærslur og hækka hverskyns styrki í þjóðfélaginu jafnvel þó ríkissjóður sé rekinn með umtalsverðum halla og við séum fjarri því að vera ríkust í heiminum eins og Rokcefeller var. 

Forseti ASÍ dansar ekki ein þennan dans ímyndunarinnar. Forustumenn allra stjórnmálaflokka dansa með henni í aðdraganda kosninganna. Fréttastofu RÚV hefur auk heldur verið með fastan þátt í hverjum fréttatíma í rúm 12 ár sem gæti heitið ég eða við eigum svo bágt að stórauka verður framlög ríkisins til mín eða okkar. Sérkennilegt ef nóg er til.

Af hverju er ekki hægt að ráðast í mörg brýn verkefni fyrst nóg er til. Já og hvers vegna er ríkissjóður rekinn með hundraða milljarða halla ef nóg er til. 

Getur verið að svo sé komið fyrir íslensku stjórnmálastéttinni og fréttaelítunni sem og verkalýðshreyfingunni, að þeir hópar séu ófærir um að taka á málum eða tala um þau út frá öðrum viðmiðunum en raunveruleikaheimi Lísu í Undralandi. 

 


Bloggfærslur 21. september 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 113
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 4296
  • Frá upphafi: 2296086

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 3935
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband