Leita í fréttum mbl.is

Löglegt en siðlaust

Kristrún Frostadóttir sem skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður er sögð hafa hagnast um 100 milljónir vegna sérkjara sem henni voru boðin af vinnuveitenda hennar. Hún hefur hafnað því að gera kjósendum fulla grein fyrir þessu máli.

Telja má uppá, að löglega hafi verið gengið frá þeim gerningum, sem þarna var um að ræða sem leiddu til óeðlilegrar auðgunar Samfylkingarframbjóðandans, sem er í engu samræmi við þau kjör sem annað launafólk hefur. En jafnvel þó að löglega hafi verið að þessu staðið þá er þetta algjörlega siðlaus starfskjör miðað við það sem venjulegu launafólki býðst fyrir vinnu sína.

Hvernig ætlar Samfylkingin, sem segist berjast gegn misskiptingu í þjóðfélaginu og ofurlaunum, en fyrir jöfnuði að líða það, að einn helsti frambjóðandi hennar falli að öllum líkindum í þann flokk ofurlaunafólks og bankstera, sem flokkurinn segist berjast á móti. 

Vilji Samfylkingin halda trúverðugleika, þá kemst forusta hennar ekki hjá því að gera almenningi grein fyrir því sem máli skiptir varðandi ofurlaunakjör frambjóðandans í fyrsta sæti í Reykjavík suður og hvernig vera hennar á framboðslistanum samræmist helstu stefnumálum flokksins um að berjast gegn ofurlaunum og misskiptingu í þjóðfélaginu. 

 


mbl.is Kristrún ætlar ekki að svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki bara best að kjósa ekki Framsókn?

Framsóknarflokkur og Viðreisn heyja harða baráttu um hvor flokkanna sé meiri "miðjuflokkur" Baráttan felst í því að sýna kjósendum, að þeir geti unnið með hverjum sem er, hvenær sem er. Þeir láti ekki hugsjónir eða stefnumál þvælast fyrir sér. Þessvegna getur Viðreisn auðveldlega stutt vilta vinstrið í borgarstjórn Reykjavíkur.

Framsóknarmenn stæra sig af því að þeir hafi jafnan verið valkostur við stjórnarmyndanir vegna þess hvað þeir séu mikill mðjunafli íslenskra stjórnmála. Réttara væri að segja að Framsókn hafi um langt árabil verið flokkur, sem hefur þann eina pólitíska tilgang að vera í ríkisstjórn, sér og sínum til framdráttar.

Miðja stjórnmála hvar sem er í heiminum er kyrrstöðuafl. Framsóknarflokkurinn kynnir sig í kosningabaráttunni sem flokk, sem þeir geti kosið,sem hafa ekkert annað að kjósa og engar sérstakar skoðanir í pólitík.

Vandi íslenskra stjórnmála er síst sá, að það séu ekki nógu margir flokkar á miðju hefðbundinna stjórnmála og sækist eftir að vera þar. Vandinn er mun frekar sá, að það vanti flokka, sem boði stefnu sem sé líkleg til að verða hreyfiafl nýrrar sóknar til velferðar einstaklinga og samfélags. Slíkir flokkar eru sjaldnast á miðjunni og alla vega ekki hér á landi.

Ekki gleyma því sem Winston Churchill forsætisráðherra Breta sagði eitt sinn. "Vandi þeirra sem eru á miðjum vegi er að það er keyrt yfir þá." Þannig er það líka í pólitíkinni þeir sem hafa enga hugmyndafræðilega rótfestu láta allt falt ef því er að skipta. Þessvegna hefur Framsóknarflokkurinn jafnan verið opinn í báða enda eins og fyrrum foringi hans orðaði það.    


Bloggfærslur 22. september 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 122
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 4305
  • Frá upphafi: 2296095

Annað

  • Innlit í dag: 112
  • Innlit sl. viku: 3944
  • Gestir í dag: 101
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband